Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Síða 11
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 7 7 „Ég veiktist síðan mjög alvarlega í mars á þessu ári út afpokum á ristli sem sprungu. Mér leið hræðilega illa og vildi helst fá að deyja." gera það. Mér finnst niðurstaðan af vinnubrögðum læknaráðs því allsorgleg. Meira að segja fór Sigurður Guð- mundsson með örorkumatsskýrsl- ur mfnar á harðahlaupum til Sig- urðar Thorlaciusar, yfirtrygginga- læknis Tryggingastofnunar, sama dag og dæma átti í mínu máli. Þar var Sigurður spurður álits á þeim vottorðum sem ég hafði. Það kom eitt já og eitt nei sem ekki var rök- stutt á nokkurn hátt. Undir þetta allt kvitta þessir herrar. Ég talaði sjálf við Sigurð Thorlacius og skýr- ingin var sú að þetta hefði verið gert á harðahlaupum vegna þess að réttarhaldið átti að hefjast skömmu síðar. Þetta hafa því verið afar óvönduð vinnubrögð og allt gert til að upphefja lækninn á minn kostn- að. Hann var sagður hafa mikla reynslu að baki, en reynt hefur ver- ið að klína því á mig að ég reykti og því hafi blóðflæðið til brjóstanna ekki verið nógu gott. Ég spyr þá: Af hverju gekk allt vel í þeim aðgerð- um sem ég þurfti síðar að fara í?“ Vildi fá að deyja Jórunn segir að vissúlega hafi verið óþægilegt að þurfa að leita til Landspítalans eftir þetta. Hún hafi m.a. greinst með æxli í móðurlífi fyrir tveimur árum og ekki fengið góðar móttökur. Leitaði hún því til Akureyrar þar sem móðurlífið var allt fjarlægt og gekk vel. „Ég veiktist síðan mjög alvarlega í mars á þessu ári út af pokum á ristli sem sprungu. Mér leið hræði- lega illa og vildi helst fá að deyja. Eftir 12 tíma rannsóknir og mynda- tökur kom læknir, en þar var þá kominn annar meðdómandinn í mínu máli. Ég sagði honum að fara í burtu því ég vildi ekki sjá hann sem minn lækni. Þarna fann ég á sjálfri mér hversu lítið samfélagið er hér á íslandi með tilliti til þess þegar finna þarf menn til að úr- skurða í álitamálum. Þetta var mjög óþægilegt en ég lenti síðan á góð- um lækni á Landspítalanum og FYRIR AÐGERÐ: Lýtalaeknir skoðaði Jór- unni í maí 1989 og vildi senda hana í að- gerð vegna of stórra og þungra brjósta sem orsökuðu höfuðverk og vöðvabólgu. MISRÆMI: Eftir þriðju aðgerðina er búið að lækka niður vinstra brjóstið. Brjóstin voru lítil eftir aðgerðina, staðsetning vinstri geirvörtunnar var óeðlilega há og því misræmi á milli. MISTÖK: (aðgerðinni stífluðust rör sem leiða áttu vökva í burtu og ekki var brugð- ist við nógu snemma, þrátt fyrir beiðni Jór- unnar þar um. Niðurstðður dómstóla komst í aðgerð í ágúst. Sú aðgerð gekk mjög vel.“ Eins og í hakkavél - Hvernig er þín fjárhagsstaða eftir þetta? „Hún er í rúst, það er allt í rúst og ég hef engu að tapa lengur. Þetta er búið að vera allrosalegt. Ég stend og fell með væntanlegum dómi og hvort þá er einhver ljósglæta fram undan. Á hverju ári í þessi 12 ár hefur maður sagt í upphafi árs að nú hljóti þetta að taka enda, en það hefur ekki gerst. Ég hef farið í gegn- um miklar sviptingar og það er eins og maður sé í hakkavél. Maður þarf að berjast fyrir öllu og er niður- lægður af kerfinu fram og til baka. Ég hef hins vegar enn fulla trú á því að þetta gangi á endanum." Jórunn segir að ómetanlegt hafi verið að njóta aðstoðar Róberts Árna Hreiðarssonar lögfræðings í þessu máli. Hann hafi aldrei gefist upp og staðið með henni allan tím- ann. Erfið mál Mál þetta virðist með hreinum ólíkindum og sýnir í hnotskurn við hvaða vanda einstaklingar eiga að etja sem þurfa að leita réttar síns þegar þeir telja að mistök hafi verið gerð við læknisaðgerð. Málin eru mörg, ekki síst vegna meintra mis- taka við fæðingu. Nú íhuga menn að setja á fót sérstaka nefnd til að taka á slíku. Hún hefur einnig þurft að berjast hart fyrir að ná fram örorkumati í kjölfar aðgerða sem leitt hafa m.a. til mátt- leysis í hægri handlegg. Flestir brotna niður og gefast upp við raunir eins og þessar, en Jórunn hefur af þrautseigju barist í tólf ár og stendur nú enn nánast á byrjunarreit, m.a. vegna vinnu- bragða f Héraðsdómi Reykjavíkur sem Hæstarétti þóttu ekki boðleg. Hún ætlar að krefjast þess að nýir dómarar verði fengnir að málinu í héraðsdómi þegar það verður tekið þar fyrir enn eina ferðina. Hún segist hafa talað við tvo heil- brigðisráðherra, Ingibjörgu Pálma- dóttur og Jón Kristjánsson, Pál Pét- ursson félagsmálráðherra, aðstoð- armann utanríkisráðherra og þing- menn. Jórunn segir þetta allt ljóm- andi gott fólk og allir hafi tekið málaleitan hennar vel, en að öðru leyti sé árangurinn enginn. Tveir ráðherranna hafi viljað láta gera eitthvað í málinu, en verið stopp- aðir af ríkislögmanni. Hún hefur einnig þurft að berjast hart fyrir að ná fram örorkumati f kjölfar að- gerða sem leitt hafa m.a. til mátt- leysis í hægri handlegg. Þar rak hún sig líka á veggi og þurfti að leita að- stoðar umboðsmanns Alþingis til að ná fram sínum rétti. Erfið barátta „Ég hef þurft að berjast alls stað- ar. Það eru ekki til þær hurðir sem ég hef ekki þurft að banka á. Ég er búin að fara allan ferilinn frá A til Ö til að ná fram mínum rétti." Hún segir lýtalækninn sem upphaflega kom að málinu hafa beðist vægðar vegna þess að þetta væri að fara illa með hann og hans fjölskyldu. Ann- ar lýtalæknir, vinur hans, hafi hringt í tvígang fyrir hans hönd og hún hafi mætt á fund Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Þangað mætti hún með bróður sinn sem vitni. „Lækninum finnst þetta mál vera orðið erfltt fyrir sig en hvað má ég þá segja varðandi mig og mína fjölskyldu? Ég hef orð- ið að berjast árum saman við þessa menn án þess að á mig sé hlustað. Svo voga þeir sér að biðjast vægð- ar,“ segir Jórunn Anna Sigurðar- dóttir, sem segist hafa kynnst ýmsu misjöfnu í samtryggingarkerfí læknanna í gegnum tíðina. Ekki sfst eftir að hún stofnaði félagsskapinn Lífsvog til að aðstoða fólk í viðlíka málum. hkr@dv.is Hæstiréttur kvað upp úrskurð í áfrýjunarmáli Jórunnar fimmtudaginn 2. október síð- astliðinn. Hafði Jórunn krafist skaðabóta vegna meintra mistaka við læknismeðferð á árinu 1991. Héraðsdómur var kveðinn upp rúmum fjórum vikum eftir að málið hafði verið dómtekið. Var ekki leitað eftir því hvort aðilarn- ir væru samþykkir því að dómur yrði felldur í málinu án þess að það yrði munnlega flutt á ný. Varð því sjálfkrafa að ómerkja dóminn og vísa málinu heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsuppsögu að nýju. Mál höfðað 1999 Málið var fyrst höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Ró- bert Árna Hreiðarssyni hdl. fyrir hönd Jórunnar Önnu Sigurðar- dóttur, Reykjavfk, á hendur ís- lenska ríkinu, með stefnu sem birt var 29. júní 1999. Það var upphaflega dómtekið 15. júní 2000 og dæmt í héraði 11. júlí sama ár. Málinu var áfrýjað og með dómi Hæstaréttar 29. mars 2001 var dómur héraðsdóms ómerktur, svo og málsmeðferð frá og með munnlegum mál- flutningi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, gagnaöflunar og dómsálagningar Sigurður Guðmundsson landlæknir segir með ólík- indum hvað mál Jórunnar Önnu Sigurðardóttur hafi tekið langan tíma í kerfinu. Hann segir að ásíðustu lOtil 15 árum hafi kvörtunarmál- um fjölgað um 200 til 300%. Mál Jórunnar Sigurðardóttur þykir um margt sérstakt, ekki síst sá tími sem það hefur tekið að koma því í gegnum allt kæru- ferlið, eða 12 ár. „Ég kann í sjálfu sér ekki góðar skýringar á því en ein er sú að það er verið að vísa þessu fram og til baka á milli dómstóla á lagatæknilegum at- riðum," segir Sigurður. „Þetta er mjög bagalegt fyrir alla sem að þessu koma og auð- vitað sérstaklega fyrir sjúkling- inn og líka þá sem kvörtunin beinist að. Það er afskaplega óþægilegt að hafa svona mál ókláruð." Hann segir kvörtunar- málum hafa fjölgað úr innan við hundrað á ári fyrir 10 til 15 árum upp í 300 til 400. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að fólk er með- vitaðra um sinn rétt. að nýju. Málið var dómtekið að nýju 18. desember 2002. Var málið á ný dæmt í Héraðsdóms Reykjavíkur 20. janúar 2003. Þar kváðu Páll Þorsteinsson héraðsdómari og meðdómsmennirnir, Stefán Ein- ar Matthíasson læknir og Þor- valdur Jónsson læknir, upp dóm- inn, en dómsuppkvaðning hafði dregist um nokkra daga vegna anna dómara. Samkvæmt þessu leið lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var dómtekið þar til dómur var kveðinn upp. Sam- kvæmt lögum' um meðferð einkamála bar vegna þessa drátt- ar að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Málið var ekki flutt að nýju og aðilum var ekki gefinn kostur á því. Lögfræðingur Jór- Líkt við mafíósa - Nú skín í gegn pirringur út í lækna- stéttina þar sem menn hamist við að verja hver annan fram í rauðan dauð- ann og viðurkenni ekki mistök Hvað viltu segja um þetta? „Það hefur lengi loðað við þessa stétt og það hefur verið borið á stéttina að hún sé sam- safn af mafíósum. Við úrlausn 300 til 400 kvörtunarmála sem hingað hafa komið síðastliðin 10 ár þá finnst í um það bil þriðjungi þeirra eitthvað athugavert við meðferð, þ.e. einhver mistök eru talin hafa átt sér stað. Mér sýnist þetta því benda til að við getum tekið mistökum innan heilbrigðisþjónustunnar á hlutlægan hátt. Þetta er ekki mjög frábrugðið því sem við þekkjum frá öðrum lönduni. Oft er niðurstaðan sú að kvörtun hafi átt við rök að styðj- ast þegar litið er til tæknilegra unnar skaut því málinu til Hæstaréttar 11. aprfl 2003. Hann krafðist þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju. Til vara krafðist hann þess að gagnáfrýjandi yrði dæmdur til að greiða sér 22.635.963 krónur ásamt nánar tilgreindum ársvöxtum. Gagnáfrýjandi (Skarphéðinn Þórisson hrl. fyrir hönd íslenska ríkisins) áfrýjaði málinu 18. júní 2003 og krafðist þess aðallega að hann yrði sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda og að hon- um yrði gert að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Til vara krafðist hann veru- legrar lækkunar stefnufjárhæð- arinnar og að málskostnaður yrði látinn niður falla. í dómi Hæstaréttar 2. október sl. segir m.a. að ekki verði séð að aðilar hafi lýst yfir að ekki gerðist þörf að flytja málið á ný í héraði. „Vegna þessa verður sjálfkrafa að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju." í dóms- orðum er hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og málinu vfsað heim í hérað til munnlegs mál- flutnings og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður í héraði og fýrir Hæstarétti fellur niður. hkr@dv.is mistaka. Oft gerist það líka að grundvöllur kvartana er einhvers konar vandi í samskiptum læknis og sjúklings eða fjölskyldu sjúk- lings. Læknar eru sagðir dónaleg- ir, leiðinlegir og oft finnst fólki læknirinn ekki hafa veitt nógu miklar upplýsingar og hafi ekki metið stöðuna nægilega vel með sjúklingnum, jafnvel þótt ekki hafi verið um nein læknisfræðileg eða tæknileg mistök að ræða.“ Sigurður segir afgreiðslu mála taka mislangan tíma. Sum séu af- greidd strax, jafnvel í gegnum síma, en þung og erfið mál geti tekið marga mánuði. Síðan geti þáttur dómstóla komið til viðbót- ar. „Sú skylda er lögð okkur á herðar í siðareglum lækna að blása í flautuna ef við verðum vör við að einhver læknir er að gera mistök." Sfðan eru stjórnsýslu- lögin þar til viðbótar. Varðandi vanhæfi sem Jórunn minnist á þá baðst Sigurður undan að tjá sig um það mál, m.a. vegna þessa að það er í meðferð dómstóla og gæti átt eftir að koma að nýju fyrir læknaráð. hkr@dv.is Málaferlin 1999 2000 ! 2001 2002 2003 29. júní: íslenska ríkinu birt stefna vegna meintra læknamistaka. 15. júní: Málið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Il.júlí: Dómurfellurí Héraðsdómi Reykjavíkuren málinu áfrýjað til Hæsta- réttar. 29. mars: Hæstiréttur ómerkir málsmeðferð og dóm héraðsdóms og vísar málinu aftur heim í hérað. 18.desember Máliðdóm- tekið að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur. 20. janúar: Máliðáný dæmtí Héraðsdómi Reykjavíkur. Il.apríl: Lögfræðingur Jórunnar skýtur málinu á ný til Hæstaréttar. 18. júní: Gagnáfrýjandi áfrýjar málinu fýrir hönd íslenska ríkisins. 2. október: Hæstiréttur fellirá nýdóm ímálinu og vísar því aftur heim íhéraðtil munnlegs málflutnings og dómsupp- sögu að nýju. Nær 300% fjölgun kvörtunarmála segir Sigurður Guðmundsson landlæknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.