Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Page 12
12 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 Útlönd Heimurínn ihnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Öryggisgirðing til óþurftar MIEVAUSTURLÖND: Condo- leezza Rice, öryggismálaráð- gjafi Bandaríkjaforseta, sagði fsraelum í gær að öryggisgirð- ingin sem þeir ætla að reisa á Vesturbakkanum gangi þvert gegn markmiðum bandarískra stjórnvalda í þessum heims- hluta. fsraelar ættu því að kappkosta að áhrif hennar yrðu sem minnst á bæði dag- legt líf Palestínumanna og á sjálft friðarferlið. Bandaríkjastjórn íhugar hvort hún eigi að refsa (sraelum fyrir að reisa girðinguna. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, lýsti því yfir í bréfi sem var afhent erlendum sendi- mönnum í gær að hann væri reiðubúinn að semja um al- gjört vopnahlé við fsrael. Ekki borað FÆREYJAR: Engin olíuleit verð- ur á færeyska landgrunninu á næsta ári, að því er færeyska útvarpið greindi frá í gær. Ástæðan fyrir því að erlendu olíufélögin halda að sér hönd- um er sú að árangur borana hingað til hefur verið fremur rýr. Félögin vilja gera frekari rannsóknir áður en aftur verð- ur farið að bora. Engin ástæða til frekari afskipta SÞ segir George W. Bush sem ávarparAllsherjarþing 5Þ ídag Talið er að Bush Bandaríkjafor- seti munu biðja þjóðarleiðtoga um hjálp við uppbyggingar- starfið í írak þegar hann ávarp- ar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag í fyrsta skipti síðan hernaðaraðgerðir hófust í írak í lok mars. Að sögn Condoleezzu Rice, ör- yggismálaráðgjafa forsetans, mun Bush ræða mögulega aðkomu al- þjóðasamfélgsins að uppbygging- arstarfmu í írak og ábyrgð þess gagnvart írösku þjóðinni. „Hann mun þó ekki ræða málið í smáatriðum heldur láta það eftir þeim sem standa í samningavið- ræðunum vegna væntanlegrar ályktunar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna," sagði Condoleezza, en bandarísk stjórnvöld vilja að ný ályktun Öryggisráðsins geri ráð fyrir alþjóðlegu herliði í frak undir stjórn Bandaríkjamanna. Margar leiðandi þjóðir heims, með Jacques Chirac Frakklands- forseta í broddi fylkingar, vilja þó að Sameinuðu þjóðirnar taki sem fyrst við pólitfskri stjórnun Iraks og komi henni sem fyrst í hendur ír- aka sjálfra. Annan hvetur til samstöðu Talið er að Kofl Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, muni í ávarpi sínu til Alls- herjarþingsins hvetja til þess að Sameinuðu þjóðimar taki fullan þátt í uppbyggingarstarfinu í frak og hvetji um leið leiðtoga heims til þess að jafna ágreininginn og beita sér þess í stað fyrir lýðræðislegri uppbyggingu í írak. Fyrir Allsherjarþingið, sem hefst í dag, hafði Annan sent þjóðarleið- togum skriflegt erindi þar sem hann hvetur þá. til þess að leita nýrra leiða til að takast á við helstu vandamál heimsins eins og stríð, hryðjuverk, fátækt og annað sem ógnar öryggi heimsbyggðarinnar. Bush ver íraksstefnuna Bush Bandaríkjaforseti varði sem fyrr stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart írak í sjónvarpsviðtali í gær og ítrekaði að það hefði verið rétt ákvörðun að hefja hernaðar- aðgerðir. Hann sagðist ekki heldur sjá þörfina fyrir aukin afskipti Sam- einuðu þjóðanna í írak en taldi það þó ekki verra að Sameinuðu þjóð- irnar hjálpuðu til við að semja nýja stjórnarskrá handa þjóðinni og veittu aðstoð við að skipuleggja lýðræðislegar kosningar. „Ég sé ekki ástæðu til þess að „... það gæti hjálpað ef Sameinuðu þjóðirnar aðstoðuðu við að semja nýja stjórnar- skrá. Þær eru góðar við það. Eða þá að stjórna kosningum, sem að mínu mati er göfugt verkefni," sagði Bush. færa Sameinuðu þjóðunum meiri völd í írak, alla vega ekki eins og staðan er í dag. En það gæti hjálpað ef Sameinuðu þjóðirnar aðstoðuðu við að semja nýja stjórnarskrá. Þær eru góðar við það. Eða þá að stjórna kosningum, sem að mínu mati er göfugt verkefni,“ sagði Bush. Bush sér ekki eftir neinu Aðspurður um réttlætinguna fyr- ir stríðinu í írak sagðist Bush ekki sjá eftir neinu. „Ég mun segja Alls- herjarþinginu að ég hafi tekið rétta ákvörðun og einnig þeir sem ákváðu að taka þátt í stríðinu með okkur. Við lifum í betri heimi án Saddams," sagði Bush. Tveggja þrepa áætlun Chirac Frakklandsforseti hefur sagt að Frakkar muni ekki beita neitunarvaldi gegn nýrri ályktun í Öryggisráðinu en leggur til tveggja þrepa áætlun sem byggist á því að afhenda íraska framkvæmdaráðinu strax völdin með táknrænum hætti en síðan raunveruleg völd eftir sex til níu mánuði. Condoleezza Rice segir aftur á móti að íraska framkvæmdaráðið sé alls ekki tilbúið að taka við völdum og til þess að hægt verði að afhenda þeim sjálfum stjórn sinna mála þurfi fyrst að semja nýja stjórnarskrá og ganga til kosninga. Þurfa meiri tíma Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og sagði að viðræður væru í fullum gangi við kjörna fúlltrúa í íraska framkvæmdaráðinu um það hve fljótt þeir gætu tekið við raunveru- legum völdum. „Við teljum að ástandið í landinu geri það að verkum að þeir séu ekki enn í stakk búnir til að taka að sér stjórnina. Ég er heldur ekki viss um að bandaríska þingið sé tilbúið tii þess að veita þeim tuttugu millj- arða dollara efnahagsaðstoð sem þarf til uppbyggingarstarfsins. Þeir vilja sjálfir hraða uppbyggingunni en til þess hafa þeir ekki nægilegt fjármagn. Þeir hafa ekki nægiiegar tekjur til þess að tryggja afkomu þjóðarinnar og enn þá ekki það innra skipulag sem til þarf. Þeir þurfa meiri tíma en vikur eða mán- uði,“ sagði Powell. BUSH í ÞUNGUM ÞÖNKUM: Bandaríkja- forseti, sem hér er ásamt Tom Ridge, ráð- herra öryggismála heima fyrir, ávarpar Allsherjarþing SÞ í dag. Alnæmisfaraldurinn íAfríku: Konur verða verst úti Alnæmisfaraldurinn í Afríku hefur komið verst niður á kon- unum. Samfélögin hafa gliðn- að og hungursneyðin hefur ágerst í sunnanverðri álfunni en þar eru það konurnar sem alla jafna yrkja jörðina. Að sögn UNAIDS, alnæmis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, eru konur og ungar stúlkur nærri sextíu prósent smitaðra í Afríku sunnan Sahara. „Við horfum upp á hraða kvennavæðingu faraldursins, með átján milljónum smitaðra kvenna í álfunni í dag,“ sagði Michel Sidibe, yfirmaður hjá UNAIDS, í samtali við fréttamann Reuters. Sidibe sagði að matarskortinn, sem rúmlega fjórtán milljónir íbúa sunnanverðrar Afríku stóðu frammi fyrir á síðasta ári, mætti að hluta til rekja til áhrifa alnæmisfar- aldursins á landbúnað í þessum hluta álfunnar. Eitt prósent fær lyf Til marks um hversu alnæmis- faraldurinn leikur Afríkubúa grátt kemur fram í nýrri skýrslu að að- eins eitt prósent þeirra milljóna sem sýktar eru fái nauðsynleg lyf til að berjast við sjúkdóminn. I’ skýrslunni, sem gerð var á veg- um Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar (WHO) og samtakanna Lækna án landamæra, eru þróun- arlöndin hvött til að gera alnæmis- lyf ódýrari með því að framleiða sjálf samheitalyf eða samþykkja lög sem heimila innflutning þeirra. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði á ráðstefnu, sem haldin var um alnæmisvandann í gær, að skýrslur frá 103 löndum drægju upp heldur dökka mynd af barátt- unni gegn sjúkdóminum. Annan sagði greinilegt að aðgerðir væru hvergi nærri nægilegar til að mæta þörfinni. Á ráðstefnu sem haldin var fyrir tveimur árum var því heitið að stöðva útbreiðslu alnæmis 2015. SJÖ ÁRA OG SMITAÐUR: Alex Makau, sjö ára snáði úr fátækrahverfinu Majengo í Naíróbí, höfuðborg Kenía, er einn þeirra milljóna íbúa Afríku sem smitaðir eru af HIV, veirunni sem veldur alnæmi. Myndin var tekln fyrir utan heimili Alex litla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.