Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR21. OKTÓBER 2003 Sir Alex í tveggja leikja bann Glazer kaupir í Man. Utd KNATTSPYRNA: Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd, var í gær dæmdur í ' tveggja leikja bann ásamt því að greiða 10 þúsund pund í sekt fyrir að hafa hellt sér yfir Jeff Winter sem varfjórði dóm- ari í leik Man. Utd og Newcastle á dögunum. Fergu- son hefur nú 14 daga til þess að ákveða hvort hann áfrýjar úrskurðinum eða tekur hon- um. „Ég held ég geti sagt það að Sir Alex er vonsvikinn með þessa niðurstöðu en við mun- um ekki senda frá okkur neinar stórar yfirlýsingar á þessari stundu þar sem þetta hefur verið langur dagur. Við mun- um ákveða hvað við gerum fljótlega," sagði Maurice Watk- ins hjá Man. Utd. KNATTSPYRNA: Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glaz- er jók hlut sinn í Manchester United í gær í tæp 10%. Þetta er í annað sinn á hálfum mán- uði sem Glazer eykur hlut sinn í félaginu en áður hafði hann aukið hlut sinn úr 5,9% í 8,94%. Glazer er frægur í bandarísku íþróttalífi en hann á NFL-liðiðTampa Bay Buccaneers en hann keypti fé- lagið þegar það var á botnin- um og gerði að meisturum í fyrra. Það er Ijóst að það er mikil valdabarátta fram undan hjá félaginu en stærstu hlut- hafarnir í því hafa verið að auka hlut sinn undanfarið en þeir eru J.P. McManus og John Magnier sem eiga 23,15% hlut. Kluivert til Newcastle? KNATTSPYRNA: Newcastle hefur að undanförnu verið sterklega orðað við hollenska framherjann Patrick Kluivert og nú virðast forráðamenn fé- lagsins hafa sett allt á fullt í málinu. Freddie Sheperd, stjórnarformaður Newcastle, var á Nou Camp um helgina þarsem hann sá Barcelona tapa gegn Deportivo. Eftir ieik- inn ræddi hann við Joan Laporta, forseta Barcelona, um Kluivert. Hollendingurinn lék ekki í leiknum vegna meiðsla en hann hefur enn ekki skorað í deildinni í vetur. „Það er satt að það er áhugi á Patrick og ég mun ræða við hann og athuga hvað hann vill gera," sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. #11 UMMfffff 11 t&f f fMffUJffVJfflUllffflfff f Mll Wfl fvllMlfffwJJvll M •fl/Mflf* Frá í 4-6 vikur Skaddaðist á liðþófa í leik gegn Barcelona Ferill Patreks Jóhannessonar með Bidasoa fer ekki vel af stað því að hann er meiddur og verður ekki með liðinu næstu ' 4-6 vikurnar. Þetta er nokkurt áfall fyrir Patrek því hann miss- ir einnig af næstu verkefnum ís- lenska landsliðsins en hann hefur ekki verið með því í nokkurn tíma þar sem langan tíma tók að fá úr því skorið hvort hann gæti leikið á Spáni eftir að hafa verið dæmdur í leikbann í Þýskalandi í síðasta leik sínum með Essen. „Ég var skorinn upp á miðviku- . ^ daginn síðasta," sagði Patrekur í samtali við DV Sport frá Spáni í gær. „Það skaddaðist innri og ytri liðþófmn hjá mér. Þetta gerðist á móti Barcelona. Ég reyndi eitthvað að vera með í kjölfarið en það gekk ekki og því kom ekkert annað til greina en leggjast undir hnífinn. Mér skilst að uppskurðurinn hafi gengið þokkalega. Að minnsta kosti var læknirinn nokkuð ánægður með þetta og hann gerir ráð fyrir því að ég verði frá í 4-6 vikur,“ sagði Patrekur sem er ekkert að hella sér í neitt þunglyndi yfir meiðslunum. Svekkjandi „Mér líður þokkalega í dag. Hnéð . ^ er ekkert svo bólgið og ég mun væntanlega byrja fljótlega í sjúkra- þjálfun. Ég vona svo að ég verði klár í að spila eftir 4-6 vikur. Það er að minnsta kosti stefnan. Vissulega er þetta nokkuð svekkjandi en þetta er bara hluti af þessu lífi. Þetta er líka sérstaklega leiðinlegt þar sem maður er kominn í nýtt lið. Það er líka ljóst að ég verð ekkert með í næstu verkefnum landsliðsins en ég stefni að því að komast í liðið í janúar. Það er markmiðið," sagði Patrekur og átti þar við að hann ætlaði að vera með í Evrópukeppn- inni sem fram fer í Slóveníu í janú- ar en undirbúningur fyrir mótið hefst um mánaðamótin þegar ís- lendingar leika þrjá æfingaleiki við Pólverja. Fyrir utan þessi meiðsli og slakt gengi Bidasoa í upphafi móts er Patrekur bjartsýnn á framtfðina og honum líður vel á Spáni. „Mér líst ágætlega á þetta allt saman. Þetta er allt öðruvísi en í Þýskalandi. Ég er ekki alveg kom- inn inn í málið enn þá og það tekur smátíma þannig að þetta eru nokk- ur viðbrigði. Svo hefur liðinu ekki gengið neitt sérstaklega vel í upp- „Mér skilst að upp- skurðurinn hafi gengið þokkalega. Að minnsta kosti var læknirinn nokkuð ánægður með þetta og hann gerir ráð fyrir því að ég verði frá í 4-6 vikur." hafi móts þannig að þetta er búið að vera frekar erfitt en ég er bjart- sýnn og er viss um þetta á allt eftir að blessast," sagði Patrekur og bæt- ir við að það sé allt annar blær á öllu á Spáni en í Þýskalandi. „Fólk- ið hér er allt öðruvísi. Spánverjarn- ir eru frekar slakir á því en Þjóð- verjarnir eru frekar stífir. Fólkið lif- ir meira lífinu hérna á Spáni. í Þýskalandi eru menn alltaf að spara og flippa svo út þegar þeir verða sextugir en hérna lifir fólk fyrir daginn í dag,“ sagði Patrekur og hló dátt og ljóst að engan bilbug er á honum að finna. henry@dv.is MEIDDUR: Patrekur Jóhannesson leikur ekki með Bidasoa næstu vikurnar og hann missir einnig af landsleikjum Islands og Póllands um mánaðamótin vegna meiðsla. FÉLAGI JÓraS ARNÓRS: Antoine Wal@Ít er orðlnrt lak maðtir paljjs ^ayericks oy , Jpilar vlð hiuy ui jons Arnór. Sji’f- ■jjssóháyUeiur. Walker skipt til Dallas Verður félagiJóns Arnórs eftir að Dallas og Boston skiptu á 5 leikmönnum Mark Cuban, eigandi Dallas, Mavericks, er ekki hættur að hræra í leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þrátt fyrir að hafa verið duglegur að safna að sér leikmönnum í haust. í gær fékk hann stjörnuleik- mann Boston Celtic, Antoine Walker, til Dallas í skiptum fyrir þrjá leikmenn og valrétt í ný- liðavalinu á næsta ári. Jón Arnór Stefánsson fær því enn einn stjörnuleikmanninn sér við hlið en íýrir eru hjá liðinu leik- menn á borð við Dirk Nowitzki, Steve Nash, Michael Finley og Antawn Jamison en þann síðast- nefnda fékk Dallas í ágúst í skipt- um við Golden State. Þegar meðal- skor þessara ijögurra leikmanna og Walkers er lögð saman skoruðu þeir 104,4 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og það verða því greinilega mög sóknarvopn hjá Dallas í NBA-deildinni í vetur. Dallas-liðið fékk einnig bakvörð- inn Tony Delk frá Boston en lét í staðinn miðherjann Raef LaFrentz, Tékkann Jiri Welsch og Chris Mills auk valréttar í fyrstu umferð næsta Jón Arnór Stefánsson fær þvíenn einn stjörnuleikmanninn sér við hlið í Dallas. nýliðavals. Danny Ainge, sem nú stjórnar málum hjá Boston, kom nokkuð á óvart með því að láta Walker fyrir ekki betri eða þekktari leikmenn en þetta en hann lét hafa eftir sér að þessi skipti hefðu aldrei farið í gegn nema af því að tékkneski bak- vörðurinn Jiri Welsch var með í pakkkanum en sá var einmitt einn helsti samkeppnisaðili Jóns Arnórs í Dallas-liðinu. Walker, sem er 27 ára framherji, þykir reyndar einoka boltann held- ur mikið og taka of mikið af léleg- um þriggja stiga skotum en hann var með 20,1 stig, 7,2 fráköst og4,8 stoðsendingar að meðaltali á síð- asta tímabili. Walker er 2,06 á hæð en ber mikið uppi boltann. Hann tók samt alls 582 þriggja stiga skot í fyrra eða 7,5 að meðaltali í leik. Þessi skipti ættu ekkert að spilla fyrir möguleikum Jón Arnórs á að vera með í vetur en fyrsti leikur liðsins er gegn Los Angeles Lakers í lok mánaðarins. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.