Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MENNING 11 Sextán sjónarhorn á borgina SAGNFRÆÐI: Erindin frá hádegis- fundaröðinni „Hvað er borg?" og ráðstefnunni „Framtíð borga" sem Sagnfræðingafélag Islands og Borgarfræðasetur stóðu fyrir í Norræna húsinu veturinn 2002-2003 eru komin út í ritinu Borgarbrot. Ritstjóri er Páll Björns- son. Á síðustu árum hefur áhugi á þró- un og framtíð borga vaxið jafnt og þétt meðal fræðimanna og al- mennings og koma því greinarnar sextán í bókinni í góðar þarfir. Höfundarnir tengjast t.d. sagn- fræði, bókmenntafræði, skipulags- fræði, landfræði, þjóðfélagsfræði, afbrotafræði, menningarfræði, listfræði og vísindasagnfræði og fjalla um þróun þéttbýlis og fram- tíð þess. Útgefandi er Borgar- fræðaseturog Háskólaútgáfan. íslenskur útsaumur Fassbinder UTSAUMUR: Úterkom in endurskoðuð útgáfa inni (slenskur út- saumureftir Elsu E. Guðjónsson. Bókin er bæði gef- in út á íslensku og ensku og eryfir- gripmesta verk sem samið hefur verið um útsaum á á bók- y islcoskur UTSAUMUR Islandi fram eftir öldum. Hér er yfirlit yfir hefðbundin íslensk útsaumsverk, kynning á gömlum íslenskum saum- gerðum og úrval íslenskra reita- munstra. Fjöldi lit- mynda er í bókinni. Háskólaútgáfan dreifir. KVIKMYNDIR: Athugið að í kvöld kl. 20 og á laugardaginn kl. 16 verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði kvikmyndin Hjóna- band Maríu Braun (Die Ehe der Maria Braun) eftir Rainer Wern- er Fassbinder. Þetta er hin fyrsta af þremur kvikmyndum meistarans sem Kvikmynda- safn Islands sýnir á þessu hausti. um hluti sem við kærum okkur ekki um að vita, um fólk sem við vildum helst gleyma, þá sem sitja á bekkjunum og drekka bjór allan daginn. Það er virkilega erfitt að skrifa þannig að maður sýni þessu fólki samstöðu án þess að vorkenna því og án þess að það verði skrípamyndir. Til dæmis fjallar lengsta sagan í Ristavél, „Nettó og Fakta", um mann sem hefur verið atvinnulaus lengi. Hann hefði vel Á örfáum árum hrapaði ég niður allan þjóðfélagsstig- ann. Þá prófaði ég að lifa á jaðrinum, vinna erfiðustu störfin... getað orðið dæmi um hamingjusaman mann þrátt fyrir stöðu sína en það hefði verið klisja. Ég gerði hann meðvitað eins gáfaðan og ég gat, hann greinir stöðu sína mjög skynsam- lega, enda ætlaði ég mér að skrifa sögu um mann sem hefur hafnað á botninum en ekki vegna þess að hann er heimskur. önnur sagan heitir „Þjófnaður" og segir frá náungum sem ganga berserksgang í bænum. Ekkert hefði verið auðveldara en að lýsa þeim eins og geðsjúklingum - eða láta þá vera ný- búa - en ég gætti þess að láta þá hafa rfkan orðaforða og sýna að þeir láta ekki svona af því þeir séu heimskir eða séu frá lágstéttar- heimilum. Vandræðamenn eru iðulega úr fínu hverfunum og ég vil að fólk lesi sögurnar en ákveði ekki fyrir fram um hvað þær séu, finni jafnvel til samúðar með persónunum. Eitt stílbragðið sem ég nota í þessari sögu er að skrifa hana í fyrstu persónu fleirtölu - það erum „við“ sem látum eins og vitleysingar. Hugsaðu þér hvernig sagan hefði breyst ef hún væri í þriðju persónu, „þeir“ eða „hann" - með því að segja „við“ geri ég iesarann sam- sekan. Hugsaðu þér líka hvernig sagan hefði breyst ef persónurnar hefðu heitið Ali og Mústafa en ekki Sören og Leander eins og þær heita. Það er óhugnanlegt hverju eitt orð getur breytt. Bara eitt nafn." Róttækur tilraunahöfundur „Danmörk vill vera stéttlaust samfélag þar sem allir hafa jöfn tækifæri," heldur Jan áfram og er orðið heitt í hamsi, „þar sem það er sjálfúm þér að kenna ef þú hefur það ekki gott - en þetta er ímyndun. Með bókunum mfnum þremur ræðst ég gegn þessari ímynd- un og með því að skrifa smásögur bendi ég á LÆTUR EKKl NÆGJA AÐ SKRIFA VEL Jan Sonnergaard vill taka vandamál til umfjöllunar. DV-mynd ÞÖK að samfélagið er tætt í smáeiningar. Það er enginn rauður þráður í þessu samfélagi leng- ur, engin sameiginleg hugsjón eða sameigin- legt verkefni þegnanna, fólk skiptist í hópa sem hver hefur sína sögu að segja. Hin stóra frásögn er dauð. Þá á ég ekki við skáldsöguna heldur hina stóru frásögn velferðarkerfisins sem sagði okkur að ef við kæmumst öll í þokkaleg efni, eignuðumst bfl, hús, sumar- bústað og bát, þá yrði paradís á jörðu, en þessu trúir ekki nokkur maður lengur. Kommúnisminn var önnur svona stór, fafleg frásögn en allir vita hvernig henni lauk. Nú er tími hinna litlu frásagna, smásagnanna um tækniundrin og verðbréfakraftaverkin, tapar- ana og einmanaleikann, angistina, barnafjöl- skyldurnar með öryggisóttann... - Hvað er næst? „Bækurnar eru orðnar þrjár, eins og ég boðaði, og það væri hroðafega pínlegt ef ég kæmi með fjórða smásagnasafnið," segir Jan og glottir, „enda er ég búinn að rannsaka í þessum bókum hvað smásagan getur og hvað hún getur ekki. Það er ekki rétt að kalla Danmörk vill vera stéttlaust samfélag þar sem allir eiga jöfn tækifæri. Þar er það sjálfum þér að kenna ef þú hefur það ekki gott - en þetta er ímyndun. mig sósíalrealista þvf að ég geri alveg eins miklar tilraunir í texta og þessir svokölluðu „tilraunamenn". En næst verð ég að skrifa langa sögu, skáldsögu - þó að ég hafi þá trú að smásagan sé besta formið til að hitta sam- tímann í hausinn. Smásagan er alveg dásam- legt form yfirleitt." Nokkuð dræmt segir Jan að hann sé vissu- lega byrjaður á nýrri bók en hann sé alltaf lengi með bækur sínar á undirbúnings- og uppkastsstigi. Þá skrifar hann allt sem hon- um dettur í hug inn á tölvuna og stundum eru það setningarnar sem virka bjánalegastar og ónothæfastar sem verða til þess að fleyta honum áfram. „Það sem er gáfulegast verður oft svo ótrú- lega banalt með tímanum! Þess vegna verður maður að vera rosalega gráðugur og geyma allt sem maður safnar og skrifar. Maður veit aldrei hvað kemur að notum. Ef ég vissi fýrir fram hvað ég gæti notað og hvað ekki þá væri ég slæmur rithöfundur." Auk þess hve sýningin er vel hönnuð er hún einstaklega vel kynnt í máli og myndum. Hægt er að lesa sér nákvæmlega til um tilurð, efni og aðferð auk þess sem umsögn dómnefndar fylg- ir með f sýningarskrá. Ég vil að lokum þakka Svíum fyrir að senda okkur þessa fr ábæru sýningu. Sýningin er í og við Hönnunarsafn Islands ( Garðabæ. Hún er opin kl. 14-18 en nú fer hver að verða síðastur að sjá hana því henni lýkur 24. sept. Morð í Aþenu OBÓKMENNTAGAGNRÝNI Katrín Jakobsdóttir José Cartos Somoza: Skuggaletkir. Hermann Stefánsson þýddi. JPV útgáfa. Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza hafa hlotið mikla at- hygli um allan heim að undan- fömu, meðal annars Jiin virtu glæpasagnaverðlaun Gullna rýtinginn. Sögusviðið er Grikkland á dögum Platós. Ungur skólasveinn, Tramakus, finnst látinn. lik hans er lemstrað og hjartað hefur verið rifið úr honum. Yfirvöld telja að hann haf! orðið fyrir árás úlfa en lærimeistari hans í Aka- demíunni, Díagóras, sættir sig ekki við þá skýr- ingu. Hann fær ráðgátumeistarann Herakles Pontór til að kanna málið og þá kemur margt gruggugt í ljós. En sagan gerist ekki aðeins í fortíðinni. Sam- hliða þessari sögu fylgjumst við í neðanmáls- greinum með þýðanda sögunnar, sem þýðir hana jafnóðum og henni vindur fram, og brátt fara að vakna ýmsar spumingar um áhrif þýð- andans á söguna þegar hann fer að færast meir og meir inn í söguna og jafnvel breyta gangi hennar. Skuytjnleilu'r 1>C% /f-' Skuggaleikir er áhugaverð glæpasaga. Nafnið vísar í hugmyndir Platós um hellinn þar sem við sjáum skuggamyndir af eftirlíkingum hug- mynda og sagan hverfist um þessa hugmynd Platós. Er tii hugmynd á bak við hverja þá skuggamynd sem við sjáum? Og geta tveir menn haft sömu mynd af hugmynd eða hlýtur hún að velta á skynjun hvers og eins? Þessar hugleiðingar em nátengdar hlutverki þýðand- ans sem leitar sannleikans í skáldverkinu sem Brátt fara að vakna ýmsar spurningar um áhrif þýðand- ans á söguna þegar hann fer að færast meir og meir inn í söguna og jafnvel breyta gangi hennar. hann þýðir, sem um leið minnir á hlutverk ráð- gátumeistarans Heraklesar Pontórs sem þarf að leita sannleikans á bak við morðið - ef til er einhver einn sannleikur. Höfundur vísar því í tengsl spæjarans og þýðandans og þau verða sterkari eftir því sem líður á söguna. Skuggaleikir er póst-módemísk glæpasaga þar sem höfundur leikur sér með hugmyndina um gagnvirkan texta og vísar fram og til baka í vestræna bókmenntahefð, t.d. með nafni ráð- PÓST-MÓDERNISTI: José Carlos Somoza hefur skrifað margslungna glæpasögu. gátumeistarans sem minnir á nafn Hercule Poirots í sögum Agöthu Christie. Stundum bera þó heimspekilegar og stflfræðilegar vangavelt- ur söguna ofurliði og hún jaðrar við að vera til- gerðarleg á köflum. Þýðing Hermanns Stefánssonar er með mikl- um ágætum, flóknum texta er komið vel úl skila á áreynslulausri íslensku. Stundum þyldr mér þó að þýða hefði mátt grísk hugtök sem „ómenntaðir" lesendur skilja ekki, t.d. með orðalista aftast, þó að það hafi ekki verið gert í upprunalegu útgáfunni. I heildina tekið eru Skuggaleikir spennandi saga, sögusviðið heillandi og úrvinnslan á hellakenningu Platós skemmtileg. Sagan er gott dæmi um menningarlega glæpasögu þar sem heimspeki, sagnfræði, mannlegum tilfinn- ingum og spennandi glæpasögu er fléttað sam- an á haganlegasta hátt þannig að hver sem er getur haft gaman af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.