Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, SkaftahKÖ 24,105 Reyk|avlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Takk fyrir Útvarp Sögu Varasöm hagvaxtarspá Asgeir Ólafsson skrifar: Ég er einn þeirra sem ekki set mig úr færi við að hlusta á Út- varp Sögu. Stundum að morgni, síðdegis, eða þá að kvöldinu þegar efnið er endurtekið. Verst hvað koma miklar gloppur í út- sendingu, þ.e. þegar efni er end- urtekið að deginum, og einnig endurtekið á kvöldin. En þessir útvarpsmenn á Sögunni eru hver öðrum betri þótt þeir séu auð- heyrilega þrælmerktir flokkslega. Maður hlær sig máttlausan að eintali Ingva Hrafns i upphafi þáttanna sem tekur þó á þeim málum sem eru á döfinni og það er meira en aðrar útvarpsstöðvar gera. Það sama á við um hina þáttastjórnendurna sem eru glöggir að finna áhugavert um- ræðuefni. Takk fyrir Útvarp Sögu. Elías Guðmundsson hringdi: Ég sé ekkert nema gott eitt við að birta spár hinna ýmsu fjár- málastofnana hér, enda treysti ég þeim innlendu mun beturen hinum erlendu. Ég slæ hins veg- ar varnagla við að slá því upp sérstaklega að við megum vænta hagvaxtar á þessu ári og jafnvel næstu fjögur árin eins og komið hefur fram í spá Landsbankans - allt að 4,2%. Þetta leiðir aðeins eitt af sér: Við íslendingar, sem erum fjarri því að kunna fótum okkar forráð, munum liggja flatir fyrir þessu og taka að eyða, og fjárfesta í nýtum sem óþörfum hlutum, með því að notfæra okk- ur þá lánastefnu sem nú er stunduð. - Hvar situr svo meðal- talsfjölskyldan eftir svo sem 3-4 ár? Ég kvíði þeirri aðstöðu. KonráO Rúnar Friðfinnsson skrifar: Fyrir fáeinum árum ríkti glaum- ur og gleði í litla þorpinu sem er í landi sem margir myndu kalla, miður fallegt. Enda hrjóstrugt og slétt. En hver met- ur silfrið með sínum eigin aug- um. ( fjörutíu ár, eða eitthvað meira, bjuggu yfir 200 manns, allt útlendingar, á staðnum. Dag einn tók ríkisstjórn Banda- ríkjanna ákvörðun og ákvað að draga úr fé til herstöðva utan Bandaríkjanna. Liður í þessum sparnaði var litla þorpið á heiðinni. Þeir yfirgáfu því svæðið og eftirlétu það vindinum, regninu, snjó og frosti ásamt herskara músa. Ekki leið á löngu þangað til þjóf- ar og skemmdarvargar fengu veður af hinu mannauða svæði á heið- inni. Og þar sem litla þorpið var að mestu án eftirlits eftirlitssveitar hersins létu þeir greipar sópa og hirtu allt verðmætt úr húsunum og brutu og brömluðu í bakaleiðinni hvaðeina sem fyrir varð til að skemmdirnar yrðu sem mestar og stórfenglegastar. Allt af óskiljan- legri eyðingarhvöt. Glerbrot voru eins og hráviði við hvert hús og þess vandlega gætt að engin heil rúða stæði í fölsum glugganna. Þannig léku menn litla þorpið á heiðinni sem nokkrum árum fyrr ómaði af lífi og fjöri og glaðlegum hrópum manna í leik og starfi. GULLFOSS, JA TAKK: Margir biða og vona. Gef nýjan Gullfoss Ragnar skrifar: Nú opnast ýmsir möguleikar í kjölfar þeirra viðskipta sem nú hafa svo gott sem verið staðfestir um breytta eignaraðild að Eim- skipafélagi fslands. Útgerðar- og flutningahluti félagsins hljóta að verða endurskoðaðir verulega. Sjávarútvegsdæmið ætti félagið einfaldlega að setja á markað hið fyrsta, svo að það geti einbeitt sér að flutningastarfseminni - á sjó vel að merkja - ekki á hinum veikbyggðu malbikuðu þjóðveg- um sem nú eru að fletjast út og brotna undan þunga 20 hjóla flutningabíia. Hægt er að flytja ferskan fisk sjóleiðis, t.d. frá Vest- fjörðum, aðeins 8 tíma sigling frá Patró til Reykjavíkur eða Kefla- víkur - beint í flug til útlanda. - Umfram allt ætti Eimskipafélagð að kanna möguleika á rekstri far- þegaskips, nýs Gullfoss sem siglir frá Miðbakka Reykjavíkurhafnar til meginlands Evrópu (hugsan- lega með viðkomu f Bretlandi). Ekki endilega stóru lúxusskipi, heldur skipi vel búnu fyrir far- þega, af stærðinni 4-5 þús. tonn, með burðargetu fyrir fragt og kannski 20-30 bfla. - Án farþega- skips (kringum land eða milli landa) erum við íslendingar næsta einangraðir. FRA ROCKVILLE A EFRI-BRÚ: Byrgið stendur enn við sinn steðja, hvergi bangið. í þessu ástandi kom svo líknarfé- lagið að málum. Litla þorpið á heiðinni var allt eitt flakandi sár og mikið verk fram undan við að koma skikki á hlutina. En forsvarsmenn- irnir ákváðu að taka áskoruninni og hófu uppbyggingarstarfið af heil- um huga, jafnhliða því að byggja upp brotið og tætt fólk götunnar. Fáeinum mánuðum síðar mátti sjá ljós loga í gluggum og á götuvitum litla þorpsins. Nú iðaði það aftur af lffi. En núna í dálítið öðru ljósi en áður þekktist. í skini frelsarans Jesú Krists. Eftir því sem árin liðu kvikn- uðu æ fleiri ljós inni í húsunum. Hátt í hundrað manns gengu um göturnar eða unnu sfn störf í ör- uggu skjóli innan girðingarinnar sem afmarkaði bæjarstæðið. Flestir þar voru kunnugir útigangi í höfuð- borginni og þekktu eyðingarmátt áfengis og eiturlyfjanna. Skyndilega kom beiðni frá yfir- valdinu um að rýma svæðið. Menn litu hver á annan og hugsuðu um þær áttatíu, níutíu milljónir sem búið var að verja til uppbyggingar lida þorpsins. En engu tauti varð við yfirvaldið komið og hvarf líkn- arfélagið af svæðinu og tók sér að- setur annars staðar. Ljósin í litla þorpinu slokknuðu eitt af öðru uns myrkrið huldi það. Aftur vöknuðu skemmdarvargarnir til lífsins og hófu gripdeildir og eyðileggingu og rúðurnar fengu sömuleiðis til tevatnsins. Litla þorpið á heiðinni bíður ör- laga sinna og áður en varir eru öll verksummerki um mannvistir þarna afmáðar. Aðeins hraun og mosi blasir þá við augum með haf- ið í baksýn, baðað sólarljósi þegar ský er ekki á himnum. Síðast allra hverfa svo minningarnar. Og máf- urinn, krían og aðrir fuglar koma á vorin til að verpa þar sem litla þorpið okkar eitt sinn stóð. Skyndilega kom beiðni frá yfirvaldinu um að rýma svæðið. Menn litu hver á annan og hugs- uðu um þær áttatíu, níu- tíu milljónir sem búið var að verja til uppbygg- ingar litla þorpsins. En engu tauti varð við yfir- valdið komið og hvarf líknarfélagið afsvæðinu og tók sér aðsetur annars staðar. Já, ég er að fjalla um staðinn Rockville á Miðnesheiði og óskiljan- lega aðför yfirvalda að starfsemi Byrgisins sem er hér til að hjálpa bágstöddu fólki og leiða það til betra lífs, úr hörðum heimi götunnar og vímunnar. - Byrgið fékk aðsetur á Ljósafossi (Efri-Brú) og stendur enn við sinn steðja, hvergi bangið. Tími loddaranna ekki liðinn Garðar H. Björgvinsson n útgerðarmaður og bátasmiður Mesta gæfa íslensks sjávarút- vegs en ekki íslensks efnahags- lífs er að stjórnendur sjávarút- vegsfyrirtækjanna standa sam- an með hjálp skammsýnna stjórnvalda. Rangar og óábyrgar ákvarðanir skipta engu máli því að stjómvöld sjá til þess að vandi LÍÚ hverju sinni lendi á hinum almenna skattborg- ara. í þvf sambandi gegnir kvóta- kerfið lykilhlutverki. Aflaheimildir eru framseljanlegar og bankarnir geta notað sér veðsetningar á sam- eign þjóðarinnar, slfk er okkar frá- bæra fiskveiðistjómun. Frá því að kvótakerfinu var komið á laggirnar fyrir okkur hefur yfir- gnæfandi hluti afla- heimilda skipt um hendur. Skuldir útgerð- arinnar hafa vaxið í 200 milljarða á fáein- um árum - á ábyrgð þjóðarinnar. Frá því að kvótakerfinu var komið á laggimar fyrir okkur hefur yfir- gnæfandi hluti aflaheimilda skipt um hendur. Skuldir útgerðarinnar ÖLLÁHERSLANÁ VEREIMÆTl: „Fiskinn þarf ekki að vigta upp úr sjó. Nú hirðum við bara það verðmætasta og hendum hinu." hafa vaxið í 200 milljarða á fáeinum árum - á ábyrgð þjóðarinnar. Þannig hefur okkur tekist að valda gífurlegri byggðaröskun, atvinnu- grein togaraflotans til hagræðingar. Fyrir tíma kvótakerfisins kom allur fiskur að landi. Fyrirgreiðslupólídk- in blómstraði á annan hátt en nú. Arður af veiðum og vinnslu var lítill vegna mikils maðkafaraldurs í af- urðasölumálum sem þolir illa dags- ins ljós. Nú er öll áherslan lögð á verð- mæti. Fiskinn þarf ekki að vigta upp úr sjó. Nú hirðum við bara það verð- mætasta og hendum hinu. Kvóta- kerfið gerir það að verkum að við emm frjálsir á miðunum, landhelg- isgæslan er engin og við getum hag- að okkur eins og svín í kálgarði. Rætt hefur verið um línuívilnun og mismunun allra handa. Stærsta ívilnun Islandssögunnar varð til við upphaflega úthlutun aflaheimilda þar sem stærstu sjávarútvegsfyrir- tækin fengu úthlutað heimildum að teknu tilliti til þriggja ára veiði- reynslu þá, óumbreytanlega til handa öðmm fyrirtækjum. Þessu til viðbótar fengu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin þá sérstöku fyrirgreiðslu (ívilnun) árið 1992 að þeim var heimilað með lögum að framselja og leigja allan þann fisk sem þau höfðu heimild til að veiða. Með öðrum orðum: Þau fengu allt í einu fullar hendur fjár sem þau hin sömu fyrirtæki hafa ekki endurgreitt þjóðinni, að því er ég best. - Borg- uðu þau kannski eitthvað fyrir fram- salsheimildir sem þau fengu og gátu, eins og áður sagði, SELT OG LEIGT? Það sem framkvæmdastjóri LÍÚ nefnir „hagræðingu" - og er það sem hér er lýst - er því miður aðeins „óútfylltur víxill" sem flestir vissu að einhver þyrfti einhvem tímann að borga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.