Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 17
MÁNUDAGUR29. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 33 h Breytum áherslum Við höfum byggt upp rangar varnarlínur og á stundum gleymt grund- arvallaratriðum í ákaf- anum við að verja forn- ar sannfæringar. arstofnanir á við á fleiri skólastig- um og í mínum huga er fram- kvæmd hennar ekki síður þörf á framhaldsskólastigi. í öllum al- þjóðlegum samanburði komum við verst út á framhaldsskólastigi og þegar betur er að gáð er staða okkar hvað slökust þegar kemur að starfsmenntun á framhaldsskóla- stigi. Vanda framhaldsskólastigsins má annars vegar rekja til íjárhags- vanda framhaldsskólanna til margra ára og hins vegar til skorts á tengingu skólanna við atvinnulífíð. Þjónusta framhaldsskóla í dag flokkast undir nærþjónustu og á því ekki heima undir miðstýrðu valdi menntamálaráðuneytisins. Markmið um framhaidsskóla fyr- ir alla næst ekki nema tryggt verði náið samband skólanna og þeirra umhverfí. Mikilvægt skref í þá átt væri að gera framhaldsskólana að sjálfseignastofnunum, þar sem sveitarfélög og aðiiar vinnumark- aðarins gegna lykilhlutverkum. Þannig tel ég góðar líkur á að fram- haldsskólarnir yrðu eitt mikilvæg- asta hreyfiafl samfélagsins í átt að raunverulegu jafnrétti til náms. Greinin birtist einnig á Pólitík.is, vefriti Ungra jafnaðarmanna. KJALLARI Einar Már Sigurðarson þingmaður Samfylkingarinnar ( næstu viku kemur Alþingi saman og þá fara fram umræð- ur um stefnuræðu forsætisráð- herra og fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 2004. Þessar umræður munu marka meginlínur næstu missera hvað varðar hlut ríkisvaldsins í fram- vindu samfélagsins. Því miður mun engin breyting verða á stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að hefja sitt þriðja kjör- tímabil. Ekki verður tekið á vanda þeirra sem minna mega sín í sam- félaginu og ríkisútgjöld munu áfram vaxa stjórnlaust. Þær ríkis- stofnanir sem sinna mikilvægri samfélagsþjónustu munu áfram eiga við fjárhagsvanda að etja - hvorki stefhumörkun né forgangs- röðun muni fara fram. Áfram verð- ur treyst á guð og lukkuna. Rangar varnarlínur í ríkisrekstrinum hefur á undan- förnum árum heyrst mest um fjár- hagsvanda ríkisstofnana í heil- brigðis- og menntageiranum. Sí- felld endurtekning ár eftir ár hefur líklega gert stóran hluta almenn- ings ónæman fyrir umræðunni. Á sama tíma á hverju ári heyrist það sama: skerða þarf þjónustu þessara stofnana ef ekki verður bætt úr. Smám saman verður almenning- ur þreyttur á sama söngnum og tekur undir með frjáfshyggjuliðinu um einkavæðingu til að bæta þjón- ustuna. Allt of lengi hafa hægri- menn leitt þessa umræðu og jafn- aðarmenn hrakist undan í vörn- BREYTTAR ÁHERSLUR: Greinarhöfundur segir að slagorð jafnaðarmanna, „Aldrei skólagjöld í ríkisreknum háskólum", eigi ekki lengur við og geti auðveldað hægriöflunum að „grafa undan ríkisháskólunum". Jafnrétti til náms verði best tryggt (gegnum námslána- og náms- styrkjakerfi. inni. Við höfum byggt upp rangar varnarlínur og á stundum gleymt grundarvaflaratriðum í ákafanum við að verja fornar sannfæringar sem urðu til við alit aðrar aðstæður en nú eru í samfélaginu. Jafnrétti til náms Tökum dæmi. Við höfum sagt „aldrei skólagjöld í ríkisreknum há- skólum" en erum við viss um að það sé besta leiðin til að tryggja eitt okkar grundvallarmála um jafnrétti til náms? Því miður held ég að þetta eigi ekki lengur við og geti í raun snúist upp í andstöðu sína og þannig auðveldað hægriöflunum að grafa undan ríkisháskólunum. I dag virðist mér mikilvægast að tryggja að allir háskólar sitji við sama borð og jafnrétti til náms verði best tryggt í gegnum náms- lána- og námsstyrkjakerfí. En hvernig má þetta verða? Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, kom fram með þá hugmynd við skólaslit síðastliðið vor að allir ríkisháskól- arnir yrðu gerðir að sjálfseignar- stofnunum. Hugmyndin er afar at- hyglisverð og verði hún fram- kvæmd gæti það tryggt jafna stöðu allra háskóla. Þetta hljómar trúlega nær guðlasti í eyrum margra, t.d. þeirra sem kalla alla háskóla sem ekki eru ríkisháskólar „einkaskóla" (og neikvæðni heyrist jafnan í röddinni), þrátt fyrir að þeir séu reknir sem sjálfseignarstofnanir og hafí ekki arðsemismarkmið. Vita allir að Listaháskólinn er sjálfseign- arstofnun? Ég heyri mjög sjaldan talað um hann sem „einkaskóla". Framhaldsskólar mikilvægt hreyfiafl En þessi hugmynd Runólfs Ágústssonar rektors um sjálfseign- j.____, * 'íkur og að ýmsar áherslur í rekstri Línu.nets hafi Við eigum svo margt sameiginlegt og sam- starfokkar hefur verið frábært tæki til að inn- leiða mikilvægar fé- lagslegar úrbætur og gagnsæi. bóta. Helst gæti ég trúað að tapið frá 1994 sitji enn í Davíð og læri- sveinum hans í Valhöll og að þeir trúi því í raun og sann að þar hafi bara orðið einhver mistök. Að það sé aðeins fyrir „blekkingar" Ingi- bjargar Sólrúnar og annarra borg- arfulltrúa Reykjavflcurlistans sem kjósendur hafi tvívegis endurnýjað umboð okkar til að stýra borginni. Slík viðhorf eru kannskj skfljanleg í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni eins og hún væri hans einkaeign nánast óslitið í 60 ár þar á undan. Það situr greinilega enn þreyta í borgarfulltrúum íhaldsins eftir þann langa valda- tíma. Ekki skolast heldur neinar nýjar lausnir yfir til þeirra úr Stjórnarráðinu, þar sem flokkurinn er að hefja sitt fjórða kjörtímabil, og hugmyndaskorturinn er alger. Á verði gagnvart valdþreytu En eins og áður sagði þá er Reykjavikurlistafólk því miður ekki ónæmt fyrir valdþreytu frekar en annað fólk og stjórnmálaafl eins og Reykjavíkurlistinn þarf að tryggja öfluga innri endurnýjun til að lifa af. Við þurfum að fóstra nýtt fólk og nýjar hugmyndir ef við eigum að njóta þeirra forréttinda áfram eftir næstu kosningar að stýra borginni fyrir borgarbúa. Við þurfum að taka við góðum hugmyndum hvaðan sem þær koma. Nýlega var endur- sýnd í sjónvarpinu mynd Hrafns Gunnlaugssonar: „Reykjavík í nýju ljósi". Hrafn kemur með margar frumlegar hugmyndir í mynd sinni og ein er skrambi góð: að flytja Ár- bæjarsafnið niður í Hljómskálagarð. Við erum búin að stjórna borginni í ein 9 ár og við höfum ekki gert neitt róttækt til að Hljómskálagarðurinn geti nýst betur sem útvistarsvæði í hjarta borgarinnar. Af hverju ekki að ráða Hrafn í djobbið? Starf stjórn- málamanna er ekki að vita betur en kjósendur. Við þurfum ekki að óttast meðan markmið okkar um að vinna fyrir hag allra er skýrt. Sameiginleg sýn En aftur að vörutalningunni. Víst er best að byrja á sjálfum sér og það hafa ungliðahreyfingar Reykjavíkur- listans verið að gera. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til að efla grasrótarstarfið í listanum svo veita megi okkar ástkæru fulltrúum í borgarstjórn öflugt aðhald en jafn- framt góðan stuðning. Sfðasta föstu- dag stóðu ungliðahreyfingar Fram- sóknarflokks, Samfýlkingar og Vinstri-grænna fyrir Reykjavikur- listapartíi á Hressó. Ætlunin var að hrista hópinn saman fyrir málefna- starfið í borginni í vetur og viðhalda þeirri einstæðu pólitísku sýn sem við eigum sameiginlega í Reykjavík- urborg og er Reykjavíkurlistinn. Við eigum svo margt sameiginlegt og samstarf okkar hefur verið frábært tæki til að innleiða mikilvægar fé- lagslegar úrbætur og gagnsæi og réttlæti í stjórnvaldsákvörðunum. Reykjavíkurlistinn hefur búið fjöl- skyldum betri hag. En betur má ef duga skal. Fram undan em ærin verkefni. Við þurfum þennan lista, þetta samstarf, þetta fólk til að hrinda nýjum hugmyndum í fram- kvæmd. Við fundum þennan sama kraft á föstudagskvöldið og við fund- um vorið 1994. Við ætlum að leggja grunninn að nýrri ferð undir regn- bogann með Reykjavíkurlistanum. D Engin leyndarmál hjá Laxness „Ég læt nú eiginlega allt fara, því það eru engin leyndarmál svoleiðis." Auður Laxness í samtali við Morgunblaðið í nóvember 1996 þegar hún færði Landsbókasafn- inu bréfa- og handritasafn Hall- dórs Laxness að gjöf. Því hefur nú nýlega verið lokað aftur - fyrir öllum nema Halldóri Guðmunds- syni og Helgu Kress. Halldóri ekki treyst fyrir Laxness? „Ekki er Halldóri Guðmunds- syni heldur sýnt mikið traust, ef því er ekki treyst að hann muni skrifa betri bók um Halldór Lax- ness en einhver annar, nema að honum sé veitt forskot á aðra. [...] Aðgangshömlur á skjöl Halldórs Laxness eru í mótsögn við allt það sem skáldið stóð sjálfur fýrir. Ekkert getur heldur verið fjær þeim anda sem fylgdi gjöf eiginkonu skáldsins til Landsbókasafnsins, á degi hinnar Halldór Laxness. íslensku tungu 16. nóvember 1996." Páll Hilmarsson og Sverrir Jak- obsson á Múrnum.is. Blekkingarleikur Arafats „Þú verður einfaldlega að halda áfram að láta eins og þú viljir hætta hryðjuverkum og aö þú ætlir að viðurkenna (sraelsríki - aftur, og aftur, og aftur." Ceausescus einræðisherra í Rúmenfu gefur Yasser Arafat ráð um hvernig eigi að blekkja Bandaríkjamenn árið 1978. Frá þessu segir I.M. Paceba, fyrrver- andi yfirmaður rúmensku leyni- þjónustunnar, í nýrri grein f Wall Street Journal, sem sagt er frá ( Vefþjóðviljanum. Stuð hjá stelpunum „Seint um kvöldið hópuðumst við framsóknarkonurnar á Landsþinginu í heitu útipottana og skemmtum okkur langt fram eftir nóttu með söng og umræðum um m.a. stjórnmála- ástandið og nýjustu skótískuna." Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra skrifar i netdagbók slna um þing Landssambands framsóknar- kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.