Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 tr Hetmytím f há&t$kum Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson Netfang: gube@dv.is Sími: 550 5829 hjálpar Þjakaðir bíða LÍBERÍA: Örvæntingarfullir íbú- ar Afríkuríkisins Líberíu gerðu sér í morgun vonir um að mat- væli og lyf, sem mikil þörf erá, myndu áður en langt um líður berast til höfuðborgarinnar Monróvíu. Friðargæsluliðarfrá ríkjum í Vestur-Afríku eru í óða önn að búa sig undir að taka við stjórn hafnarinnar úr hendi uppreisn- armanna. Helstu samtök uppreisnar- manna í landinu tilkynntu í gær, daginn eftir að Charles Taylor fórseti hélt í útlegð til Nígeríu, að þau myndu fara með sveitir sínar burt úr höf- uðborginni. Að minnsta kosti tvö þúsund manns hafa látið lífið (átökunum í Monróvíu undanfarnar vikur og mánuði. Nóg komið DANMÖRK: Mikil sorg ríkir á Norrebro í Kaupmannahöfn eftir að tveir unglingspiltar úr röðum innflytjenda myrtu ungan ítalskan ferðamann á dögunum. Hópurfeðra í hverf- inu segir að nú sé nóg komið af ofbeldisverkum ungling- anna og ætla að stöðva þau. Líklegt er að eftirlitsferðir um hverfið verði aftur hafnar. Afleiðingar sjálfsmorðsárásanna í gær: ísraelar slá friðar- ferlinu á frest Bandarísk stjórnvöld for- dæmdu í gær tvær sjálfs- morðsárásir Palestínumanna, sem þau óttast að geti haft alvarlegar afleiðingar á við- kvæmt vopnahléið fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að ísraelar ákváðu í gær að slá á frest friðarferlinu sem byggist á Vegvísinum til friðar. Tvær vopnaðar hreyfingar Pal- estínumanna hafa þegar lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásunum í gær, sem urðu tveimur ísraelskum borgurum að bana og segja þær hafa verið hefnd og viðvörun til fsraelsmanna vegna morðárása þeirra í síðustu viku. Hin róttæka al-Aqsa-herdeild, sem er tengd Fatah-hreyfíngu Yass- ers Arafats, lýsti ábyrgð á fyrri árásinni sem gerð var á verslunar- miðstöð í Rosh Haayin í nágrenni Tel Aviv, en þar féll einn ísraelskur borgari auk þess sem að minnsta kosti tíu særðust, þar af einn lífs- hættulega. Að sögn ísraelsku lögregunnar var einn Palestínumaður hand- tekinn eftir árásina, grunaður um að hafa ekið sjálfsmorðsliðanum á staðinn, en þegar hafa verið borin kennsl á sjálfsmorðsliðann sem unglinginn Khamis Jarwan úr Nablus-flóttamannabúðunum. Að sögn Saebs Erakats, ráðherra í heimastjórn Paiestínumanna, hef- ur Arafat þegar fordæmt árásina. Fyrsta vopnahlésbrot Hamas Izzedine al Qassam, vopnaður armur Hamas-hreyftngarinnar lýsti ábyrgð á seinni árásinni, sem gerð var á strætisvagnabiðstöð í nágrenni Ariel-landtökubyggðarinnar á Vesturbakkanum, en þar lést einnig einn ísraelskur borgari, átján ára piltur, auk þess sem tveir særðust. Þar hafa einnig verið borin kennsl á sjálfsmorðsliðann sem Islam Qtishat en hann var einnig á unglingsaldri og frá Nablus eins og hinn. Þetta er í fyrsta skipti sem vopn- aður armur Hamas-samtakanna brýtur tímabundið vopnahléssam- komulag, sem samþykkt var þann 29. júní sl., en á heimasíðu sam- takanna kemur fram að árásin sé hefnd fyrir dráp fsraelsmanna á tveimur Hamas-foringjum í Nablus á föstudaginn. Hvorug hreyftngin hefur lýst því yfir að vopnahléinu hafi verið aflýst og því frekar litið á sjálfsmorðs- árásirnar sem hefnd fyrir dráp fsraelsmanna í síðustu viku. Hvorug hreyfingin hefur lýst því yfir að vopnahléinu hafi verið aflýst og því frekar litið á árásirnar sem hefnd fyrir dráp ísraelsmanna i síðustu viku. Einnig er talið að árásirnar séu ákveðin skilaboð til palestínskra stjórnvalda, sem nú eru undir auknum þrýstingi frá ísraelsmönn- um um að afvopna öfgahreyfmgar eins og Izzedine al Qassam, íslömsku Jihad-hreyfmguna og al- Aqsa-herdeildina, sem allar hafa staðið fyrir fjölda árása á ísraelska borgara á síðustu mánuðum. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínu, hefur þegar vísað þeirri kröfu ísraelmanna á bug og sagt að það myndi aðeins Ieiða til meiri háttar borgarstyrjaldar. Dore Gold, helsti ráðgjafi Ariels Sharons, forsætisráðherra fsraels, segir aftur að móti að afvopnun palestínskra hryðjuverkasamtaka, eins og gert sé ráð fyrir í Vegvísinum til friðar, sé algjört skilyrði fyrir áframhaldandi friðar- ferli. „Það verða engar mála- miðlanir gerðar. Ekkert vopnahlé. Aðeins skilyrðislaus afvopnun," sagði Gold og bætti því við að ekkert í Vegvísinum segði að ísraelsmenn gætu ekki haldið áfram að elta uppi og handtaka hryðjuverkamenn á Vestur- bakkanum og á C-aza-svæðinu. Það sé nauðsynlegt meðan palestínsk stjórnvöld geri ekkert til þess að stöðva hryðjuverkin. Árásirnar fordæmdar Forsætisráðherrar fsraels og Palestínu, þeir Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, hafa báðir for- dæmt árásirnar í gær og sagði Sharon að þrátt fyrir allt væri það einlægur vilji sinn að friðarferlið næði fram að ganga. „Friður í Guðs nafni er það sem við viljum,“ sagði Sharon þegar hann ávarpaði hóp námsmanna frá Bandaríkjunum í Jerúsalem í gær en bætti því við að meðan hryðju- verkamennirnir yrðu ekki afvopn- aðir væri engin von til þess að halda friðarferlinu áfram. ísraelsk stjórnvöld frestuðu því eftir árásirnar í gær að láta lausa 76 palestínska fanga, eins og lofað hafði verið, en þeir munu hafa verið komnir út í rútur og biðu þess að verða fluttir til heimastjórnar- svæðanna þegar þeim var skipað aftur inn í fangelsið. Beðið er með spenningi eftir frekari viðbrögðum ísraelsmanna við árásunum og hugsanlegu fram- haldi friðarferlisins en boðað hefur verið til áframhaldandi fundahalda í dag. SÆRÐIR FLUTTIR Á BROTT: Tveir ísraelskir borgarar féllu í tveimur sjálfsmorðárásum palestínskra öfgasamtaka í gær. Reyndi að smygla flug- skeyti til Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld handtóku í gær þrjá menn sem stóðu að samsæri um að smygla rúss- nesku flugskeyti til Bandaríkj- anna. Flugskeytið hefði verið hægt að nota til að granda far- þegaþotu. Einn þremenninganna, breskur ríkisborgari af indversku bergi brotinn, var handtekinn í New Jersey þar sem hann reyndi að smygla flugskeytinu inn í landið. Hinir mennirnir tveir voru hand- samaðir í New York þar sem þeir voru að senda peninga milli landa. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, komst á snoðir um breska vopna- salann sem var að leita að kaup- endum að rússnesku SA-18 flug- skeyti sem skotið er af öxlinni. Yf- irvöld ákváðu að leiða manninn í gildru og gerðu menn út af örkinni sem þóttust vera stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qa- eda. Lögreglumennimir sögðu vopnasalanum að þeir hefðu hug á að gera árás á Bandaríkin. Dulbúið sem lækningatæki Vopnasalinn var beðinn um að útvega eitt flugskeyti til að sýna það og sanna að hann gæti staðið við stóm orðin. Hann hafði þá samband við glæpamenn í Rúss- landi sem útveguðu flugskeytið. Vopnið var síðan sent til Banda- ríkjanna og sagði á farmskýrslu að um lækningatæki væri að ræða. Bretinn var handtekinn eftir að hann hafði sótt flugskeytið í toll- inn. Athygli yfirvalda á vopnasalan- um vaknaði fyrst fyrir fimm mán- uðum í Pétursborg í Rússlandi. Löggæsluyfirvöld og leyniþjónust- ur f Bretíandi, Bandaríkjunum og Rússlandi unnu saman að málinu. Talsmaður rússnesku Ieyniþjón- ustunnar sagði í morgun að þetta væri fyrsta aðgerð sinnar tegundar frá því kalda stríðinu lauk. HALD LAGT Á SÖNNUNARGÖGN: Bandarískir löggæslumenn flytja skjalaskápa og kassa úr húsi (New York. Innrás lögreglunnar er talin tengjast samsæri um að smygla rússnesku flugskeyti til Bandaríkjanna. Upp komst um samsærið og eru þrfr í haldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.