Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 16
28 SKOÐUN MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003
■ Lesendur
Innsendar grelnar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í sfma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda
Vandi Vinstri-grænna
Benedikt Jónsson skrifan
Horfði á umræður um stefnu-
ræðu forsætisráðherra sl.
fimmtudag. Ég er sammála leið-
arahöfundi DV á föstudag sem
taldi þetta eitt versta sjónvarps-
efni sem um getur, en gæti skilað
sér þokkalega í útvarpi. Mér
fannst Davíð samt skila sínu efni
vel. Hans verður sannarlega
saknað í embætti hans fari allt
sem horfir. Stjórnarandstaðan er
nefnilega ekki mikilla sæva eða
sanda. Veðja þó á á formann
Vinstri-grænna. Vandi hans flokks
er sá að þingmenn hans vilja
festa sig of lengi í sama málinu
og tapa stuðningi fyrir bragðið.
Yrði samt ekki hissa þótt einmitt
þessir tveir formenn myndu
binda trúss hvor við annan í ríkis-
stjórn innan ekki langs tíma.
Góð stjórn í Heimdalli
Sverrir Jónsson skrifar: Hvernig
dettur ungum mönnum í hug
að hefja sinn stjórnmálaferil á
því að bjóða fólki upp á að skrá
sig í Heimdall og skrá sig um
leið úr félaginu? Finnst þeim
rétt að fólk sem ætlar sér ekki að
vera í félaginu nema eina kvöld-
stund kjósi stjórn þess? Stór
hluti þessa fólks kannaðist svo
ekki einu sinni við að hafa viljað
ganga í félagið, enda bárust
þessar 1.200 skráningar allará
Internetinu á nokkrum klukku-
stundum. Alltof oft hafa prófkjör
og kosningar í stjórnmálaflokk-
um snúist upp í skrípaleik eins
og þann sem þarna var í upp-
siglingu. - Stjórn Heimdallar á
heiður skilinn fyrir að stöðva
þessa tilraun til að hafa rangt
við á aðalfundi félagsins.
4r
3
Heimdallur - samtök gegn lýðræði
andi stjórn taldi bráðnauðsynlegt
að gera slfkar róttækar breytingar
einmitt núna, sólarhring fyrir kosn-
ingarnar, átti auðvitað að fresta
kosningunum. En allt þetta er auð-
vitað fullkomið aukaatriði og getur
aldrei orðið réttlæting fyrir ákvörð-
un fráfarandi stjórnar.
Eða nýr aðalfundur...
Aðalatriðið er þetta: Lýðræðis-
sinnar setja ekki nýjar leikreglur
þegar kosningabaráttunni er lokið í
því skyni að meina andstæðingum
sínum að kjósa. Þetta er skýrt og
klárt grundvallaratriði. Sá sem ekki
Effráfarandi stjórn
taldi bráðnauðsynlegt
að gera slíkar róttækar
breytingar einmitt
núna, sólarhring fyrir
kosningarnar, átti
auðvitað að fresta
kosningunum.
skilur það né virðir er ekki lýðræð-
issinni. Það er leitt til þess að vita
að slíkir aðilar hafi haft tögl og
hagldir í Heimdalli að undanförnu.
Um þetta atriði þarf því ekki að
hafa fleiri orð. Ekki nema svokall-
aður nýkjörinn formaður og stjórn
félagsins sjái manndóm sinn í því
að efna til nýs aðalfundar sem allra
fyrst, lofi því að breyta ekki kosn-
ingafyrirkomulaginu í þeirri kosn-
ingabaráttu og standi við það.
SK0ÐUN
Vilhjálmur Andri Kjartansson
laganemi
Sú ákvörðun Heimdallar-
stjórnar, svokallaðs formanns
Heimdallar, og fráfarandi for-
manns félagsins, að viðhalda
völdum í félaginu með því að
koma vísvitandi og með skipu-
lögðum hætti í veg fyrir lýðræð-
islegar kosningar á aðalfundi
félagsins, hefur vakið furðu,
reiði og hneykslan langt út fyrir
raðir ungra sjálfstæðismanna.
Um áratuga skeið stóðu Heim-
dellingar í hatrammri baráttu við
einræðisseggi og valdníðinga
kommúnista og litu á Heimdall
sem einn helsta vettvang lýðræðis-
hugsjónarinnar. Það er því sárt til
þess að vita að þessu gamla bar-
áttufélagi fyrir lýðræði og einstak-
lingsfrelsi hafi verið breytt í skálka-
skjól fyrir einstaklinga sem víla ekki
fyrir sér að draga upp skrípamynd
af lýðræðislegum vinnubrögðum,
líkt og kommúnistar og þriðja
heims einræðisseggir tíðkuðu
lengst af á tuttugustu öld.
Breyttu leikreglum
Þessi skrípamynd Heimdallar-
stjórnarinnar felst í því að brjóta
grundvallar-siða- og vinnureglu
lýðræðislegra kosninga. Það gerðu
þeir er þeir stóðu í kosningabaráttu
við annan aðila, en þegar kosn-
KOSIÐ HJÁ HEIMDALLI: Skrípamynd af lýðræðislegum vinnubrögðum segir hér m.a.
ingabaráttunni var að ljúka og þeir
sáu að hún var töpuð breyttu þeir
leikreglum og forsendum kosning-
anna sjálfum sér í vil. Engum sem
ber minnstu virðingu fyrir lýðræð-
islegum vinnubrögðum myndi
detta slíkt í hug.
Menn geta lengi karpað um kosti
og galla þess fyrirkomulags að skrá
nýja meðlimi í félagið, um trúverð-
ugleika umsókna nýrra félaga og
um einstök lagaákvæði félagsins. Ef
eitthvað hefði þurft að laga í þess-
um efnum hehtr fráfarandi stjórn
haft nægan tíma til þess. Ef fráfar-
Líkami og sál
Reykur án landamæra
Reykingar hafa áhrifá alla!
LÍKAMI OG SÁL
~ ' GuðjónBergmann
> yoga&'gbergmann.is
Síðastliðna viku hefur tæpast ver-
ið talað um annað en áhrif reykinga
á landsmenn. f skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands kemur
fram nftján milljarða kostnaður, 400
mannslíf á ári og ótal aðrar hliðar-
verkanir sem hljóta að vekja menn
til umhugsunar.
Allir geta sameinast á bak við þá
hugsjón að vilja ekki að börn byrji að
reykja. Meira að segja reykingafólk
hvetur börn sín til að byrja aldrei á
þessum óþverra þrátt fyrir að vita að
börn læra af því sem fyrir þeim er
haft en ekki af því sem þeim er sagt.
Einstaka menn úthrópa sfðan heil-
brigðisráðherra og framkvæmda-
stjora Tóbaksvarnarnefndar fyrir að
taka ákveðin skref til að minnka
A reykingar ungmenna. Auðvitað
verða breytingarnar á kostnað þeirra
sem reykja en kostnaður samfélags-
ins vegna reykinga er orðinn svo
mikill að reykingamenn verða að
bera meira af þeim skaða sem þeir
valda nú þegar?
Óbeinar reykingar
Þegar kemur að reykingum bera
tóbaksunnendur sífellt fyrir sig
mannréttindi. Mannréttindi flokkast
hins vegar undir það að mega gera
allt sem maður vill, svo lengi sem
það skaðar ekki aðra. Líkurnar á því
að tóbaksreykingum verði útrýmt
eru litlar en staðreyndin er sú að
enginn maður ætti að deyja af völd-
um óbeinna reykinga. Það er sök sér
að deyja vegna einhvers sem maður
nýtur meira en lífsins, en að deyja af
völdum reykinga annarra er óafsak-
anlegt.
Því beini ég orðum mín-
um til þeirra sem reykja:
Ekki taka þetta svona
persónulega. Þið eruð
ekki tóbakið. Tóbakið er
aðskilinn hluti. Efég
myndi vara ykkur við
notkun stóla sem kost-
uðu þjóðfélagið 19millj-
arða á ári og yrðu 400
manns að bana mynduð
þið þakka mér fyrir.
Á þeim forsendum ættu allir al-
menningsstaðir að vera reyklausir,
án undantekninga. Eflaust er hægt
að komast hjá þessu með því að
stofna einkarekna reykldúbba þar
sem almenningi er meinaður að-
gangur. Gott og vel. En svo lengi sem
þjónustan er í boði fyrir almenning
ættu reglurnar að vera skýrar. Heil-
brigðisráðherra fær minn stuðning
og vonandi verður þverpólitískur
meirihluti fyrir frumvarpi hans.
Smýgur um allt
Reykur er nefnilega án
landamæra. Hann smýgur um allt
og þess vegna hafa lokuð eða af-
mörkuð rými ekki gengið sem skyldi.
Sama gildir um heimili. Þegar reykt
er í einu herbergi hefur það áhrif á
alla íbúðina. Föt, hár, gardínur,
rúmföt, eldhúsáhöld og aðrir innan-
stokksmunir gegnsýrast smám sam-
an af reyk. Börn á slíkum heimilum
em næmari fyrir kvefpestum, asma,
bronkítis og fleiri öndunarfærasjúk-
dómum. Þegar börn flytjast úr
reykumhverfinu eru þau líklegri til
að byrja að reykja vegna nikótínfíkn-
arinnar sem foreldrar þeirra inn-
leiddu. Börn reykingamanna sem
sleppa heyra til undantekninga.
Veldur þjáningum
Þjáningar sem sjúkdómar af völd-
um reykinga valda öðrum hafa ekki
verið reiknaðar inn í kostnaðinn.
Þegar heimilisfaðirinn veikist og
þarf að gangast undir meðferð
spytja fáir um þær þjáningar sem
hann veldur börnum sínum, maka,
ættingjum og vinum. Sem hann
veldur? Já. Hvað annað er hægt að
segja þegar svo mikið er vitað um af-
leiðingar reykinga? Þeir sem reykja í
dag vita nákvæmlega hvað þeir ana
út í. Þeir gera sér grein fyrir afleið-
ingum þess sem þeir eru að gera.
Ekki gengur að banna þeim að
ganga frá sjálfum sér en fólk ætti að
kaupa dýrum dómum þann munað
að geta valdið sjálfum sér og öðrum
þjáningum að vild (til þess eins að
upplifa skammtímafróun reykinga).
Kostnaður samfélagsins
Hingað til hefur verið sagt að
reykingar skili hagnaði. Nýja skýrsl-
an sýnir að svo er ekki. Þær kosta
samfélagið þúsundir milljóna á ári.
Þær kosta skattpeninga. Hluti af
launum okkar allra fer í að borga fyr-
if afleiðingar af skaðlegri og meðvit-
aðri hegðun annarra. Er það á ein-
hvern hátt réttlætanlegt? Hið sorg-
lega er að auðveldlega mætti koma í
veg fyrir þessar afleiðingar.
Ekki árás á fóikið
Ég reykti - mikið! Ég veit hvað það
er. Eg veit líka að allir geta hætt að
reykja ef þeir vilja. Ég hef hjálpað
fjölmörgum íslendingum að ná því
marki. Eg veit Iíka að það er auðvelt
að byrja aftur ef maður vill. Ég hef
kosið að gera það ekki. Ég er ekki á
móti fólki sem reykir en ég er á móti
tóbakinu. Mín barátta er við tóbaks-
framleiðendur. Því miðurhlýturhún
að koma niður á þeim sem reykja.
Því beini ég orðum mínum til þeirra:
Ekki taka þetta svona persónulega.
Þið emð ekki tóbakið. Tóbakið er að-
skilinn hluti. Ef ég myndi vara ykkur
við notkun stóla sem kostuðu þjóð-
félagið 19 milljarða á ári og yrðu 400
manns að bana mynduð þið þakka
mér fyrir. Allir myndu setjast á gólfið
og una vel við sitt. En einhverra
hluta vegna er sígarettan orðin að
framlengingu á persónuleika þeirra
sem reykja. Ég veit það, ég var líka
þannig. Én stríðið er ekki gagnvart
þeim sem reykja, stríðið snýst um að
koma í veg fyrir að ungdómurinn
hefji þessa dómadagsgöngu
snemma á lífsleiðinni. Til þess að
það geti gerst þurfa allir að standa
saman, jafnt þeir sem reykja og þeir
sem gera það ekki!