Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13.ÁGÚST2003 Múrínn mikli, sem skilur að ísraei og Palestínu, þykir minna á hinn illræmda Berlínarmúr: ísraelar umlykja sig ókleifum múr \ HEIMSUÓS Oddur Ólafsson oddur@dv.is Múrinn sem ísraelar eru að reisa á milli sín og Palestínumanna er átta metra hár og ókleifur með öllu. Ofan á hann verður sett nokkurra metra há gaddavírs- girðing og þegar mannvirkið verður fullgert munu landamær- in, sem aðskilja (srael og Paletínu, verða rammlega lokuð þegar síðarnefnda ríkið fær sjálf- stæði og forræði um sín mál. Múrnum mikla, sem gyðingarnir ætla að umlykja með sjálfa sig, er líkt við hinn illræmda Berlínar- múr sem var um árabil tákn um járntjaldið mikla sem skiidi að austrið og vestrið, alræðið og lýðræðið. Framkvæmdir em hafriar á nokkmm stöðum og gefa hugmynd um hvað í vændum er. Við bæinn Kalkilya á Vesturbakkanum er þetta átta metra háa mannvirki orðið nokkurra kílómetra langt og em varðtumar á því með 300 metra millibili. Opinberlega er látið í veðri vaka að ísraelsmúrinn verði 360 km langur en búist er við að fullgerður verði hann ekki skemmri en 600 kílómetrar. Til samanburðar má geta að hringvegurinn um ísland er um 1100 km og Israel er að flatarmáli svipað að stærð og samanlagðar Þingeyjarsýslur. Það er þegar komið í Ijós hvílíkt skaðræði mannvirkið mikla er, svo sem á milli Jenin og Tulkaren sem er eitt frjósamasta svæði Vesturbakkans en er nú sundurskorið afmúrn- um. Palestínumenn halda því fram að undirbúningur að múrsmíðinni hafi staðið yfir í áratugi og að hugmynd- in að mannvirkinu hafl komið fram þegar árið 1948 þegar fsrael varð sjálfstætt ríki. En hvað sem því líður er múrinn mikli að verða staðreynd og hann lengist með hveijum degin- um sem líður. Sums staðar nær múrinn inn á hertekin lönd á Vesturbakkanum og eru engin mótmæli tekin til greina þegar kvartað er. Víða liggur stein- steypubáknið yfir þorp og bújarðir sem ýmist eru eyðilagðar eða skom- ar sundur og lenda ólífulundir og áveitur palestínskra bænda iðulega ísraelsmegin en íbúðarhús þeirra hinum megin. Svipað er að segja um skóla og vinnustaði. Múrinn gerir mörgum Palestínumanninum ókleift að kom- ast með eðlilegum hætti á vinnustað og bömum að sækja skóla. Múrinn liggur víða yfir ræktarlönd á Vesturbakkanum og sker sundur áveitur bænda. ámmk mmm rmmmk mmmk íamm& ___ ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.