Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 26
26 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 Og allir komu þelr aftun Hljómar samankomnir á ný eftir 40 ára starf. Ný plata er í pípunum eftir nærri 30 ár frá síðustu plötu. Hinir ódauðlegu Hliómar Á FORNRI FRÆGÐ: Þótt Hljómarnir hafi aldrei starfað lengi samfellt á 40 ára ferli þá hafa þeir lifað sérlega lengi á fornri frægð enda upphafsmenn bítlaæðisins á (slandi. Hér sést mynd af þeim við eina af endurkomunum en þarna standa þeir saman á skemmtistað í Reykjavík og syngja eins og þeim einum er lagið. Nú á að endurvekja hinn sanna Hljómahljóm með nýrri plötu. Hljómsveitin sem hóf bítlaæðið á fslandi í Krossinum í Njarðvík haustið 1963 á 40 ára afmæli um þessar mundir. Reyndar hefur hún aðeins starfað innan við 10 ár af þessum 40 en hljómur sveitarinnar er samt ódauðlegur. Nú hefur sveitin slegið í nýja plötu eftir nærri 30 ár frá þeirri síð- ustu og hefur engu gleymt. Einar. Tónlistin hefur verið eins og bók- menntirnar og ástin. Minn lífselexír. Ég byrjaði með Presley og síðan komu Bítlarnir og í dag hlusta ég á rapptónlist með sonum mínum. Ég var tíu ára þegar Hljómar gáfu út fyrstu plötuna. Ef Gunnar Þórðarson hefði komið til mín þá býst ég við að það hefði liðið yfir mig. En ég er orðinn svo þungur núna að ég hafði þetta af án yfirliðs." Gunnan „Við vildum að það heyrðist á tón- listinni að við hefðum verið lifandi „in the sixties". Við notuðum mikið hreina gítara. Enga bjögun." Jakob Bjamar „Hvað voruð þið lengi að þessu?" Gunnar „Við vorum júní, júlí og ágúst. Með hléum." Einar „Ég fékk fyrst tvo mánuði til að gera textana en svo gaf Gunnar með mánuð f við- bót.“ Óttar Felhc „Þorsteinn Eggertsson fékk einu sinni upphringingu frá Haukunum. Þá voru þeir í stúdíói að taka upp Þrjú tonn af sandi og vantaði textann. Þorsteinn spurði hvenær þeir þyrftu textann og þeir svöruðu: Strax. Ég get það ekki strax, sagði Þorsteinn Hvenær þá? sögðu Haukar. Eftir klukkutíma, svaraði Þorsteinn." Jakob Bjaman „Það hefur ekki komið til greina að hafa Bó með?“ Gunnar (lítur á Óttar með óræðum svipj: „Bók?“ Jakob Bjaman „Nei Bó, Björgvin Halldórs- son.“ Jakob Bjamar; „Hefur þú verið að syngja mikið, Engilbert?" Engilbert „Maður er alltafeitthvað að syngja en ég syng ekki í sturtu eða við veiðar eða svo- leiðis. Ég syng ef ég er beðinn að syngja eitt- hvað.“ Gunnar. „Mér hefur alltaf fundist að Jensen ætti að fá sjens með Sinfómunni." Óttar Felix: „Þaldca ykkur fyrir komuna.“ í gamla íshúsinu Þetta leikrit sem er vitnað í hér að ofan gerist í stórum sal á efri hæð í húsi við Tjömina sem var byggt 1916 og var lengst af starfrækt þar ís- hús eða frystihús og var húsið þá jafnan kallað Herðubreið eftir félaginu sem rak það en síðar var frystihúsreksturinn í höndum Sambands íslenskra samvinnufélaga. Húsbyggingarsjóður Framsóknarflokksins eignaðist húsið upp úr miðri 20. öld og fékk með herkjum leyfi til þess að reka þama skemmtistað sem hér Glaum- bær. Þama sló hjartað í íslensku skemmtanalífi, sérstaklega fyrir ungt fólk, á ámnum 1958 til 1971. Þá brann Glaumbær og skyndilega stóð heil kynslóð af ungu fólki uppi án heimilis um helg- ar. Húsið komst eftir þetta í eigu ríkissjóðs og hefur verið fagurlega endurgert og hýsir Iista- safn íslands og má því með sanni segja að það hafi gegnt mörgum hlutverkum bæði í þágu at- vinnulífs, félagslífs og menningar. Góð uppstilling Þama sitja margir menn og fáar konur, sum- ir í röðum á stólum á gólfinu en fimm menn sitja alvarlegir á svip við langborð sem er dúkað með hvítu. Þetta em talið frá vinstri: þeir Er- lingur Bjömsson gítarleikari, umboðsmaður, afgreiðslumaður, rótari, þjónn og leigubílstjóri, Rúnar Júlíusson, bassaleikari, Jfljómplötuút- gefandi, söngvari og tónskáld, Engilbert Jensen trommuleikari, söngvari, lifandi goðsögn, fluguhnýtingarexpert og veiðimaður, Gunnar Þórðarson, gítarsnillingur, tónskáld, hljóm- sveitarstjóri og handhafi fálkaorðunnar og Ein- ar Már Guðmundsson skáld og rithöfundur. Það er eitthvað við þessa uppstillingu við langborðið sem minnir á vasaútgáfu af síðustu kvöldmáltíðinni en í stað víns og brauðs súpa menn kaffi og það er ekki gott að átta sig á því hver er frelsarinn og hverjir em postular. Það er kannski rétt að taka fram að orða- skiptin sem vitnað er til hér að ofan vom ekki sögð í þessari röð nálcvæmlega en það sögðu samt allir það sem þeim er eignað þarna. Auk þess er þetta eftir minni en ekki eftir segulbandi eða miðum. Þetta var svona. Það má kannski líka koma fram að Jakob Bjamar sá sem kemur fram sem aukapersóna er blaðamaður. Bítlaæðið skellur á Þetta er blaðamannafundur sem er haldinn til þess að minna fjölmiðla landsins og þar með landsmenn alla á að senn lítur dagsins ljós nýr geisladiskur með hljómsveitinni Hljómum frá Keflavík. Þetta er hljómsveitin sem hóf form- lega bítlaæðið á íslandi á dansleik í Krossinum í Njarðvík 5. október 1963. Sveitin verður því réttra 40 ára gömul 5. október næstkomandi og það kvöld verða veglegir útgáfú- og afmælis- tónleikar í Austurbæ við Snorrabraut sem ekki má lengur kalla Austurbæjarbíó af einhverjum dularfullum ástæðum og varðar víst lögbanni. 1963 voru Hljómar noklcrir ungir Keflvíldng- ar, í raun sveitastrákar héðan og þaðan af land- inu, rétt vaxnir upp úr skólafiljómsveitum og leiðtogi þeirra var feiminn, eymastór og rauð- birkinn piltur norðan af Hólmavík sem heitir Gunnar Þórðarson. Það er sagt að hann hafi valið Rúnar f Jiljómsveitina af því hann var svo „bassaleikaralegur“ í útliti. Það er líka sagt að Engilbert hafi alltaf haft mesta kvenhylli af þeim þótt hann sæist ekki reglulega vel þar sem hann sat á bak við trommusettið. Kannsld var það hin háa og tæra söngrödd sem hreyfði hjartastrengi stúlknanna. Þetta er hluti af þeim sagnabanka sem loðir við þessa merkilegu hljómsveit sem lifir enn góðu lífi en starfaði samt aldrei nema nokkur ár undir nafninu Hljómar og gaf seinast út plötu árið 1974. Þetta er allt frekar undarlegt en nú hafa þeir risið úr öskustónni og þrykkt nýjum lögum á disk og gefið hann út undir nafni útgáfunnar Sonet. íslenski draumurinn Það er Óttar Felix Hauksson sem er forstjóri og eigandi Sonet og stendur í púlti á þessum blaðamannafundi og flytur stutt erindi um Hljóma og tilurð disksins. Óttar var á sínum tíma virkur þátttakandi í poppbransanum, spilaði í vinsælum unglingasveimm og var rót- ari Hljómanna um tíma. Hann varð dálíúð frægur á þessum ámm þegar hann kom kom- ungur í Vísi og sagði frá því að hann hefði séð Bíúamyndina, A Hard Days Night f einhver mgi skipta, það þótú stórmerkilegt. Þetta varð mörgum unglingum fyrirmynd og þeir þyrpt- ust í bíóið í stærri hópum en áður. Mörgum ámm seinna játaði Óttar Felix að hafa gabbað lesendum blaðsins í samvinnu við bíóeigandann í auglýsingaskyni fyrir myndina. Við fyrirgefum honum og finnst skemmúlegt að hann skuli standa hér nærri 40 árum seinna í hlutverki útgefanda sveitarinnar sem hann rótaði fyrir í gamla daga. Þetta minnir svolítið á ameríska drauminn en er auðvitað íslenski draumurinn þar sem maður er bara það sem maður vill. f dag sultugerðarmaður eins og Ótt- ar var þegar framleiddi Kjamasulmr og grauta en í dag hljómplötuútgefandi og poppfræðing- ur. 40 ár milli vina Fundurinn er auðvitað haldinn hér af sögu- legum ástæðum því hér í gamla Glaumbæ var lögheimili og vamarþing Hljóma alla tíð og hér sveiflaði Rúnar sér hálfber eins og api um allt svið og stúlkur skræktu og hafa sjálfsagt liðið í öngvit. Ólafur Laufdal, síðar skemmústaðajöf- ur, afgreiddi á bamum og á efúr var farið f partí á Gretúsgötu þar sem hann og Engilbert leigðu saman. Þá var glatt á hjalla en síðan em liðin mörg ár. Það var margt brallað á þessum ámm sem sumt þolir dagsljósið en annað ekki. Ný- lega fundust á háalofú hjá bakara í Reykjavík nokkur hundmð eintök af Sögu Hljóma frá ár- inu 1969 sem 19 ára blaðamaður, Ómar Valdi- marsson, skrifaði. Óttar Felix segir að bækurn- ar eigi að fylgja fyrstu diskunum sem seljast þótt 34 ár hafi liðið. Svo upplýsir hann reyndar að þegar sé búið að selja 5015 eintök af diskin- um í forsölu en það dugar til gullplötu á liúa ís- landi og enn hefur eiginlega enginn heyrt neitt af plötunni fyrir utan eitthvert lag um Mývams- sveit sem hljómar eins og ferðamálaráð hafi samið það. En svona er þetta. Þótt saga Hljóma hafi ver- ið skrifuð fýrir 34 árum þá hélt hún áfram að gerast og er enn að gerast. Fjömú'u ár em ekki mikið á milli vina. polli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.