Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR fréttaskot sem birtist, eða er notað (DV, greiðast
550 55 55 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndarergætt.
H-Laun
... c.kki sætta þig við minna!
Titill á nær hverju ári
. Ólafur Þórðarson, þjálfari bikarmeistara Skagamanna, er margsannaður sigurvegari
ÞOtlR VATN OG AÐ VINNA: Ólafut
Þorðarson, þjálfari bikarmelstara
Skagamanna, fær hér vatnsgusu að
launutn frá lærisveinum sinum þegar
titijjinnj var t höfn á laugardaginn en ÍA
vann FH, 1 -0, í úrslitaleiknum.
DVmynd ÞÚK
Ólafur Þórðarson, þjálfari ný-
krýndra bikarmeistara Skaga-
manna, er margsannaður sigur-
vegari. Ólafur hefur nú unnið
14 stóra titla sem leikmaður og
þjálfari á þeim 15 tímabilum
sem hann hefur tekið þátt í
efstu deild hér á landi. Honum
hafa enn fremur hlotnast báðir
titlar sem leikmaður, sem fyrir-
liði og sem þjálfari og undir
hans stjórn hafa Skagamenn
unnið þrjá stóra titla á fjórum
síðustu árum.
Fræg ummæli Ólafs eftir bikartap
1997 koma aftur og aftur upp í hug-
ann. Ólafur þolir ekki að tapa og
þótt liðið gengi í gegnum mikið
mótlæti um mitt sumar (fallsæti
um mitt mót) reis það sterkt upp og
ekkert lið lék betur í seinni umferð-
inni þar sem Skagamenn unnu sér
inn 20 stig (af 27 mögulegum) og
unnu bikarmeistaratitilinn.
Ólafur sýndi líka ótrúleg og inni-
leg tilþrif þegar bikarinn var í höfn
en þetta var sjöundi bikarsigur
hans í átta bikarúrslitaleikjum.
„Fyrst við unnum þennan bikar
getum við verið þokkalega sáttir
við sumarið í heild en auðvitað
hefði ég viljað halda öðru sætinu í
deildinni en því miður tókst það
ekki. Ég hef nú grun um að menn
hafi þá aðeins verið of mikið með
hugann við þennan leik. Það er
hins vegar alltaf ljúft á Skaganum
þegar við vinnum bikar og þegar
það vinnst ekki bikar þá er það líka
íjúft - bara ekki alveg eins ljúft,“
sagði Ólafur Þórðarson, léttur í
lund, ( samtali við blaðamann DV
Sport en allt viðtalið við hann má
finna á blaðsíðu 24.
ooj.sport@dv.is/SMS
Það má finna ítarlega umfjöll-
um um bikarúrslitaleikinn og
aðra íþróttaviðburði helgar-
innar í 16 síðna DV Sporti í
dag. bls. 17-32
FJÓRTÁN TITLAR ÓLAFS
Það finnast fáir eins miklir sigur-
vegarar í íslenskri knattspyrnusög-
unni og Ólafur Þórðarson þjálfari
nýkrýndra bikarmeistara Skaga-
manna.
Ólafur vann á laugardaginn 14.
stóra titil sinn sem leikmaður eða
þjálfari, þar af varð hann bikar-
meistari í sjöunda sinn. Ólafur á að
baki 15 tímabil í íslenska boltanum
og því er þetta rétt tæplega einn
titill á hverju ári.
Titlar og tímabil Ólafs á fslandi
1983
(A Islands- og bikarmeistari
1984
(A Islands- og bikarmeistari
1985
1986
(A Bikarmeistari
1987
1988
1989-1992 Lék í Noregi
1993
(A (slands- og bikarmeistari
1994
(A fslandsmeistari
1995
lA Islandsmeistari
1996
(A Islands- og bikarmeistari
1998-1999 Þjálfaði Fylki í B-deild
2000
(A Bikarmeistari
2001
(A (slandsmeistari
2002
2003
(A Bikarmeistari
Samantekt
Tímabil í efstu deild 15
Stórir titlar 14
(slandsmeistaratitlar 7
Bikarmeistaratitlar 7
Þjálfaraferill
Tímabil í efstu deild 4
(slandsmeistaratitlar 1
Bikarmeistaratitlar 2
ooj.sport@dv.is
Gengur í suðvestan 8-13 m/s með rigningu norðvestanlands í fyrramálið en um
\ff%2Su/ác JL mnr/urn a*,t sunnan' °9 vestanvert landið eftir hádegi. Hægari og úrkomulítið
vCUDU U muruuri norðaustanlands. Hiti3tiM1 stig í dag, hlýjast sunnanlands, hlýnarheldur
norðan til.
Sólarlag Sólarupprás
í kvöld á morgun
Rvík 19.06 Rvík 07.29
Ak. 19.31 Ak.7.05
Síðdegisflóð
Rv(k 20.32
Ak. 12.46
Árdegisflóð
Rv(k 08.13
Ak.01.05
Veðriðídag
Veðrið kl. 6 i morgun
Akureyri rigning 7
Reykjavík skúr 7
Bolungarvík rigning 3
Egilsstaðir alskýjað 6
Stórhöfði léttskýjað 6
Kaupmannah. skýjað 10
Ósló úrkoma 12
Stokkhólmur 5
Þórshöfn rigning 10
London þokumóða 6
Barcelona skýjað 19
New York hálfskýjað 15
París heiðsklrt 6
Winnipeg alskýjað 4
Smáauglýsingar
550 5000