Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 29 W w* . skoðað rúnir á hellisveggjum og legsteinum en segist eiga talsvert ókannað, sérstaklega á Austfjörðum. Auk þess hefur hún grandskoð- að ýmsa muni í þjóðminjasöfnum sem rúnir eru ristar á. Á Norðuríöndum hafa varðveist mjög mörg rúnakefli sem menn notuðu til að senda skilaboð milli héraða. Hérlendis eru þekkt dæmi um slíkt þótt fá hafi varðveist. Var þetta samskiptatæki alþýðunnar, rétt eins og tölvupósturinn í dag? „Þetta var afskaplega hentugt samskipta- tæki og hérlendis eru til fræg dæmi. Snorri Sturluson fékk sent rúnakefli með dulrúnum að Sauðafelli í Dölum með viðvörun um að setið væri um líf hans. Þetta var fljótlegra og óbrotgjarnara en bókfell. Eitt af mínum uppáhaldsrúnakeflum er frá Lomkirkju í Noregi, það er bónorðsbréf. Maður hefur skorið endann af göngustaf sín- um og lætur stúlku hafa fyrir utan kirkju. Þar segist hann senda konunni kveðju Guðs og sína en nú hafi hann hugsað sér að eiga hana ef hún vilji ekki frekar Kolbein og biður hana að hugsa sitt ráð. Hún hefur tekið keflið, reynt að rífa sundur nöfnin og síðan troðið keflinu undir gólffjalirnar í kirkjunni. Þar fannst það eftir 800 ár. Það má nefna önnur dæmi eins og að í Há- konar sögu gamla segir að Ribbungar hafi sent Hákoni orðsendingu á rúnakefli um að Sigurður ribbungur væri dauður og þegar einn af mönnum Skúla hertoga, Bárður varg- ur, féll í hendur birkibeinum 1240 bað hann um að fá að henda rúnakefli til félaga sinna með beiðni um skjólföt. í Svíþjóð hefur fund- ist rifbein sem á var rist: „Konungr er matar bestr hann gaf mest hann er þekkiligr." Kon- ungur þessi var Ingi Steinkelsson sem ís- lenskar heimildir segja að hafi verið mjög vinsæll. Ég held að orðsendingar af þessu tagi hafi verið miklu algengari en við gerum okkur grein fyrir þótt lítið hafi varðveist en eflaust hafa keflin oftast lent í eldinum." - Var það svo latínuletrið sem ruddi rún- unum af sjónarsviðinu? „Það gerði það en það tók 300 ár eða svo. Margir virðast hafa getað brugðið fyrir sig rúnum eða latínuletri eða rúnum jöfnum höndum, rétt eins og maður skrifar skilaboð með öðrum hætti en hátíðlegan texta." - Var rúnaletur sérhönnuð leturgerð til þess að rista með hnífi? „Það var þannig. Hin beinu strik rúnanna gera þær hentugar til þess að skera í tré eða stein. Það eru til fomar tilraunir til að sam- eina rúnaletur og latínuletur en þær virðast ekki hafa náð fótfestu." Galdrar og fjölkynngi - Margir virðast hafa tengt rúnir við galdra - ef ekki dulmál. Höfðu þær fjölþætta merk- ingu? „Þær virðast hafa haft þríþætta merkingu. í fyrsta lagi hefðbundið stafróf þar sem hver rún hafði sína merkingu eins og bókstafur. Síðan vom dulrúnir sem menn notuðu til að fela skilaboð sem þeir sendu og gera þau ill- læsileg öðmm en viðtakandanum - nokkurs konar leyniletur. Svo eru galdrarúnir sem menn virðast hafa bmgðið fýrir sig. I’ eddu- kvæðum er talað um rúnagaldur sem virðist hafa verið beitt við sérstakar athafnir. Þar er talað um sigrúnir, bjargrúnir og fleira. Hvern- ig þær litu út nákvæmlega vitum við ekki nú. Ég held því fram að heitið „rúnir" sé eldra en rúnaletrið og hafi verið notað um tákn sem leituðu véfrétta áður en letrið kom fram. Tacitus getur þess að í Germaníu risti menn tákn á blótspæni, kasti þeim upp líkt og ten- ingum og lesi svo táknin til að sjá fyrir óorðna hluti. Orðið „rúnir" þýðir dulmál eða leynd- armál. Svo þegar einhver gerði skrifletur í / eddukvæðum er talað um rúnagaldur sem virðist hafa verið beitt við sérstakar at- hafnir. Þar er talað um sigrún- ir, bjargrúnir og fleira. Hvern- ig þær litu út nákvæmlega vit- um við ekki nú. Evrópu er líklegt að nafnið hafi haldið sér." - Mikið hefur verið skrifað um hlutverk rúna í göldmm og Þórgunnur segir að sér finnist að umræðan um þá hlið rúnafræð- anna hafi á köflum yfirgnæft hið hversdags- lega hlutverk þeirra. „Það er allt kallað rúnir, bæði galdrastafir og leyniletur, þótt það væri ekki allt rúnir í hefðbundnum skilningi." - Nokkrir gripir em til með rúnaletri á söfnum á íslandi og um miðja 14. öld koma legsteinar með rúnaletri til sögunnar. Þeir elstu em frá Hjarðarholti og Höskuldsstöð- um en samanlagt em tæplega 50 slíkir stein- ar þekktir hér á landi og dreifast nokkuð jafnt AÐALSTEINNINN: Þetta er einn frægasti rúnasteinn Norðurlanda, Röksteinninn við Rök-kirkju á Austur- Gautlandi. um landið en virðast þó ekki hafa verið al- gengir á Austfjörðum en Þórgunnur lætur í ljósi þá skoðun að þar eigi þeir einfaldlega eftir að finnast þar sem heimildir um þá kunni að skorta. Hún segir að enn séu að finnast rúnasteinar á Norðurlöndum sem enginn vissi um, jafnvel frá víkingatíma. Nokkur rúnastafróf em til frá fyrri öldum en þeir sem fengust við að rita rúnir tóku alltaf þá áhættu að vera kenndir við galdra og virðist því alþýða manna hafa verið treg til þess að skýra yflrvöldum frá þekkingu sinni á þessu sviði. í Crymogæu Arngríms lærða jónssonar er sagt að aðeins séu fáeinir stein- ar á íslandi með letri sem flestir geti lesið en gert lítið úr þekkingu manna á rúnum. Þegar Halluren ekki Kjartan: Þessi rúnasteinn var lengi talinn legsteinn Kjartans Ólafssonar en á honum stendur að hér hvíli Hallur Hranason. Ole Worm, fornfræðingur Dana, gengur eftir frekari skýringum verður fátt um svör og ís- lenskir heimildarmenn svara honum í raun- inni aldrei skýrt um það hver þekking manna sé á þessu sviði og bera þvf við að þeir óttist áburð um svartagaldur. Björn Jónsson á Skarðsá skrifaði 1642 rit sem bar nafnið Nokkuð lítið samtak um rún- ir og segir Þórgunnur að það sé eitt merkasta rit sinnar tegundar á ísiandi og hafi orðið seinni tíma mönnum fyrirmynd. „Björn slær samt þann varnagla að þótt þetta sé haft til fjölkynngis þá sé það venju- legt letur og þeir sem noti það þannig spilli bæði orðstír sínum og rúnanna. f nágrenni Björns í Skagafirði eru gerðir tveir rúnastein- ar um svipað leyti og það hlýtur hann að hafa vitað. Af skrifum Björns má ráða að rúna- þekking hafi verið algeng." Rómantíkin og sannleikurinn - Elstur íslenskra rúnasteina er steinn frá Hjarðarholti í Dölum en á honum stendur: „her liggr ahllr arason." Þótt yfirbragð rún- anna sé líkt elstu rúnaáletrunum sem til eru segir Þórgunnur að hann sé líklega frá 1300 eða 1400 en um það leyti hafi grafskriftir far- ið að tíðkast á Islandi. Það eru til mjög gaml- ir rúnasteinar á Höskuldsstöðum við Skaga-' strönd, á Gilsbakka í Borgarfirði og í Kalm- anstungu var rúnasteinn en týndist um hríð ogkom aftur í leitirnar við húsbyggingu 1951. Þórgunnur segir það ekkert einsdæmi og vit- að sé um nökkra rúnasteina sem séu sokknir í svörðinn. Frægasti íslenski rúnasteinninn er án efa steinn frá Borg á Mýrum en því var trúað um aldir að hann væri legsteinn Kjartans Ólafs- sonar, þess sem segir frá í Laxdælu. Á steinin- um stendur „hier huiler halur hranason" sem útleggst: Hér hvílir Hallur Hranason. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson skoðuðu steininn 1753 og lásu á honum nafn Kjartans. Steinn- inn er talinn vera frá því um 1500 svo að hann hefur ekki verið ýkja gamall þegar Eggert og Bjarni lásu á hann og má furðu gegna því að líklega hafa þeir kunnað að lesa rúnaletur. Það var síðan Konrad Maurer, þýskur fræðimaður sem var hér á ferð um 1860, sem hrakti þessa missögn því að þegar honum var sýndur steinninn las hann rétt úr áletruninni. „Það verður að teljast undarlegt hvernig þessi missögn komst á kreik á aðeins 150 ár- um, að því er virðist, sérstaklega í ljósi þess að þarna hafa verið uppi menn sem gátu les- ið á steininn. Eggert Ólafsson las á steininn og kunni rúnaletur en óskhyggjan hefur lík- lega verið svona sterk. Það er svo til skemmtilegt tilbrigði við þetta, þjóðsagan um manninn sem tók stein- inn og hugðist nota í aflinn í smiðju sinni. Hann dreymdi að til hans kæmi maður í dökkum klæðum og segði: „Illa gjörðir þú er tókst steininn minn í gær [...] og var sú eina minning sem hélt nafni mínu á lofti." Kjartan Ólafsson hefði ekki þurft steininn til að halda nafni sínu á lofti því að þar dugði Laxdæla en Hallur Hranason þurfti þess með. Mér finnst þetta stórmerkilegt mál og afar undarleg saga. Ég veit reyndar fleiri dæmi þess að fólk les vísvitandi rangt og sér það sem það vill sjá og þetta er ágætt dæmi um það." í fjársjóðsleit - Hefur þú farið víða um ísland til að skoða rúnasteina og hellaristur? „Ég hef reynt að skoða flesta staði sem varða þetta mál en hef því miður ekki komist til Austurlands. Ég hef safnað saman um 100 ristum á munum og steinum og ég reikna með því að eitthvað sé til á munum á byggða- söfnum úti á landi sem ég hef ekki séð. í kirkjugörðum geta leynst rúnasteinar sem ekki er vitað um og ég vona að minnsta kosti að svo sé." Þar má meðal annars finna fangamark Steinmóðs Bárð- arsonar, ábóta í Viðey, og nöfn margra fleiri sem stað- festa útbreidda þekkingu á rúnum. Steinmóður var uppi á 75. öld og kom íhellinn 1451. - Geta verið ófundnir fjársjóðir f þessum efnum á íslandi? „Já, það vona ég svo sannarlega." - Hvað er það sem þú ert að rannsaka núna? „Ég er að rannsaka rúnir í handritum og safna í grein um þær. Það kom mér mjög á óvart hve mikið er til af rúnum í handritum hér og það er ljóst að þetta verður miklu meira verk en ég hélt í fyrstu. Ég drukknaði bókstaflega í handritum þegar ég fór að kanna málið. Þau elstu eru frá miðri 17. öld og þau yngstu frá upphafi 20. aldarinnar. Þau eru bæði lítil og stór, snjáð og falleg og koma frá öllum landshornum. Þetta eru mikið til uppskriftir hvað eftir öðru; ég er að reyna að koma einhverju kerfi á þetta og flokka í sund- ur galdrarit og rúnarit. Þetta er geysilega skemmtilegt verkefni og fróðlegt og mér finnst þarft verk að koma saman skrá yfir það sem er til og koma því þannig á framfæri en þarna birtist ein hliðin á því sem kalla má fræðafýsn íslendinga. Með þessu má segja að sé verið að koma íslandi inn á landakort rúnafræðinnar á Norðurlöndum og í heimin- um og er greinilega ekki vanþörf á. Það er svo draumur minn að koma sumum handritum sem skrifuð hafa verið um rúnir á prent." Fótspor feðranna - Þórgunnur hefur sterk tengsl við íslenska fræðimenn fortíðarinnar því að faðir hennar var Rósberg G. Snædal skáld, rithöfundur og fræðimaður, og afi hennar í móðurætt var Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli sem var kunnur fræðimaður á sinni tíð. „Það má alveg kalla þetta starf mitt nokk- urs konar köllun. Mig hefur alltaf langað til þess að feta með þessum hætti í fótspor for- feðra minna og þótt ég hafi aðallega starfað á þessum vettvangi í Svíþjóð þá er gamall draumur minn um að vera fræðimaður á ís- landi að rætast með því starfi sem ég er að vinna hér. í þessu safni rekst ég oft á ritverk manna sem faðir minn og afi voru að vinna með og voru handgengnir og þannig finnst mér ég finna fyrir návist þeirra. Upphaflega kviknaði áhugi minn þegar ég sá fallegan rúnastein í kirkjugarðinum á Grenjaðarstað og þá strengdi ég þess heit að koma til íslands og rannsaka betur þessa arf- leifð. Ég hef ekki reynslu af að umgangast hand- rit og aðstoð og áhugi starfsfólks hér á hand- ritadeildinni hefur komið mér að ómetan- legu gagni. Bæði Ögmundur Helgason og Sjöfn Kristjánsdóttir hafa lagt mér mikið lið og án þeirra hefði orðið lítið úr mér," segir Þórgunnur að lokum. Ég geng út af safninu og gleymi að spyrja hana hvort hún sé eins vel hagmælt og faðir hennar var. polli@dv.is FLEKKULEIÐI: Flekkuleiði er grasi gróin hraunhæð á Vatnsleysuströnd, rétt við Flekkuvík. Á 17. eða 18. öld hefur einhver merkt staðinn með rúnaristum. Það sýnir að margir hafa þá enn búið yfir þekkingu á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.