Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÚBER 2003 DVSPORT 29 (- Fjölskylduslagir í borðtennis BORÐTENNIS: Fyrsta mótið í Grand Prix-mótaröðinni fór fram íTBR-húsinu um helgina en þar börðust systkini til sig- urs í karla- og kvennaflokki. Það kom fátt á óvart í karla- flokki þar sem Guðmundur Stephensen úr Víkingi vann bróður sinn, Matthías Steph- ensen Víkingi, örugglega í úr- slitum, 4-0, en Guðmundur lagði Magnús Magnússon Vík- ingi í undanúrslitum. Það var síðan systraslagur í kvennaflokki þar sem Halldóra Ólafsdóttir vann öruggan sigur á systur sinni, Magneu Ólafs- dóttir, 4-0. SIGURVEGARAR: Halldóra Ólafs- dóttir og Guðmundur Stephensen sjást hér með sigurlaun sín. ■iatv' BS':) ' ' | Blakið að byrja BLAK: Það styttist í að blakver- tíðin hefjist en í vetur verður keppt í 1. og 2. deild í karla- og kvennaflokki. Blakarar eru spenntirfyrir komandi tímabili því talið er að liðin hafi jafnast og því er von á spennandi tímabili fram undan. Haldið verður utan um tölfræði lið- anna í vetur - stig skoruð úr sókn, hávörn og uppgjöfum - og verður hægt að nálgast þessar upplýsingar á heimasíð- um félaganna. Landslið fslands eiga einnig spennandi verkefni í vændum en karlalandsliðið fer til Skotlands í desember og tekur þar þátt í undankeppni fyrir Evrópumót C-þjóða. Landslið kvenna tekur þátt í sömu keppni ífrlandi íjanúar. í Stúdína veiqamikil sinn annan leik í röð, nú 52-42 sigur á Grindavík í Kennaraháskólanum í gær ÍS tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti. ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, var ánægður með að liðið var komið á sigurbraut á ný eftir slæmt tap í Njarðvík í fyrsta leik. „Við erum vonandi komin á sig- urbrautina. Ég var mjög ánægður með vörnina í dag en sóknin er enn að hiksta hjá okkur. Þetta er samt allt að slípast hjá liðinu og ánægjan er alltaf að vera meiri og meiri með hverjum leik,“ sagði ívar sem finnst deildin hafa komið sér á óvart í upphafi tímabils. „Úrslitin í 1. deild kvenna það sem af er sýna að ef lið- in eru ekki á tánum þá tapa þau. Miðað við úrslitin til þessa kemur deildin á óvart, annaðhvort eru betri liðin verri en maður bjóst við eða þau verri betri. Ég held samt að hvorki Keflavík né ÍS hafi verið að spila eins vel og þau geta og þau eiga bæði mikið inni,“ sagði ívar en ÍS mætir einmitt Keflavík næst. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, var ekki ósáttur með sínar stelpur þrátt fyrir tapið. „Það var mikil barátta í mínum stelpum í þessum leik en við lent- um í villuvandræðum og fyrir bragðið misstum við sóknarvopn úr okkar leik. Við hittum ekki vel og vorum óöruggar í sókninni. Þetta er „Úrslitin í 1. deild kvenna það sem afer sýna að efliðin eru ekki á tánum þá tapa þau leikjunum." ungt lið og þær eru að læra í hverj- um leik. Þær þurfa að vinna þessa leiki sjálfar f vetur og hafa ekki Kana lengur til að vinna þá fyrir sig. í lokin, þegar við náðum að minnka muninn, vantaði okkur einhverja til að vilja klára leikinn. Sólveig hefur verið að bera liðið uppi og leikur vel en það er bara ekki nóg,“ sagði Pét- ur eftir leik. Hjá ÍS áttu þær Jófríður Halldórs- dóttir og Svana Bjarnadóttir báðar fínan leik og eins voru Lovísa Guð- mundsdóttir og Alda Leif Jónsdótt- ir traustar þótt þær hittu ekki vel. Hjá Grindavík var Sólveig Gunn- laugsdóttir best að vanda, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir gerði ágæta hluti og Ólöf Helga Pálsdóttir kom sterk inn í seinni hálfleik en aðrar hafa gert betur. ooj@dv.is ERU AÐ LÆRA f HVERJUM LEIK: Pétur Guðmundsson er þjálfari Grindavíkur í 1. deild kvenna í vetur og stelpurnar leika jafnframt í fyrsta sinn í nokkur ár án þess að hafa erlendan leikmann innanborðs. Pétur þarf þannig að kenna stelpunum að taka af skarið og vinna leikina sjálfar og hér er hann að gefa sínum stúlkum góð ráð í einu af leikhléunum í leik fS og Grindavíkur í gær. DV-myndValli Tvö heimatöp KFI íröð Tindastóll vann sexstiga sigur á ísafirði, þökk sé stórleik þjálfarans ísfirðingar töpuðu öðrum heimaleiknum sínum í röð í gær þegar frestaður leikur KFf og Tindastóls, sem vera átti á sunnudagskvöldið, var leikinn í Jakanum á ísafirði. Tindastóll vann sex stiga sigur, 106-112, í miklum stigaieik þar sem Krist- inn Friðriksson, spilandi þjálf- ari gestanna, var maðurinn á bak við sigur þeirra. Fyrsti leikhluti var nokkuð hrað- ur, varnarleikur heimamanna var ekki nægilega góður en bæði lið hófu leikinn á maður á mann vöm. Þriggja stiga skotin duttu bærilega fyrir gestina og vörn þeirra var heilsteypt. Það er nokkuð Ijóst að varnarleikurinn fór með heimamenn. KFÍ breytti um varnaraðferð í síðari hálfleik, pressaði allan völl- inn eftir skoraða körfu og féll niður í svæðisvörn. Táningurinn Sigurð- ur Þorsteinsson kveikti aðeins í heimamönnum með körfu og víti snemma í leikhlutanum og Baldur Ingi setti síðan þriggja stiga körfu skömmu síðar og munurinn 3 stig 32-35. KFÍ komst síðan í fýrsta skiptið yfir í leiknum, 39-37, með þriggja stiga körfu frá Adam Span- ish þegar 5:40 vom eftir. „Hitakúturinn" Kristinn Frið- riksson komst þá f gang, skoraði 15 síðustu stig gestanna í hálfleiknum með fjómm þriggja stiga körfum og þremur vítum að auki, eftir að, mikið rétt, brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Staðan í hálfleik 50-53 fyrir gestina. Áfrarn hélt svæðisvörnin hjá KFÍ í þriðja leikhluta en Tindastóls- menn höfðu greinilega farið vel yf- ir lausn hennar í hálfleiknum. Varnarleikur KFÍ var langt frá því að vera viðunandi og allt of oft komust gestirnir inn ívítateig til að klára sfnar sóknir. Jeb Ivey hélt þó smávon í sínum mönnum, hann sá nær alfarið um stigaskomn heimamanna á þessu tímabili en það var ekki nóg, mun- urinn minnkaði ekkert með þess- ari vörn og þegar 4 mínútur vom eftir af leiknum höfðu Stólarnir þægilega forystu, 85-99. KFÍ skoraði næstu 5 stig og von- in kviknaði, en áfram héldu þeir að bjóða andstæðingum sínum inn í vítateiginn. Tindastólsmenn hittu síðan bærilega af vítalínunni undir lokin og lönduðu sigrinum á nokk- uð ömggan hátt, 106-112. Kristinn Friðriksson átti skínandi leik fyrir gest- ina og var maðurinn á bak við sigurinn. Það er nokkuð ljóst að varnar- leikurinn fór með heimamenn í þessum leik. Fáum KFÍ-mönnum verður því hrósað fyrir varnarleik- inn en Jeb Ivey var bestur í sókn- inni, Pétur Már og Baldur hittu ágætlega en Spanich var ekki með góða nýtingu þrátt fyrir stigin 24. Kristinn Friðriksson átti skín- andi leik fyrir gestina og var mað- urinn á bak við sigurinn. Hann kom til skjalanna þegar á þurfti að halda og átti vægast sagt stórleik. Clifton Cook nýtti sér gestrisni heimamanna ágætlega og Nick Boyd átti ágætan leik og á eftir að komast betur í gang. í heildina barðist Tindastólsliðið vel og sigurinn var mjög sann- gjarn. kj Ólöfu Helgu Pálsdóttur f Grindavík en fé- lagar Öldu [ (S-liðinu, þær Lovísa Guð- mundsdóttir og Stella Rún Kristjánsdóttir, eru tilbúnar í hjálparvörninni. DV-mynd Valli f iflaTlTMgl Staðan í deildinni: Haukar 2 2 0 167-154 4 Þór Þ. 2 2 0 203-191 4 Grindavík 2 2 0 170-165 4 Snæfell 2 1 1 154-150 2 (R 2 1 1 217-219 2 Njarðvík 2 1 1 182-182 2 KR 2 1 1 193-174 2 Keflavík 2 1 1 207-183 2 Tindastóll 2 1 1 197-198 2 KFl 2 0 2 187-201 0 Breiðablik 2 0 2 180-207 0 Hamar 2 0 2 145-178 0 Stigahæstir að meðaltali: Derrick Allen, Keflavík 32,0 Raymond Robins, Þór Þ. 32,0 Chris Woods, KR 31,0 Jeb Ivey, KFI 31,0 Eiríkur Önundarson, (R 29,0 Leon Brisport, Þór Þ. 29,0 Reggie Jessie, IR 29,0 Adam Spanich, KFl 28,5 Darrel Lewis, Grindavík 27,5 Brandon Woudstra, Njarðvík 27,0 Michael Manciel, Haukum 27,0 (Lágmark 2 lelkir) Næstu lelkir. Hamar-lR fim 23. okt. 19.15 KR-Snæfell fim 23. okt. 19.15 ■Tlndastóll-Haukar fim 23. okt. 19.15 Grindavik-KFÍ fös 24. okt. 19.15 Keflavík-Breiðablik fös 24. okt. 19.15 Þór Þ.-Njarðvík fös 24. okt. 19.15 Haukar-lR sun. 26. okt. 19.15 ^ .. KFÍ-KR sun. 26. okt. 19.15 Tindastóll-UMFG sun. 26. okt. 19.15 Breiðablik-Hamar sun. 26. okt. 19.15 Snæfell-Þór Þ. sun. 26. okt. 19.15 Njarðvík-Keflavík mán. 27. okt. 19.15 KFÍ-TINDASTÓLL 106-112 (50-53) Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson 9/10 Gæði leiks: 8/10 Ahorfendur: 250. Maðurleiksins: Kristinn Friðriksson, Gangur leiksins: 0-2,9-8,18-24, (23-30), 32-35, 39-37,48-47, (50-53), 54-61,62-66,69-78, (71-82), 78-91, 85-99,95-103,106-112 y&smiÉiHiJí Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Jeb Ivey 38 8 Adam Spanich 24 (7) 2 Pétur Már Sigurðsson 19)1)5 Baldur Ingi Jónasson 18(2)2 Lúöv(k Bjarnason 4 0 Sigurður Þorsteinsson 3,1)0 Haraldur Jóhannesson 0 2 Pétur Þór Birgisson 0 (3) 1 Stig skoruð (Fráköst; Stoðsendingar Kristinn Friðriksson 32 ! ■ 3 Clifton Cook 26 (3) 12 Adrian Parks 21 2 Nick Boyd 20 ihi o Einar Örn Aðalsteinsson 6 0 Axel Kárason 5 í8) 0 Helgi Rafn Viggósson 2 ) 2 Matthías Rúnarsson 0 (0) 2 SAMANBURÐUR KFf Tindastóll 21(6) Fríkðst (sókn) 37(18) V Spanich 7 - Boyd 9, Axel 8, Helgi 7 20 Stoðsendingar 21 Ivey 8, Pétur Már 5 - Cook 12 4 Stolnir boltar 8 Pétur Már 3 - Boyd 3 5 Varin skot 3 Spanich 3 - Boyd 3 12 Tapaðir boltar 13 ^ 33/16(49%) 3ja stlga skot 19/11(58%) 23/22(97%) Vftanýting 23/15(65%) Tindastóli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.