Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 6
6 FRÉTTIfí MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 Hlíðasmára 15 • Sírnt 535 2100 rM AlJCElHtö Beint leigu- flug með lcelandair í allan vetur! I I DDL 5. og 19. nóv. í 2 vikur: / Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Sumarhúsa- eigendur og aðrir farþegar til Spánar! Tilvalið tækifæri til að stytta veturinn. FERÐIR www.plusferdir. is Frá Akureyri og Egilsstöðum til Keflavíkur TVISVAR; Flugfélag Islands hefur bætt við nýjum ákvörðunarstað innanlands. Félagið hefur tekið upp reglubundið áætlunarflug ffá Akureyri og Egilsstöðum til Keflavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem Flugfélag Islands setur upp slíkt áætlunarflug. Flogið verður alla sunnudaga og fimmtudaga til að byrja með, en gert er ráð fyrir að fjölga ferðum ef viðbrögð við þessari nýju þjónustu verða góð. Flogið erfrá Akureyri til Eg- ilsstaða og Keflavíkur kl. 11.00 og til baka sömu leið frá Keflavík kl. 17.10. Með þessu býðst að nýju flug milli Akureyrar og Egilsstaða sem legið hefur niðri um nokk- urra ára skeið. Þetta flug gefur möguleika á beinu flugi út á land eftir að til landsins kemur í stað þess að aka fýrst til Reykjavíkur. ill Aðventuflug til Danmerkur AIRGREENLAND; JóliníKaup- mannahöfn eru engu lík. Yndis- legt er að rölta um miðbæinn og skoða í verslanir og markaði og drekka danskan jólabjór. Sveinn Jónsson, bóndi á Kálfsskinni í Eyjafirði, er fararstjóri og verður hann með skoðunarferð um Kaupmannahöfn. Flogið verður út fimmtudaginn 4. desember með Air Greenland. Á föstudeg- inum er verslunarleiðangur, farið á Strikið með viðkomu í lllum Magasin. Einnig verður farið í konunglega postulínsverslun. Á laugardag verður farið um gamla bæinn og Amalienborg skoðuð ásamt Löngulínu og Vorrar frúar kirkju. Um kvöldið er íslend- ingapartí. Á sunnudeginum verð- ur farið íTívolí og á fallegan jóla- markað. Heim á mánudeginum. Búist við olíugjalds- frumvarpi í haust OLÍUGJALD: Forsvarsmenn olíufélaganna eru farnir að gera ráð fyrir að þungaskattur verði settur á olíu með lagasetningu í haust. Þá verði tekin upp litun á allri gjaldfrírri olíu en talið er mögulegt að hrinda því í framkvæmd í fyrsta lagi 1. janúar 2005. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., segir félagið enn ekki hafa neinar tímasetningar í höndum varðandi upptöku væntanlegs olíugjalds samkvæmt frum- varpsdrögum fjármálaráðherra þar um. Hann telur í fyrsta lagi mögulegt að hrinda þessu í framkvæmd 1. janúar 2005. Olíudreifing ehf. annast dreif- ingu á allri olíu fyrir Olíufélagið hf. (ESSO) og Olíuverzlun fslands (OLÍS). Er félagið langstærsti dreif- ingaraðilinn hér á iandi, með um 70% markaðshlutdeild. Hörður segir erfitt fyrir Olíudreifingu að fara að huga að framkvæmdinni þar sem verulega skorti á skilgrein- ingar í þeim frumvarpsdrögum sem þeir hafi séð. „Þar vantar að skilgreina ýmis hugtök og ekkert fylgir um það hvernig menn hyggj- ast láta framkvæma þetta. Við höf- um einvörðungu skoðað málið út frá okkar forsendum og miðað við það sem við höfum kynnt ökkur annars staðar og heimfært upp á staðhætti hérlendis. Það eina sem við vitum núna er að þetta er til umræðu í þingflokkunum. Ráð- herra ætlar sér væntanlega að koma þessu í gegn á haustþingi." - Var ekki talað um eins árs að- lögunartíma fyrir olíufélögin? „Jú, það var talað um það. Ef þetta fer í gegn núna þá höfum við séð það fyrir okkur að þetta gæti verið 1. janúar 2005. Það er fyrsti möguleikinn á að koma þessu á.“ Hörður segist hafa kynnt sér þessi litunarmál árið 1997 ásamt Ólafi Jónssyni hjá Skeljungi. „Ráðherra ætlar sér væntanlega að koma þessu í gegn á haustþingi Þá hafði fjármálaráðuneytið kall- að þá til að skoða þessi mál. Fóru þeir til Danmerkur að skoða litun- armál þar hjá fimm olíufélögum, en þá stóð fyrir dyrum að taka upp litun á olíu hjá Dönum. Það er hins vegar enn ekki komið til fram- kvæmda. Hörður sagði málið hafa tafíst vegna væringa um að í litun- arefninu væru einhver krabba- meinsvaldandi efni. „Síðast þegar ég frétti af þessu í sumar bjuggust þeir jafnvel við að þetta yrði komið í gagnið undir lok þessa árs og voru menn búnir að búa sig undir það.“ I Noregi hefur litun á dísilolíu verið stunduð um nokkurn tíma. Það er að hluta til með svipuðu sniði og kemur til með að verða hérlendis. Norðmenn lita olíu þó á öðrum forsendum en hér er mein- ingin að gera og ræðst það af um- hverfissjónarmiðum og innheimtu mengunarskatta. Hér verður aftur á móti tekin upp litun vegna færslu á þungaskatti inn í olíuverðið. Vegna þess verður öll olía sem ekki á að bera þungaskatt lituð. Það eru um 3/4 hlutar allrar dísilolíu sem hér er seld og er m.a. notuð á skip, at- vinnutæki, varaaflstöðvar og fleira. Hugmyndin er að skoða mögu- leika á því að flytja inn litaða olíu eða lita olíuna beint við uppskipun í innflutningshöfn. Hjá fjármálaráðuneytinu voru það fréttir að olíugjaldsfrumvarp ráðherra, sem kynnt var í ríkisstjórn í sumar, hefði verið lagt fyrir þing- flokkana til skoðunar. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður lagt fram til afgreiðslu á Alþingi. hkr@dv.is Hagnaður Landsbankans jókst um 69% fyrstu níu mánuði ársins: Tekur 23 milljarða króna lán til eflingar bankanum Landsbanki (slands hefur geng- ið frá stærstu erlendu lántöku sinni frá upphafi. Um er að ræða 250 milljónir evra eða 23 milljarða íslenskra króna. Lánið er til fjögurra ára, sem er lengri lánstími en íslenskir bankar hafa áður notið í skráðum skulda- bréfum erlendis. Er þetta gert með útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði innan svokail- aðs EMTN-fjármögnunarramma Landsbankans og er lántakan liður í endurfjármögnun og fjármögnun á vexti bankans. 69% hagnaðaraukning Fyrir helgi gaf Landsbankinn út afkomutilkynningu vegna rekstrar bankans fyrstu níu mánuði ársins 2003. Þar kom fram að hagnaður Landsbanka íslands hf. nam 2.967 milljónum króna fyrir skatta, sam- anborið .við 1.863 milljónir króna fyrir sama tímabil á fyrra ári. Hagn- aður eftir skatta nam 2.514 milljón- um króna samanborið við 1.489 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Hefur hagnaðurinn aukist um 69% þrátt fyrir að fram- lag á afskriftareikning útlána hafi verið aukið verulega, eða úr 1.930 milljónum króna í 3.238 milljónir króna á milli tímabila og að óskráð hlutabréf hafi verið færð umtals- vert niður. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 21,3%, en var 12,8% fyrir sama tímabil á árinu 2002. Þá jukust rekstrartekjur Lands- bankans um 37% á fyrstu níu mán- uðum ársins og voru 13.808 milljónir Landsbanki Islands hf. króna í samanburði við 10.105 millj- ónir fyrir sama tímabil á fyrra ári. Þar af voru vaxtatekjur 6.600 milljónir og þóknunartekjur 4.491 milljón króna. Aulcna tekjumyndun má rekja til meiri umsvifa, einkum á sviði verð- bréfastarfsemi, fyrirtækjaráðgjafar, stækkunar heildareigna samstæð- unnar og almennt batnandi stöðu á verðbréfamörkuðum sem lýsir sér m.a. í hækkun á úrvalsvísitölu Kaup- hallar fslands um 37% á tímabilinu. Heildareignir bankans jukust um 91 milljarð króna eða 33% á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 og námu 368 milljörðum króna þann 30. sept- ember 2003. Heildarúdán hafa auldst um 33% og námu 286 milljörðum króna og innlán jukust að sama skapi um 36% og námu 148 milljörðum króna í lok september 2003. í móðurfélaginu voru 915 stöðu- gildi í lok september samanborið við 907 í árslok 2002. Að auki em 79 stöðugildi í dótturfélögum bankans. Landsbankinn gerir ráð fyrir að arð- serni eigin fjár eftir skatta fyrir allt árið 2003 verði líklega yfir þeim markmiðum sem bankinn hefur sett fram, en þau em 13-15%. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.