Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 32
44 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er stríð á íslandi. Víglínan liggur um Landsbókasafnið, nánar tiltekið um bréfasafn Halldórs Kiljan Laxness sem þar er varðveitt. Erfingjar skáldsins hafa látið loka safninu nema fyrir tveimur fræðimönnum, Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni. Öllum er Ijóst að að- gerðinni er beint gegn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni sem vinnur að ritun ævisögu Laxness. Helgarblað DV hitti þessa umdeildu boðflennu í húsi skálds- ins og fræddist um gang mála. Það er sennilega óhætt að segja að ef velja ætti umdeildustu menn tuttugustu aldarinn- ar á Islandi þá myndi Halldór Kiljan Laxness lenda ofarlega ef ekki efst á þeim lista. Hann var elskaður og hataður alla sína ævi en braust af harðfylgi til meiri frægðar en öðrum rithöfundum hefur auðnast. Senn eru liðin 102 ár síðan skáldið fæddist í þennan heim og enn hafa risið úfar með mönnum vegna hans. Deilt er um ævisögu Halldórs, fyrsta bindi af þremur, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa í algerri óþökk nokkurra nánustu afkomenda Hall- dórs og ekkju hans. Fjölskylda Halldórs vill að Halldór Guð- mundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgáfustjóri Máls og menningar, riti ævisögu nafna síns og fyrir skömmu var gripið til þess ráðs að loka bréfasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Landsbókasafni. Safnið afhenti ekkja Halldórs án kvaða árið 1996. Kom því þetta bann bæði fræðimönnum og almenn- ingi í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að tveir fræðimenn voru undanþegnir banninu sem voru þeir Halldór Guðmundsson og Helga Kress. Þótt fjölskylda Laxness hafi ekki tjáð sig um málið beinum orðum þá má hverjum ljóst vera að banni þessu er fyrst og fremst beint gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og hefur þann tilgang einan að reyna að koma í veg fyrir að bók hans komi út. Margir hafa orðið til þess að tjá sig um fá- nýti þessa banns, ef ekki beinlínis rangindi, og hafa andmæli einkum komið frá fræði- mönnum við Háskólann, bókavörðum við Landsbókasafnið og lögfræðingum en nokk- ur vafl leikur á lögmæti bannsins. Eins og baráttan við Jónas frá Hriflu Skúrkurinn í málinu, minkurinn í hænsna- kofanum, boðflennan í jarðarförinni, Hannes Hólmsteinn sjálfur, hefur fátt sagt um málið ef frá er skilið stutt sjónvarpsviðtal og þess vegna gekk Helgarblað DV á fund fræði- mannsins þar sem hann sat á skrifstofu sinni í Odda í miðjum þykkum flekk af pappírum og skjölum sem virtist vera dreift af handa- hófi um rýmið. Prófessorinn lék á als oddi en sór af sér umgengnisvenjur eins og þessar og taldi þetta ekki likjast neinni skjalastjórn sem vit væri í en aðstæður væru einkennilegar þar sem hann sæti nótt sem nýtan dag við að ljúka fyrsta bindinu og gæfist því ekki tími til tiltekta. „Það vill þó gleymast íþessu máli að Halldór átti fjögur börn og ég hefátt gott sam- starfvið Maríu dóttur hans. Hún virðist yfirleitt gleymast í fréttatilkynningum frá börn- um skáldsins." - Það var alltaf barátta í kringum Halldór Laxness meðan hann lifði og enn er barist. Eru ekki margar hliðstæður í sögu skáldsins við þær aðstæður sem nú eru uppi? „Halldór Laxness var einn umdeildasti maður 20. aldar. Hann var mjög orðskár og kastaði sér af fullum krafti inn í baráttu og hringiðu aldarinnar og aðrir svöruðu honum fullum hálsi. Það hefúr alltaf gustað um hann og það er í fullu samræmi við hans sögu að nú skuli rísa miklar deilur um hann og hans arf,“ sagði Hannes. - Er þá ekki líklegt að skáldið skemmti sér hvar sem það er niðurkomið? „Hann var afar skemmtilegur maður og fyndinn og gerði t.d. óspart gys að því þegar Jónas frá Hriflu og fleiri ætluðu að banna honum að gefa út íslendingasögurnar með nútímastafsetningu og það þurfti að keyra prentsmiðjurnar í kappi við löggjafann. Mér finnst að sumu leyti þessi eltingaleikur við mig minna á þetta.“ - Hvenær ákvaðstu að skrifa ævisögu Hall- dórs Laxness? „Ég ákvað fyrir mörgum árum að skrifa bók sem átti að vera um Laxness og þjóðlífið. Ég skipti um skoðun fyrir tveimur árum og ákvað að gera þetta að ævisögu sem gæfi mér færi á að gera þetta á breiðari grundvelli. Þá fór ég að glugga í bækur og bréfasöfn og lauk við að fara yfir bréfasafn Halldórs fyrir rúmlega einu ár. Síðan fór ég í gegnum mörg önnur bréfasöfn bæði hérlendis og erlendis. Ég las bréf Kristins E. Andréssonar, Ragnars í Smára, Þórbergs Þórðarsonar og fleiri. Ég fór í gegnum bréfasöfn erlendis og hef þar fund- ið bréf sem tengjast Halldóri. Til dæmis fann ég í Ameríku bréf frá Halldóri til Uptons Sinclairs hins fræga rithöfundar. Ég hef lesið í Danmörku dagbækur manna sem voru Halldóri samtíða í klaustrinu og fundið þar á söfnum óskráð bréf frá Halldóri. T.d. fann ég bréf frá Halldóri til Jóhanns Jörgensens sem hann skrifar úr klaustrinu 1923. Þá er hann að brýna Jörgensen til að lesa íslendingasög- urnar en er á sama tíma að gera lítið úr þeim í bréfum til Einars Ólafs Sveinssonar. Svona var Laxness, eins og við öll, að þjóðernisstolt- ið kemur fram í honum gagnvart útíending- um.“ Aðeins fyrir hvíta? - Það hefur mikið verið rætt um þessa ákvörðun fjölskyldunnar að loka bréfasafn- inu. Hvað finnst þér um hana? „Fyrst vil ég taka fram að þetta breytir engu um mína bók því ég hafði þegar farið í gegn- um safnið og er í raun búinn að skrifa það sem ég ætla að skrifa um Halldór Laxness sem byggist á þessu safni. „Ég held að ég sé ekki gerður úr því efni sem yrði að góðum munki en það var afskaplega fróðlegt og skemmtilegt að vera þarna." Hins vegar tel ég að þetta bann standist alls ekki því að ég tel að það skorti allar lagaheim- ildir til þess að banna mönnum aðgang að bréfasöfnum sem hafa verið afhent til varð- veislu skilmálalaust. Setjum svo að einhver myndi afhenda bréfasafn sitt í Þjóðarbókhlöðuna og segja að eingöngu hvítir menn mættu lesa það en ekki svartir. Ég á erfitt með að sjá að Þjóðarbók- hlaðan myndi samþykkja slíkt. Segjum svo að skilmálarnir væru að einungis kommúnistar en ekki hægrimenn mættu lesa bréfin. Er ekki dálítið stutt frá þessum dæmum yfir í það dæmi sem liggur fyrir okkur núna þar sem handhafar höfundarréttarins segja að ein- ungis Helga Kress og Halldór Guðmundsson megi lesa bréfin meðan þau vita að ég er að skrifa þriggja binda ævisögu Halldórs Lax- ness.“ Skil ekkert í upphlaupinu - Er tilgangur bannsins ekki augljóslega sá að hindra þig í þessu starfi? „Ég vil ekki trúa því vegna þess að ég hef ekkert gert á lilut þessarar fjölskyldu. Ég hafði samband við Auði Laxness áður en ég skýrði frá því opinberlega að ég væri að skrifa þessa bók og ég hef drukkið kaffi með Sigríði, Guð- nýju og Einari, bömum Laxness. Ég hef skýrt þeim frá því að minn metnað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.