Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 6
6 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003
Endurfluttir í annað sinn
Hærri greiðslur
LAUNAGREIÐSLUR: Ábyrgða-
sjóður launa innti af hendi tvö-
falt meiri greiðslur í fyrra en árið
á undan. Greiðslur sjóðsins
námu 715 milljónum króna í
fyrra en 356 milljónum árið
2001 og 170 milljónum árið
2000. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Vinnumálastofnunar
sem kynnt var um helgina. (
skýrslunni kemur jafnframt fram
úr Ábyrgðasjóði
að greiðslur sjóðsins hækkuðu
um 9% fyrstu átta mánuði þess
árs og þykir það benda til versn-
andi rekstrarumhverfis fýrir-
tækja hérlendis. Ábyrgðasjóður
ábyrgist launagreiðslur og líf-
eyrssjóðsgreiðslur launþega
þegar fyrirtæki fara í gjaldþrot.
Hámarksábyrgð sjóðsins vegna
launakrafna nemur nú 250 þús-
und krónum á mánuði.
TÓNLIST: Vegna fjölda áskor-
ana verða tónleikar Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur, Gunnars Guð-
björnssonar, Kristins Sig-
mundssonar og Jónasar Ingi-
mundarsonar í Salnum endur-
fluttir í annað sinn næstkom-
andi miðvikudagskvöld, 1.
október, og hefjast klukkan 21.
Fjórmenningarnir slógu ræki-
lega í gegn á tónleikum í Saln-
um síðastliðið föstudagskvöld;
fullt var út úr dyrum og gríðar-
góð stemmning. Fyrri aukatón-
leikar verða í kvöld en uþþselt
er á þá. Miðasala á tónleikana
á miðvikudagskvöld hófst
klukkan 10 í morgun. Hægt er
að festa kaup á miðum á Net-
inu á slóðinni www.salurinn.is
eða hringja í síma 5700 400.
Verslanakeðjan lceland
í fjársvikarannsókn
Grunur um að fjárfestarhafi veríð blekktir
■:
\
Verslanakeðjan lceland, sem
Baugur á m.a. hlut í, horfir nú
fram á ítarlega fjársvikarann-
sókn af hálfu Serious Fraud
Office í Bretlandi. Frá þessu var
greint í frétt í Mail on Sunday í
gær.
Grunur er um að svik hafi átt sér
stað varðandi viðskipti með hluta-
bréf í fyrirtækinu í desember árið
2000. Athugunin hófst í vor, þegar
fjársvikadeildinni voru afhent gögn
fyrirtækjarannsóknardeildar hjá
breska viðskiptaráðuneytinu DTI.
Var stofnunin beðin um að skoða
málið vegna grunsamlegra innherj-
aviðskipta með hluti í félaginu.
Grunsemdir vöknuðu þegar
Maicolm Walker, fyrrverandi
stjórnarformaður Iceland, seldi
hluti upp á 13,5 milljónir prunda í
desember árið 2000. Þá var gengi
hlutabréfa í fyrirtækinu skráð mjög
hátt, aðeins einum mánuði áður en
afkomuviðvörun var gefin út.
Malcolm Walker hætti hjá fyrirtæk-
inu eftir söluna. Eftir athugun á
gögnum um málið ákvað SFO fyrr í
þessum mánuði að hefja rannsókn
á fyrirtækinu af fullum krafti.
Að hluta í eigu Baugs
Baugur-ID festi kaup á 14,99%
hlut í breska verslunarfyrirtækinu
The Big Food Group í fyrrahaust.
Kaupverð var 40 pens á hvern hlut.
Fyrirtækið á og rekur verslanakeðj-
urnar Iceland, Booker og Wood-
ward og velti samtals um 5.220
milljónum punda á ári, eða um 710
milljörðum íslenskra króna.
Verslanir The Big Food Group
eru samtals 936 talsins í Englandi,
Skotlandi og írlandi og hjá fyrirtæk-
inu starfa yfir 30 þúsund manns.
Fyrirtækið á og rekur þrjár versl-
anakeðjur, Iceland, Booker og
Woodward, sem starfa á matvöru-
markaði. Iceland er eitt af sterkustu
vörumerkjum Bretlands í frosnum
matvörum og rekur 759 verslanir
um allt land og versla þar meira en
VERSLANAKEÐJAN ICELAND: Rannsókn er
nú hafin á því hvort fjárfestar hafi verið
blekktir.
4 milljónir viðskiptavina í hverri
viku.
Rannsókn SFO er, að mati Mail
on Sunday, sögð snúast um meira
en meint innherjasvik. Verið sé
m.a. að skoða fjárhagsstöðu fyrir-
tækisins áður en ný stjórn var sett
yfir fyrirtækið I byrjun árs 2001. Þá
sé verið að skoða rekstrarárangur
fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins
2000. Snýst það um hvort fjárfest-
um hafi verið gefin röng mynd af
stöðunni. Fjárfestum var kynntur I
september 2000 hagnaður fyrirtæk-
isins á fyrri hluta þess árs og ekkert
gefið tií kynna um að fyrirtækið
horfði fram á erfiðleika. Ný stjórn
undir forystu Bill Grimsey sagði að
rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir
allt árið 2000 hefði verið 26 milljón-
ir punda, eða 13,5 milljónum
punda lægri en fyrri stjóm hafði
fullyrt að hann væri, og þá aðeins
fyrir fyrri hluta ársins, eða 39,5
milljónir punda.
hkr@dv.is.
Athugunin hófst í vor,
þegar fjársvikadeild-
inni voru afhent gögn
fyrirtækjarannsóknar-
deildar hjá breska við-
skiptaráðuneytinu DTI.
Framsókn styður
refsingu við
kaupum
Landsþing framsóknarkvenna
hefur ályktað að leitt skuli í
lög að kaup á vændi verði
gerð refsiverð.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstri-grænna, segir að
þar með muni a.m.k. tveir þing-
menn úr Framsóknarflokki, Sam-
fylkingu, Frjálslyndum og hennar
flokki leggja fram frumvarp til
breytinga á lögum um hvað skuli í
framtíðinni gert refsivert þar sem
vændi er annars vegar. Sjálfstæð-
isflokkurinn sé hins vegar enn að
skoða breytingartillögurnar.
Kolbrún sagði við DV að þannig
verði refsing ekki lögð við því að
stunda vændi en að öðru máli
gegni um kaup á því. Með því
móti verði áhersla í raun lögð á að
vel stæðir menn nýti sér ekki neyð
á vændi
Kolbrún Halldórsdóttir
þeirra sem hafa viljað stunda
vændi. Þetta sé viðsnúningur frá
núgildandi lögum því að nú sé
refsivert að framfleyta sér á slíku.
Stunginn fyrir utan
Vegna fréttar um hnífstungu við
busaball Menntaskólans við Sund á
skemmtistaðnum Brodway sem birt-
ist í DV laugardaginn 27. september
vill Már Vilhjálmsson, rektor skóians,
taka fram að hann telji fréttina skaða
orðstír skólans og gera eftirfarandi
athugasemdir: „f fréttinni segir með-
al annars að fómarlambið hafi verið
stungið í fjórgang á busaballi." Már
segir að þetta sé ekki rétt því að
hnífstungan hafi átt sér stað fyrir
utan skemmtistaðinn en ekki inni á
honum. Már vill einnig taka fram að
hvorki árásarmaðurinn né fómar-
lambið séu nemendur skólans.
Að sögn Más hafa þeir hjá
Menntaskólanum við Sund ávallt
samband við lögregluna fyrir böll og
biðja hana um að vera sýnileg fyrir
utan skemmtistaðinn en því miður
séu svörin alltaf þau sömu, að lög-
reglan hafi ekki mannskap til að
sinna slíkum verkefnum.
SKÁU: Það var glatt á hjalla á Hverfisbarnum síðastliðið fimmtudagskvöld þegar eigendur barsins handsöluðu samning við Ölgerðina um
sölu á Smirnoff lce. Undirskriftin fór fram á miðnætti og kom Morten Bangasgaard frá Smirnoff lce hingað til lands gagngert til að fagna
áfanganum með gestum og eigendum Hverfisbarsins. Á myndinni eru Þórður Ágústsson, Jón Diðrik, Bangsgaard, Rósant F. Birgisson og
Einar Sturla við ískaldar vodkatunnurnar. DV-mynd Eggert
Kaupþing Búnaðarbanki kaupir
finnskt fjárfestingarfélag
Kaupþing Búnaðarbanki hefur
eignast meirihlutann í finnska fjár-
festingarfélaginu Norvestia Oyj.
Andvirði kaupanna er um 5,5 millj-
arðar króna sem greiddir eru með
eigin hlutabréfum í Kaupþingi-
Búnaðarbanka.
í frétt til Kauphallar segir Norvesúa
Oyj sé skráð á finnska hlutabréfamark-
aðinum. Kaupþing Búnaðarbanki
eignast 300.000 óskráða A-hluti og
1.249.617 skráða B hluti, sem samsvara
54,44% atkvæðisréttar í Norvestia, og
30,35% af nafnvirði heildarhlutafjár.
Seljandi hlutanna er sænska fjárfest-
ingarfélagið Havsfrun AB sem skráð er
á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi.
Havsfhm á enga hluú í Norvesúa eftir
söluna. Salan er gerð með fyrirvara um
samþykki hluthafafundar Havsfrun en
nú þegar hafa eigendur meira en 50%
hlutafjár í Havsfrun skuldbundið sig til
að samþykkja söluna.
Eftir viðskiptin verður finnska félag-
ið dótturfélag Kaupþings en verður
rekið áfram sem sjálfstætt félag. I yfir-
lýsingu segir Sigurður Einarsson,
stjómarformaður að með kaupunum
styrkist staða Kaupþings Búnaðar-
banka umtalsvert í Finnlands. „Kaupin
em annað skrefið í sókn okkar inn á
finnska fjármálamarkaðinn í kjölfar
kaupanna á Sofi í árslok 2001 og í sam-
ræmi við þá stefnu bankans að vera
leiðandi norrænn fjárfestingarbanki.
Kaupþing Búnaðarbanki hefur tvö-
faldast að stærð á hveiju ári undanfar-
in fimm ár og á sama tíma hefur arð-
semi eigin fjár numið rúmlega 30% á
ári, sem er vel yfir markmiðum okkar
um 15% arðsemi eigin fjár. Horfur fyrir
árið 2003 em góðar og við gemm ráð
fyrir því að ná arðsemismarkmiðum
okkar."