Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDA6UR13.ÁGÚST2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: SkaftahlíB 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dvJs. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabónkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af beim. Efni blaðsins Stjórnmálamenn spurðir um boðsferðir - frétt bls. 4 Skæð tölvuveira á ferðinni - frétt bls. 8 **t m Þrái að verða sjálfstæð -Fréttbls. 10-11 Múrinn mikli í ísrael -Heimsljósbls.12 Sýning Roni Horn -Menning bls. 18 í tísku að sauma út -Tilverabls. 24-25 Bíó og sjónvarp -Tilverabls. 34-35 DV Bingó ' \ Nú spilum við allt \ spjaldið og ætti } ekkiaðlíðaá J lönguáðuren S einhver fær bingó. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Athugið að samhliða einstökum röðum hefur allt spjaldið verið spilað í sumar þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið út í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. 26. talan sem kemur upp er 33. Þeir sem fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó verður dregið úr nöfnum þeirra. Breki tekinn SJÁVARÚTVEGUR: Landhelg- isgæslan færði Breka VE til hafnar á Eskifirði síðastliðinn sunnudag vegna gruns um landhelgisbrot.Varðskips- menn fóru um borð og sáu að smáfiskaskilja var ekki þar sem hún átti að vera. Skipið var því flutt til hafnar þar sem sýslumaðurinn á Eskifirði tók við rannsókn málsins. Borgarráð vill út úr rekstri SINFÓNÍAN: Borgarráð sam- þykkti í gær að endurskoða aðild Reykjavíkurborgarað Sinfóníuhljómsveit (slands á þeirri forsendu að aðildin væri orðin úrelt. Reykjavíkur- borg og Seltjarnarnesbær, auk ríkisins, eiga aðild að rekstri hljómsveitarinnar og greiðir Reykjavíkurborg um 70 milljónir króna til hans á ári. Borgarráð telur eðlilegt að stjórn hljómsveitarinnar sé á einni hendi. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlista telja t.d. óeðlilegt að fulltrúi borgar- innar eigi aðild að verkefna- vali hljómsveitarinnar. Borg- arstjóri mun kynna mennta- málaráðherra samþykkt ráðs- ins og óska eftir þreytingum á lögum þar að lútandi. Óvelkomnir LÖGREGLA: Þrír menn voru handteknir á sjötta tímanum í nótt, grunaðir um að hafa brotist inn í íbúð í Austur- bænum. Konan sem þar býr varð vör við umgang og sá þá þrjá menn í og við íbúð- ina. Hún hringdi strax á lög- regluna sem handtók þá skömmu síðar. Mennirnir sitja nú ívarðhaldi. Orkuveita Reykjavíkur samþykkir verðhækkanir vegna minni sölu áheitu vatni: Orkuveitan ein um hækkun verðs Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að hækka gjaldskrá sína til að mæta tekjutapi vegna minnk- andi sölu á heitu vatni. Aðrar hitaveitur munu ekki fylgja for- dæmi OR, a.m.k. ekki strax, þrátt fyrir að margar þeirra sjái fram á allt að 10% tekjumissi á árinu. Orkuveita Reykjavfkur sam- þykkti á stjómarfundi í gær hækk- un gjaldskrár fyrir rafmagn og hita- veitu til þess að mæta tekjutapi sem orðið hefur á síðusta ári vegna hlýinda. Horfur eru því á að Orku- Notkun heits vatns hef- ur dregist verulega saman á síðustu miss- erum og víða sjá menn framáalltað10% tekjumissi. Þrátt fyrir það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um hækkun gjaldskráa til að mæta tapinu nema hjáOR. veitan verði af allt að 400 milljón- um króna á árinu vegna minni sölu ,á heitu vatni. Því var samþykkt til að rafmagn skildi hækkað um 1,2% og heitt vatn um 5,8% og mun það skila OR um 70 milljónum króna það sem eftir er ársins. Aðrar hitaveitur munu ekki hækka verð strax Stjórnendur Orkuveitunnar segja hækkunina á raftnagnsverði til komna vegna hærra heildsölu- verðs á rafmagni frá Landsvirkjun. Sú breyting tók gildi 1. ágúst og til að mæta henni var verðið á raf- magni hjá OR hækkað um 1,2%. Þrátt fyrir hærra heildsöluverð á rafmagni munu aðrar orkuveitur, s.s. Orkuveita Húsavíkur, ekki hækka verðskrá sína til neytenda. Hækkun OR á heitu vatni má hins vegar rekja til minni notkunar á heitu vatni sem er að mestu til komin vegna góðs veðurfars. Þess vegna var ákvörðun um að hækka gjaldskrá á heitu vatni um 5,8% en hitaveitugjaldið hækkaði síðast fyrir rúmum sex vikum, þá um 3,4%. Sjálfstæðismenn í stjórn Orku- veitunnar hafna þeim skýringum að hlýindi valdi hækkunarþörfinni. Á fundinun í gær létu þeir bóka að óvarlegar fjárfestingar OR, upp á 6-7 miljarða króna, séu þegar farn- EINIR UM HÆKKUN VERÐS: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að haekka verð á rafmagni um 1,2% og heitu vatni um 5,8%. Þetta er gert til að maeta tekjutapi vegna minnkandi sölu á heitu vatni en víða um land sjá hitaveitur fram á allt að 10% tekjumissi vegna hlýindanna sem verið hafa að undanförnu. OR er eina orkufyrirtaekið sem samþykkt hefur hækkanir á verðskrá vegna þessa. ar að veikja fjárhag fyrirtækisins verulega. Þeir íeggja þyí til að eitt- hvað af eignum félagsins, s.s. höf- uðstöðvar og dótturfyrirtæki, verði seld og hagnaðurinn notaður til að greiða niður skuldir í stað þess að hækka gjaldskrá. Fæstar hitaveitur landsins hafa aftur á móti fylgt þessu fordæmi Orkuveitu Reykjavíkur og sem dæmi hafa ekki verið teknar ákvarðanir um hækkun gjaldskrár , hjá Hitaveitu Rangæinga, Hita- veitu Dalvíkur og Hitaveitu Sel- tjarnarness. öllum ber þó saman um að notkun heits vatns hafi dregist verulega saman á síðustu misserum og víða óttast menn að tekjumissir vegna þessa verði allt að 10%. Þrátt fyrir það hafa ekki verið teknar ákvarðarnir um hækk- un gjalds til að mæta tekjutapinu. Hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á heitu vatni vegna minni sölu er því einsdæmi meðal orkufyrirtækj- anna hér Iandi. agust@dv.is Hiti og rafmagn hafa hækk- að minna en verðbólga - þangað tilsíðustu mánuði aðþróunin hefursnúist við. Hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hita og raf- magn, sem rakin er til hlýinda að undanförnu, hefur vakið deilur. Verðmælingar Hagstof- unnar leiða í Ijós að síðustu ár hafa hiti og rafmagn hækkað minna en almennt verðlag. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir hækkuðu hiti og raftnagn mun minna en almennt verðlag frá júlí 1998 til júlí 2003. Á þessum fimrn árum hækkaði almennt verðlag um 23,3% en hiti um 13,2% og raf- magnumll,4%. Undanfarið ár hefur þróunin hins vegar verið á allt annan veg: Almennt verðlag hefur hækkað um 1,6% en hiti um 5,5% og raf- magn um 5,6%. Sem kunnugt er hækkaði Orku- veita Reykjavfkur gjaldskrá hita- veitu um 5,8% og gjaldskrá fyrir rafmagn um ríflega 1%. Ekki er tekið tillit til þessara hækkana í töflunni. Raunar er óvíst hvort næsta hækkun á undan, sem varð fyrir hálfum öðrum mánuði, sé inni í nýjustu tölum Hagstofunnar sem geftiar voru út fyrri hluta júlí. Ljóst er að hækkun hita og raf- magns hefur undanfarin misseri smám saman nálgast það heldur að vera jafnmikil og hækkun á al- mennu verðlagi. Nákvæm mæling á því fæst þó ekki fyrr en í næsta mánuði, þegar Hagstofan birtir vísitölurfyrirágúst. HÆKKUN Á HITA, RAFMAGNI OG VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS Hækkun fráþviljúllárlS 2002 2001 2000 1999 1998 Vísitala neysluverðs 1,6% 5,8% 13,2% 19,5% 23,3% Rafmagn 5,6% 5,7% 10,9% 10,8% 11,4% Hiti 5,5% 4,0% 83% 10,6% 13,2% Hver tala Itöflunnl sýnir hækkurima frájúll tiltekið ár tiljúlídþessuári. Heimild: Hagstofa fslands. T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.