Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Side 10
70 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003
MIÐBORGIN: Horft úr lofti inn yfir Reykjavíkurhöfn og miðborgina. Hægra megin blasir við svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa tónlistarhús og fleiri byggingar. Nær miðbænum er líka stórt svæði sem talið er hægt að byggja á, en
vandamálið er Geirsgatan sem sker svæðin I sundur.
Arkitektar fagna áhuga Landsbankans á miðbænum:
Vítamínsprauta
fyrir miðborgina
Áhugi Landsbanka fslands á að
byggja nýjar höfuðstöðvar í
miðbæ Reykjavíkur eru taldar
af mörgum arkitektum bestu
fréttir sem komið hafa um mið-
bæinn í langan tíma.
Trausti Valsson, arkitekt og
skipulagsfræðingur, telur að ósk
Landsbankans um nýja lóð undir
höfuðstöðvar sínar í miðbæ
Reykjavíkur muni hleypa nýju lffi í
umræðuna um miðbæinn. Hug-
myndin sé mjög snjöll og spenn-
andi og gefi m.a. möguleika á að
tengja þetta umræðunni um tón-
listarhús við höfnina. Verkefnið
sem slíkt, að koma fyrir 10 þúsund
fermetra byggingu Landsbankans á
fjórum hæðum í miðbænum, sé
líka mjög ögrandi fyrir arkitekta.
Ekki er þó talið mögulegt að byggja
slíkt hús sem turnbyggingu vegna
aðflugsins á Reykjavíkurflugvöll.
Pétur Ármannsson arkitekt segir
áhuga Landsbankans á að byggja á
þessu svæði mikil gleðitíðindi. -
„Ég fagna því mjög eindregið að
einkafyrirtæki sé reiðubúið til að
fjárfesta f skrifstofuhúsi í miðbæ
Reykjavíkur. Þetta gæti sannarlega
orðið vítamfnsprauta fyrir þetta
svæði. Það þarf líka að bregðast við
því og standa þannig að skipuiagi
að slfkar byggingar geti átt sér
stað.“
Pétur hefur gagnrýnt mjög þá
samkeppnistillögu um tónlistarhús
við höfnina sem hlaut fyrstu verð-
laun fyrir tveim árum. Hann dregur
stórlega í efa að sú tillaga sé nothæf
lengur þar sem margar forsendur
hafi breyst síðan hún var gerð. Auk
þess geri sú tillaga ekki ráð fyrir að
skipulagi gatnakerfisins á svæðinu
verði breytt sem þýðir að tónlistar-
húsið yrði skorið úr tengslum við
miðbæinn líkt og hafnarsvæðið er í
dag.
„Ég ætla sannariega að vona að
sú tillaga verði endurskoðuð eða
lögð á hilluna og byrjað út frá öðr-
um forsendum."
Ég fagna því mjög ein-
dregið að einkafyrir-
tæki sé reiðubúið til að
fjárfesta í skrifstofu-
húsi í miðbæ Reykjavík-
ur. Þetta gæti sannar-
lega orðið vítamín-
sprauta fyrir þetta
svæði.
- Er hægt að tengja saman skipu-
lagslega nýja byggingu fyrir Lands-
banka og byggingu tónlistarhúss?
„Ég var einmitt að benda á það í
mínum málflutningi að í stað þess
að líta á tónlistarhúsið sem eina
risabyggingu þá bæri að líta á þetta
svæði í heild sem nýjan miðborgar-
hluta. Þar gæti einmitt verið svig-
rúm fyrir ýmiss konar starfsemi og
ýmiss konar fyrirtæki að reisa sín
15 ÞÚSUND FERM.HÚS
Reiknað er með að samanlögð
stærð tónlistarhúss og ráðstefnu-
miöstöðvar verði um 15.000 fer-
metrar. Byggingin á m.a. að rúma:
1.500 manna tónleikasal (háum
gæðaflokki
Allt aö 750 manna sérhannaðan
ráðstefnusal
Æfinga- og tónleikasal sem rúmi
allt að 450 manns og geti einnig
nýst til ráðstefnuhalds
Aðstöðu listamanna og skrifstofur
Sinfóníuhljómsveitar fslands
16 minni fundarsali sem taki
400-500 manns í sæti
Þjónustu-, stoð- og tæknirými.
hús - með öðrum orðum skipulag
þess eðlis að það væri hægt að laga
það að þeim áhuga sem fyrir hendi
er á hverjum tíma - nýta þá miklu
fjárfestingu sem tónlistarhúsið
verður í það að skapa forsendur
fyrir annarri uppbyggingu í kring-
um það og þá mjög gjarnan svona
banka. Mér finnst þetta vera mikil
gleðitíðindi því það hefúr verið til-
hneiging hjá stórfyrirtækjum að
flytja starfsemi sína úr miðborg-
inni."
Best kosturinn
Pétur Ármannsson segir að
hvergi sé hægt að útvíkka miðborg
Reykjavíkur f beinum tengslum við
aðalgönguás hennar á jafn auð-
veldan og aðgengilegan hátt og
akkúrat á svæði fyrirhugaðs tónlist-
arhúss. Forsendan fyrir því er sú að
hægt sé að ganga á jafnsléttu beint
úr miðborginni og helst eftir skjól-
sælli göngugötu alveg út á enda
torgsins - þá án þess að þurfa að
fara um einhver undirgöng, brú
eða hlaupa yfir fjögurra akreina
hraðbraut sem væri óviðunandi
skipulagslausn.
Hægt að tvöfalda byggð í
Kvosinni
„Ef Geirsgatan yrði sett í undir-
göng og svæðið frá Ingólfsgarði að
miðborginni yrði nýtt með þeim
þéttleika sem er annars staðar í
kvosinni þá yrði hægt að tvöfalda
byggingamagnið í Kvosinni. Þannig
yrði hægt að koma fyrir nokkrum
10 þúsund fermetra Landsbanka-
byggingum og líka tónlistarhúsi."
- En er ekki mjög dýrt að setja
Geirsgötuna í stokk?
„Þetta mál hefur eingöngu verið
reiknað út frá tilkostnaði við gatna-
gerð, en það hefur aldrei verið
reiknað inn í breytuna hver ávinn-
ingurinn er í raun fyrir miðborgina.
Ég vil meina að framtíðar-vaxtar-
möguleiki miðborgarinnar standi
og falli nánast með því að þessu
verði breytt. Því finnst mér nokkru
til kostandi.
Dýrmætasta land sem til er
Þarna eru trúlega dýrustu fer-
metrar á íslandi, sérstaklega eftir
að búið verður að fjárfesta f nýju
tónlistarhúsi.
Ef Geirsgatan yrði sett í
undirgöng og svæðið
frá Ingólfsgarði að mið-
borginni yrði nýtt með
þeim þéttleika sem er
annars staðar í Kvos-
inni þá yrði hægt að
tvöfalda bygginga-
magnið.
Ég skil það mjög vel að Lands-
bankinn vilji setja sig niður akkúrat
á þessum stað. Þetta er trúlega dýr-
mætasta land sem til er. Ef ekki er
arðbært að nýta þetta land þá veit
ég ekki hvar slflct land er fyrir
hendi."
- Er ekki líka lykillinn að þessu að
með byggingum á svæðinu takist
að búa til skjólsælli miðborg?
„Jú, og það gerist með því að
koma með góða og vandaða út-
færslu á þessu svæði sem nýjum
borgarhluta - ekki sem einstakri
byggingu heldur borgarhluta með
götum og torgum og sem greiðust-
um tengingum við gönguásinn sem
liggur frá Ingólfstorgi og upp
Laugaveg."
Trausti Valsson tekur undir að
vandinn við tónlistarhúsið við
höfnina sé ekki síst tenging þess við
miðbæinn. Nú skeri vegur þetta
svæði í sundur og hugmyndir hafa
verið uppi um að aðgengi að tón-
listarhúsi yrði um göng undir veg-
inn. Þetta telur Trausti óraunhæft
og ekki aðlaðandi að koma að slflcri
byggingu um dimm undirgöng.
Setur umræðuna á fullt
Hugmynd Landsbankans setur á
fullt umræðu um að finna nýja
lausn á umferð um Geirsgötu. Hætt
var við áform sem byrjað var á að
framkvæma á sínum tíma með vegi
yfir hafnarsvæðið um aðra hæð
Tollstöðvarhússins og tengingu inn
á Mýrargötu.
Trausti hefur m.a. viðrað hug-
myndir um að leggja veginn í stokk
við Miðbakka, fyrir framan Hafnar-
húsið og í gegnum slippsvæðið og á
fyllingu út í sjó þar fyrir vestan.
Þannig verði til mjög verðmætt
byggingarland sem samtengt er
miðbænum. Hann viðurkennir þó
að slflc lausn sé mjög dýr í fram-
kvæmd.
„Þetta er trúlega dýr-
mætasta landsem til
er. Efekki er arðbært
að nýta þetta land þá
veit ég ekki hvar slíkt
land er fyrir hendi."
Einn þáttur í þessu er einmitt
slippsvæðið, en annar áfangi sam-
keppni um það svæði verður
kynntur á næstu vikum. Ekki er
ljóst hvort Mýrargatan muni, sem
framhald af Geirsgötu, í þeim til-
lögum áfram skera væntanlegt nýtt
hverfi á slippsvæðinu frá miðbæn-
um. hkr@dv.is