Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 Vinnsla á léttsöltuðum þorskflökum hafin á Raufarhöfn LÉTTSALTAÐ: Vinnsla hófst á léttsöltuðum, frystum þorsk- flökum þann 1. október sl. hjá GPG á Raufarhöfn. Gunnar Jónasson, framleiðslustjóri, segir að fólk sé vissulega mjög ánægt að koma aftur til vinnu, en jafnframt hafi verið í því ákveðinn kvíði vegna þess að hér er sé um að ræða allt aðra vinnslu en áður var á Raufar- höfn. Vinnslu á tvífrystum bol- fiskafurðum var hætt á Raufar- höfn í byrjun júlí sl. og ákveðið að hefja vinnslu á léttsöltuðum þorskflökum. Töluverðar breyt- ingar þurfti að gera á vinnsl- unni, m.a. taka út vinnslubún- að og setja annan í staðinn. Þessi vinnsla gengur í stórum dráttum út á að fiskurinn er flakaður með roði og bein- garði. Flökin eru síðan sett í daufan pækil, þarsem þau eru M til 2 sólarhringa, og að því búnu eru þau lausfryst. Þessi vinnsla er ekki ósvipuð því þegar fiskur er nætursaltaður. Stærsti markaður fyrir þessa af- urð er Spánn. Stefnt er að því að vinna úr að minnsta kosti tíu tonnum af hráefni á dag í framtíðinni. Það mun taka dá- lítinn tíma að þjálfa starfsfólk og ná upp afköstum, sem hafa verið 3,9 tonn af hráefni, en stefnt er það því að vinna úr 5 til 6 tonnum. Síðan verða af- köstin aukin stig af stigi.Tutt- ugu starfsmenn hófu störf hjá GPG á Raufarhöfn. Þar af eru ellefu Pólverjar sem hafa unnið í fiskvinnslu á staðnum undan- farin ár og fest þar rætur. Stórfelldar blekkingar gegn fjármálastofnunum Ríkislögreglustjóri hefur ákært 44 ára Reykvíking fyrir að hafa falsað nafnritanir föður síns og tyeggja bræðra á skjöl sem hann notaði í blekkingarskyni gagnvart Sparisjóðabanka ís- lands hf., Lánasýslu ríkisins og Búnaðarbanka íslands. Á grundvelli þessara skjala var hann að setja verðbréf í eigu föður- ins og bræðra sinna - sem ekki vissu um falsanirnar - samtals að andvirði 76 milljóna króna, til tryggingar eigin verðbréfaviðskipt- um en einnig öðrum skuldbinding- um hans sjálfs í þessum þremur fjármálastofnunum. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi Réykjavíkur í morgun. Málið snýst um að maðurinn hafi notað nöfn bræðra sinna og föður ítrekað á skjöl sem sneru að verðbréfum en einnig íbúðum. Tilgangurinn, sam- kvæmt ákæru, var að tryggja kröfur fjármálastofnana vegna viðskipta sem hann hafði gert eða myndi gera við þær um t.d. skiptasamn- inga. Málið snýst um að maðurinn hafi notað nöfn bræðra sinna og föður ítrekað á skjöl sem sneru að verðbréf- um en einnig íbúðum. í einum lið ákæmnnar er mannin- um gefið að sök að hafa falsað nafn- ritun bróður sína á tryggingabréf. Bréfið var til staðfestingar á sam- þykki bróðurins fyrir veðsetningu á fasteign hans á 2. veðrétti, en bréfið, sem var að fjárhæð allt að 12 milljón- ir króna, gaf ákærði út til að tryggja skilvísar og skaðlausar greiðslur allra skuldbindinga hans til Sparisóða- banka Islands hf. í öðru tilfelli falsaði maðurin nafri- ritun föður síns undir handveðs- samning milli föðurins og Búnaðar- bankans. Þar var um að ræða beiðni um eignaflutning til Lánasýslu ríks- ins þar sem óskað var flutnings á allri verðbréfaeign föðurins ffá Lánasýsl- unní til Búnaðarbankans. Sam- kvæmt skjölunum afhenti faðirinn Búnaðarbankanum á grundvelli handveðssamnings verðbréf sín, samtals að markaðsvirði 46 milljónir króna, að handveði til tryggingar öll- um kröfum bankans á hendur ákærða vegna viðskipta hans. -aþ LÍKGJALDSKYLDA: Lesandi DV norðan heiða tók þessa athyglisverðu mynd af opinberu umferðarskilti á Akureyri í sumar. Ekki var það listraent yfirbragð sem vakti athygli hans og ekki heldur hitt að fjárans gjaldskyldunni skyldi Ijúka einmitt við þennan staur. Það sem hins vegar vakti athygli vegfaranda var stafsetning á hinu opinbera skilti. Ef gjaldskyldu- stæði lýkur raunverulega þarna þá ætti það að sjálfsögðu að vera með Ý en ekki I eins og raunin er. Nema gjaldskyldustæði þetta sé bara nauðalíkt einhverju öðru gjaldskyldustæði á Akureyri, sem reyndar er alls ekki ósennilegt. Garðbæingar ATH.! Hef ákveðinn kaupanda að rað- eða einbýlishúsi í nágrenni við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verðhugmynd 30-35 milljónir. Allar nánari upplýsingar gefur Gyða Gerðarsdóttir, sölufulltrúi RE/MAX HAFNARFIRÐI, í s. 820 9510 eða 590 9510. íiyða Gorðarsdóltir sölufulltrúi S. WKJ9510, 820 9S10 gyda@rcrmix is RE/MAX - ÖÐRUVÍSI FASTEIGNASALA w//mK fei T irHV Hafnarfirði Slgurbjnrn Skarpfióðlnssnn, lóíjij fastolguarialf Verðmæti útfluttra sjávarafurða jan. - ágúst 2003 samtals 76,5 milljarðar kr. Landfryst SJ&fryst Saltað Fluoflskur Gémurog MJöl og Hert og slgllngar lýsl annað Þorskurinn 39% af útflutningsverð- mæti sjávarafurða Heildarafli á fiskveiðiárinu sem iauk 31. ágúst si. er áætlaður 1.889 þúsund tonn upp úr sjó, sem er liðlega 274 þúsund tonnum minni heildarafli en árið áður. Loðnuaflinn var 728 þúsund tonn sem er samdráttur um 323 þúsund tonn. Þorskafli, að með- töldum Barentshafsþorski, nam 204 þúsund tonnum sem er um 20 þúsund tonnum minni afli en fisk- veiðiárið 2001/2002. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Samtaka fiskvinnslunnar á aðalfundi hennar á föstudag. Hráefnisverð til fiskvinnslunnar hefur hækkað nokkuð, m.a. 2% á þorski, lækkað um 24% á ýsu vegna mikils framboðs, lækkað um 9% á ufsa, staðið í stað á karfa, lækkað um 3% á rækju, lækkað um 36% á sfld innan og utan fiskveiðilögsögu og lækkað um 10% á loðnu. Á síð- asta fiskveiðiári voru 25% af þorsk- inum seld á innlendum fiskmörk- uðum, 62% af ýsunni, 23% af ufsan- um og um 14% af karfanum. Heild- armagn sem fór um innlenda físk- markaði á síðasta fiskveiðiári var rúmlega 92 þúsund tonn og nam söluverðmæti aflans um 12,3 millj- örðum króna. Þetta er meira magn en árið á undan en hins vegar um- taisvert minna heildarverðmæti vegna hráefnisverðs. Ráðstöfun botnfiskafla til vinnslu innanlands var 62% fyrir áratug en lækkaði fljótlega niður í tæp 60% að meðal- tali á hverju ári. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, sagði að heildarskuldir í sjávar- útvegi hefðu numið í júní um 188 milljörðum króna og hefðu ekki hækkað frá sl. áramótum. Þar af nema skuldir sjávarútvegsíyrir- tækja við innlendar fjármálastofn- anir liðlega 137 milljónum króna. Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam á sl. ári tæplega 130 milljörð- um króna og hafði aukist um 8 milljarða króna frá árinu á undan. Afurðir Iandfrystingar voru tæplega 44 milljarðar króna og sjófrystingar liðlega 22 milljarðar, útflutnings- verðmæti salfisks 23 milljarðar króna, flugfisks tæplega 9 milljarð- ar króna, gáma og siglinga 6 millj- arðar króna, mjöls og lýsis 22 millj- arðar króna og annað, mest hertir þorskhausar, skreið og lagmeti, lið- lega 5 milljarðar króna. Þorskurinn vegur um 39% af útflutningsverð- mæti sjávarafurða. „Alþjóðlegur samanburður og aukin samkeppni milli fyrirtækja, án tillits til landamæra, vegur sífellt þyngra. Ógnanir og tækifæri í ís- lenskum sjávarútvegi taka mið af þessari þróun. Öflugur sjávarútveg- ur, sem byggist á skynsamlegri nýt- ingu fiskistofna mun, eins og áður, ráða mestu um velsæld og framfar- ir hér á landi," sagði Arnar Sigur- mundsson. ggts.dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.