Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Side 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003
OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRfTSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys-
ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Lífríki Norðursjávar talið
að hruni komið
- frétt bls. 4
Stórfelldar hækkanir
iðgjalda
- frétt bls. 6
Wesley Clark fjárvana
en sigurstranglegur
- Heimsljós bls. 8
Þrungin hamslausum
ástríðum
- Menning bls. 15
Þora að vera öðruvísi
- Tilvera bls. 16-17
Bíó og sjónvarp
- Tilvera bls. 26-27
Brotnaði á báðum
í reiðikasti
Toni Lynn Lycan, 44 ára kona frá
Ridgefield í Bandaríkjunum, varð
fyrir því óláni á dögunum að
fótbroma á báðum í reiðikasti þeg-
ar hún stappaði harkalega niður
fótum í íbúðinni sinni í þeim til-
gangi að láta í ljós óánægju sína
með hávaðann í hljómflutnings-
tækjum nágrannans á neðri hæð-
inni.
Lycan byrjaði á þvf að hrópa á
nágrannann um að lækka í hljóm-
flutningstækjunum en hann brást
við með því að hækka enn meir.
Hún greip þá úl þess ráðs að
stappa í gólfið en á móti greip
nágranninn sópinn og barði skaft-
inu upp í loftið af öllum kröftum.
Það varð til þess að Lycan missti
stjóm á skapi sínu og tók nú að
hoppa eins og vidaus væri þangað
tii báðir fætur gáfu undan og brotn-
uðu rétt fyrir neðan hné.
Stukku út úr bíl á ferð
Ný sókn
KIRKJA: Stofnfundur Grafar-
holtssóknar verður haldinn í
Ingunnarskóla annað kvöld.
Mörk nýju sóknarinnar eru Mos-
fellsbær og Reykjavík að norð-
an, Reynisvatnsheiði að austan
og suðaustan, mörk golfvallar
Reykjavíkur að sunnan og Vest-
urlandsvegur að vestan. Grafar-
holtsprestakall verður formlega
stofnað næsta sumar.
LÖGREGLA; Tveir unglingspiltar
voru handsamaðiraðfaranótt
sunnudagsins eftir ofsaakstur.
Samkvæmt dagbók lögreglunn-
ar óku piltarnir sem leið lá eftir
Vesturlandsvegi og beygðu síð-
an inn á Sæbraut. Lögreglu
barsttilkynning um að bifreið
piltanna væri á ofsahraða og
fóru lögreglumenn þegará
vettvang. Piltarnir gerðu sér
hins vegar lítið fyrir og stukku út
úr bílnum á ferð á Sæbraut og
lögðu á flótta. Bíllinn hafnaði á
Ijósastaur. Mildi þykir að enginn
skyldi slasast. Lögregla náði pilt-
unum skömmu síðar. Kom þá í
Ijós að ökumaðurinn var bíl-
prófslaus og er grunaður um að
hafa verið undir áhrifum vímu-
efna við aksturinn. Farþeginn er
14áragamall.
Haldið til haga
Með grein um konukvöld í
Debenhams í blaðinu í gær
birtist röng mynd, vegna
tæknilegra mistaka. Hér kemur
sú rétta. I forsvari sýningarinn-
ar voru Bryndís Hrafnkelsdóttir,
framkvæmdastjóri Deben-
hams á íslandi, og AnnaToher
stílisti. Hjá henni er hægt að
panta tíma og fá góð ráð varð-
andi fataval og förðun.
18 ára piltar í átökum - árásarmaðurinn situr inni fyrir hnífaárás:
Blindur á auga eftir
árás með gaadabelti
18 ára piltur hefur ekki sjón á
öðru auga eftir að hann var
sleginn með gaddabelti í Keilu-
höllinni í janúar síðastliðnum.
Árásarmaðurinn kom fyrir dóm
í gær en hann er ákærður fyrir
stórfellda líkamsárás. Pilturinn
kom í fylgd fangavarða enda af-
plánar hann 18 mánaða fang-
elsisdóm fyrir aðra árás.
í fyrra sakamálinu stakk hann
pilt í bakið með hnífi á knatt-
spyrnuvelli við Háaleitisbraut á sfð-
asta ári. Þar var hann einnig sak-
felldur fýrir að hafa haft samræði
við stúlku sem var undir 13 ára
aldri.
Pilturinn sem er ákærður hefur
borið því við að sá sem hann barði
hafi verið að ógna sér og félaga sín-
um. Vitni bera að þolandinn hafi
verið sleginn með gaddabelti en
ágreiningur er um hver það var
sem það gerði en ákærði neitar að
hafa slegið með öðru en hnefa.
Ríkissaksóknari ákærir árás-
armanninn fyrir að hafa slegið þol-
andann nokkur högg í andltið með
gaddabelti „eða“ með krepptum
hnefa. Afleiðingarnar urðu þær að
pilturinn hlaut 2 cm langt sár og
marðist og bólgnaði kringum
vinstra auga. Æða- og sjónhimnur
sködduðust þannig að af hlaust
sjónskerðing sem er svo mikil að
Ríkissaksóknari ákærir
árásarmanninn fyrir að
hafa slegið þolandann
nokkrum höggum í
andlitið með gadda-
belti „eða" með kreppt-
um hnefa.
kalla má blindu á öðru auga.
Pilturinn fer fram á að árás-
armaðurinn greiði honum 2 millj-
ónir króna í miskabætur.
Ákærði, sem afplánar refsidóm
fyrir hnífstungu og kynferðisbrot á
Kvíabryggju, hefur átt erfitt upp-
dráttar hér á landi enda hefur hann
talað takmarkaða íslensku þar sem
hann er af asískum uppruna. Hann
er nú ákærður fyrir að ráðast á ís-
lenskan pilt en situr inni fyrir að
stinga pilt af sama uppruna og hafa
kynferðismök við frænku sína.
ottar@dv.is
Námsbækur og kjólar
með í farteskinu
BROTTFÖR: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Erna Guðlaugsdóttir ferðbúnar um fimmleytið í morgun. Guðlaugur Björgvinsson, faðir
Ernu, snarar farangrinum í bílinn. DV-myndirGVA
Ragnhildur Steinunn Jónsdótt-
ir, ungfrú ísland, og Erna Guð-
laugsdóttir, ungfrú Reykjavík,
flugu til Finnlands í morgun til
að taka þátt í keppninni Ungfrú
Norðurlönd.
„Ferðin leggst mjög vel í mig og
undirbúningur hefur gengið vel.
Þessi keppni er minni í sniðum en
Ungfrú Evrópa og þetta verður allt
miklu afslappaðra. Við fáum að
skoða okkur vel um í Finnlandi,
fara á hestbak og gera fleira
skemmtilegt. Þetta verður meira
eins og frí miðað við Evrópukeppn-
ina,“ segir Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, ungfrú fsland, sem lagði
land undir fót um sjöleytið og hélt
utan ásamt ungfrú Reykjavík, Ernu
Guðlaugsdóttur.
„Við ætlum að nota frí-
stundirnar til að lesa og
svo skemmtilega vill til
að við erum að hluta til
í sömu fögum og getum
því borið saman bækur
okkar," segir Ragnhild-
ur Steinunn.
Ragnhildur Steinunn og Erna eru
báðar háskólastúdentar og því eru
námsbækur innan um kjóla og
annan búnað sem fegurðardrottn-
ingar þurfa að hafa meðferðis.
Ragnhildur Steinunn er á öðru ári í
sjúkraþjálfun og Erna er á fjórða ári
í læknisfræði. „Við ætlum að nota
frístundirnar til að lesa og svo
skemmtilega vill til að við erum að
hluta til í sömu fögum og getum því
borið saman bækur okkar," segir
Ragnhildur Steinunn.
Þess utan tóku stúlkurnár með
sér skyr, harðfisk og flatkökur.
Vonandi kemur þessi þjóðlegi
matur að notum á örlagastundu.
Keppin um titilinn Ungfrú Norð-
urlönd fer fram í aldagömlum kast-
ala sem kallast Vanajanlinna, og er
skammt utan við borgina
Hameenlinna. Ragnhildur Stein-
unn kveðst vona að dómarar leggi
annað til grundvallar en gert var í
keppninni um Ungfrú Evrópu, sem
fram fór í París í síðasta mánuði.
„Mér finnst líklegt að þeir dæmi
meira eftir karakter og verði á per-
sónulegri nótum. Dómararnir í
París kynntust okkur lítið, enda
fengum við aðeins fjögurra mín-
útna viðtal. Vonandi fáum við að
vera meira við sjálfar í þessari
keppni," segir Ragnhildur Stein-
unn.
Þær stöllur eru ekki einu fulltrúar
þjóðarinnar sem keppa í fegurðar-
samkeppni um þessar mundir því
þeir Sverrir Kári Karlsson, herra ís-
land, og Jón Björgvin Hermanns-
son, sem varð í öðru sæti í keppn-
inni, eru nú staddir í Helsinki þar
sem þeir keppa um titilinn Herra
Norðurlönd. arndis@dv.is