Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Síða 17
76 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER2003 + ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 TILVERA 17 Tilvera Fólk ■ HeimHið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813-550 5810 Victoria hætt við að verða hipphoppari HIPPHOPP: Victoria Adams og Beckham, fyrrum kryddpía og núverandi fótboltafrú, hefur lagt alla drauma um að verða hipphoppstjarna á hilluna og ætlar þess í stað að einbeita sér að fjölskyldunni og halda sig við popptónlistina. Bresk blöð hafa að undanförnu eytt miklu plássi í getsagnir um erfiðleika í hjónabandi þeirra Beckhamanna, Davids og Vict- oriu. Þau hafa að sjálfsögðu mótmælt öllu slíku tali hástöf- um.Victoria hefurað undan- förnu verið á sífelldum þeyt- ingi milli Madrídar á Spáni, þar sem David sparkar bolta, og New York þar sem hipphopp- gúrúinn Damon Dash hefur verið að reyna að gera úr henni stjörnu. Nú er Ijóst að sú samvinna er á enda, í bili að minnsta kosti. Ekki virðist Damon þó hafa haft mikla trú á söngkonunni því hann sagði nýlega á MTV-sjónvarpsstöð- inni að ef hann gæti gert Vict- oriu eftirsótta gæti hann gert hið sama við alla. Ekki er Ijóst hvort ákvörðun Victoriu teng- ist þessum miður hlýju kveðj- um læriföðurins. Myndi aldrei kyssa stelpu POPPHEIMURINN: Ameríska poppstjarnan Beyoncé Knowles segir að Guð hafi ekkert á móti því að hún dilli sér í mjöðmun- um og sé dálítið sexí. Honum sé það hins vegar ekki að skapi að hún kyssi aðra stelpu. „Ég geri mér það að góðu að koma fram eins og kona. Ég hef aldrei haft áhuga á því að hneyksla fólk með djörfum uppátækjum," segir Beyoncé og vísar þar til kossanna frægu á MTV-tónlist- arhátíðinni þegar Madonna fékk að kyssa bæði Britney Spears og Christinu Aguilera, heldur inni- lega fyrir margra smekk. Beyoncé er kristin vel og segist aldrei myndu gera neitt sem Guði væri ekki að skapi. Kidman vill leika strák BERNSKUÁRIN: Hollywood- leikkonan Nicole Kidman segir í nýlegu viðtali við þýska tímaritið GQ að hún vilji gjarnan fara með hlutverk karlmanns í kvikmynd. „Ég gæti vel hugsað mér að leika strák svona til tilbreytingar. Það að bregða sér í hlutverk stráksins myndi óneitanlega minna mig á ýmislegtfrá bernskuárunum. Faðir minn þráði nefnilega að eignast son en eignaðist bara dætur," segir Kidman. Kidman talar einnig um það í viðtalinu að hún ætli ekki að skilja eftir sig neinar skrifaðar minningar. „Ég ætla að brenna allar dag- bækurnar mínar, allt það sem ég hef skrifað niður frá degi til dags, svo enginn geti lesið það eftir minn dag," segir Kidman. KVIKMYNDIR HELGIN 17.-19.OKT. Sæti Fyrir viku Titill Innkoma, helgin Innkoma alls Fjöldi bíósala 1. - THETEXAS CHAINSAW MASSACRE 28.094 28.094 3016 2. 1 KILL BILLVOL. 1 12.424 43.235 3102 3. - RUNAWAY JURY 11.836 11.836 2815 4. 2 SCHOOL OF ROCK 11.006 54.898 2951 5 17 MYSTIC RIVER 10.445 13.532 1467 6. 3 GOOD BOY 8.932 25.713 3225 7. 4 INTOLERABLE CRUELTY 6.515 22.720 2570 8. S OUT OF TIME 4.002 35.230 2344 9. 8 UNDER THE TUSCAN SUN 3.379 33.657 1663 10. 7 THERUNDOWN 2.780 44.518 2099 11. 10 LOST IN TRANSLATION 1.903 20.964 771 12. 9 SECONDHAND LIONS 1.884 38.406 1610 13. 6 HOUSE OFTHE DEAD 1.763 8.811 1540 14. 12 THE FIGHTING TEMPTATIONS 1.034 28.773 867 15. 11 UNDERWORLD 900 50.503 904 16. 15 PIRATES OF THE CARIBBEAN 653 300.557 493 17. - VERONICA GUERIN 611 611 472 18. 19 FINDING NEMO 511 338.163 445 19. 20 LUTHER 378 3.731 219 20. 13 COLD CREEK MANOR 280 20.825 480 ALLAR UPPHÆÐIR (ÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA Enn einn hryllingurinn Þegar The Texas Chainsaw Massacre kom á markaðinn 1974 þótti hún ekki gefa tilefni til mikilla skrifa. Það fór þó á annan veg, myndin er komin í hóp klassískra hryllingskvikmynda. Ekki voru það gæðin sem gerðu það að verkum. Myndin ber með sér að vera gerð fyrir smáaura og er ekki mikið fyrir augað. Hún hafði samt einhvem neista sem fleytti henni áfram og heillaði aðdáendur hryllings- mynda. Hér á landi var aðdráttarafl hennar meðal annars fólgið í því að sá sem lék morðingjann, Gunnar Hansen, var íslenskur, fæddist í Reykjavík 1947 og flutti 5 ára gam- all vestur um haf og fékk sína eld- skírn sem leikari í þessari mynd.. Jerry Bmckheimer sá í The Texas Chainsaw Massacre gróðavon og er það fyrirtæki hans sem stendur á bak við endurgerðina. Hún sló heldur betur í gegn í Bandaríkjun- um um helgina og náði inn um 30 milljónum dollara og skildi aðal- KEÐJUSAGARMORÐINGINN: Með sögina á lofti. keppninautinn, Runaway Jury, eftir í sárum, en mikið var búist við af þeirri mynd, enda vel mönnuð. Vert er einnig að benda á Mystic River, nýjustu kvikmynd Clints Eastwoods, sem fær næstmestu að- sóknina ef miðað er við fjölda sýn- ingarsala. Draugur gengur laus The Matrix Reloaded heldur efsta sæti myndbandalistans og það þarf að fara í fimmta sætið til að finna nýja mynd sem er hryllingsmyndin Darkness Falls. í 10. og 11. sæti em svo Boat Trip og The Tmth about Charlie, nýjar kvikmyndir sem fóm ekki í kvikmyndahús. Darkness Falls er gamaldags draugasaga. I 150 ár hefur skuggi Mattildu Dixon hvílt yfir bænum Darkness Falls og em bæjarbúar sannfærðir um að andi hennar leiki lausum hala og hún sé að hefna þess að hún var tekin af lífi fyrir glæp sem hún framdi ekki. Kyle, sem kominn er til bæjarins, hefur séð drauginn. Hann slapp en móðir hans var myrt. Nú er hann kominn aftur á bernskuslóðir að beiðni æskuunn- ustu sinnar, Caidin, en níu ára bróðir hennar hef- ur sömu martröð- ina og Kyle hafði þegar hann var drengur. Kyle uppgötvar fljótt að andi Mattiidu er raunverulegur og að ekkert gott býr í honum. f aðal- hlutverkum em Chaney Kyle, DARKNESS FALLS: Nafn á bæ sem geymir vel varðveitt leyndarmál. Emma Caulfield og Lee Cormie. Leikstjóri er Jonathan Liebesman sem leikstýrir hér fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. MYNDBÖND VIKAN 13.-19. OKT. Sæti Aður Titlll Vikur á lista 1. 1 THE MATRIX RELOADED 2 2. 3 THE RECRUIT 5 3. 2 JOHNNY ENGLISH 5 4. 5 STELLA f FRAMBOÐI 5 5. - DARKNESS FALLS 1 6. 4 BULLETPROOF MONK 3 7. 6 VIEWFROMTHETOP 6 8. 7 CONFESSION OF A DANGEROUS MIND 4 9. 8 PHONEBOOTH 7 10. - BOATTRIP 1 11. - THE TRUTH ABOUT CHARLIE 1 12. 11 PEOPLE 1 KNOW 2 13. 9 SHANGHAI KNIGHTS 6 14. 13 CRADLE TO THE GRAVE 8 15. 10 THE HOURS 4 16. 12 PUNCH-DRUNK LOVE 5 17. 14 DRUMLINE 2 18. 18 TWO WEEKS NOTICE 11 19. - NATIONAL SECURITY 11 20. 15 THE HOURS 5 Flóttadómarinn Um helgino var tekin til almennra sýnlnga í Bandaríkjunum Runaway Jury, stjörnum prýdd kvikmynd sem gerð er eftir skáldsögu Johns Gris- hams. Eins og margir vita þá em sögur Johns Grishams um lögfræðinga og störf þeirra og hafa kvikmyndir eft- ir bókum hans ekki síður orðið vin- sælar en sögurnar. Á tímabilinu 1993 til 1997 vom hvorki meira né minna en sex bækur hans kvik- myndaðar, The Firm, The Pelican Brief, The Client, The Chamber, A Time to Kill og The Rainmaker. Auk þess skrifaði hann handritið að The Gingerbread Men. Þá var eins og markaðurinn hefði fengið nóg, enda urðu bækur hans óviðráðan- legri og ekki eins almenningsvæn- ar. Á þessu er nú breyting. Eftir sex ára hvíld frá Grisham er Runaway Jury komin til sýningar og er verið að gera tvær aðrar kvikmyndir, The Painted House og Mickey, sem gerðar em eftir skrifum hans. I undirbúningi er svo sjónvarpssería eftir The Street Lawyer, einni af nýjustu bókum Grishams. Það var mikið um dýrðir í Los Angeles þegar The Runaway Jury var fmmsýnd enda mikill stjörnu- fans í myndinni eins og áður sagði. í helstu hlutverkum em John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman, Rachel Weisz, Jeremy Pi- ven, Jennifer Beals og Bmce Dav- ison og voru flest þeirra mætt á fmmsýninguna. GLÆSILEG: Aðalleikkonan í Runaway Jury, Rachel Weisz, var glæsileg á frumsýningu. LEIKARAR: John Cusack, Rachel Weisz, Dustin Hoffman og Jeremy Piven ræða málin fyrir sýninguna. VERÐLAUNAAFHENDING: Þórólfur afhenti sönghópnum Blikandi stjörnum verðlaunagrip sem hann líkti við G-lykilinn á hvolfi. Sú sem veitti honum viðtöku heitir Linda og aftan við hana stendur Kristinn Ingvarsson verkefnisstjóri. DV-myndir Pjetui Þora að vera öðruvísi Það er okkur öllum til fyrirmyndar þegar fólk þorir að „vera öðruvísi", sagði Þórólfur Árnasonar borgar- stjóri m.a. er hann heiðraði söng- hópinn Blikandi stjörnur í Hinu húsinu í gær. Þórólfur veittí sönghópnum viður- kenningu fyrir hina glæsilegu frammi- stöðu í íslensk-þýska verkefninu Musik is my life, musik in my life. Það verk- efni valdi framkvæmdastjórn ESB sem besta verkefni úr 40.000 er unnin vom af ungu fólki með skerta möguleika á síðustu þremur ámm á vegum styrkja- áætlunarinnar Ungt fólk í Evrópu. Blikandi stjörnur voru í samstarfi við þýsku sveitína The Rocers og verkefnið fólst í gerð geisladisksins „Það er eðli- legt að vera öðruvísi". I kjölfarið var unnið tónlistarmyndband við eitt af lögunum á diskinum, sungið á tónleik- um, aðstæður ungs fólks með fötlun í hvom landi vom kannaðar og vinnu- staðir heimsóttir. Einnig var sungið fyrir borgarstjóra og sendiherra og rætt um réttíndamáJ fatlaðs fólks. Blikandi stjörnur hafa starfað undir merkjum Sérsveitar Hins hússins frá því á vormánuðum 2000. Verkefnis- stjóri sérsveitarinnar og umboðsmað- ur Blikandi stjarna er Kristínn Ingvars- son en Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng- stjóri hefur haldið utan um hópinn og kynnt hann sönglistinni. Blikandi stjörnur hafa komið fram á listahátíð fatlaðra, sungið fyrir forseta Islands, á kirkjuþingi, á þjóðhátíðardaginn, í sjónvarpi og margt margt fleira. f fram- haldi af verðlaunum hefúr hljómsveit- inni nú verið boðið að koma og syngja víðs vegar um Evrópu. Blikandi stjörn- ur verða því enn um sinn á frægðar- himninum. gun@dv.is Kveðurvið 1000 kossa nótt er lokakaflinn í þríleik Bubba sem hófst með plöt- unni Lífið er ljúft sem kom út árið 1993 og var áfram haldið með hinni ofurvinsælu Sól að morgni sem kom út í fyrra. Þessar plötur eiga það sameiginlegt að vera að upplagi lofsöngur Bubba um ást- ina, fjölskylduna og lífið almennt. Á Lífið er ljúft var að finna snilld- arlög um ástina, eins og Það er gott að elska og Sem aldrei fyrr. Á Sól að morgni var Bubbi enn ástfanginn, en ekki bara af konunni heldur fjölskyldunni allri og lífinu sjálfu. Á nýju plötunni heldur hann áfram á sömu braut, - börnin eru honum kunnuglegan tón sérstaklega hugleikin og nafnið á lokalaginu, Lífið er dásamlegt, seg- ir allt sem segja þarf um stemning- una á plötunni. Bubbi Morthens 1000 kossa nótt ★★★ Þó að Bubbi sé í sjöunda himni sjálfur þá hefur hann samt ekki al- veg gleymt þeim meðbræðrum sínum sem ekki eru jafn lánsamir. Mamma vinnur og vinnur fjallar um erfiðleika einstæðrar móður, Helreiðin er sorgarsaga óreglu- manns, Jóhannes 8 er hugleiðing um sekt og sakleysi og fyrirgefn- inguna sem skilja má sem samúðarkveðju til Árna Johnsens og Fastur liður, sem að mínu mati er sterkasti texti plötunnar, fjallar á einfaldan en áhrifa- ríkan hátt um hugleysi og stríðsrekstur. Tónlistarlega eiga plöturnar í þríleik Bubba margt sameig- inlegt. Þær eru bornar uppi af frekar rólegum og notendavænum popplögum sem hæfir hamingjuþemanu ágæt- lega. Nýja platan sker sig ekkert úr hvað þetta varðar og þar erum við komin að hennar helsta veikleika. Hún sker sig ekkert úr. Þetta hljómar allt svo ofboðslega kunn- uglega. Hér er fátt sem kemur á óvart og maður gæti næstum svar- ið að maður hefði heyrt sum þess- ara laga áður. Þó að ég sé ekki endilega þeirrar skoðunar að Sól að morgni sé ein af bestu plötum Bubba (Hann hef- ur jú sent frá sér margar frábærar plöturl), þá var hún vissulega mjög vel heppnuð, flest lögin fyrsta flokks og hún náði að vera í senn heilsteypt og fjölbreytt. Á 1000 kossa nótt eru nokkur sterk lög, sérstaklega titillagið, Fagur er fisk- ur í sjó, Fastur liður og Jóhannes 8, en sum laganna (og textanna) eru töluvert undir Bubba-meðallag- inu. Það hefur reynst Bubba vel að dásama lífið. Þjóðin virðist kunna sérstaklega vel að meta hann þegar hann er á þeim buxunum. Sól að morgni seldist t.d. mun meira en næsta plata á undan, Nýbúinn, sem var samfélagsrýnin rokkplata og að mínu mati ekkert síðri. 1000 kossa nótt á eflaust eftir að gleðja þá fjölmörgu sem dáðu Sól að morgni, enda er þetta á heildina litið ágætis plata, vönduð og vel unnin og innihaldsríkari heldur en flest það sem boðið er upp á í popptónlist dagsins í dag. Ég er hins vegar þegar farinn að hlakka til að heyra næstu plötu sem verð- ur vonandi eitthvað allt annað. Trausti Júlíusson Sigurvegarar í Catan: Fara á HM í Þýskalandi Árlega er hcddið heimsmeistara- mót í Catan (Settíers) og að þessu sinni munu keppendur frá 20-30 löndum etja kappi f Essen í Þýska- landi í lok október. Hvert land hef- ur rétt á að senda tvo keppendur, að því tilskildu að spilið hafi verið gefið út íviðkomandi landi. Þetta er í fyrsta skipti sem keppendur koma frá íslandi. Undanfarnar vikur hafa farið fram í framhaldsskólum í Reykjavík innanskólamót í Catan. Lokamótið fór fram í síðustu viku og mættu 24 keppendur til leiks. Mótinu lauk með sigri Baldurs Más Jónssonar úr MS og Gunnars Jóhannsson úr MR sem munu keppa fyrir íslands hönd í Essen. Catan - landnemarnir kom fyrst út á íslandi í fyrra. Spilið er eitt það vinsælasta í heimi og er talið að um 15 milljónir spili það reglulega í Evrópu. Það hefur verið valið spil SIGURVEGARAR: Baldur Már Jónsson, MS- ingur, Hálfdan Örlygsson, útgefandi Catan, og Gunnar Jóhannsson, MR-ingur. ársins í Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Auðvelt er að læra spilið en það krefst útjónarsemi og dirfsku. Spil- ið er fyrir alla aldurshópa. I fýrra gáfu spilaspekingar DV (Gfsli Marteinn, Sigurður Kári o.fl.) spilinu 6 stig af sex mögulegum, er þeir dæmdu það ásamt fleiri spil- um, og var það hæst dæmda spilið. Opnunartíml: tll kl. 01:00 alla vlrka daga tll kl. 03:00 föstu- og laugard «1 kl. 01:00 sunnudaga Norðurland Smáauglýsingar ^ Komdu með bílinn til okkar á miðvikudögum milli 13.00 og 17.00. Þú getur pantað Ijós- myndatíma í síma 696 2794 eða með tölvupósti, akureyri@dv.is. Við Ijósmyndum bílinn og aðstoðum þig við textagerð. Ekkert aukagjald, einungis 950 krónur hver birting. Afgreiðsla DV er í Akureyri Centrum, Hafnarstræti 94 (gegnt Bautanum). +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.