Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MENNING 15 Óperublaðið TÍMARIT: Nýtt Óperublað er komið út. Meðal efnis er um- fjöllun um það helsta sem er á dagskrá Óperunnar á haust- misseri ásamt viðtölum við söngvara, Bjarna Daníelsson óperustjóra, Friðrik Sophus- son, forstjóra Landsvirkjunar, og fleiri. Einnig er í blaðinu grein um Wagnerhátíðina í Bayreuth og viðtöl við for- sprakka Óp- erustúdíós Austurlands og Sumar- óperu Reykjavíkur. Ritstjóri er Margrét Svein- björnsdótt- ir. Gestaíbúð HÚSNÆÐI: Klaustrið, gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn að Skriðuklaustri í Fljótsdal, er nú auglýst til umsóknar fyrir árið 2004. Þeir sem vinna að verkefn- um er tengjast Gunnari Gunnars- syni eða Austurlandi hafa ákveð- inn forgang en öllum er heimilt að sækja um. Fresturtil 17. októ- ber. Uppl. á www.skriduklaust- ur.is eða í síma 471 2990. Afmælisrit landlæknis AFMÆLI: 11. nóvember nk. verður Ólafur Ólafsson, fyrrver- andi landlæknir og núverandi forystumaður í samtökum eldri borgara, 75 ára. Af því tilefni verður efnt til útgáfu, honum til heiðurs, á völdu efni úr handraða afmælisbarnsins. Þar erfjallað um heilbrigðismál í víðum skilningi, margs konar þjóðfélags- og réttindamál, al- þjóðamálefni og málefni eldri borgara. Frá- sagnirnar eru fjölbreyttar og fróðlegar og allar í anda Ólafs, hnitmið- aðarog hisp- urslausar og bráðskemmti- legar þar sem það á við. Hólar gefa út í maí í vor. Þeir sem vilja vera með á heillaóska- skrá hafi samband í síma 557 9310/557 9215 eða sendi rafpóst á netfangið holar@simnet.is. Himnaríki lokað í LEIKLISTARGAGNRÝNI Silja Aðalsteinsdóttir Ég gleymi aldrei hvað það var gaman að fylgjast með dóttur minni læra nýtt tungumál þegar við fluttum hana milli landa þriggja ára gamla. í leikskólanum þagði hún bara og hlust- aði á þetta framandi tungumál en þegar hún kom heim settist hún út í hom og hermdi eftir því sem hún hafði heyrt. Þó að hún kynni eng- in orð náði hún réttum setningaáherslum þannig að maður „vissi" hvað hún var að segja þó að hún „segði“ það ekki. Gamla Línan í sjónvarpinu kenndi manni fyrir löngu að ekki þarf endilega að kveða vel að hverju atkvæði í orði tíl að meiningin skiljist. Og þetta á ekki aðeins við um talað mál. Nú gengur á Netinu klausa sem segir að við getum vel lesið texta þó að stafaröðinni í orðunum sé ruglað gersamlega. Þetta er enn ein sönnun þess hvað mannsheilinn er mikið undur. Ekki aðeins gerir þetta bull- mál sýninguna flytjanlega milli málsvæða heldur er það rosalega fyndið í sjálfu sér. í nýrri leiksýningu Möguleikhússins, Tveir menn og kassi eftir danska leikarann og leik- stjórann Torkild Lindebjerg sem heimsffum- sýnd Var við Hlemm á föstudaginn, er spilað á þennan hæfileika okkar. Þar em tveir flutninga- menn, annar greinilega verkstjóri (Pétur Eggerz) en hinn með Chaplinhatt (Bjami Ingv- arsson) að bjástra með kassa sem þeim gengur FÁUM VIÐ EKKI LÍKA KÖKU? Pétur, Stefán Örn og Bjarni í hlutverkum sínum. DV-myndir ÞÖK AÐAVH ÐÓJLH RAV ATTEÞ? Afturábakmál skilja allir. illa að koma tíl rétts eiganda, og þeir tala eins kon- ar „afturábakmál11. En þó að orðin skiljist ekki leynir merkingin sér aldrei. Þar kemur einkum til tónn- inn í röddunum, setningaáherslan og svo auðvitað svipbrigði og ann- að fas leikaranna. Ekki aðeins ger- ir þetta bullmál sýninguna flytjan- lega milli mál- svæða heldur er það rosalega fynd- ið í sjálfu sér. Af einhverjum ástæðum miklu fyndnara en ef karlamir segðu skýrt og greinilega það sem þeir em að segja. Karlarnir koma með kassann inn á svart tómt svið með þrennum dymm sem lokaðar em með hvítmáluðum hurðum. Á miðhurðinni stendur IKIRANMIH, á henni er bréfalúga og bjalla til hliðar. Karlamir prófa bjölluna og reyna líka að koma tilkynningu um sendingu inn um bréfalúguna en tilkynningin kemur jafnharðan út um lúguna aftur. Sá sem þar er inni fyrir vill ekki taka á mótí. Karlamir missa kassann ofan á tæmar á sér, þeir brölta upp á kassann, sofna ofan á honum, detta af honum og velta kassanum á allar hliðar tíl að reyna að hlýða misvísandi örvunum utan á honum. Manni verður því um og ó þegar hljóð fara að berast innan úr kassanum og út úr honum kemur þriðji aðilinn, virðulegur karlmaður með selló (Stefán Öm Arnarson). Ekki aðeins leikur hann fyrir karlana tvo heldur töfrar hann upp úr kassa í kassanum alls konar dót sem þeir bregðast við á sinn hátt. Þetta er á yfirborðinu einfaldur og bráðfynd- inn trúðleikur en skilaboð verksins em marg- slungin. Fyrst og fremst er það óður til lífsins og sköpunarverksins, og minnir okkur á sinn yfir- lætislausa hátt á hvað okkur er margt gefið. Við fömm ekki alltaf vel með þær gjafir, við emm öfundsjúk og afbrýðisöm, viljum meira en okk- ar skerf þó að nóg sé handa öllum, en við get- um líka látíð okkur líða vel ef við erum sáttfús og lífsglöð. Tveir menn og kassi Iáta ekki mikið yfir sér, en þetta er upplögð sýning fyrir fólk frá fimm ára og upp úr, fólk sem hefur gaman af að ráða í hluti sem ekki liggja alveg á yfirborðinu og „þýða" nýtt tungumál. Möguleikhúslð sýnin Tveir menn og kassi eftir Torkild Lindebjerg. Tónlist Stefán Örn Arnarson. Módelsmíði: Justin Wallace. Leikmynd og leik- stjóm:Torkild Lindebjerg. Einar Már Guðmundsson. ánægður með allt sem sýnt er á safni hans, en svona er þetta: Skáld eiga sig ekki sjálf, þau em þjóðnýtt af sögunni - og allt í lagi með það!“ Dagskrá málþingsins Málþingið ber titilinn „Rithöfunda- og tón- skáldasöfn - Hvers vegna og hvernig?" og verður sett kl. 9.30 föstudaginn 3. okt. Kl. 10 hefst opnunarerindi Einars Más en á eftir honum verða flutt nokkur hagnýt erindi um uppbyggingu safna, sýningar, vefsfður, markaðssetningu og nýsköpun í rekstri safna og stofnana sem helguð em rithöfundum og tónskáldum. Þeir sem flytja erindi og sitja í pallborði em Erling Dahl, forstöðumaður Edvard Grieg Museum í Noregi og forseti ICLM (International Commitee of Literary Muse- um), Marketta Tamminen, forstöðumaður Borgá museum, sem sér um safn Runebergs í Finnlandi, Marianne Landqvist frá Strind- H.C. Andersen. bergsmuseet f Stokkhólmi, Anders Ole Hauglid frá rithöfundasöfnunum Aulestad og Bjerkebæk í Noregi, Bente Forberg, safnasér- fræðingur hjá Aulestad, Karoline og heimili Bjornstjerne Bjornsons í Noregi, Ejnar Ask- gaard, safnasérfræðingur H.C. Andersen- safnins í Danmörku, Monica Jangaard frá Ed- vard Grieg Museum í Björgvin og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri. Áætluð fundarlok em kl. 14. Málþingið fer fram á skandinavísku. Skráningar skulu sendar á netfangið gudny@stadurogstund.is eigi síðar en 1. október. í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og málþingsins eiga sæti Skúli Björn Gunnarsson, Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, og Guðný Dóra Gestsdóttir ferðamálafræðingur. Dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni er á slóðinni www.skriduklaustur.is/konferanse. Safn um mig Ráðstefna og málþing um einstaklingssöfn rithöfunda og tónskálda. Norrænt rithöfunda- og tónskáldasafnaþing fer fram í fyrsta sinn á fslandi2.-5. október. hema þess er „bókmenntir og þjóðernishyggja" og í tengslum við það er haldið máiþing ÍNorræna húsinu 3. okt., þarsem sérstaklega verður fjall- að um hagnýta þætti í rekstri slíkra safna. Málþingið er hvalreki fyrir íslenskt safna- fólk því þarna munu flytja erindi fulltrúar frá einstaklingssöfnum rithöfunda og tónskálda á Norðurlöndunum sem hafa langa reynslu að baki. Málþingið hefst á fyrirlestri Einars Más Guðmundssonar sem ber yfirskriftina „Safn um mig“. Um þrjátíu erlendir gestir verða á þinginu, þar á meðal fulltrúar frá safni Astrid Lindgren og Augusts Strindberg í Svíþjóð, safni Ed- vards Grieg í Noregi og H.C. Andersenssafn- inu í Danmörku. Á málþinginu í Norræna húsinu verður sérstaklega fjallað um hagnýta þætti í rekstri safna af þessu tagi. Skáld eiga sig ekki sjálf Einar Már segist hafa gaman af að velta því fyrir sér hvernig safn um hann sjálfan gæti lit- ið út í framtíðinni og er strax farinn að grafa upp gömul hasarblöð til að sýna. Óneitan- lega sé þó viss dauðasvipur á söfnum - þau gefi í skyn að tími listamannsins sé liðinn. Hver höfundur á sinn hug- arheim - og sinn heim - og sá heimur hverfur að vissu leyti með manninum. „Samt kveikja fi'n söfn vissulega áhuga á skáldinu og tíma þess," segir hann. „Til dæmis er merkilegt að ganga um Skriðuklaustur og rifja upp sögu Gunnars Astrld Lindgren. Gunnarssonar, enda var ævi hans auðvitað afar viðburðarík. Maður á heldur ekki að vera hræddur við fortíðina." Einar Már bendir á að svona einstaklings- söfn leggi ýmist áherslu á sköpunarverk höf- undarins eða líf hans - kaffibollann sem „77/ dæmis er merkilegt að ganga um Skriðuklaustur og rifja upp sögu Gunnars Gunn- arssonar, enda varævi hans auðvitað afar viðburðarík." hann drakk úr og pípuna sem hann tottaði. Bestu söfnin geri þó hvort tveggja, flétti sam- an persónulegum minjum og úrvinnslu úr æviverkinu. „Ég var nýlega í Stavanger, þar sem mikið er látið með Alexander Kielland," segir Einar Már. „Ekki er ég viss um að hann hefði verið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.