Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 12
12 FRÉTTIR MÁNUDAOUR 29. SEPTEMBER 2003
Útlönd
Heimurinn íhnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Rumsfeld bauð í stríðsleik
TINDATALEIKIR: Donald Rums-
feld, landvarnaráðherra Banda-
ríkjanna, fékk heldur dræmar
undirtektir hjá starfsbræðrum
sínum í NATO þegar hann
bauð þeim að koma í tindáta-
leik í næstu viku og ímynda sér
að hraðsveitir NATO tækju þátt
í innrás í ónefnt land í Mið-
Austurlöndum. Leikurinn átti
að fara fram á haustfundi land-
varnaráðherra NATO í Colorado
Springs í næstu viku. Danska
blaðið Berlingske Tidende segir
að meira að segja George Ro-
bertson, framkvæmdastjóra
NATO, hafi ekki litist á tillögur
Rumfelds. Er Robertson þó
ekki vanur því að setja sig upp
á móti Ameríkönum. Ráðherr-
arnir munu því bara ræða um
möguleika hraðsveitanna.
Gamlir í próf
DANMÖRK: Danskir ökumenn
mega eiga von á því, þegar
þeir verða sjötugir og vilja end-
urnýja ökuskírteinið sitt, að
þeir verði þeir látnir í próf sem
á að meta hvort einhver merki
séu um elliglöp, ef hugmyndir
stjórnvalda um aukið umferð-
aröryggi ná fram að ganga. Sé
svo, verða hinir sjötugu að
reyna aftur við bílprófið.
Blair sér ekki
eftir neinu
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, tók í gær undir yfir-
lýsingu George W. Bush Banda-
ríkjaforseta og vopnabróður frá
því á laugardaginn og sagðist
ekki sjá eftir neinu í sambandi
við þátttökuna í hernaðarað-
gerðunum í írak.
„Ég sé ekki eftir neinu og hef
ekkert að afsaka í sambandi við
írak. Þvert á móti er ég hreykinn af
því sem við gerðum og hermenn-
irnir okkar hafa unnið frábært starf.
Þeir eiga heiður skilinn og eru hetj-
urnar okkar,“ sagði Blair í útvarps-
viðtali hjá BBC skömmu áður en
landsfundur Verkamannaflokksins
hófst í borginni Bournemouth í
suðurhluta Englands í gær.
Eins og Bush sagðist Blair ekki í
neinum vafa um það að Saddam
hefði ekki aðeins verið alvarleg
ógn við nágranna sína heldur líka
allan heiminn. Hann hvatti fólk til
þess að bíða rólegt eftir nýrri
skýrslu um gjöreyðingavopnaáætl-
un Saddams, sem yrði birt innan
skamms.
Lifum í öruggari heimi
„Allur heimurinn veit að Saddam
hafði yfir gjöreyðingarvopnum að
ráða og vann að frekari þróun
þeirra. Við lifum því í öruggari
heimi í dag eftir að hafa hrakið
hann frá völdum og þrátt fyrir að
hafa ekki enn fundið neinar sann-
anir fyrir gjöreyðingarvopnaeign
fraka og þrátt fyrir þann óstöðug-
leika og ofbeldi sem við stöndum
enn frammi fyrir í landinu, þá tel ég
að það hafi verið rétt hjá okkur að
taka þátt í hernaðaraðgerðunum,"
sagði Blair og bætti við að breskir
hermenn yrðu áfram í frak meðan
þeirra væri þörf.
„Iraska þjóðin fær nú tækifæri tif
þess að byggja upp stöðugleika og
lýðræði sem mun hafa varanleg
áhrif um öll Mið-Austurlönd.“
Úreltar upplýsingar notaðar
Bush-stjórnin hefur einnig þurft
að svara óþægilegum spurningum
að undanförnu eftir að leiðtogar
leyniþjónustunefndar bandaríska
þingsins sökuðu bandarfsku leyni-
þjónustun, CLA, um að hafa notað
gamlar og úreltar upplýsingar í
skýrslu sína sem gerð var til að rétt-
læta hernaðaraðgerðir í frak.
„Ég sé ekki eftir neinu og
hefekkert að afsaka í
sambandi við írak. Þvert
á móti er ég hreykinn af
því sem við gerðum og
hermennirnir okkar hafa
unnið frábært starf. Þeir
eiga heiður skilinn og
eru hetjurnar okkar."
sagði Blair.
Helstu talsmenn Bush-stjórnar-
innar hafa þegar svarað þessum
ásökunum leyniþjónustunefndar-
innar og fullyrt að ákvörðunin um
hernaðaraðgerðir í Irak hafi verið
byggð á nýrri og nákvæmari upp-
lýsingum.
Condoleezza Rice, öryggismála-
ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta,
fullyrti í gær að nýrra leynilegra
upplýsinga hefði verið aflað áður
en ákvörðun var tekin og þær hefðu
að mati stjórnvalda réttlætt stríð.
Powell lifir í voninni
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem harðast hefur
barist fyrir því að fá víðtækan
stuðning alþjóðasamfélagsins við
uppbyggingarstarfið í írak með
samþykkt nýrrar ályktunar í Ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna,
sagði í gær að minnkandi líkur
væru á því að þjóðir eins og Ind-
land, Pakistan og Tyrkland sendu
herlið til íraks án samþykkis Örygg-
isráðsins.
„Við höfum þegar gefið upp alla
von um að Indverjar sendi herlið til
fraks en stjórnvöld í Tyrklandi, Pak-
istan og Bangladesh eru enn að
skoða málið," sagði Powell, sem
enn lifir í voninni um að ný ályktun
sem greiði fyrir því að aðrar þjóðir
geti sent herlið til fraks, verði sam-
þykkt í Öryggisráðinu.
De Villepin bjartsýnn
Dominique de Villepin, utan-
ríkisráðherra Frakklands, sagðist í
gær bjartsýnn á að Bandaríkja-
menn fengju nýja ályktun í gegn í
Öryggisráðinu, en ítrekaði fyrri af-
stöðu Frakka um að færa þyrfti
pólitísk völd í hendur Iraka sjálfra
sem fyrst.
Sir Jeremy Greenstock, sendi-
fulltrúi Breta í frak, sagði aftur á
móti í gær, að Bandaríkjamenn og
Bretar þyrftu ekki nauðsynlega á
hjálp alþjóðasamfélagsins að halda
til þess að koma á friði í frak. „Það
væri samt til bóta að fá víðtækari
aðkomu alþjóðasamfélagsins við
uppbygginguna en það þýðir ekki
að við getum ekki gert það sem þarf
að gera með þeim herafla sem er
þegar í landinu," sagði Greenstock.
Bandarískar hersveitir og íraska
lögreglan hófu í morgun víðtæk-
ustu leitaraðgerðir að stuðnings-
mönnum Saddams Husseins f Tik-
rit og nágrenni og var ráðist inn í að
minnsta kosti fimmtán hús án þess
að nokkuð fyndist. Aðgerðin var
ákveðin eftir að stórt vopnabúr
hafði fundist í Tikrit á laugardag og
þar á meðal 23 SA-7 loftvarna-
flaugar.
TONY BLAIR: „Allur heimurinn veit að
Saddam hafði yfir gjöreyðingarvopnum að
ráða og vann að frekari þróun þeirra,"
segir Blair.
ítalir aftur farnir að sjá handa sinna skil:
Rafmagnið komið á
Rafmagn er nú aftur komið á
um aila Ítalíu eftir straumrofið
aðfaranótt sunnudagsins. Það
náði til alls landsins, að undan-
skilinni eyjunni Sardiníu. Talið
er að brotin trjágrein í Sviss
hafi valdið rafmagnsleysinu.
„Rafmagn komst aftur á um alla
Italíu í gærkvöld," sagði Andrea
Bollino, framkvæmdastjóri ítalska
orkunetsins, í morgun. Hann sagði
þó að grípa yrði til einhverrar
skömmtunar í dag til að koma í veg
fyrir of mikið álag á kerfið.
Fjögur dauðsföll eru opinber-
lega rakin til rafmagnsleysins sem
varð klukkan 3.20 að staðartíma
aðfaranótt sunnudagsins og urðu
nærri 57 milljónir manna fyrir
barðinu á því.
Að sögn talsmanns svissneska
raforkufyrirtækisins Atel má rekja
ósköpin til þess að að tré snerti 380
þúsund volta háspennulínu nærri
bænum Brunnen í Sviss um ldukk-
an þrjú aðfaranótt sunnudagsins.
Það óhapp olli keðjuverkunum því
skömmu síðar duttu tvær flutn-
ingslínur frá Frakklandi einnig út.
Háðir annarra rafmagni
„Eftir það duttu allar tengingar
við Ítalíu út," sagði talsmaður Atel.
Hann sagði að lélegt skipulag
ítalska raforkukerfisins hefði síðan
gert illt verra.
ítalir eru mjög háðir utanað-
komandi rafmagni og kaupa
sautján prósent þess rafmagns
þeir þurfa frá nágrannaríkjunum
Sviss og Frakklandi.
Antonio Marzani, iðnaðarráð-
herra ftalíu, hvatti til þess að rann-
sókn yrði þegar hafin á straumrof-
inu og ástæðum þess.
Embættismenn í ítölskum orku-
fyrirtækjum hafa varað við alvar-
legum veilum í raforkuerfi Ítalíu í
kjölfar rafmagnsleysisins.
Þetta er í fjórða sinn á tveimur
mánuðum sem straumrof verður
hjá milljónum manna. Fyrst í
Bandaríkjunum og Kanada. Þá fór
rafmagn af hluta Lundúna og nú
síðast af stórum svæðum í Dan-
mörku og Svíþjóð.
STRAUMROF: Rafmagn fór af allri Italíu aðfaranótt sunnudagsins þegar Rómverjar voru
að skemmta sér á menningarnótt. Mikið öngþveiti myndaðist þegar borgarbúar
komust hvergi þar sem miklar truflanir urðu á samgöngum.