Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 15
Fréttamat og fjármálavafstur
KJALLARI
Hjörleifur Guttormsson
fyrrverandi alþingismaður
Upp á síðkastið hafa frásagnir
af hlutabréfakaupum og til-
færslu fjármuna á íslenskum
hlutabréfamarkaði verið eitt
helsta fréttaefni fjölmiðla, ekki
síst í Ríkisútvarpinu.
í löngu máli og útlistunum er
greint frá því dag eftir dag í aðal-
fréttatímum hvaða aðili hafl keypt
eða selt hluti, aukið hlut sinn eða
minnkað f hinu og þessu félaginu,
hvert eignarhlutfallið er orðið að
því búnu og hvaða ástæður kunni
að búa á bak við. Bankarnir eru þar
ekki undanskildir, en þeir tengjast
stórum og smáum hluthöfum og
spila á eignarhald í öðrum félögum
eins og harmóníku.
í fréttaþáttunum bregður fyrir
nöfnum einstaklinga stöku sinn-
um, Björgólfur almáttugur efstur á
blaði og það bjórfé sem hann hafði
með sér handan um höf inn í ís-
lenskt viðskiptalíf.
Oftar en ekki eru leikararnir á
þessu sviði þó nafnlausir, faldir á
bak við fyrirtækin sem þeir hafa
fjárfest í þennan daginn, komnir á
allt önnur mið að morgni næsta
dags. Ég verð að játa það að frétta-
flutningur af þessu pókerspili fjár-
festa er ekki ofarlega á mínu áhuga-
sviði og ég held svo sé farið um
þorra þjóðarinnar sem er óvirkur
áhorfandi á þessum vígstöðvum
viðskiptalífsins.
Hver eru skilaboðin?
Ekki dreg ég í efa að nokkur og
vaxandi hópur fólks lifir og hrærist
í heimi fjármálalífsins, einkum þeir
sem hafa af því starfa að leiða og af-
vegaleiða fólk þegar kemur að ráð-
stöfun á því sem menn leggja til
hliðar og verja í hlutabréfakaup til
að „dreifa áhættunni" með ávöxtun
víðar en á bankareikningum. Á tím-
um hátækniblöðrunnar og
deCode-svikamyllunnar fyrir
nokkrum árum var gjarnan tjaldað
til ungum „uppum" í viðtalsþáttum
til að spá í bestu kaup á eyrinni.
Blaðran sú sprakk á eftirminni-
legan hátt og síðan hefur verið
skipt um andlit í viðtalsþáttunum.
Viðmælendurnir eru almennt
orðnir mun varkárari og gæta þess
að segja sem minnst um horfur,
vísa með spekingss.vip á hinn
óræða markað og spyrlamir em yf-
irleitt í mestu vandræðum að halda
umræðunum gangandi. Samt er
haldið áfram að spá í einskisvert
tómarúmið á bak við gengi í þessu
og hinu hlutafélaginu því að þetta
er víst nútíminn og enginn vill láta
taka sig í bólinu sem gamaldags og
púkó.
Aumkunarvert hlutskipti
Á íslenskum fjölmiðlum er starf-
andi stór hópur góðra fréttamanna,
konur þar síst undanskildar, því að
þær skora margar hverjar bestu
mörkin í fréttaöflun. Það er satt að
segja niðurlægjandi fyrir þennan
hóp að vera settur í það hlutverk að
þylja upp fyrir landsmönnum
spriklið á hlutabréfamörkuðum
með nafnamnum fyrirtækja sem
fáir vita eða hafa áhuga á hverjir
standa á bak við í stað þess að
skyggnast á bak við og lýsa inn í
skúmaskotin sem nóg er af og
draga fram leikreglur, eða öllu
heldur vöntun á leikreglum, í gang-
verki viðskiptalífsins. Skattamál og
skattsvik í skjóli fyrirtækjarekstui s
og svartrar atvinnustarfsemi ætiu
þar ekki að vera undanskilin, um-
gengni við umhverfið og móður
náttúm þaðan af síður.
Með meiningarlausum nafna-
þulum um fyrirtæki og spákaup-
mennsku fjármálamanna frá degi
til dags em fjölmiðlar að hafa
Með meiningarlausum
nafnaþulum um fyrir-
tæki og spákaup-
mennsku fjármála-
manna frá degi til dags
eru fjölmiðlar að hafa
landslýðinn að fífli.
Hvergi það ég þekki til í
grannlöndum okkar
viðgengst annað eins.
fandslýðinn að fífli. Hvergi það ég
þekki til í grannlöndum okkar við-
gengst annað eins. Þar em fregnir
úr viðskiptalífinu hafðar í sérþátt-
um, líkt og knattspyrnuleikir,
þannig að ffklar á þessu sviði fái
notið þeirra. Megum við hin fá að
vera í friði fyrir leikfléttum björgúlf-
anna og örlögum kolkrabbans sem
eins víst er að gangi aftur fyrr en
varir.
ira en afrískir bændur
að mynda er varðar verslun og fjár-
festingar yfir landamæri. Hnatt-
væðingin nær sannarlega ekki til
allra afkima jarðarinnar en er samt
sem áður áhrifavaldur í lífi síaukins
hluta jarðarbúa.
Meiri hnattvæðingu
Andstæðingar hnattvæðingar
hafa þó réttilega bent á að hún hef-
ur hingað til fyrst og fremst verið
keyrð áfram á forsendum Vestur-
landa. Gagnrýnendur segja að þær
þjóðir sem vom ríkar fyrir græði
mest á opnun markaða. Að snauð-
ar þjóðir séu skildar út undan og
hafi jafnvel orðið illa úti í þessu al-
þjóðabrölti öllu saman. Af þessu
draga margir þá kolröngu ályktun
að best sé að snúa hjólinu til baka.
Fátt er vitlausara. Álíka gáfúlegt og
að berjast gegn því að vatn renni
niður á við.
Vandamálið við hnattvæðinguna
í viðskiptalegu tilliti er ekki að hún
hafi gengið of langt, - heldur þvert
á móti. Helsta ástæða þess að þró-
unarlönd virðast föst í fátæktar-
gildm er að hnattvæðing viðskipt-
anna hefúr ekki gengið nógu langt.
Hnattvæðingin er sannarlega sköp-
unarverk ríkra þjóða. í krafti fjár-
málalegs afls hafa Vesturlönd
sprengt upp markaði út um allan
heim og þvingað fram fríverslun
með iðnaðarvörur og nú síðast
knúið fram fjárfestingarfrelsi sem
vfðast um jarðarkringluna. Enda
felast hagsmunir Vesturlanda
einmitt þar. Hagsmunir þróunar-
ríkjanna liggja hins vegar annars
staðar; þeirra hagsmunir felast fyrst
og fremst í því að tryggja viðskipta-
frelsi með landbúnaðarvömr inn á
markaði Vesturlanda og réttlátan
samkeppnisgrundvöll. En því mið-
ur hefitr hnattvæðingin ekki enn
náð svo langt.
Ósanngjörn viðskiptahöft
Um leið og Vesturlönd hafa kraf-
ið þróunarríkin um að opna mark-
aði sína fyrir iðnaðarvömr höfum
við um leið viðhaldið umfangs-
miklum viðskiptahindmnum á við-
skipti með landbúnaðarvömr inn á
okkar ríku markaði og bætt svo um
betur með því að niðurgreiða inn-
lenda framleiðslu með ógnarháum
fjárframlögum sem skekkir auðvit-
að alla samkeppnisstöðu gagnvart
fátækum framleiðendum í íjarlæg-
um löndum.
[Samkomulag í Cancun
hefði] aukið tekjur
jarðarbúa um 500 millj-
arða dollara á ári [ogj
dugað til að lyfta
144 milljónum manna
upp úr fátækt.
Samkvæmt vikuritinu Economist
veita ríkar þjóðir hvorki meira né
minna en 300 milljarða dollara á
hverju ári í niðurgreiðslur til
bænda í ríkjum löndum. Til að
mynda fær hver belja í Evrópuríkj-
um hærri styrk á ári en laun flestra
íbúa í suðurhluta Afríku.
Um leið og tryggja þarf að snauð-
ar þjóðir fái að selja afurðir sínar á
ríkum mörkuðum Vesturlanda þarf
að afnema ósanngjarnar niður-
greiðslur sem vernda framleiðend-
ur í rfkjum löndum í samkeppninni
við sárafátæka framleiðendur í þró-
unarríkjunum. Fátækir landbúnað-
arframleiðendur búa við gjörsam-
lega óþolandi samkeppnisaðstæð-
ur eins og málum er nú háttað og
það er siðferðislega óverjandi að
meina sárafátæku fólki að selja af-
urðir sínar á okkar ríku mörkuðum.
Og nota bene: hér má ísland ekki
vera nein undantekning eins og við
virðumst svo oft gera kröfu um.
Ábyrgð Vesturlanda
Ríku þjóðirnar bera sannarlega
mikla ábyrgð á því hvemig fór í
Cancun með því að halda til streitu
svokölluðum Singapore-málefnum
sem fela í sér að komið verði á sam-
ræmdum alþjóðlegum viðskiptaregl-
um um fjárfestingar yfir landamæri,
samkeppnismálefni og ríkisútboð,
auk vöruviðskipti, en slíkar reglur
hefðu sett auknar skyldur á herðrar
þróunarríkjanna. Þessar kröfur urðu
ekki til að auðvelda samkomulag á
fundinum. Þvert á móti.
Á tíma leit út fyrir að Vesturlönd
væm tilbúin að gefa eftir en síðan
hrökk allt í baklás. Til að mynda
þverneituðu Bandaríkin að vinda
ofan af himinháum styrkjum sem
þarlendir bómullarframleiðendur
þiggja og Japanir þverskölluðust
sömuleiðis við að minnka þá vernd
sem japanskir hrísgrjónaframleið-
endur njóta í samkeppninni við er-
lenda framleiðendur. Engir styrkja
þó landbúnaðarframleiðslu sína
meir en Evrópuríki og fara íslend-
ingar þar fremstir í flokki.
Ómarájarð-
sprengjusvæði
„Ég geng um á jarðsprengju-
svæði og er viðbúinn því að
springa í loft upp hvenær sem
er.“
Ómar Ragnarsson I dægur-
málaútvarpi Rásar2 í gær, um
fréttir sfnar afstóriðjufram-
kvæmdum og viðbrögð við þeim.
«
E
£
Niðurgreiddir og
mannlausir
„... andstæðingar einkabflsins
vilja þrengja umferðaræðar eins
og verða má.... Þeim hefur jafn-
vel dottið í hug að taka heilu
akreinarnareingöngu undir
strætisvagna, svo þeir geti brun-
að þar framhjá öðrum, niður-
greiddirog mannlausir."
Vefþjóðviljinn á Andrlki.is, um
blllausa daginn.
Glöggt er gests
augað
„Að koma til (safjarðar sem
brottfluttur andskoti og skoða
bæinn með hinu sleggjudæmandi
gestsauga er kannski ekki saga til
næsta bæjar. Af innbyggðri at-
hyglisþörf langar mig samt að
rekja hana hér, - en ætla í sömu
mund að reyna að strika t-in og
punkta i-in af fyllstu kurteisi."
Hjalti Einarsson skrifar hressi-
lega grein (svo vægtsé til orða
tekiö) á vefhéraðsfréttablaðsins
Bæjarins besta, en Hjalti heimsótti
æskustöðvarnar I fyrsta sinn I ára-
tug á dögunum og var„mjög hrif-
innfannst fólk„býsna bratt og
skemmtilegt“.
Umskipti
„Miðað við það sem áður var,
er maðurinn næstum bara (fríi."
Svanborg Sigmarsdóttir skrifar
á Kreml.is um Benedikt Jóhannes-
son, sem verið hefur stjórnarfor-
maður Skeljungs, Eimskips, Hans-
Petersens og Nýherja og stjórnar-
maður I Buröarási, ÚA og Bens-
inorkunni, en fer örugglega ekki
varhluta afsviptingum I viöskipta■
lífinu síðustu daga.
Benedikt Jóhannesson.