Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 DVSPORT 39 í. VERÐUR HANN TIL VANDRÆÐA? Vandræðagemsinn Lee Bowyer er eini leikmaðurinn sem gekk til liðs við Newcastle í sumar. Margir efast um þá ákvörðum Robsons að fá þennan dreng til félagsins enda mikið verið til vandræða utan vallar undanfarin ár. Reuters Ungu strákarnir hans Bobby Robsons komu verulega á óvart í ensku deildinni á síðustu leik- tíð þar sem þeir voru lengi vel með í baráttunni um meistara- titilinn en gáfu eftir á loka- sprettinum. Engu að síður náðu þeir þriðja sæti í deildinni og leika því í meistaradeildinni í vetur. DV Sport hefur fulla trú þessu unga liði og er á því að þeir verði aftur í toppbarátt- unni í ár. Þeir voru ekki margir sem trúðu því að ungt lið Newcastle myndi berjast um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Það varð engu að síður raunin enda er Bobby Robson afskaplega klókur þjálfari og hann gerði unga og efnilega knatt- spyrnumenn að mönnum síðasta vetur. Jermaine Jenas blómstraði í miðjuhlutverkinu og Hugo Viana átti margar eftirminnUegar inn- komur. Einnig fengu tækifæri efni- Þar sem ungu drengirnir eru orðnir árinu eldri, sem og reyndari, þá má fastlega reikna með Newcastle-liðinu firnasterku í vetur. legir strákar eins og Lua Lua og Ameobi. Svo eru tveir af mikilvæg- ari mönnum liðsins, þeir Craig Bellamy og Kieron Dyer, aðeins 24 ára gamlir. Vörnin leiðir svo Jon- athan Woodgate sem er 23 ára. Sú blanda Robsons að hafa þessa ungu drengi með reyndum jöxlum á borð við Alan Shearer og Gary Speed gekk fullkomlega upp. Liðið hefur ekld misst neinn leikmann á þessari leiktíð og þar sem ungu drengirnir eru orðnir árinu eldri, sem og reyndari, þá má fastlega reikna með Newcastle-liðinu firna- sterku í vetur. Liðið spilaði stórskemmtilega knattspyrnu á síðustu leiktíð þar sem Robson hafði náð fullkomnu jafnvægi á íjölbreyttum og hröðum sóknarleik í bland við öflugan og yf- irvegaðan varnarleik. Eina viðbótin við hópinn var vandræðagemsinn Lee Bowyer sem kom án greiðslu frá West Ham. Þar með endurnýjar hann gömul kynni við Jonathan Woodgate en þeir léku saman hjá Leeds á sínum tíma og lentu þar í miklum réttar- höldum sem enginn hefur væntan- lega gleymt. Robson hefur hingað til gengið ágætlega að fást við „eitr- uð epli“ innan hópsins en þótt menn á borð við Laurent Robert og Nolberto Solano hafi oftar en ekki verið að rífa kjaft í blöðunum yfir hinu og þessu þá hefur það hvorki komið niður á spilamennsku þeirra né liðsins. Bowyer hefur hlotið mikla og neikvæða gagnrýni undanfarin ár en margir hafa um leið gleymt því að hann er gríðarlega hæfileikarík- ur spilari sem talinn var einn sá efnilegasti á Englandi áður en hann fór að lenda í vandræðum utan vallar. Því hefur Robson augljóslega ekki gleymt og hann gerir sér fylli- lega grein fyrir því að Bowyer er einungis 26 ára gamall og ef honum tekst að losna við fortíðina af bak- inu og einbeitir sér að því að spila knattspyrnu þá á hann eftir að gera gott lið betra. henry@dv.is Líklegt byrjunarlið Newcastle Lykilmaður: Alan Shearer framherji Shearer er helsti markaskorari liðsins ásamt því að vera fyrirliði og leiðtogi. Hann hefur öðlast nýtt líf í enska boltanum eftir að hann ákvað að hætta með enska landsliðinu og lék hann svo vel á síðustu leiktíð að hart var að honum gengið að gefa aftur kost á sér í landsliðið. Hann verður að vera í sama formi á þessari leiktíð því að liðið þarf á mörk- um hans að halda, sem og nær- veru, enda margir ungir og lítt reyndir í liðinu. Um félagið Stofnár: 1881 Heimavöllur: St. James's Park Áhorfendapláss: 52.000 Verið (efstu deild síðan: 1993 Besti árangur 1. sæti í A-deild (1905,1907,1909, 1927). Dýrasti keyptur leikmaður Alan Shearer, 15 m. punda, frá Blackburn árið 1996. Dýrasti seldur leikmaður Dietmar Hamann, 8 m. punda, til Liverpool árið 1999. Leikmenn komnir: Lee Bowyerfrá West Ham. Leikmenn farnir: Joe Kendricktil 1860 Munchen (laus samningur, John Karelse og Damon Robson voru leystir undan samningi). Stjórinn: Bobby Robson Fæddur: 18. febrúar 1933 Stýrt sfðan: 2. september 1999. Aðrir klúbbar: Vancouver Whitecaps, Fulham, IpswiCh, PSV Eindhoven, Sporting Lisbon, Porto, Barcelona. Titlar: FA-bikarinn 1978 með Ipswich. Bobby Rob- son lét æsku- draum rætast í sept- ember 1999 þegar hann tók við Newcastle af Ruud Gullit. Robson hafði stutt liðið frá æsku og það hafði ávallt verið hans draumur að stýra félaginu áður en hann sett- ist í helgan stein. Newcastle-liðið var í mikilli niðursveiflu en með klókindum hefur Robson tekist að snúa taflinu við og gera Newcastle að einu besta liði Englands. Hann hefur einnig þótt naskur í leik- mannakaupum og hefur hann ekki síst verið að horfa til framtíðar fé- lagsins þegar hann hefur verið að versla með leikmenn því að ungir strákar á borð við Jenas, Viana, Woodgate, Dyer og Bellamy eru all- ir lykilmenn (liðinu og verða það um ókomna framtíð. % SPÁ DV SPORTS l.sæti ??????????? 2. sæti ??????????? 3. sæti ??????????? 4. sæti: Newcastle 5. sæti: Liverpool 85 stig 84 stig 6. sæti: Middlesbrough 71 stig 7. sæti: Blackburn 65 stig 8. sæti: Everton 64 stig 9. sæti: Manchester Clty 62 stig 10. sæti:Tottenham 60 stig 11. sæti: Aston Villa 45 stig 12. sæti: Southampton 44 stig 13. sæti: Charlton 41 stig 14. sæti: Birmingham 34 stig 15. sæti: Leeds 30 stig 16. sæti: Portsmouth 25 stig 17. sæti: Fulham 21 stig 18. sæti: Bolton 20 stig 19. sæti: Leicester 11 stig 20. sæti: Wolves 7 stig Spáin varþannig framkvæmd aö fimm blaðamenn DVSports gáfu hverju liði 1-20 stig. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.