Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Page 4
4 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. OKTÚBER 2003 Allar bjargir bannaðar- beiðnum um aðstoð synjað Einstæð móðir með lítinn son, sem þjáistafGoldenhar-heilkennif, hefur 36.000 kr. á mánuði Einstæð móðir með þriggja ára son, sem er með Goldenhar- heilkenni á háu stigi, eygir enga von. Henni eru allar bjargir bannaðar. Félagsmálakerfið hafnar allri aðstoð við hana. Tryggingastofnun ríkisins skammtar henni 20.000 krónur á mánuði - tímabundið. Móðirin heitir Ásdís Jónsdóttir. Hún er menntaður hjúkrunarfræð- ingur og vann við sitt fag þar til sonur hennar, Birkir Emil, fæddist. Eftir það hefur hún ekkert getað unnið. Hún býr hjá móður sinni með soninn og hefur sem heildar- ráðstöfunarfé á mánuði samtals 36.000 krónur. Sú upphæð saman- stendur af einföldu meðlagi, svo og 20.000 krónunum frá Trygginga- stofnun. Hvar sem Ásdís hefur bar- ið að dyrum í kerfinu hefur hún fengið synjun. Hún féllst á að segja lesendum DV sögu sína. Hjarta-, heyrnar- og taugagallar Þegar Birkir Emil fæddist varð fljótlega ljóst að hann gengi ekki heill til skógar. Hér verður farið hratt yfir greiningarsögu hans, en niðurstöður urðu þær að hann reyndist vera með hjartagalla, þ.e. tvö op á milli hjartahólfa, og átti erfitt með öndun. Andlitstaugarnar voru á allt öðrum stað en þær áttu að vera. Þær lágu út í húð á gagn- augunum og voru nær óvarðar. Greina mátti op eins og lítil göt á húðinni, sem lágu inn íhöfuð. Birk- ir Emil er með tvo lokaða eyrna- ganga öðrum megin og er þar af leiðandi heyrnarlaus þeim megin. Þá vantar alveg stóru munnvatns- kirtlana innan í kinnunum. End- ann vantar á hægri kjálka neðra megin. Hinn neðri kjálkinn reynd- ist vanskapaður. Slímhúð í augum reyndist óeðlileg. Únæmiskerfið er afar lélegt. Loks er Birkir Emil rýrari öðrum megin. Úrskurðurinn var sá að hann væri með Goldenhar-heilkenni, sem væri óvenjulegt að því leyti að sjúkdómurinn væri báðum megin í líkamanum. Yfirleitt leggst hann aðeins á aðra hlið líkamans, svo sem DV hefur greint frá f umfjöllun sinni. Góður læknir gulli betri „Það varð mér til happs að Gest- ur Pálsson barnalæknir varð læknir Birkis,“sagði Ásdís. „Hann er gull af manni og hefur veitt okkur ómet- anlegan stuðning og aðstoð. Gesti verður best lýst með einu orði; hann er Læknir." Þegar Birkir var 18 mánaða var farið með hann til Boston í aðgerð. Ásdís sótti um til TR að fá ferða- styrk fyrir föður hans líka, þar sem drengurinn var að fara í lífshættu- lega aðgerð. Því var synjað. Svarið var það að ef hún byggist við að koma heim með lík yrði ákvörðun- in hugsanlega endurskoðuð. Ásdís fékk greiddan farseðil fyrir sig og drenginn, svo og dagpeninga. Hún segir að þeir hafi engan veginn dugað til að greiða hótel og uppi- hald. Birkir Emil er með tvo lokaða eyrnaganga öðrum megin og erþar afleiðandi heyrnarlaus þeim megin. Þá vantar alveg stóru munnvatns- kirtlana innan í kinnun- um. Endann vantar á hægri kjálka neðra megin. Hinn neðri kjálkinn reyndist van- skapaður. Fjarlægðir voru tveir separ fyrir framan eyrun og gangarnir, sem voru opnir út í húðina, íjarlægðir. í janúar sl. þurfti Ásdís að fara með drenginn í aðra aðgerð til Boston. Læknar hér heima lögðu enn á það mikla áherslu að hún færi ekki ein, því um stórar og lífshættulegar að- gerðir væri að ræða. Enn synjaði Tryggingastofnun beiðni um far- gjald fyrir móður hennar. Aðgerðirnar tóku alls um átján klukkustundir. „Það er nú einu sinni svo að þegar einstaka fólk fær það mikil völd að það lítur á sig sem guði, þá getur verið erfitt að valda því,“ sagði móðir Ásdísar, Margrét Njálsdóttir, sem var við- stödd viðtalið. Óvissa um framtíðina Nú er staða mála sú að Ásdís get- ur ekkert unnið utan heimilis og hefur ekki getað síðan drengurinn fæddist. Hann er fyrirferðarmikill, óhræddur við alla hluti og gæti auðveldlega farið sér að voða. Að auki eru andlitstaugarnar, sem stjórna öllum hreyfingum í andliti hans, nær óvarðar. Það þýðir að ef hann fengi högg eða skurð á gagnaugun myndi hann lamast. Læknar hans segja að hann megi ekki vera á barnaheim- ili, leikskóla né í annarri gæslu af þessum sökum. Drengurinn er mjög dettinn og tapar auðveldlega jafnvæginu. Hann þarf nú mann- inn með sér allan þann tíma sem hann er vakandi. Ásdís getur ekki keypt sér þak yfir höfuðið, hefur ekki getað unnið og er því ekki lánshæf. „Ég sit föst hérna á framfæri móður minnar," sagði hún. Móðir hennar, sem er ekkja, vinnur úti. Ásdís er einbirni, þannig að ekki er um stuðning systkina að ræða. Stuðningsreikningur við foreldra barna með Goldenhar-heilkenni er 0515-14-605801 og er undir kennitölunni 190102-2460. Synjun og synjun Þar sem Ásdís verður að sinna drengnum sfnum frá morgni til kvölds fór hún fram á fullar um- KLÁR STRÁKUR: Birkir Emil hefur mjög góðan andlegan þroska. Hann er á undan sínum jafnöldrum, ef eitthvað er, segir móðir hans. Hún hefur haft allan veg og vanda af að vinna með hann og þjálfa hann. Það gerir hún heima. DV-myndir Pjetur. önnunarbætur frá Tryggingastofn- un. Þær nema um 80.000 krónum á mánuði. Henni var synjað um full- ar bætur, en fékk þó 20.000 krónur eins og áður sagði. Þessa upphæð mun Ásdís fá í tíu mánuði, eða þar til í janúar. Þá verður Birkir Emil 3ja ára. Þar með falla greiðslur niður, nema eitthvað annað verði ákveð- ið. Þá mun hann falla niður f fimmta flokk með exem- og of- næmissjúklingum en með þeim er Goldenhar almennt flokkað. Tryggingastofnun benti Ásdísi raunar á að sækja um fjárhags- aðstoð hjá félagsmálastofnun í Mosfellsbæ. „Það eru þyngstu spor sem ég hef gengið á ævinni,“ sagði hún. „Það veit enginn nema sá sem reynir hve auðmýkjandi það er að fara af stað með betlistaf í hendi. En ég átti ekki annarra kosta völ.“ Félagsmálasvið Mosfellsbæjar tók sér drjúgan tíma til að fjalla um umsóknina. Loks kom svarið; að það „samræmdist ekki reglum stofnunarinnar að greiða foreldr- um framfærslu vegna umönnunar barna." Sem sagt: Nei. Ásdís hefur látið reyna á kæru- ferlið bæði hjá Félagsmálastofnun og Tryggingastofnun. Það hefur engum árangri skilað enn. Fleiri aðgerðir Eftir ofangreindar synjanir hefur Ásdís nýverið gripið til þess ráðs að vinna við sitt fag um helgar, þegar móðir hennar er heima. Læknar hafa lagst gegn því að hún geri það vegna hættu á að hún beri sýkingar í drenginn, sem hefur fengið marg- ar og slæmar sýkingar á sinni stuttu ævi vegna ónæmiskerfisins. Emhún á ekkert val. Birkir Emil á eftir að fara 3-4 ferðir á sjúkrahús erlendis í áframhaldandi aðgerðir vegna sjúkdómsins. „Það þarf að gera frekari rann- sóknir á heila, taugum og andlits- MEÐ ÖMMU: Mæðginin eiga skjól hjá Margréti Njálsdóttur, móður Ásdisar. Ef hennar nyti ekki við væru þau á götunni og hefðu hvorki í sig né á, miðað við þær „tekjur" sem Ásdís hefur nú. beinum, græða í hann heyrnartæki, opna eyrnagang, fjarlægja annan og laga kjálkabeinin," sagði Ásdís. „Svo þarf hann að fara í tannvið- gerðir hér heima, því tennurnar eru farnar að skemmast vegna þess að stóru munnvatnskirtlana vantar. Ég veit ekki hvernig framtíðin verð- ur hjá okkur. Ég er búin að fara með allt mitt í þetta og úditið er vissu- lega ekki bjart eins og málin standa nú.“ JSS@dv.is SKJAIABUNKAR: Skýrslur, vottorð og umsagnir ýmiss konar hafa hlaðist upp hjá Ásdísi á skömmum tíma. Skriffinnskan í kringum Birki litla er greinilega mikil, en minna fer fyrir aðstoðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.