Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 9
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 Einkaneysla eykst hraðar en kaupmáttur: Heimilin aftur byrjuð að eyða um efni fram Nýjar tölur sýna að einkaneysla eykst mun hraðar en kaupmátt- ur. Sérfræðingar telja að fólk sé byrjað að taka út væntingar um launahækkanir sem ekki sé víst að innstæða sé fyrir. Umskipti hafa orðið í neyslu- mynstri íslenskra heimila. Eftir að hafa haidið í við sig árin 2001 og 2002 og leyft kaupmætti launanna að aukast án þess að eyða honum öll- um í neyslu eru heimilin byrjuð að eyða um efni fram aftur. Kaupmátt- ur launa jókst um 3,2% á öðrum árs- fjórðungi en á sama tíma jókst einkaneysla um 7,5%. Neyslan jókst með öðrum orðum tvisvar sinnum hraðar en kaupmáttur. Væntingar innleystar Greiningardeild Kaupþings-Bún- aðarbanka bendir á að aukin neysla sé að öllum líkindum fjármögnuð með lántökum og að líklega megi lesa út úr þessu að fólk sé byrjað að innleysa væntingar um launahækk- anir. Greiningardeild íslandsbanka tekur í sama streng og segir að aukin neysla bendi tii þess að „heimilin í landinu séu í auknum mæli að taka aukna neyslu sína út á grundvelli væntinga um bættan efnahag. [...] Svo virðist sem þrátt fyrir háa skuldabyrði séu heimilin tilbúin að auka neyslu sína umfram kaupmátt- araukningu." En launahækkanimar gætu látið á sér standa, að mati Kaupþings-Bún- aðarbanka sem segir: „Þetta er sér- staklega athyglisvert í ljósi þess að þrátt fyrir aukinn hagvöxt virðist vera tiltölulega lftið svigrúm fyrir miklar launahækkanir á næstunni en hlutfall launa í landsftam- leiðslunni hefur aldrei verið hærra en nú.“ „Auðsáhrif" fasteignaverðs En hvaðan koma peningarnir? Ingólfur Bender hjá greiningardeild fslandsbanka segir að útlán bank- anna til einstaklinga hafi ekki aukist mikið að undanfömu. „Og þá berast böndin að Ibúðalánasjóði sem hefur verið að dæla út fé í auknum mæli. Ég held að það sé að koma fram í aukinni neyslu. Fólk tekur ián út á það húsnæði sem það kaupir og skuldsetur það í auknum mæli.“ Ástæðan fyrir aukinni neyslu kann því að liggja að hluta til í hækkandi fasteignaverði, að sögn Ingólfs. Bæði þýði það aukið svigrúm til veðsetn- ingar íbúða og eins upplifi fólk sig ríkara en áður. Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Kaupþings-Búnað- arbanka tekur undir það; með hækk- andi húsnæðisverði hafi fólk það á tilfinningunni að það eigi meira fé; það gefi ákveðna „auðstilfinningu". Staðan viðkvæmari en ella Hvorki Ingólfur né Snorri telja að hér sé nein hætta á ferðum fyrir hag- kerfið en þó gæti þessi vöxtur neysl- unnar - sem kemur bæði Seðla- bankanum, fjármálaráðuneytinu og fjármálastofnunum í opna skjöldu - kallað á viðbrögð. „Þessu fylgir að það mun vindast fyrr en ella ofan af slakanum á vinnumarkaði og hag- kerfinu í heild og við gætum séð Seðlabankann bregðast við með hækkun sfyrivaxta fyrr en ella," segir Ingólfur. „Þótt hagkerfið sé í ágætu jafnvægi er þetta merki um að það ber að fara mjög varlega í hagstjórn- inni á þvf hagvaxtarskeiði sem nú er að hefjast og að líkur séu á að þensl- an verði talsverð ef ekkert verður að gert. Vonandi gera menn eitthvað til að koma í veg fyrir það og við höfum bent á að aðhald í opinberum fjár- málum sé besta leiðin til þess - hún er betri en mikil vaxtahækkun." Snorri bendir á að skuldir heimil- anna séu orðnar mjög háar. Það, að þær skuli enn hælcka, þýði að hag- kerfið verði viðkvæmara fyrir ytri áföllum, t.d. ef húsnæðisverð myndi lækka skarpt. Það eru takmörk Ingólfur minnir á að þótt skuldir heimilanna séu vissulega óvenjulega háar í alþjóðlegum samanburði verði að hafa í huga að hér á landi er húsnæði almennt í eigu almennings, ólíkt því sem gerist víða erlendis, og skuldir almennings að mestu til komnar vegna húsnæðiskaupa. „Skuldir sem hlutfall af verðmæti eigna eru ekki mjög háar; eitthvað ríflega 40%, sem hringir í sjálfu sér engum viðvörunarbjöllum." Þrátt fyrir það setur skuldsetningin vexti einkaneyslu skorður: „Það þarf tekjur til að standa undir vaxtagreiðslum og afborgunum og í því sambandi fær fólk ekki lán enda- laust." Og fólk fær heldur ekki launa- hækkanir endalaust. Sem fyrr segir telur Kaupþing-Búnaðarbankinn ekki forsendur fyrir miklum launa- hækkunum. „Laun hafa hækkað umfram hagvöxt og framleiðni í nokkum tíma og sú þróun fær ekki INNFLUTNINGUR EYKST Janúar - júlf 2002 og 2003 Aukning frá fyrra ári Fólksbílar 71,4% önnur flutningstæki til einkanota 32,8% Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki 20,7% Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður 12,4% ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9 + VIÐSNÚNINGUR: Efri myndin sýnir að einkaneyslan vex nú aftur hraðar en kaupmáttur; sú neðri að skuldir heimilanna fara sifellt vaxandi. Gröfin eru frá Kaupþingi-Búnaðarbanka. staðist til lengdar," segir Snorri. Og benda má á, að sé fólk að fjármagna neysluna í dag með lántökum skerð- ist kaupmáttur þess í framtíðinni sem nemur vöxtunum af lánunum. Fái fólk ekki þær tekjur sem það bjóst við og er búið að skuldsetja sig fyrir getur það haft bakslag í för með sér, að sögn Snorra, en áhrifin kæmu líklega ekki fram fyrr en eftir nokkur ár og lítið hægt að spá fyrir um þau: „Við emm bara að benda á að fólk er að eyða um efni fram og líklega vegna væntinga um hærri laun sem ekki em endilega forsendur fyrir. En það stefnir ekki í neinn voða. Hagvöxtur fer líklega vaxandi og þá verður svigrúm til einhverra hækk- ana." oiafur@dv.is Árangur ÍE gegn heilablóðfalli í Nature genetics fslensk erfðagreining birtir vís- indagrein í októberhefti vísindarit- inu Nature genetics um fyrsta meingen sem tengt hefur verið al- gengri gerð heilablóðfalls. Setraðir innan PDE4D erfðavísis- ins tengjast bæði aukinni og minnkaðri áhættu. Niðurstöðurnar em gmnnur að þróun nýrra lyfja og greiningarprófa. f vefútgáfú hins virta vísindatímarits Nature genet- ics er grein eftir Sólveigu Grétars- dóttir og rannsóknarhóp hennar hjá fslenskri erfðagreiningu þar sem lýst er í fyrsta sinn einangmn á meingeni sem tengist algengustu gerð heilablóðfalls. Greinin ber heitið „The Phosohodiesterase 4D gene confers risk to ischemic stroke." Rannsóknin var unnin í samstarfi við lækna og vísindamenn hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi og Hjartavernd og fólst í ítarlegri arf- gerðagreiningu á erfðaefni um 1800 þátttakenda í rannsókninni, bæði sjúklinga og ættingja þeirra. Niður- stöðurnar sýna að breytileiki í PDE4D-erfðavísinum tengist heila- blóðfalli af völdum blóðtappa. Inn- an þessa erfðavísis vom skilgreind- ar setraðir, eða röð ákveðinna erfðamarka, sem tengast bæði auk- inni og minnkaðri áhættu á sjúk- dómnum. Rannsóknir á tjáningu og virkni erfðavísisins hafa einnig bent til þess að hann gegni hlutverki viðÝ fjölgun og fikmn sléttra vöðva- fmmna í æðakölkun sem vitað er að er eitt af því sem veldur heilablóð- falli. Lyf sem hindraði virkni PDE4D-prótfnsins eða ákveðinnar gerðar þess gæti því hugsanlega hindrað æðakölkun og minnkað hættuna á heilablóðfalli. Lyfjaefna- fræðideild fslenskrar erfðagreining- ar í Chicago og Seattle starfar að framhaldsrannsóknum á lyfja- mörkum úr erfðafræðirannsóknum fyrirtækisins á fslandi auk ýmissa þjónusturannsókna fyrir lyfja- og líftæknigeirann. gg@dv.is Sjónvarpsdeilclin hjó Ormsson: Kjartan, Þið þelckið fólkió okkar í sión varpsdeildinni ! Meira en 100 ára samanlögð starfsreynsla þeirra Tryggir kaupendum réttar upplýsingar, faglega ráðgjöf, öryggi eftir sölu og þjónustu á ábyrgðartímabilinu! 21 ’ sJÍHvarP’Black Matrix Myndlampi Nlcam Stereo, Scart tengi a 6 framan, 5C afspilun sstsassa LOEWE, kr. 179.900 i OFWF 5772 Calida 29", 100 Hz. Super Black Une SuperVHlstengijíUtétafárar, 2?2É. ffiÚndImynl) Loewe Planus 32", 100 Hz Super Black Une myndlampi SZBSto 2 x 40W, PIP (Mynd i mynd), Skápur ekki innitalin í verði. Gæóin, úrvalió og veróió er samkeppnisfært og varan er til! BRÆÐURNIR ORMSSON RdDIONAIIST LAGMULA 8 • SIMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI 461 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.