Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 36
48 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 A ferð um Srí Lanka Eyjan Srí Lanka er eins og dropi í laginu og liggur við sunnanverðan oddann á Indlandi. Um áratuga skeið geisaði blóð- ug borgarastyrjöld á eyjunni þar sem þjóðarbrot singalesa og tamíla tókust á. Fyrir nokkrum árum var samið um vopnahlé enda rambaði landið þá á barmi gjaldþrots vegna stríðsátaka. Vopnahléið hefur verið haldið vonum framar og í kjölfar þess hefur ferða- mannaiðnaður vaxið hratt enda Srí Lanka geysilega falleg eyja og íbúarnir vingjarnlegir og brosmildir. Landið hét áður Ceylon en árið 1972 var nafninu breytt í Lanka en liðurinn Srí þýðir hið skínandi fallega. Telja má víst að ævintýramaðurinn og heimshornallakkarinn Árni Magnússon frá Geitastekk hafi orðið fyrsti Islendingurinn til að koma til Srí Lanka. I ferðasögu sinni segir Árni frá því er hann siglir með dönsku kaup- skipi til Kína árið 1760 með viðkomu á Srí Lanka, eða Ceylon eins og eyjan hét á þeim tíma. Af lýsingu Árna að dæma er ekki að sjá að hann hafi mikið álit á eyjarskeggjum; hann kallar þá heiðingja og telur gestrisni þeirra lítið annað en tilraun til að hafa fé af skipsverjum „Þeir voru gulir að lit, höfðu engin klæði á sínum kropp, hvorki hátt né lágt, voru með ávexti og bómolíu, er þeir vildu fá silfurpeninga fyrir. Þeir vildu, að vér skyldum koma í land og sjá þeirra bústaði og kvenfólk samt landsins pródúkt og ásig- komulag." Brosandi fólk Þrátt fyrir hörð átök milli þjóðarbrota tamfla og singalesa eru íbúar Srí Lanka brosmildir og hjálplegir við gesti sem heim- sækja landið. Þeir eru skrafhreifir og viljugir til að segja frá landi og þjóð. Af tali þeirra að dæma voru átökin aðallega bundin við tak- markaða hópa manna úr báðum sveitum sem tókst með undraverðum hætti að setja landið á annan endann og valda dauða hátt í Stærstur hluti íbúa á Srí Lanka aðhyllist búddhatrú, því næst koma hindúar en múslimar og kristnir menn eru í minni- hluta. fjörutíu þúsund manna. Einn viðmælandi, sem er tamíli, sagði að átökin ættu upptök sín í því að singalesar hefðu ekki virt rétt tamfla til þátttöku í stjórn landsins og að litið hafi verið á þá sem annars flokks þegna sem ekki ættu skilin full mann- réttindi. Tamflar eru sérstök þjóð eða þjóðar- brot sem býr á norður- og austurhluta eyjar- innar en singalesar sem ráða lögum og lofum á Srí Lanka eru rúmlega sjötíu prósent eyjar- skeggja. Annar viðmælandi sem ég rakst á uppi á tindi Sigiriya benti mér út yfir regn- skógana og sagði um leið að í þeim leyndust kóbraslöngur, pýtonar og tamflar - allt jafn baneitrað. Hvað sem líður áliti einstaklinga hvers á öðrum brosa fbúar Srí Lanka mikið þannig að skin í tennurnar sem haldið er skjannahvít- um með steinefnablöndu. Fótspor guðanna Sé litið á kort af Srí Lanka er eyjan eins og dropi í laginu, rúmlega sextíu og fimm þús- und ferkflómetrar að stærð, mjó nyrst, breið um miðjuna en ávöl syðst. Á miðri eyjunni er fjalllendi með láglendi og regnskógar allt um kring. Hæsta íjall landsins nefnist Pinduruta- lagala og er tvö þúsund fimm hundruð tutt- ugu og íjórir metrar á hæð. Helgasta fjall landsins heitir aftur á móti Srí Pada, eða Ad- amstindur. Á tindi Srí Pada er að finna „fótspor" í berg- inu sem er hundrað og áttatíu sentímetra metrar á lengd og sjötíu og sex sentímetrar á breidd. Hindúar segja sporið vera eftir guð- inn Shiva þegar hann steig sköpunardans jarðarinnar, daóistar í Kína telja það fótspor fyrsta forföður manna á jörðinni en búddha- trúarmenn segja það aftur á móti vera síðasta fótspor Siddharta Gautama, hins upplýsta, áður en jarðvist hans lauk fyrir fullt og allt. Samkvæmt íslamskri goðsögu er það fyrsta fótspor Adams á jörðinni eftir að hann var TELAUFATÍNSLA: Konur sjá um að tína laufin og getur dugleg kona tínt um tuttugu og fimm kíló á dag. Launin eru þó i litlu samræmi við afköstin, um eitt hundrað og sextíu rópíur á dag sem samsvara rúmlega hundrað og þrjátíu krónum. Á MARKAÐI: Fátækt er greinilega mikil en ekki að sjá að fólk svelti því að alls staðar gat að líta marglita ávexti og grænmeti. DV-myndir V. Hansen rekinn úr Paradís en kristnir Portúgalar, sem settust að á Srí Lanka á sextándu öld, kenndu sporið við himnaför heilags Tómasar. Stærstur hluti íbúa á Srí Lanka aðhyllist búddhatrú, því næst koma hindúar en múslimar og kristnir menn eru í minnihluta. Af tali fólks að dæma bera allir ómælda virð- ingu fyrir kenningum Búddha og einn við- mælandi minn, sem kenndi sig við kaþólsku kirkjuna, sagði að það gætu allir aðhyllst Búddha því að slíkt snerist um lífsstfl en ekki trúarbrögð. íbúar landsins eru hjátrúarfullir og algengt að andafælur, sem líkjast fuglafælum, séu settar utan á nýbyggingar til að koma í veg fyrir að illir andar taki sér bólfestu í þeim. ANDAFÆLA: Ibóar Srí Lanka eru hjátrúarfullir og al- gengt að andafælur séu settar utan á nýbyggingar til að koma I veg fyrir að illir andar taki sér bólfestu I þeim. nákvæm skrá um fjölda ffla í landinu og gefin út dánarvottorð þegar þeir drepast. Eftir því sem hærra dregur upp í fjöllin breytist gróðurinn. Neðst eru pálmatré með kókoshnetum, síðan ananasakrar og gúmmí- tré en þegar ofar dregur liggja terunnarnir eins og grænt teppi yfir fjöllunum. Te er helsta útflutningsvara landsins auk gúmmís og ódýrs vinnuafls sem leigt er til landanna við Persaflóa. Þrátt fyrir að te sé upprunalega frá Kína segja tefræðingar að besta te í heimi sé ræktað hátt til fjalla á Srí Lanka. Það verð- ur að teljast góður árangur því að terækt hófst ekki í landinu fyrr en eftir miðja nítjándu öld þegar sjúkdómar og skordýr lögðu kaffirækt í landinu í rúst. Konur sjá eingöngu um að tína laufin og getur dugleg tekona tínt um tuttugu og fimm kfló á dag. Launin eru þó í litlu samræmi við afköstin, um eitt hundruð og sextíu rúpíur á dag sem samsvara rúmlega hundrað og þrjá- tíu íslenskum krónum. Það var ekki laust við að ég fyndi til samviskubits þegar ég gekk á milli kvennanna og tók af þeim myndir við iðju sína. Annar vinsæll drykkur í landinu nefnist arrack og er unninn úr safa kitultrjáa og kókospálma. Arrack er yfirleitt með um fjöru- tíu prósenta styrkleika og bragðast ágætlega með engifergosi. FORNAR FRESKUR: Meðal undranna á leiðinni upp á tind Sigiriya eru nokkrar hellamyndir af barmmiklum og fal- legum konum - slðustu freskurnar af fleiri þósundum sem vörðuðu veginn fyrr á tímum. Endajaxl úr Búddha Áhugamenn um gróður ættu tvímælalaust að gera sér ferð til að skoða grasagarðinn í Kandy sem er svo glæsilegur að það nægir engan veginn að koma þangað einu sinni til Fílar og te Meðalhiti í höfuðborginni Colombo, sem er við vesturströndina, er tuttugu og sjö gráð- ur á Celsíus. í Kandy, sem er í fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, er hann tuttugu gráður og sextán gráður í Nuwara Eliya sem er í tæplega nítján hundruð metra hæð. Loft- raki er mikill enda eyjan í regnskógabeltinu og gróðurfarið og skordýrafánan eftir því. Sjálfur er ég mjög næmur fyrir stungu moskítóflugunnar og fékk aldeilis að kenna á því þegar ég gleymdi að bera á mig varnar- krem síðasta kvöldið, þegar ég dvaldi á glæsi- legu strandhóteli í fiskimannaþorpinu Nogombo, skammt norður af höfúðborginni. A leiðinni frá Colombo til Kandy er upplagt að koma við á munaðarleysingjahælinu í Pinnawela en það er eingöngu ædað fflum. Ibúar Srí Langa halda mikið upp á fflana sína; það þarf sérstakt leyfi til að eiga ffl og ströng viðurlög eru við vanrækslu á þeim. Haldin er FfLARÁ MUNAÐARLEYSINGJAHÆU: A leiðinni frá Colombo til Kandy er upplagt að koma við á munaðar- leysingjahælinu I Pinnawela en það er eingöngu ætlað filum. Ibóar Srí Langa halda mikið upp á fílana sína. Sérstakt leyfi þarf til að eiga fíl og ströng viðurlög eru við vanrækslu á þeim. Haldin er nákvæm skrá um fjölda fíla I landinu og gefin ót dánarvottorð þegar þeir drepast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.