Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 16
76 SKOÐUN MÁNUDAGUR29. SEPTEMBER2003
Ríkið þenst út og heimilin eyða
Útgjöld rfldsins aukast hraðar en tekjur og
það þrátt fyrir að tekjur séu að aukast töluvert
og langt umfram verðlag.
Fyrstu átta mánuði ársins hækkuðu skatttekj-
ur rfldssjóðs um 5,8% sem jafngildir 3,8% raun-
hækkun milli ára. Rfldssjóður naut nær 4%
hærri tekna af tekjuskatti og hvorki meira né
minna en 9% hærri tekna af virðisaukaskatti.
Þrátt fyrir þetta er halli.
í hálffimm-fréttum Kaupþings Búnaðar-
banka í liðinni viku er bent á að handbært fé frá
rekstri hafi verið neikvætt um 18,3 milljarða
króna sem er tveimur milljörðum verri staða en
á sama tíma á síðasta ári en 1999 og 2000 var
greiðsluafkoma hins vegar jákvæð um sjö millj-
arða króna.
Útgjöldin aukast því hraðar en tekjur og án
tillits til tekna af sölu hlutabréfa jukust tekjurn-
ar um 5,3% en ríkisútgjöldin um 6,7% miðað við
sama tíma í fyrra. Mikil aukning tekna bendir til
þess að umskipti í efnahagslífinu séu að koma
fram.
Aukning rfldsútgjalda bendir hins vegar til
þess að rfldsstjórnin hafi slakað á klónni - að-
hald í rfldsíjármálum hefur minnkað. í hálf-
fimm-fréttum Kaupþings-Búnaðarbanka segir
um þetta. „í ljósi tilvonandi stóriðjufram-
kvæmda getur svo mikill vöxtur í rfldsútgjöld-
um varla talist æskilegur en miklu máli skiptir
að gætt verði aðhalds í stjórnun rfldsfjármála á
komandi árum. Venja er þó að reka rfldssjóð
með nokkrum halla þegar samdráttur er í hag-
kerfmu líkt og á seinasta ári og virkar það til
sveiflujöfnunar. Af sömu ástæðum er reynt að
skila afgangi í góðæri en langt virðist vera í land
að það náist og útlit er fyrir ágætis hagvöxt í ár.“
Eyðslan hafin
Á öðrum ársfjórðungi jókst kaupmáttur launa
um 3,2% en á sama tíma jókst einkaneysla um
7,5%. Heimilin í landinu eru því byrjuð að eyða
meira en launaþróun gefur tilefni til. Ekki verð-
ur annað séð en aukin neysla sé íjármögnuð
með aukinni skuldasöfnun - verið er að taka út
á væntanlegt góðæri og hækkandi laun.
Alþingi mun koma sama í vikunni.
Eitt mikilvægasta málsem þar verð-
ur tekið fyrir, venju samkvæmt, er
frumvarp til fjárlaga fyrir komandi
ár. DV hefur margsinnis haldið því
fram að skattkerfið sé einn veikasti
bletturinn á Sjálfstæðisflokknum.
í vetur mun koma í Ijóst hvort
stjórnarandstaðan getur nýtt
sé þann veikleika
íslendingar hafa slæma reynslu af því að
„drekka“ út á betri tíma. Og jafnvel þó að alit
bendi til þess að næstu ár verði hagstæð í efna-
hagsmálum er ekki við því að búast að launa-
hækkanir verði jafnmiklar og í fyrri uppsveifl-
um. Ástæðan er einföld. Þáttur launa í verð-
mætasköpuninni er svo stór að vart verður
hægt að stækka hann án þess að eitthvað láti
undan.
Bætt lífskjör og hærri ráðstöfunartekjur
heimilanna verður því ekki fjármagnað með
hærri launum heldur með lægri sköttum hins
opinbera. Verkefni fjármálaráðherra er að
tryggja aðhald í rfkisfjármálum en um leið að
almenningur fái notið þess góðæris sem fram
undan er og sem raunar er þegar hafið. Það get-
ur hann aðeins gert með því að draga úr vexti
rfldsins og tryggja þannig að aukar þjóðartekjur
renni til fyrirtækja og einstaklinga en ekki beint
í ríkiskassann.
Veiki bletturinn
Uppskurður skattkerfisins hefur lengi verið
öllum ljós þótt fátt hafi verið aðhafst, ekki síst
vegna þess að stjórnmálamenn eru ekki sam-
stiga í því að lofa launafólki að halda eftir stærri
hluta tekna sinna. I leiðara DV um miðjan ágúst
sagði um skattkerfið: „Skattbyrði hefur aukist
enda hafa tekjur hækkað. Skattkerfið gengur
beinlínis út á að taka stærri skerf af háum laun-
um en lágum. Vitleysan í tekjuskattskerfinu
liggur ekki síst í því að byrði þeirra tekjulágu
hefur aukist meira en þeirra sem hafa háar tekj-
ur. Og tekjulágu fólki er beinlínis refsað fyrir
dugnað - eftir því sem tekjur þess hækka eykst
skattbyrðin. Þannig er innbyggður hemill á
dugnað í skattkerfið - dregið er skipulega úr
sjálfsbjargarviðleitni og dugnaður er verðlaun-
aður með aukinni skattbyrði."
Alþingi mun koma sama í vikunni. Eitt mikil-
vægasta mál sem þar verður tekið fyrir, venju
samkvæmt, er frumvarp til fjárlaga fyrir kom-
andi ár. DVhefur margsinnis haldið því fram að
skattkerfið sé einn veikasti bletturinn á Sjálf-
stæðisflokknum. I vetur mun koma í ljóst hvort
stjórnarandstaðan getur nýtt sé þann veikleika.
„En til þess þarf að koma fram með heildstæð-
ar og raunhæfar tillögur til úrbóta, en ekki ein-
hverja niðursoðna, gamla, úrelta leið vinstri-
sinnaðra stjórnmálamanna sem vilja allt skatt-
leggja," eins og sagði í leiðara DV í ágúst síðast-
liðnum.
KJALLARI
Andrés Jónsson
formaður Ungra jafnaðarmanna
i Reykjavík
Það borgar sig að skoða sjálfan
sig við og við: Gera vörutaln-
ingu. Komast að því hvað hefur
verið gert og spyrja sig hvort
það hafi verið rétt eða rangt.
Hvað hægt sé að gera betur.
Ungliðahreyfingar hafa ósjaldan
sinnt slíku hlutverki innan stjórn-
málaaflanna sem þær tilheyra -
verið samviska flokkanna.
Við sem styðjum Reykjavíkurlist-
ann verðum auðvitað að viður-
kenna að við emm bara mannleg
og ekki hafin yfir gagnrýni. Við höf-
um gert ýmis mistök. Ég get t.d.
ekki betur séð en illa hafi verið far-
ið með almannafé þegar byggðar
voru nýjar höfuðstöðvar fyrir Orku-
veitu Reykjavíkur og að ýmsar
Reykjavíkurlistinn þarf
að tryggja öfluga innri
endurnýjun til
að lifa af.
áherslur í rekstri Línu.nets hafi ver-
ið heldur hæpnar. Við skulum læra
af þessum dýrkeyptu mistökum og
reyna í framtíðinni að koma í veg
fyrir að stjórnmálamenn þurfi að
standa í fyrirtækjarekstri.
Sjálfstæðismenn
hugmyndasnauðir
En bendir slíkur vilji til nafla-
skoðunar og sjálfsgagnrýni ekki til
að kominn sé tími til að hleypa
Sjálfstæðisflokknum aftur að í
borginni? Nei! Ekki er það svo. Það
er sorgleg staðreynd fyrir borgar-
búa að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
komið með fáar sem engar hug-
myndir um hvað megi gera í
Reykjavík borgarbúum til hags-
DÝRKEYPT MISTÖK: „Ég get t.d. ekki betur séð en illa hafi verið farið með almannafé þegar byggðar voru nýjar höfuðstöðvar fýrir Orkuveitu Reykja
verið heldur hæpnar," segir greinarhöfundur og hvetur til þess að Reykjavíkurlistinn læri af mistökunum.
Heim með skipi?
Eins og hvert mannsbarn veit
var á þriðja hundrað forkólfa úr
£■ íslensku viðskiptalífi í skemmti-
og kynnisferð I Lúxemborg í boði
Q Landsbankans um helgina, í til-
efni af því að bankaútibú þar var
opnað öðru sinni, þ.e. eftir að
Landsbankinn keypti það af Bún-
aðarbankanum. Það var rifjað
upp í ferðinni að þegar Lands-
bankinn skipulagði ferðina leit út
fyrirað bankinn myndi eignast
Flugleiðir en ekki hefði orðið af
því. Haft var á orði að fyrst bank-
inn hefði ekki eignast flugfélagið
heldur aðeins Eimskipafélagið
yrðu gestirnir að sjálfsögðu send-
ir heim með gámaskipi...
Lofað upp í ermina
Á fréttasíðu vefsins Flat-
eyri.com er frétt um það að Ön-
firðingafélagið hafi tekið að sér
að uppfæra fréttir á vefnum.
Þetta var 17. september í fyrra.
Þessi þjónusta Önfirðingafélags-
ins fór vel af stað með frétt strax
þremur dögum síðar - en siðan
hefur ekkert gerst...
Sárt saknað í Lúx
Talið er að telja megi á fingr-
um annarrar handar þá sem ein-
hverju skipta í viðskiptalífinu sem
Landsbankinn bauð ekki til Lúx-
emborgar. Það vakti hins vegar
athygli margra í ferðinni - og óá-
nægju sumra - að Rannveigu
Rist, forstjóra íslenska álfélagsins
og stjórnarformanni Landssím-
ans, var ekki boðið.
Tveir steinar
um Laxness
Gárungarnir velta nú fyrir sér
hvað bók Halldórs Guðmundsson-
ar um nafna hans Laxness eigi að
heita. Sem kunnugt er skrifar Hall-
dór bókina með blessun ættingja
skáldsins og fær ásamt Helgu
Kress bókmenntafræðingi einka-
aðgang að bréfa- og handritasafn-
inu sem gefið var þjóðinni árið
1996. Þykir sumum þetta benda til
þess að liklegur titill á bókina
verði Halelúja Laxness. Þá þykjast
gárungarnir hafa heimildir fyrir því
að Halldór ætli sér að taka upp
hljómmikið millinafn til mótvægis
við hinn höfundinn, sem einnig
vinnur að bók um Laxness; því
muni koma út bækur um skáldið
eftir þá Hannes Hólmstein Gissur-
arson og Halldór Gljúfrastein Guð-
mundsson.