Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 14
74 MENNING MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist • Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Jazzhátíð kvikmynduð DJASS: Jazzhátíð Reykjvíkur verður haldin 4.-9. nóv. Hér er nú staddur sjónvarpsmynda- framleiðandi frá BET Jazz Channel til þess að skoða að- stæður til myndatöku á hátíð- inni og líta á ýmsa ferða- mannastaði í nágrenni Reykja- víkur sem henta til landkynn- ingar í sjónvarpsþáttum um hátíðina. Nú þegar hafa verið sýndir tveir þættir í Bandaríkj- unum, annar með glefsum frá hátíðinni I fyrra, hinn með Broadwaytónleikum Stórsveit- ar Reykjavíkur með Greg Hopk- ins. Þessir sjónvarpsþættir hafa vakið mikla athygli. Á næst- unni verður svo sýndur þáttur til kynningar á hátíðinni í nóv- ember sem væntanlega lokkar að marga erlenda gesti. Af Márum SAGNFRÆÐI: fhádeginuá morgun flytur Már Jónsson sagnfræðingur erindið „Heiman eða heim? Brottrekstur Mára frá Spáni í byrjun 17. aldar“ í fyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags (slands, „Hvað er (um)heimur?" Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu, hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13.00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Seiðandi TÓNLIST: Annað kvöld kl. 20 heldur Hannes Þ. Guðrúnarson gítartónleika í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskrá er tónlist frá Paragvæ, Mexíkó og Kúbu eftir Agustin Barrios Mangore, Manuel M. Ponce og Leo Brouwer. Þetta eru fyrstu tón- leikarniraffimm íTónleikaröð kennaraTónlistarskóla Kópa- vogs starfsárið 2003-2004. Sköpunar- kraftur og áræði HÖNNUNARGAGNRÝNI Ásrún Kristjánsdóttir Textfllistamaðurinn Ingiríður Óðinsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Sverrissal í Hafnarborg. Ingiríður er menntuð í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Valand listaháskólanum f Gautaborg og hef- ur stundað list sfna jafnt og þétt frá því hún lauk námi á níunda áratugnum. Ingiríður hefur víða þreifað fyrir sér innan hins víðfeðma og heillandi textflfags. Ég minnist þess að hafa séð eftir hana ofin og saumuð verk en silkiþrykkt verk hennar á ýmis eðalefni er það sem kemur fyrst í hug- ann þegar ferill hennar er skoðaður. Hún var um árabil kennari í munsturgerð og silki- þrykki í MHÍ og hefur margur nemandinn notið tæknilegrar færni hennar og listrænnar leiðsagnar. í innri hluta Sverrissalar hefur Ingiríður stillt upp nokkrum verkum sem eiga það sameiginlegt að vera unnin í ullarflóka. Þarna hefurlistakonan enn kannað ný mið. Hráefn- ið er litaðar ullarkembur. Það þarf að þæfa og velkjast með ullina þangað til hún verður að þykkum flóka sem hefur í sér marga tóna af hverjum lit, auk þess að móta formið. Ingirfð- ur hefur skorið út form inn í fletina, auk þess sem hún hefur saumað í einföld munstur með samlitu garni. Verkin númer 1,2,3 og 10 eiga það sameig- inlegt að vera veggverk þar sem formið er fer- hymt. Sterkast af þeim er „fjólublá skál“, þar hefur tekist vel til með bæði form og litbrigði. „Án titils" nr. 9 er sérstætt verk þar sem bogaform eru mótandi og einfaldur skurður í miðju verksins vekur upp ótal hugleiðingar. Skálarnar í miðju salarins eru fallega unnin og sterk verk þar sem íslenskt grjót leikur lág- vært og smekklegt hlutverk. Það er alltaf eitthvað hrífandi við það þegar búið er að með- höndla efni þangað tilþað fer að skína í tærum einfaldleik. í indíánasamfélögum fyrr á öldum var textfliðjan notuð til þess að komast í hug- leiðsluástand. Sömu handtökin aftur og aftur geta fyllt hugann af friði sem aftur getur birst í verkunum. Þessi áhrif komast til skila í „skálaverkum“ Ingiríðar sem bera nöfn sem SKÁLDIÐ OG USTAMAÐURINN: Þór Stefánsson og Sigurður Þórir með afurðina. I Ijósi þínu Ný ljóðabók, í ljósi þínu, gefin út af Goðorði, geymir sextíu ijóð eftir Þór Stef- ánsson og þrjátíu pennateikningar eftir Sig- urð Þóri listmálara. Á hverri opnu bókar- innar eru tvö ljóð og ein heilsíðumynd sem á við annað hvort þeirra eða bæði. Ekki er um neins konar hermilist að ræða því Sig- urður Þórir túlkar ljóðin frjálslega í mynd- um sfnum. Ljóðin urðu til fyrst og mynd- sköpunin varð við lestur þeirra. Þó er jafn- fróðlegt að rýna í myndimar og ljóðin en skemmtilegast þó að tengja listformin sam- an. í ljósi þínu er fimmta frumsamda ljóða- bók Þórs og eina hinna eldri, Ljóð út f veður og vind (1998), myndskreytti Sigurður lika. Auk þess hefur hann gert bókarkápur á bæði fmmsamin og þýdd ljóð Þórs. Ljóðin í bókinni em mörg hver samtöl við ástvin og viðfangsefni þeirra em tilfinning- ar milli einstaklinga - ástin í gleði og harmi, eins og til dæmis kemur fram í 16. ljóði ann- ars hluta sem Sigurður Þórir myndlýsir hnitmiðað: / tónverki okkar er hæsti hlátur og dýpsti tregi. Hvorlýsir öðrum, skær hljóm ur gáskans og dimmur söngur harmsins. Hvorugur þrífst án hins enda eru þeir tvær hliðar sama penings. FYLLIR HUGANN FRIÐI: „Græn jörð" eftir Ingiríði Óð- insdóttur. manni virðast vel viðeigandi: Flókaskál fyrir kærleika, Flókaskál fyrir vináttu, Flókaskál fyrir umhyggju, og svo framvegis. Það tekur listamann alltaf nokkurn tíma að ná tökum á nýjum miðli. Skála-verk Ingiríðar gefa fyrirheit um átakameiri verk í framtíð- inni. Hreindýraskæði í klæði Athafnakonan Signý Ormarsdóttir, kennd við Egilsstaði þar sem hún hefur ámm saman framleitt og gert merkar tilraunir með fram- leiðslu á fatnaði úr skinnum, sýnir nú nýjustu afurðir sínar f sýningarsal Listhúss Ófeigs við Skólavörðustíg í Reykjavík. Hér sýnir hún okkur meðferð sína á hreindýraskinni þar sem hún hefur hannað bæði skinnáferð, litun og snið. Ég minnist þess að hafa séð frábærlega vel hönnuð veiðivesti eftir Signýju. Minnist þess einnig að hafa handleikið fatnað þar sem allt fór saman; sterkir, fallegir litir, einföld snið og hágæðaskinn, þykkt, mjúkt og algjörlega búið að lúta endurskapara sínum. Það er alltaf eitthvað hrífandi við það þeg- ar búið er að meðhöndla efni þangað til það fer að skína í tæmm einfaldleik. Það þarf svo mikið til ef láta á efni, sem hefur verið tekið út úr sínu eiginlega umhverfi, uppheijast f það að vera næstum eins flott og þegar guð skóp það úti í náttúmnni. Ég sá dæmi um þetta í verslun Signýjar á Egilsstöðum þegar ég fór þar um á ferðalagi fyrir nokkmm ámm. Á sýningunni í Listhúsinu em sex gínur í al- klæðnaði. Pils, toppar og kjólar. í sýningar- skrá segir að stfllinn sé hafinn yfir tísku- strauma, og má það til sanns vegar færa. Signý hefur litað húðirnar og látið „rönguna" snúa út. Þetta framkallar óreglulega litaða fleti á náttúrulegum hreindýraskinnslitnum. Sniðin em aðskorin og oftar en ekki tekin saman með böndum sem þrædd em í gyllta kósa. Hún leyfir ójöínum jöðmnum á skinn- inu, eins og það er þegar því er flett af dýrinu, að mynda útíínur á flíkunum. Auk þess fá öll göt á skinninu að „njóta sín“. Þetta er áræðin aðferð sem stundum gerir sig en er þó ofnot- uð hér. Öll þessi villtu og tilviljanakenndu form, að viðbættum óreglulegum litaflötum og götum, kæfir og tekur athyglina frá listi- lega unnum og fínlegum smáatriðum í saumaskap og samsetningu sem víða er að finna á flíkunum. Litaval er fallegt og ýmist helst í hendur við náttúmlitinn eða brýtur hann upp. Dæmi um þetta er glæsilegur skærrauður litur sem myndar fjölbreytilegustu form sem menn nytu betur ef útífnur á flíkunum væm ekki svona óreglulegar. Vesti úr margsamsettu fiskroði er athyglis- verð flík þar sem hráefnið er skemmtilega notað. Mosagræni síðkjóllinn, þar sem bætt hefur verið í götin með dekkri lit, gefur líka fyrirheit um áframhald sem spennandi verð- ur að fylgjast með. SKINNKJÓLL: Signý leyfir ójöfnum jöðrunum á skinn- inu að mynda útlínur á flíkunum. Til hamingju með sýninguna, hún er áræð- in og full af þrótti. Hún er líka vel uppsett og fer ágætlega í þessu látlausa sýningarrými. Graffskt efni á veggjum og kynningarspjöld- um er vel unnið og fagmannlegt. Sýning Ingiríðar í Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11 -17 og henni lýk- ur 6. okt. Sýning Signýjar í Listhúsi Ófeigs stendurtil 8. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.