Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTVR LAUOARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið OV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: ðrn Valdimarsson AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Flaraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fæc Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaösins Rithandarsérfræðingur sagður afsanna sekt - frétt bls. 4 Kynsvall Japana í Kína - Fréttaljós bls. 14 Ódauðlegir Hljómar - Helgarblað bls. 26 Átökin í Eimskip - Helgarblað bls. 30 Alfa Romeo reyndur - DVBÍIarfrá bls. 31 Hóta að taka gælu- dýrin í pant Forsvarmenn raforkuvera f Rússlandi hafa misst alla þolinmæði gagnvart þeim sem standa í skuld við félögin og hóta nú að taka gæludýr skuldaranna í pant. „Hótanir um að loka fyrir rafmagnið hjá fólki hafa greinilega ekkert að segja og þess vegna förum við þessa leið. Ég tel að þessar aðferðir muni bera árangur þar sem að það getur reynst erfitt fyrir foreldra bama að útskýra fyrir þeim að heimilshundurinn hafi verið tekinn upp í raforkuskuldir," segir Nikolaj Tkatjo, formaður raforkuversins íVladivostok. Nú er bara að sjá hvort skuldararnir fari ekki að gera upp svo að Snati þurfi ekki að bíta undan þeim. Magnús stjórnarformaður Drykkjarvörur hækka í verði VIÐSKIPT1: Verðandi stærstu hluthafar í Eimskipafélagi (s- lands hafa komið sér saman um skipun nýrrar stjórnar fé- lagsins. Nái tillagan fram að ganga á stjórnarfundi 9. októ- ber verður skipt um alla stjórn- armenn. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, verður samkvæmt tillögunni stjórnarformaður. Ásamt hon- um setjast í stjórn þeir Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaðurTM, Sindri Sindrason, Baldur Guðnason í Sjöfn og Þór Kristjánsson, að- stoðarforstjóri Pharmaco. Full- trúar almennra hluthafa verða Þórður Magnússon og Pálmi Haraldsson. NEYTENDAMÁL- Verðlagseft- irlit AS( gerði verðkönnun á drykkjarvörum í ellefu mat- vöruverslunum í september og samkvæmt niðurstöðum hennar hefur meðalverð á drykkjarvörum hækkað í 28 tilfellum af 40. Bónus var með lægsta verðið í öllum tilfellum en Tíu ellefu var oftast með hæsta verðið, eða í 30 tilfell- um.Verðið var kannað í nokkrum verslunum á höfuð- borgarsvæðinu en þær eru Hagkaup Smáralind, Nóatún Smáralind, Fjarðarkaup Hóls- hrauni,Tíu ellefu Firði, Krónan Dalshrauni, Samkaup Mið- vangi, Bónus Faxafeni, Ellefu ellefu Grensásvegi, Nettó Mjódd, Sparverslun Bæjarlind og Europris Skútuvogi. Hluthafafundur Islandsbanka einhuga að baki stjórninni: Yfirtökutilboð í Sjóvá- Almennar á mánudag Nær allir hluthafar, eða 99,68 prósent, sem mættir voru á hiuthafafund íslandsbanka á Hótel Sögu í gær, samþykktu til- lögu bankaráðs um breytingu á samþykktum félagsins, þess efnis að bankaráði verði heimilt að auka hlutafé um 1500 millj- ónir króna að nafnverði, með áskrift nýrra hluta. Með sam- þykkt sinni hafa hluthafar end- anlega samþykkt kaup íslands- banka á Sjóvá-Almennum hf. „Ég er mjög ánægður með þetta rétt tæplega 100 prósenta samþykki hluthafahópsins sem sýnir að hann er mjög einhuga í málinu að fara í þessi kaup. Nú er undir okkur kom- ið að sýna að þetta sé rétt ákvörðun og að þetta skili hluthöfum þeim ágóða sem vænst er,“ sagði Bjami Ármannsson, forstjóri íslandsbanka, við DV eftir lok hluthafafúndarins. Gengi í yfirtökutilboði til hluthafa Sjóvár-AI- mennra verður 37. Hlut- höfum býðst að selja bréfin sín og fá greitt með reiðufé eða með hlutabréfum í íslands- banka á genginu 5,95. Fulltrúar 54,4 prósenta hlutafjár í íslandsbanka voru mættir á fúnd- inn. Eftir framsögu Bjama, þar sem hann fór yfir ástæður þess að Sjóvá- Almennar em keyptar, lykiltölur í rekstri félaganna og samlegðaráhrif, var efnt til atkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna vildi að hún yrði skrif- ieg og leið því nokkur ú'mi áður en fyrrgreindar niðurstöður lágu fyrir. íslandsbanki keypti í gærmorgun hlutabréf Fjárfestingarfélagsins At- orku, Afls fjárfestingarfélags og MP Verðbréfa f Sjóvá-Almennum. Eftir þau viðskipti á bankinn 71,46 pró- senta hlut í félaginu. Viðskiptin vom gerð á genginu 37, sama gengi og bankinn býður í yfirtökutilboði til hluthafa Sjóvár-Almennra. Hvorki Atorka né Afl eiga nú hlutabréf í Sjó- vá-Almennum. MP Verðbréf eiga 4,88 prósenta hlut en hafa gert ffam- virkan sölusamning um hann. íslandsbanki mun gera öðmm hluthöfum í Sjóvá-AImennum yfir- tökutilboð á mánudag og Bjami segist vonast til að yfirtökuferlið gangi hratt og vel fýrir sig. „Eg á von á að yfirtökutilboðið muni gilda til 7. nóvember næstkom- andi þannig að þetta mun ganga yfir á næstu fimm vikum. Gengið verður það sama, eða 37. Hluthöfum Sjóvár- Almennra býðst að selja þessi bréf og fá greitt með reiðufé, eða með hluta- bréfum í íslandsbanka á genginu 5,95,“ sagði Bjami. Þorsteinn Vilhelmsson, Margeir Pétursson og Styrmir Þór Bragason höfðu, fyrir hönd félaganna sem seldu í gærmorgun, krafist hlut- hafafúndar í Sjóvá-Almennum. Æduðu þeir að leggja fram tillögu um að Sjóvá-Almennar höfði mál á hendur fslandsbanka til innheimtu skaðabóta vegna sölu félagsins á eigin bréfúm 18. september. Eftir viðskipti gærdagsins var sú tillaga úrsögunnL hlh@dv.is KAMPAKÁTUR: Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, sem seldi Islandsbanka bréf sín í félaginU 'og keypti síðan í Islandsbanka, mæt- ir hér Bjarna Ármannssyni, forstjóra Islandsbanka, á stigapallinum í Súlnasal Hótel Sögu. Einar, sem sæti á í stjórn bankans, var mættur á hluthafafund þar sem samþykkt var með nær öllum atkvæðum að gera breytingar á samþykktum sem gera bankanum kleift að kaupa Sjóvá-Almennar. DV-mynd Pjetur íslenskur fangi flutt- ur heim frá Færeyjum 29 ára íslenskur fangi verður brátt fluttur frá Þórshöfn í Fær- eyjum til Reykjavíkur. Er það gert í Ijósi þess að hann hefur sjálfur óskað eftir að fá að Ijúka hér heima 21 mánaðar fangels- isdómi sem Eystri-Landsréttur í Kaupmannahöfn dæmdi hann í nýlega fyrir að hafa flutt 20 kíló af hassi til Færeyja í sumar. Það var landfógetinn í Þórshöfn sem fór fram á það formlega að ís- lensk stjórnvöld heimiluðu að taka manninn heim. Dómsmálaráðu- neytið hefur samþykkt beiðnina en Fangelsismálastofnun mun svo sjá um flutninginn, ákveða hvenær og svo framvegis. Aðstæður til að hafa fanga í langtímaafplánun eru ekki Frá Þórshöfn. góðar í Færeyjum en þar er hins vegar aðstaða íyrir vistun fanga til skemmri tíma sem kalla mætti gæsluvarðhald. Þegar maðurinn kemur heim verðm hann væntanlega fluttur í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg en síðar verður ákveðið f hvaða fangelsi hann mun ljúka afplánun- inni. Maðurinn á ekki afbrotaferil fyrir brot á hegningarlögum. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.