Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Qupperneq 32
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
550 55 55
Við tökum við fréttaskot-
um allan sólarhringinn.
Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri
viku greiðast 7.000 kr.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Rekstrarþjónusta
Öruggur rekstur tölvukerfa
0
TOLVUMIÐLUN
s í m 1: 5 4 5 5 0 0 0 -www.tm.is
Á FLUGI: (annað sinn á tæpri viku fór Sigmundur Sæmundsson ásamt félaga sínum yfir Grænlandsjökul á snjósleða. Danskir
ferðaskrifstofuaðilar stóðu að ferðinni en hugmyndin er að bjóða slíkar ferðir fyrir fjóra sleðamenn í einu.
Sigmundur Sæmundsson afturyfir Grænlandsjökul -á 20 tímum:
Mér líður frábærlega
„Mér líður alveg frábærlega,"
sagði Sigmundur Sæmundsson,
36 ára Reykvíkingur, við DV í
gærkvöld þegar hann var ný-
kominn yfir Grænlandsjökul í
annað sinn á tæpri viku á
vélsleða sínum ásamt dönskum
samferðamanni. Sigmundur er
fyrsti maðurinn sem gerir slíkt á
vélsleða og hraðinn í ferðinni
yfir jökulinn í seinna skiptið - á
bakaleiðinni - var mikill. Hún
tók aðeins um 20 klukkustund-
ir, þar af fóru fjórir tímar í svefn
á bandarísku ratsjárstöðinni
DYE 2, vestan megin við há-
jökulinn.
Þegar við komum á
hæsta punktinn á leið-
inni sýndi tækið mitt
2.480 metra hæð.
„Við lögðum ekki af stað fyrr en
klukkan hálf fimm síðdegis á
sunnudag og ókum í rigningu upp í
1.700 metra hæð. Eftir það tók við
hálfgerð íslensk snjókoma. Þegar
við komum á hæsta punktinn á
leiðinni sýndi tækið mitt 2.480
metra hæð. Við ókum mjög hægt
en síðan náðum við 40 til 50 km
hraða á klukkustund. Þegar við
komum að DYE 2 vorum við búnir
að leggja að baki 355 kílómetra frá
þeim stað sem þyrlan flutti okkur á
frá Angmagsalik, upp að sleðun:
um,“ sagði Sigmundur.
Þeir sváfu ágætlega í fyrrinótt
þangað til þeir lögðu í hann aftur
áleiðis niður í Syðri-Straumfjörð -
um 230 kílómetra vegalengd. Þang-
að komu þeir svo eftir hádegið í
gær og voru heldur kátir við kom-
una þangað. Spáð hafði verið
versnandi veðri uppi á jöklinum,
ekki síst sunnan til, þannig að þeir
voru fegnir að komast til byggða að
afloknu vel heppnuðu ferðalagi á
sérbúnum fjögurra strokka Arctic
Cat vélsleðunum.
Sigmundur var fenginn í ferðina
til að vera leiðsögumaður með
GPS-tæki en að henni standa
danskir ferðaskrifstofuaðilar sem
hyggjast bjóða ferðir fyrir fjóra
ferðamenn í einu ásamt tveimur
leiðsögumönnum næsta sumar.
Jeppaleiðangur, m.a. með ís-
lendingum, hefur farið yfir jökulinn
og algengt er að fólk fari yfir jökul-
inn fótgangandi. Þótt merkilegt
kunni að hljóma þá hafa menn ekki
farið yftr Grænlandsjökul á vélsleð-
um áður - ekki fyrr en síðustu daga
þegar hinn íslensk-danski leiðang-
ur fór yfir hann, fyrst frá vestri til
austurs og síðan til baka. Sigmund-
ur er hins vegar sá eini sem hefur
farið báðar leiðir því á austurleið-
inni var annar Dani með honum en
sá sem komst með honum á leiðar-
enda í gær. onar@dv.is
Veðrið á morgun
Skýjað með köflum vestan til og smávegis súld við ströndina en bjartviðri
austan til á landinu. Hiti 0 til 8 stig að deginum en vfða 1 til 6 stiga frost í
innsveitum í nótt, einkum norðaustan til.
6
Veðriðidag
6
0
6
4
Sólarlag Sólarupprás
í kvöld á morgun
Rvík 17.49 Rvfk 8.38
Ak. 17.27 Ak.8.17
Síðdegisflóð
Rvfk 15.27
Ak. 20.00
Árdegisflóð
Rvfk 03.12
Ak. 07.45
Veðrið kl. 6 í
Akureyri
Reykjavík
Bolungarvík
Egilsstaðir
Stórhöfði
Kaupmannah
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
London
Barcelona
NewYork
París
Winnipeg
morgun
heiðskírt -2
skúr 3
-2
alskýjað • -1
skýjað
skúr
skýjað
4
3
-1
1
4
2
skúr
skýjað
léttskýjað 15
hálfskýjað 13
skýjað 6
léttskýjað 6
Þorlákur
til Fylkis
Gerði þriggja ára samning
Þorlákur Árnason hefur tekið
við stjórnartaumunum hjá Fylki
en þriggja ára samningur verð-
ur undirritaður í dag. Þorlákur
tekur við starfinu af Aðalsteini
Víglundssyni sem var sagt upp
störfum. Aðstoðarmaður Þor-
láks verður gamli Framarinn
Jón Sveinsson en Jón verður
jafnframt þjálfari 2. flokks fé-
lagsins en Þorlákur hefur þó yf-
irumsjón með 2. flokknum.
„Það er mjög ánægjulegt að þessi
mál eru komin á hreint og núna er
hægt að horfa fram á veginn," sagði
Þorlákur í samtali við DV Sport í
gærkvöld. „Þetta hefur ekki tekið
neitt sérstaklega langan tíma. Við
fórum í viðræður eftir að ég var
hætturhjá Val.“
TEKINN VIÐ FYLKI: Þorlákur Árnason
sést hér stýra Valsmönnum í hinsta sinn
og það var kannski táknrænt að það
skyldi vera gegn Fylki í Árbænum.
„Það er mjög ánægju-
legt að þessi mál eru
komin á hreint og núna
er hægt að horfa fram á
veginn."
Nokkur umræða hefur verið um
það að Þorlákur hafi farið frá Vals-
mönnum til þess að taka að sér
starfið hjá Fylki en Þorlákur vísaði
þeim sögusögnum á bug og sagði
þær algjörlega úr lausu lofti gripn-
ar. „Ef svo hefði verið þá hefði ég
hætt strax eftir síðasta leik en það
er ekki ástæðan fyrir því að ég hætti
að þjálfa hjá Val,“ sagði Þorlákur.
„Ég skildi við Val í góðu og óska
þeim alls hins besta í framtíðinni."
Jón Sveinsson verður aðstoðar-
maður Þorláks. „Við höfum ekki
unnið saman áður. Það var bæði vilji
Fylkismanna og minn að fá Jón sem
aðstoðarþjálfara. Hann mun sjá um
2. flokkinn en ég meistaraflokk en
við munum vinna mjög náið sam-
an," sagði Þorlákur, sem sér ekki
fram á miklar breytingar á leik-
mannahópi liðsins. „Ég held að það
verði mjög litlar breytingar," sagði
Þorlákur en Sverrir Sverrisson, Finn-
ur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pét-
ursson hafa ekki gert upp hug sinn
um það hvort þeir ætli að leika
áfram. Fylkismenn hafa ekki borið
víurnar í marga leikmenn en heim-
ildir eru fyrir því að þeir séu eitt
þeirra liða sem eru á eftir Ágústi
Gylfasyni.
„Það verður svolítið ólíkt að
þjálfa Val og Fylki. Valur hefur oft
orðið íslandsmeistari en Fylkir
aldrei. Fylkir er aftur á móti ungt fé-
lag á uppleið og vonandi tekst mér
að byggja ofan á það góða starf sem
hefur verið unnið hjá Fylki undan-
farin ár.“
„Við erum mjög ánægðir með
það að þessi mál eru í höfn,“ sagði
Ásgeir Asgeirsson, formaður meist-
araflokksráðs Fylkis, í samtali við
DV Sport í gær.“
Ásgeir segir að búið hafi verið að
ræða við aðra þjálfara á undan Þor-
láki en það var ekki fyrr en þeir
fréttu að Þorlákur væri laus frá Val
sem þeir settu sig í samband við
hann. „Þorlákur er reyndur þjálfari
þótt hann hafi ekki þjálfað lengi í
efstu deild. Það fer gott orð af hon-
um, hann er mjög metnaðarfullur
og við væntum mikils af honum."
henry@dv.is
WETLANDS
JAKKAR
BUXUR
VÖÐLUR
HÚFUR
NETT
i
SPORTVORUGERÐIN HF.
SKIPHOLT 5, S. 562 8383
Sm áauglýsingar j
550 5000 ?
1