Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 10
1 0 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Segist ekki vera leyniskytta RÉTTARHÖLD: John Muhammad sagðist í gær ekki tengjast leyniskyttumorðunum í Washington DC og nágrenni á síðasta ári. Hinn 42 ára Muhammad og 18ára félagi hans, Lee Maivo, eru grunaðir um að hafa myrt tíu manns á þriggja vikna tímabili í október 2002. Réttarhöid yfir Muhammad fara nú fram íVirginíu og er hann sinn eigin verjandi. „Gögnin munu sýna að ég hafði ekkert með þessa glæpi að gera," sagði Muhammad fyrir réttinum. Ef Muhammad verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér ann- að hvort líflátsdóm eða ævi- langt fangelsi, án möguleika á reynslulausn. Stefnir heim BÓLIVÍA: Gonzalo Sanchez de Lozado, sem hrökklaðist af for- setastóli í Bólivíu um helgina vegna uppreisnar indíána gegn markaðshyggjustefnu hans, hét því í gær að snúa aft- ur til heimalandsins og taka á ný þátt í stjórnmálum. Hátt í áttatíu manns féllu í uppreisn- inni. Lozado og fjölskylda flúðu til Bandaríkjanna. Blóðbað á Gaza-svæð Að minnsta kosti tíu féllu í fimm árásum ísraelskra orrustuþotna og árásarþyrlna ísraelskar orrustuþotur og árás- arþyrlur gerðu í gær fimm grimmilegar árásir á byggingar og bíla á Gaza-svæðinu með þeim afleiðinum að að minnsta kosti tíu manns féllu og meira en hundrað slösuðust. f blóðugustu árásinni, sem gerð var í gærkvöld, féllu að minnsta kosti sjö manns þegar ísraelskar árásarþyrlur skutu tveimur flug- skeytum að bíl í Nusseirat-flótta- mannabúðum, á miðju Gaza- svæðinu. Talið er að allt að 75 manns hafl þar að auki slasast f árásinni. Að sögn sjónarvotta skutu árás- arþyrlurnar þremur flugskeytum að bifreið á aðalgötu búðanna með þeim afleiðingum að tveir þekktir Hamas-liðar, sem voru í bílnum, létust, auk fimm vegafarenda. Að sögn talsmanns ísraelska hersins voru mennirnir í bílnum á flótta eftir að hafa gert misheppn- aða tilraun til þess að rjúfa landa- mæragirðingu í nágrenni flótta- mannabúðanna. I frétt ísraelsku sjónvarpsstöðv- arinnar, Rásar tíu, sagði þó að eng- inn skæruliði hefði verið meðal hinna látnu og fuliyrt að árásin hefði verið gerð fyrir mistök. Haft er eftir íbúa flóttamanna- búðanna að einn hinna látnu hafi verið læknir sem var að sinna særð- um úr fyrri árás þegar hann lést. Fyrirsátsins hefnt Svo virðist sem árásirnar í gær hafi verið gerðar til þess að hefna fyrirsátsins í nágrenni bæjarins Ramallah á Vesturbakkanum á sunnudaginn en þar féllu þrír ísra- elskir hermenn þegar palestínskir skæruliðar al-Aqsa herdeildarinnar hófu skothríð á ísraelska eftirlits- sveit. Þá var einnig að minnsta kosti átta heimatilbúnum sprengjuflaugum skotið frá Gaza- svæðinu á skotmörk innan ísraels en þær munu aðeins hafa valdið litlum skaða á mannvirkjum. Palestínsk stjórnvöld hafa for- dæmt aðgerðirnar í gær og ítrekað kallað eftir vonahléi, en Saeb Er- ekat, aðalsamningamaður Palest- ínumanna, lýsti atburðunum í gær sem þeim blóðugustu og hættuleg- ustu í mörg ár um leið og hann kall- aði eftir alþjóðlegri íhlutun til þess að stöðva blóðbaðið. Að venju sögðu ísraelar að- gerðirnar hluta af því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum en árásirnar í gær voru þær öflugustu síðan í apríl sl. þegar níu manns féllu í flugskeytaárásum á Gaza- borg. Þrjár árásir á fjórum tímum Fyrstu þrjár árásirnar í gær voru gerðar á innan við fjórum klukku- stundum, sú fyrsta um kiukkan átta að staðartíma í gærmorgun þegar F-16 orrustuþotur gerðu árás á byggingu í Shajaiya-hverfi rétt austur af miðborg Gaza nálægt ífrétt ísraelsku sjón- varpsstöðvarinnar, Rásar tíu, sagði þó að enginn skæruliði hefði verið meðal hinna látnu og fullyrt að árásin hefði verið gerð fyrir mistök. Nusseirat-flóttamannabúðunum. Þar var tveggja hæða bygging, sem ísraelski herinn segir að hafa hýst vopnaverksmiðju, lögð í rúst. Að sögn palestínskra stjórnvalda munu að minnsta kosti 25 manns hafa slasast í árásinni og þar af fjög- ur börn og einn sjötugur karlmað- ur. Þremur klukkustundum síðar skutu ísraelskar árásarþyrlur tveimur flugskeytum að flutninga- bíl í miðborg Gaza með þeim af- leiðingum að tveir Hamas-liðar sem voru í bílnum og einn gang- andi vegfaranda létust auk þess sem sjö nærstaddir slösuðust. Þriðja árásin var gerð tæpri klukku- stund sfðar þegar árásarþyrla gerði flugskeytaárás á bóndabýli í ná- grenni Shajaiya. Ekki hafði verið til- kynnt um mannskaða í árásinni en byggingar voru lagðar í rúst. Eftir nokkurra klukkustunda hlé var árásum haldið áfram í gærköld með áðurnefndri árás í Nusseirat- flóttamannabúðunum. Fimmta og síðasta árás gærdags- ins var svo gerð á sömu byggingu og í fyrstu árásinni og munu að minnsta kosti ellefu manns hafa særst. Díana prinsessa óttaðist morðsamsæri: Drottning var andvíg ástar- sambandi Karls og Camillu Filippus drottningarmaður á Englandi sagði Díönu prins- essu að hann og drottningin væru andvíg ástarsambandi Karls ríkisarfa og Camillu Parker-Bowles. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur með réttu ráði myndi fara frá þér fyrir Camillu,“ sagði Fil- ippus í bréfi sem hann skrifaði tengdadóttur sinni sumarið 1992. Breska blaðið Daily Mirror seg- ir frá þessu í morgun og hefur eft- ir Paul Burrel, fyrrum bryta Díönu. Blaðið birtir kafla úr væntanlegri bók brytans um ÓTTAÐIST SAMSÆRI: Díana prinsessa hafði áhyggjur af því að sviðsetja ætti bílslys þar sem hún myndi slasast alvar- lega eða farast. þessar mundir. Blaðið sagði frá því í gær að tíu mánuðum áður en Díana fórst í hörmulegu bflslysi í París hefði hún skrifað Burrel og lýst ótta sínum yfir því að átt yrði við bremsurnar á bíl hennar. „Þessi kafli lífs míns er mjög hættulegur," sagði prinsessan í bréfinu. Díana nafngreindi ákveðinn mann sem hún sagði að væri að skipuleggja óhapp á bfl hennar, „bremsubilun og alvarleg höfuð- meiðsli", eins og þar stendur. Þetta átti gera til þess að Karl gæti gengið að eiga Camillu. Tony Blair líklega til Norður-írlands í dag Svo virðist sem Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hafi náð sér að fullu eftir veikindin á sunnu- daginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundúnum vegna óreglulegs hjartsláttar og var hann væntanlegur til fullrar vinnu í morgun, eins og venjulega, að sögn talsmanns forsaetisráðuneytisins. Læknar höfðu ráðlagt Blair að taka sér hvfld frá störfum í gær en hann mætti þó eins og venjulega á skrifstofu sína í Downingstræti og dvaldi þar bak við skrifborðið allan daginn. Þá er búist við að Blair haldi til Norður-írlands í dag, en þar virðist samkomulag hafa náðst milli deilu- aðila sem felur í sér frekari afvopn- um írska lýðveldishersins, IRA, og TONY BLAIR: Blair virðist hafa náð sér að fullu eftirveikindin. boðun kosninga þann 26. nóvem- ber sl., en heimastjórnin var leyst upp í fyrra eftir að upp komust njósnir IRA f höfuðstöðum þingsins f Stormont.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.