Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 DVSport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.ls Síml: 550 5885 ■ 550 5887 ■ 550 5889 KR fær nýjan Kana Pétur og Hannes skora KÖRFUBOLTI: Körfuknatt- leiksdeild KR hefur samið við 23 ára Bandaríkjamann, Chris Woods að nafni, en þeir sendu Greg Gray heim á dögunum þar sem hann stóð engan veg- inn undir væntingum. Woods er195 sm framherji sem er 98 kíló að þyngd. Hann er uppal- inn í Chicago og lék með Weber State-háskólanum. Hann lék í Sviss á síðasta ári með Lausanne Morges þar sem hann varð þriðji stiga- hæsti leikmaður deildarinnar með 28,7 stig að meðaltali. KR hafði verið með strákinn í sigt- inu í nokkurn tíma og stökk á hann er hann losnaði. Woods lék æfingaleik með KR gegn Njarðvík um helgina og stóð hann sig vel og gerði 27 stig. KNATTSPYRNA: Landsliðs- maðurinn Pétur Marteinsson fékk flugstart hjá sínu nýja fé- lagi, Hammarby, þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið er þeir mættu Halmstad í gær- kvöld. Hammarby vann leikinn, 1-0, og skoraði Pétur eina mark leiksins með skalla 10 mínútum fyrir leikslok. Hammarby er í 3. sæti í deild- inni eftir leikinn. Hannes Sigurðsson er í fínu formi með Viking þessa dag- ana en hann skoraði í gær jöfn- unarmark liðsins er það gerði jafntefli við Sogndal, 2-2. Markið kom á síðustu sekúnd- um í uppbótartíma leiksins. Óskar Örn Hauksson var á bekk Sogndal en losnaði af honum á 90. mínútu. Tommyvar bestur Daninn sterki hjá FH er leikmaður ársins að mati íþróttafréttamanna DV Sports í sumar Það er óhætt að segja að Danir hafi verið senuþjófar í íslenska boltanum í sumar. Sören Hermansen skoraði grimmt fyr- ir Þrótt og þeir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen hafa farið hreint á kostum með FH og eru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bak við frábært gengi Fim- leikafélagsins í sumar. Það kemur því ekki á óvart að þeir eru efstu mennirnir í einkunna- gjöf DV Sports í sumar. Borgvardt var með einkunnina 3,75 að meðaltali í sumar en rétt fyrir ofan hann var Nielsen með 3,76 og hann er því leik- maður ársins í Landsbanka- deildinni hjá DV Sporti. „Þetta eru virkilega góðar fréttir," sagði Tommy Nielsen þegar hon- um voru tilkynntar fréttirnar í gær- kvöld. „Þetta kemur mér frekar á óvart. Ég átti kannski von á því að ég væri á meðal fimm efstu en ég átti ekki von á því að vera efstur." Tommy er gríðarlega ánægður með tímabilið hjá sjálfum sér og FH og hann segir uppskeru FH- inga hafa verið sanngjarna. „Okkur var spáð fallbaráttu fyrir tímabilið þannig að við þurftum að sanna fyrir öllum að við værum betri en okkur var spáð. Við fórum með liðinu í æfingaferð til Spánar „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér bauðst að koma til íslands til þess að spila fótboita." og þá fékk ég tilfinningu fyrir styrk- leikanum í íslensku deildinni. Ég sá strax þá að við vorum ekkert svo slakir. Reyndar geri ég mér grein fyrir því að það þarf ákveðna heppni til þess að vera í toppbar- áttu og vissulega vorum'við heppn- ir. En þegar á heildina er litið fannst mér við vera með eitt best spilandi lið landsins og mér fannst við verð- skulda að vera að minnsta kosti á meðal fjögurra efstu liðanna. Við urðum í 2. sæti, sem mér fannst sanngjarnt, og það var einnig sann- gjarnt að KR-ingar yrðu meistarar," sagði Tommy og bætir við að hon- um og Allan hafi liðið mjög vel á ís- landi og það hafí átt sinn þátt í því að þeir hafi leikið eins vel og raun bar vitni. „Ég vissi ekki mikið um hversu sterk íslenska deildin var áður en ég kom hingað. Ég vissi af nokkrum ís- lendingum sem spiluðu í Evrópu og svo sá ég leik íslendinga og Dana sem fór nú ekkert sérstaklega vel fyrir ykkur en ég hafði líka séð landsleikinn þar sem Danmörk vann naumt og þar lék fslenska lið- ið mjög vel þannig að ég átti von á því að hér væri leikinn ágætis fót- bolti,“ sagði Tommy sem einnig fékk hagnýtar upplýsingar um ís- lenska boltann frá FH-ingnum Ólafi Kristjánssyni. Ólafur er að- stoðarþjálfari AGF í Danmörku og það var fyrir hans tilstilli að Tommy FÓRU Á KOSTUM: Danirnir Allan Borgvardt og Tommy Nielsen fóru á kostum I Landsbankadeildinni í sumar. Borgvardt sést hér pússa skóna hjá landa sínum eftir að Nielsen hafði skorað úr vítaspyrnu í leik gegn Val fyrr í sumar. DV-mynd Pjetur og Allan fóru til FH-inga. „Ég var ekki að spila mikið með AGF á þeim tíma sem Ólafur kom með hugmyndina að ég færi hing- að. Þegar manni líður eins og mað- ur fái ekki að spila eins mikið með sínu liði og maður telur sig kannski eiga skilið þá grípur maður tæki- færi eins og þetta opnum örmum og ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar það bauðst því ég var ekki ánægður með stöðu mála í Danmörku. Ég vissi að ég var betri en svo að ég þyrfti að spila með varaliði AGF.“ Góðar móttökur „Strákamir í liðinu hafa verið mjög almennilegir og tekið vel á móti okkur. Við höfum eignast mjög góða vini hérna. Fyrstu 3-4 mánuðina ferðuðumst við mikið um landið. Hvert tækifæri sem gafst var vel notað til þess að skoða landið. Þetta hefur verið frábær tími héma á fslandi," segir Tommy og bætir við að það hafi verið mjög mikilvægt að þeir komu nokkmm vikum áður en tímabilið hófst. „Við komum til liðsins fimm vik- um fyrir mót og vorum með í æf- ingaferðinni á Spáni. Þar náðum við að kynnast strákunum og þeir okkur. Það var mjög mikilvægt og hafði sitt að segja f árangri okkar." Tommy langar til þess að gerast lögreglumaður en segir að það sé erfitt fyrir menn á hans aldri að komast inn í lögregluskólann í Danmörku og svo taki einnig lang- an tíma að vinna sig upp innan lög- reglunnar þar í landi. Því hafi hann íhugað að fara í lögregluskólann hér á landi en það sé á ís þessa dag- ana - hann hefur áhyggjur af því að vankunnátta hans í íslensku geti reynst honum erflð hindmn. Engu að síður hefur hann hug á því að vera áfram á íslandi og vill ólmur gera nýjan samning við FH-inga. Hann segist finna að hann eigi „Ég verð íþað minnsta eitt ár í viðbót á íslandi. Ég vil vera hjá FH og ég held að þeir vilji hafa mig áfram." nokkur ár inni í viðbót. „Ég hef fundið löngunina til þess að leika knattspyrna héma á ís- landi í sumar. Ég tel mig þar af leið- andi eiga nokkur góð ár eftir í bolt- anum og ég myndi sjá eftir því ef ég léki ekki knattspyrnu 2-3 ár í við- bót. Ég hef verið að ræða við FH- inga upp á síðkastið og ég verð í það minnsta eitt ár í viðbót á fs- landi. Við höfum ekki skfifað undir neina samninga enn þá en höfum verið að ræða málin. Eg vil vera hjá FH og ég held að þeir vilji hafa mig áfram þannig að við hljótum að komast að samkomulagi," sagði þessi viðkunnanlega Dani að lok- um. Hann heldur af landi brott næsta mánudag en verður mættur aftur fyrir lokahóf KSÍ. Ef hann nær svo samningum við FH kemur hann aftur til íslands í mars á næsta ári. henry@dv.is MIKILVÆGUR FH-LIÐINU Tommy Nielsen er FH-liðinu mikilvægur, sem sést best á því að liðið fékk aðeins 1 stig úr þeim sjö leikjum sem liðið spilaði án hans á þessu tímabili. FH með Nielsen sumarið 2003:* Leikir 21 Sigrar 13 Jafntefli 3 Töp 5 Mörk skoruð 44 Mörk fengin á sig 25 Markahlutfall +19 Stig 42 Stigahlutfall 67% FH án Nielsen sumarið 2003:* Leikir 7 Sigrar 0 Jafntefli 1 Töp 6 Mörk skoruð 7 Mörkfengin á sig 22 Markahlutfall -15 Stig 1 Stigahlutfall S% * Allir leikir í deild, bikar og deildarbikar eru hér taldir með. BESTU MENNIRNIR Blaðamenn gáfu öllum leikmönn- um í leikjunum 90 (Landsbanka- deild karla í sumar einkunn á bilinu 1 til 6. Sá með hæstu meðalein- kunnina fær útnefninguna leik- maður ársins 2003 hjá DV-Sporti. Besta meðaleinkunn sumarsins: 1. Tommy Nielsen, FH 3,76 2. Allan Borgvardt, FH 3,75 3. Sinisa Kekic, Grindavík 3,63 4. Veigar Páll Gunnarsson, KR 3,62 5. Birkir Kristinsson, ÍBV 3,61 6. Gunnar Sigurðsson, Fram 3,61 7. Halldór Hilmisson, Þrótti 3,44 7. Kristján Finnbogason, KR 3,44 9. Kristján Örn Sigurðsson, KR 3,43 10. Gunnlaugur Jónsson, [A 3,43 11. Guðni Rúnar Helgas., Val 3,41 12. Ármann Smári Björnss., Val 3,41 13. Fjalar Þorgeirsson, Þrótti 3,39 14. Ásgeir G. Ásgeirsson, FH 3,39 15. Ólafur Þór Gunnarsson, Val 3,38 16. Kjartan Sturluson, Fylki 3,35 17. Reynir Leósson, lA 3,31 18. Eysteinn Lárusson, Þrótti 3,28 19. Daði Lárusson, FH 3,28 20. Dean Martin, KA 3,25 20. Heimir Guðjónsson, FH 3,25 20. Atli Jóhannsson, ÍBV 3,25 Skiptlng elnkunna Tommy Nielsen: 5 3 leikir 4 7 leikir 3 7 leikir Maður leiksins 1 leikur Tölfræöl: ooj.sport@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.