Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Side 14
14 SKOBUH MÁNUDAGUR6. OKTÓBER2003
íslenski laxinn í hættu
Því miður virðist sem yfirvöld ætli sér ekki að
taka fast á þeirri ógn sem steðjar að íslenska
laxinum. Eftir að þrjú þúsund eldislaxar sluppu
úr sjókví við Neskaupstað reyndu þeir sem
harðast hafa barist fyrir uppbyggingu sjókvía-
eldis á laxi að gera lítið úr þeirri hættu sem villt-
um laxastofni er búin. Og landbúnaðarráðherra
var fremur rólegur.
DV hefur margsinnis varað við þeim hættum
sem fylgja óhjákvæmilega stórauknu sjókvía-
eldi á laxi. Þar hefur blaðið slegið sama tón og
aðrir sem vilja standa vörð um náttúruna -
verja hinn villta íslenska lax. Óðinn Sigþórsson,
formaður Landssambands veiðifélaga, hefur
lengi varað við þeim hættum sem fylgja stór-
auknu kvíaeldi á laxi. I viðtali við DV í ágúst síð-
asdiðnum, eftir að þrjú þúsund eldislaxar
höfðu sloppið úr kví við Neskaupstað, sagði
hann meðal annars: „Reynslan frá Færeyjum á
undanförnum árum sýnir að eldi af þessari
stærðargráðu hefur alvarleg áhrif á laxastofn-
ana sem fyrir eru. Skýrslur um laxastofnana í
Færeyjum, þar sem eldið hefur verið mjög mik-
ið, sýna að ár þar eru stórskemmdar eða ónýtar
af völdum laxeldisins. Það má alveg leggja
þrætuna um skaðleg áhrif eldislaxins til hliðar,
þau eru óumdeilanleg. Það urðu gríðarleg slys
vegna laxeldis á 9. áratugnum og því eðlilega
deilt um hvort leyfa eigi eldi á norskum laxi hér
við land nú. Það hefur verið fullyrt að allt ætti
að vera svo öruggt og ekki yrðu slys eins og áður
en svo gerist þetta óhapp.“
Umhverfisslysið í Neskaupstað sýnir
aðeins að sambýli náttúrunnar við
kvíaeldi á laxi er sambýli þar sem
teflt er á tvær hættur. Áhættan er of
mikil tilþess að réttlætanlegt sé að
taka hana. Eldislaxinn úr Selá er
aðeins enn ein viðvörunin sem
gefin hefur verið og við munum
ekki fá margar slíkar áður en
allt er um seinan.
Morgunblaðið greindi frá því í liðinni viku að
veiðst hefði eldislax í Selá fýrrihluta september.
Ekki liggur enn fýrir hvort um er að ræða lax
sem slapp úr kví við Neskaupstað, en líkurnar
eru sterkar. Raunar skiptir það ekki öllu. Sú
staðreynd að eldislax veiðist í einni bestu veiðiá
landsins ætti að hringja öllum viðvörunarbjöll-
um. „Þetta er það sem við óttumst mest, að
þessi lax gangi upp í árnar og blandist við villta
laxinn. Þetta er að öllum líkindum lax af norsk-
um uppruna. Við óttumst að hann fari á hreiðr-
in okkar og skemmi fyrir. Einnig er vísindalega
staðfest að afkvæmin eru mjög léleg," sagði Orri
Vigfússon, formaður Veiðiklúbbsins Strengs,
sem er leigutaki árinnar, í viðtali við Morgun-
blaðið í liðinni viku.
Laxveiðin hér á landi er sjálfbær atvinnugrein
sem veltir 3 milljörðum króna á ári svo hér eru
gríðarlegir hagsmunir í húfi. Nái eldislax að
blandast villtum laxi mun það leiða til hruns
laxastofnsins og laxveiði eins og við þekkjum
hana heyrir sögunni til. Vemdun íslenska laxins
er því verkefni sem skiptir íslenskt þjóðfélag
gríðarlega miklu. Og ef ekki er hægt að sann-
færa yfirvöld með rökum náttúruverndar þá er
hugsanlegt að lögð verði við eyrun þegar pen-
ingar eru nefndir.
Umhverfisslysið í Neskaupstað sýnir aðeins
að sambýli náttúrunnar við kvíaeldi á laxi er
sambýli þar sem teflt er á tvær hættur. Áhættan
er of mikil til þess að réttíætanlegt sé að taka
hana. Eldislaxinn úr Selá er aðeins enn ein við-
vörunin sem gefin hefur verið og við munum
ekki fá margar slíkar áður en allt er um seinan,
Trúa draugar á geimverur?
Á NÝALDARHÁTlÐ A SNÆFELLSNESI: Þessi opna afstaða til allra strauma sem yfir ganga hefur sína kosti - ekki skal því neitað.
KJALLAAl
ÁRNIBERGMANN
. rithöfundur
A
Franskur rithöfundur, Anatole
France, komst eitt sinn svo að
orði að sem betur fer vissu fáir á
hvað þeir tryðu. í franskri heim-
ildamynd blasir það við að ís-
lendingar trúa á hvað sem í
boði er og játa það refjalaust.
Þessi mynd, „Rannsókn á huliðs-
heimum", sem nú er sýnd í Há-
skólabíói, er í rauninni ekki „rann-
sókn" heldur safn vitnisburða um
draugatrú, englatrú, spíritisma,
ásatrú, orkustöðvakenningu, trú á
endurholdgun, álfa, huldufólk og
sitthvað fleira. Hinn franski höf-
undur kvikmyndarinnar segist í við-
tali hafa áhuga á því hvers vegna ís-
lenskt samfélag er að því leyti öðru-
vísi en mörg önnur að hér gangist
menn hiklaust við öllum þessum
átrúnaði meðan trúin sé víða ann-
ars staðar mikið feimnismál.
En hann fylgir þeirri forvitni ekki
eftir. Nema þá í fallegri myndatöku
sem jafnt og þétt kemur því að hjá
áhorfandanum að á íslandi sé hann
staddur í allt öðruvísi heimi en
hann fyrr þekkti. Kannski er hér að
finna ávæning af gamalli og, að því
mig minnir, franskri kenningu um
áhrif landshátta á sálarfar - og
reyndar höfum við sjálf oft leitt
hugann að því hvort tröllskapur í
landslagi, einsemd, vetrarmyrkur
og fleira þesslegt sé ekki bein ávfs-
un á vætta- og draugatrú.
Blanda á staðnum
í annan stað hefur það vissulega
skipt máli á seinni tímum að virtir
íslenskir forystumenn á ýmsum
sviðum voru meira en fúsir til að
„blanda á staðnum" gömlu og nýju
í trú og hjátrú, vísindum og hjávís-
indum, þekkingu og óskhyggju.
Menn stigu út í nútímann með
drauga, huldufólk og útilegumenn í
barnsminni, gripu svo um síðustu
aldamót fegins hendi enskan spírit-
isma (sem gaf samskiptum þeirra
við framliðna virðulegan og hálfvís-
indalegan blæ). Þar á ofan fengu
þeir, einnig fyrir milligöngu Breta,
sem allir litu þá upp til, indverska
endurholdgunarkenningu sér til
útskýringar á réttlátu ranglæti
heimsins.
Frá þessum tíma höfum við Ein-
ar Kvaran, sem var í senn fyrirgefn-
ingarspíritisti og höfundur skáld-
sagna í anda félagslegs raunsæis,
og svo kom Þórbergur Þórðarson
sem hrærði saman í sfna Suður-
sveitarköku öllum heimafengnum
eilífðarverum, meisturum í Tíbet
og svo marxisma og heimsbyltingu.
Héðan í frá er svo leiðin greið til
þeirra alætusiða í yfirnáttúrulegum
málum sem skrásett er í heimilda-
myndinni frönsku: okkur munaði
ekkert um að flytja inn shaman-
isma frá indíánum, mikaelsfræði,
orkustöðvapælingar og svo geim-
verur sem líta út eins og línur eru
lagðar í amrískum bíómyndum og
svo áfram eins og hver vill.
Því meira þeim mun betra?
Við nálgumst það ástand sem
kalla mætti „hver maður sín trú" -
og í furðu mörgum dæmum virðast
menn tilbúnir til að taka allt inn á
sig í einhverjum mæli - gera ekki
upp á milli þjóðlegra drauga og
geimvera, né heldur blómálfa, sem
virðast ættaðir úr úr barnabókum,
og skapara himins og jarðar. Og nú
kemur að því að manni verður ekki
um sel. Þessi opna afstaða til allra
strauma sem yfir ganga hefur sína
kosti, ekki skal því neitað. Hún er
með sínum hætti umburðarlynd og
þar með ólíkleg til að valda óþarfa
deilum um lífeðlisfræði álfa eða
draumatúlkanir Helga Pjeturss.
(Hans menn voru reyndar ekki
mættir til leiks í myndinni frönsku.)
En á hinn bóginn er þessi alætu-
afstaða einum of notaleg og líkist
alltof mikið kaupæði á stórri útsölu
þar sem viðskiptavinir ætla ekki að
missa af neinu. Menn hirða hvað
sem er, fyrirhafnarlítið, að því er
virðist, og í einhverju grunnfærnu
afstöðuleysi og þægindasókn sem
líkist mjög ósköp hvunndagslegri
neysluhyggju. Því meira, þeim mun
betra.
Og umfram allt: Allt á að þjóna
nokkuð svo auðfenginni vellíðan
nú og hér. Allt kemur að haldi sem
vermandi skyndikaffí sálarinnar.
öllu sem er ónotalegt og erfítt hef-
ur verið ýtt til hliðar. Hið illa, sem
menn áður persónugerðu í Satan,
það er einhvern veginn gufað upp í
meinleysu.
Taki menn eftir því til dæmis að
fólska drauganna og sá háski sem
stafaði af hefndarfýsn huldufólks
og við þekkjum svo vel í þjóðsagna-
arfí okkar, eru horfin. Menn semja
fyrir millligöngu sáttasemjara við
huldumenn í steinum um frest til
að þeir flytji sig úr vegi fýrir skurð-
gröfum vegamálastjóra. Ef ein-
hverjir draugar eru með leiðindi
þarf ekki annað en hringja f sér-
fræðing og hann útskýrir fýrir þeim
að þeir séu eitthvað að villast og
sendir þá svo á hraðferð inn í ljósið.
Heimsmyndin á bak við
trúarbragðasafn fjöl-
margra íslendinga er
einmitt þessi: Það eru
allir á leið inn í meira
Ijós og meiri sælu
í hinum besta heimi
allra heima.
Heimsmyndin á bak við trúar-
safn fjölmargra íslendinga er
einmitt þessi: Allir eru allir á leið
inn í meira ljós og meiri sælu í hin-
um besta heimi allra heima. Tilver-
an er næsta einföld og einsleit og
notaleg, bara ef menn gæta þess að
taka við öllu og hafna engu. Slík til-
vera er afskaplega ólík þverstæðu-
fullri og einatt grimmri hvunn-
dagstilveru, eins og hver maður
veit, en það er eitthvað svo ógn
freistandi að vísa svo ónotalegum
samanburði frá sér. f bili.
8
£
E
3
Jón og séra Jón
Engin fréttastofa hefur gengið
harðar fram f því að afhjúpa
margvíslegar ávirðingar þing-
manna en einmitt Stöð 2, en
þegar kemur að hagsmunum
hennar sjálfrar sitja Jón og séra
Jón ekki við sama borð.
Bjöm Bjarnason á vefsínum,
Björn.is, vegna birtingarStöðvar2
á stefnuræðu forsætisráðherra
tveimur dögum áðuren hún var
fiutt.
Flottur Shakespeare
„Þetta er kannski ekki
Shakespeare eins og maður á að
venjast en þetta er Shakespeare
eins og hann á að vera ... Loftfim-
leikarnir voru einstaklega
skemmtilegir og settu alveg sér-
stakan svip á sýninguna."
Leikarinn Sean Connery ÍMorg-
unbiaðinu um isienska uppfærsiu
á Rómeó ogJúiiu f London.
Sean Connery.
Guð í lífríkinu
Hroki þeirra, sem þykjast vera
guð í lífrfkinu, er svo mikill, að
leynifyrirtækið ORF Lfftækni hef-
ur formálalaust hafið ræktun á
erfðabreyttu byggi án nokkurra
sjáanlegra efasemda af hálfu hins
opinbera. Þetta er dæmi um
ástand f ófullveðja ríkjum á botni
þriðja heimsins.
Jónas Kristjánsson á vefs/num,
Jónas.is