Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 37
r LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 DVmiGAÍtRLAO 49 BÚDDHA VIÐ VATNIÐ: Náttúrufegurð á Srí Lanka er mikil. Staerstur hluti íbúanna aðhyllist búddhatrú, því naest koma hindúar en múslimar og kristnir menn eru í minnihluta. Af tali fólks að daema bera allir ómaelda virðingu fyrir kenningum Búddha og einn viðmælandi minn, sem kenndi sig við kaþólsku kirkjuna, sagði að það gætu allir aðhyllst Búddha því að slíkt snerist um lífsstíl en ekki trúarbrögð. ÁTTUNDA UNDUR VERALDAR: Sigiriya-klettavirkið er hundrað og áttatíu metra hár klettastapi með þver- hníptum veggjum. Á tindi hans eru rústir konungs- hallar frá fimmtu öld eftir Krist. að skoða allt sem hann hefur upp á að bjóða. Garðurinn, sem er um sextíu hektarar að stærð, rekur sögu sína allt aftur til ársins 1371, þegar kóngurinn Wickramabahu þriðji reisti sér höll þar sem garðurinn er í dag. Meðal þess helsta sem vekur athygli í garðin- um er bambussafnið, risastór benjamíns- fíkja, orkídeuhúsið og tréð sem Yuri Gararin plantaði þegar hann kom til Srí Lanka. Einnig er upplagt að ganga um í Kandy og TÚKTÚK: Bílstjórinn brosti út að eyrum, svo að skein í hvítar tennurnar, og sagði: „For you, sir, special price, one hundred and fifty rupies." KÓKÓSPÁLNIAR Á STRÖNDINNI: Meðalhiti í höfuðborginni, Colombo, er tuttugu og sjö gráður á Celsíus. f Kandy, sem er í fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, er hann tuttugu gráður en sextán gráður í Nuwara Eliya sem er í tæplega nítján hundruð metra hæð. Loftraki er mikill enda eyjan í regnskógabeltinu og gróðurfarið og skordýra- fánan eftir því. Þrátt fyrir hörð átök milli þjóðarbrota tamíla og singa- lesa eru íbúar Srí Lanka brosmildir og hjálplegir við gesti sem heimsækja landið. skoða grænmetismarkað innfæddra en þar er boðið upp á eitt og annað sem er fáséð á fs- landi. Svo er líka tilvalið að fara í Dalada Maligawa, hof hinnar heilögu tannar, þar sem tönn úr Búddha er geymd í gullskríni og þúsundir pflagríma koma á hverjum degi. Minjar um forna menningu Á Srí Lanka er að finna sex staði á heimsminjaskrá UNESCO yfir fornminjar sem teljast sameiginleg arfleifð allra þjóða. Allir staðirnir eru merkilegir en tveir þeirra bera þó af, hin forna höfuðborg Polonnar- uwa og klettavirkið Sigiriya. Polonnaruwa, sem er rétt rúma tvö hund- ruð kílómetra norður af Kandy, var höfuð- LJÓNAHLIÐIÐ: Áður en lagt er upp í siðasta og erfiðasta áfangann upp á Sigiriya-klettavirkið er farið í gegnum Ljónahliðið. f dag er gengið á milli geysistórra loppnanna en í gamla daga var þarna risastórt Ijón, meitlað í berg. borg landsins í tvö hundruð ár, frá elleftu aid- ar til þeirrar þrettándu. í rústum borgarinnar og á svæðinu í kring er að finna ótal forn- minjar en þær tilkomumestu eru Búddha- stytturnar og musterið við Gal Vihara. Stytt- urnar þrjár eru meitlaðar í granít; ein liggur, önnur stendur og sú þriðja situr. Stærsta styttan, sem er íjórtán metra iöng, sýnir Búddha liggjandi, svipurinn guðdómlega áhyggjulaus við fjötra jarðlífsins. Klettavirkið Sigiriya er áttunda undur ver- aldar. Virkið sjálft er hundrað og áttatíu metra hár klettastapi með þverhníptum veggjum og á tindi hans eru rústir konungs- hallar frá fimmtu öld eftir Krist. Inngangur- inn að Sigiriya liggur um fallegan vatnagarð, við rætur stapans, en þegar nær dregur er gengið í gegnum tilkomumikla klettaborg og eftir þröngum stígum sem eru meitlaðir út úr klettunum. Meðal undranna á leiðinni upp á tindinn eru nokkrar hellamyndir af barm- miklum og fallegum konum - ein svífur á rauðu teppi, önnur heldur á lótusblómi - síð- ustu freskurnar af fleiri þúsundum sem vörð- uðu veginn. Áður en lagt er upp í síðasta og erfiðasta áfangann er farið í gegnum Ljóna- hliðið. í dag er gengið á milli geysisstórra loppnanna en til forna var þarna risastórt ljón, höggvið í berg. Uppi á tindinum eru rústir hallarinnar - með svefnskála, eldhúsi, stórri vatnsþró og einkasundlaug konungs. Þegar horft er út yfir skógana allt í kring er skiljanlegt hvers vegna þessi staður var val- inn undir höllina; útsýnið er stórkostlegt og virkið ósigrandi. Ferðast í túktúk Meðan á dvöl minni á Srí Lanka stóð fór ég vítt og breitt um eyjuna og gisti aldrei á sama hótelinu en hafði lítið tækifæri til að kynnast lífi fólks. Hótelin sem ég gisti á voru öll fyrsta flokks, meira að segja svo góð að ég er viss v um að margir kysu að eyða öllu fríinu innan veggja þeirra. Einn daginn mannaði ég mig upp og braust út úr stofufangelsinu á hótelinu. Þegar Á Srí Lanka er að finna sex staði sem eru á heimsminja- skrá UNESCO yfir fornminjar sem teljast sameiginleg arf- leifð allra þjóða. ( út var komið leigði ég túktúk með bflstjóra en það er lítið yfirbyggt mótorhjól, mjög algengt farartæki þarna um slóðir. Bflstjórinn var hinn almennilegasti og vildi allt íyrir mig gera. Við byrjuðum á að keyra í næstu mat- vöruverslun svo að ég gæti borið saman verð á bjór í búð og á hótelinu; í búðinni kostaði hann þrjátíu rúpíur en tvö hundruð og þrjá- tíu á hótelbarnum. Eftir að við bílstjórinn höfðum drukkið saman einn bjór sneri hann sér að mér og spurði hvort ég vildi kaupa dús- ínu af ganja eða hampi. Ég afþakkaði gott boð en fyrir forvitni sakir spurði ég hvað gras- ið kostaði. Túktúkbflstjórinn brosti út að eyr- um, svo að skein í hvítar tennurnar, og sagði: „For you, sir, special price, one hundred and fifty rupies.“ Það samsvarar innan við hund- rað og fimmtíu krónum íslenskum. Síðan keyrðum við um íbúða- og verslunarhverfi og þar gafst mér færi á að skoða raunverulegar aðstæður íbúanna. Fátækt er greinilega mikil en ekki að sjá að fólk svelti því að alls staðar gat að líta marglita ávexti og grænmeti. Lita- dýrð ávaxtanna og stærð var reyndar slík að mér fannst hún einna helst líkjast búnti af mislitum blöðrum. Safírar, rúbínar og marglitir kristallar Maturinn á Srí Lanka er góður en ekki eins bragðsterkur og ég hafði vonað áður en ég smakkaði hann. Kannski er það bara svo að matur á hótelum og öðrum stöðum íyrir túrista er hafður í daufari lagi til að koma til móts við kröfur þeirra. Reyndar kom mér á óvart hvað mikið var um hlaðborð á þeim stöðum sem ég kom á og satt best að segja * fannst mér maturinn nokkuð einsleitur. Morgunverðarborðið var þó undantekning - hreinn draumur. Á kvöldin bjóða hótelin upp alls kyns af- þreyingu fyrir gesti. Persónulega fannst mér ótrúlega fyndið að heyra hverja cover-hljóm- sveitina á fætur annarri á mismunandi hótel- um taka lög eftir Simon og Garfunkel í mis- góðum útgáfum og á einu hótelinu var diskó- tekarinn með remix af fugladansinum með arabískum undirtakti - tær snilld. fbúar Srí Lanka eru fíngert og fallegt fólk, alveg eins og letrið sem þeir rita, bogadregið og mjúkt. Það er eins og mannlífið þrífist á sveigjanleika og mýkt, náttúran er iðjagræn ;' og f jörðu leynast gimsteinar, safírar, rúbínar og marglitir bergkristallar. Srí Lanka er perla sem bíður þess að taka á móti ferðamönnum sem vilja reyna eitthvað nýtt. kip@dv.is f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.