Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Qupperneq 12
72 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003
Útlönd
Heimurirm í hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Suu Kyi sleppt þegar við á
STOFUFANGELSI: Baráttukon-
unni Aung San Suu Kyi, leið-
toga stjórnarandstöðunnar í
Burma, verður ekki sleppt úr
stofufangelsi fyrr en við á, að
því er aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins sagði í blaðavið-
tali í morgun.
Ummæli aðstoðarráðherrans
birtust á sama tíma og forsæt-
isráðherra Burma, Khin Nyunt,
lagði upp í ferð til Indónesíu
þar sem hann mun sitja fund
leiðtoga annarra ríkja í Suð-
austur-Asíu. Ekki er búist við að
herforingjastjórnin í Burma
verði gagnrýnd beint á þeim
fundi.
Hin 58 ára gamla Suu Kyi var
flutt á heimili sitt í september-
lok en þá hafði hún verið í
haldi frá því í maílok.
Fiskveiðibrot
GRÆNLAND: Skipstjóri
spænsks togara hefur verið
sektaður um 60 þúsund dansk-
ar krónur fyrir ólöglegar fisk-
veiðará Grænlandsmiðum.
Togarinn var færður til hafnar á
föstudag, meðal annars fyrir
ólöglegt brottkast afla.
Það var áhöfn varðskipsins
Triton sem uppgötvaði brot
spænsku sjómannanna.
Bandaríkin hvetja til stillingar:
Sýrlendingar
í vitlausu liði
Bandarísk stjórnvöld hvöttu
deilendur fyrir botni Miðjarðar-
hafs til að sýna stillingu eftir að
ísraelskar herflugvélar gerðu
loftárásir í Sýrlandi til að hefna
fyrir sjálfsmorðsárás Palestínu-
manna í Haifa á laugardag. Við
það tækifæri sökuðu Banda-
ríkjamenn Sýrlendinga um að
vera í vitlausu liði í stríðinu
gegn hryðjuverkamönnum.
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman til neyðarfundar í gær,
að beiðni sýrlenskra stjórnvalda
sem sögðu að árásir ísraela ógnuðu
friði og öryggi, ekki aðeins í þessum
heimshluta heldur einnig í heimin-
um öllum. Israelar höfðu ekki gert
árásir jafnlangt inn í Sýrland í þrjá-
tfu ár. Þeir sögðust sjálfir hafa ráð-
ist á þjálfunarbúðir fyrir palest-
ínska hryðjuverkamenn og að um
sjálfsvörn hefði verið að ræða.
Ráðamenn íWashington sögðust
ekki myndu styðja ályktun Sýrlend-
inga þar sem árásin var fordæmd
vegna þess að í henni var ekki
minnst einu orði á sjálfsmorðsárás
palestínskrar konu á veitingastað í
Haifa á laugardag þar sem nítján
ísraelskir borgarar fórust.
Frekari skoðun
Sýrlensk stjórnvöld vildu að þeg-
ar yrði gengið til atkvæða um álykt-
unina en Bandaríkjamenn, sem
hafa neitunarvald í Óryggisráðinu,
sögðu að hún þyrfti frekari skoðun-
ar við. Aðrir stjórnarerindrekar
sögðu að ekkert yrði aðhafst í dag,
mánudag, þar sem gyðingar halda
upp á Yom Kippur trúarhátíðina.
„Bandaríkin telja að Sýrland sé í
vitlausu liði í stríðinu gegn hryðju-
verkum," sagði John Negroponte,
sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.
Bandarísk stjórnvöld hafa iengi
krafist þess að Sýrlendingar láti af
stuðningi sínum við hópa sem
vestan hafs er litið á sem hryðju-
verkahópa. Sýrlensk stjórnvöld
hafa neitað öllum ásökunum í þá
veru.
George W. Bush Bandarfkjafor-
seti frétti ekki af loftárásum ísraela
fyrr en nokkrum klukkustundum
eftir að þær væru gerðar. Hann
hringdi þá í Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra fsraels, og hvatti deilend-
ur til að halda að sér höndum.
„Allt í einu heyrðum við
hræðilega sprengingu.
Við sáum reykinn koma
út úr veitingastaðnum.
Fjölskyldur voru látnar
við borðin. Þarna voru
börn án útlima," sagði
Navron Hai.
ítrekuð ofbeldisverk hafa sett svo-
kallaðan Vegvísi að friði, sem
Bandaríkin og önnur stórveldi
standa að, út af sporinu. Þar er
kveðið á um stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna á Vesturbakkanum
og Gaza árið 2005.
Gyðingar og arabar
Sjálfsmorðsárásin í Haifa á laug-
ardag, þar sem nítján fórust, var
gerð á vinsælan veitingastað við
sjávarsíðuna, þar sem gyðingar og
arabar höfðu unnið saman í áratugi.
Staðurinn var rekinn af kristinni
arabaijölskyldu og gyðingafjöl-
skyldu.
„Allt í einu heyrðum við hræði-
lega sprengingu. Við sáum reykinn
koma út úr veitingastaðnum. Fjöl-
skyldur voru látnar við borðin.
Þarna voru börn án útlima," sagði
Navron Hai sem átti leið hjá í bíl
sínum þegar sjálfsmorðsliðinn
tendraði sprengju sína.
Samtökin Heilagt stríð íslams
hafa lýst tilræðinu á hendur sér.
Neyðarástand
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, lýsti yfir neyðarástandi á
palestínsku heimastjórnarsvæðun-
um og féllst á tilnefningu átta
manna neyðarstjórnar Ahmes
Quries sem hefur verið tilnefndur
forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar.
Um þrjátíu erlendir friðarsinnar,
þar á meðal Viðar Þorsteinsson,
stjórnarmaður félagsins fsland-Pa-
lestína, komu sér fyrir við höfuð-
stöðvar Arafats í Ramallah í gær til
að hindra að ísraelar gerðu alvöru
úr þeim hótunum sínum að Qar-
lægja Arafat, eins og þeir hafa kall-
að jíað.
Palestínskur embættismaður
sagði að tveir varðmenn hefðu
særst í loftárásum ísraelsku flugvél-
anna á búðir Alþýðufylkingarinnar
til frelsunar Palestínu (PFLP). Emb-
ættismaðurinn sagði að þar færi
engin þjálfun fram en sagði ekki til
hvers búðirnar væru notaðar.
VOÐAVERK í HAIFA: fsraelskir lögreglu-
þjónar kanna verksúmmerki á vinsaelum
veitingastað í Haifa þar sem palestínskur
sjálfsmorðsliði sprengdi sjálfan sig á laug-
ardag og varð nítján gestum að bana,
börnum og fullorðnum.
Frambjóðandi Pút-
íns vann stórsigur
Fyrrum múslímaklerkur sem
naut stuðnings ráðamanna í
Moskvu vann yfirburðasigur í
forsetakosningunum í
Tsjetsjeníu um helgina.
Fréttaskýrendur efast þó um
að friður komist á í landinu.
Akhmad Kadírov hafði fengið
82,5 prósent atkvæða þegar búið
var telja rúmlega helming og ekki
útlit fyrir að það breyttist mikið,
að sögn Itar-Tass fréttastofunnar.
Allir raunverulegir keppinautar
Kadírovs höfðu dregið framboð
sín til baka fyrir atkvæðagreiðsl-
una. Uppreisnarmenn í Tsjetsj-
eníu lýstu kosningarnar mark-
lausar og sögðust berjast áfram.
AUÐVELDUR SIGUR: Akhmad Kadírov
vann auðveldan sigur ÍTsjetsjenlu í gær,
enda eini frambjóðandinn að heita má.
Robin Cook birtir kafla úr dagbók sinni:
Sakar Blair um lygi
Breska forsætisráðuneytið vísar
á bug staðhæfingum þess efnis
að Tony Blair hafi verið kunn-
ugt um að lítil hætta stafaði af
írökum áður en innrásin var
gerð síðastliðinn vetur.
Robin Cook, fyrrverandi ráð-
herra í stjórn Blairs, greinir frá því í
nýrri bók að Tony Blair hafi verið
fullkunnugt að Irakar hefðu ekki yf-
ir að ráða gjöreyðingarvopnum
sem hægt væri að beita með þriggja
stundarfjórðunga fyrirvara.
Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, sagði ítrekað að her Sadd-
ams Husseins gæti beitt vopnum
ROBIN COOK: Heldur því fram að Blair hafi
tekið undir þá skoðun að Bretum stafaði
ekki hætta af her Saddams Hussein.
með fyrrgreindum hraða og vitnaði
þar til breskrar skýrslu sem birt var
fyrir ári.
Breska blaðið The Sunday Times
birti útdrætti úr bók Cooks í gær.
Cook heldur því fram að Tony Blair
hafi viðurkennt fyrir sér að lítil
hætta stafaði af frökum um hálfum
mánuði fyrir innrásina. John Scar-
lett, yfirmaður samræmdrar leyni-
þjónustunefndar, hafi gert slíkt hið
sama.
Talsmaður breska forsætisráð-
herrans segir fullyrðingar Cooks úr
lausu lofti gripnar.
4