Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 14
14 MENNING MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 Menning Leikhús • Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 List Lennons MYNDLIST: ÍThe Dome í Edin- borg stendur nú yfir sýningin Imagine á myndverkum Bítils- ins Johns Lennons sem mörg hafa aldrei verið sýnd opinber- lega áður. Hægt er að kaupa eftirprentanir af stöku verkum. Lennon var og er þekktastur fyrir tónlist sína en hann stundaði listnám og var síteiknandi og málandi. Taugaáfall! TÓNLIST: í hádeginu á morg- un, kl. 12.15, verða tónleikar í (slensku óperunni þar sem Davíð Ólafsson bassi og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón flytja atriði úr þremur óperum Verdis, Simon Boccanegra, Rigoletto og Don Carlo. Per- sónurnar sem þeir túlka eiga það allar sammerkt að vera á barmi taugaáfalls! Haldið til haga LEIÐRÉI llNG: Ranglega var hermt í viðtali við Hilmi Snæ Guðnason leikara í helgarblaði DV á laugar- daginn að sýning á Ríkharði þriðja hefði vakið umtal fyrir rúmum tuttugu árum. Það var uppsetning Hovhanness I. Pilikian á Lé kon- ungi eftir Shakespeare í Þjóðleik- húsinu fyrir rúmum aldarfjórðungi sem miklar umræður vakti meðal leikra og lærðra. LÆTl í HAFNARHÚSINU: „A örfáum dögum hefur Guidi tekist að virkja sköpunarmátt fjölda fólks og útkoman er lifandi og þróttmikil sýning." DV-mynd Pjetur Á heimasíðu tilraunaleikhússins Lab Loka, sem Rúnar Guðbrandsson og Steinunn Knútsdóttir eru í forsvari fyrir, segir að Lab Loki sé allt í senn: tilraunastöð, rannsóknar- stofa, þjálfunarbúðir og höfundarsmiðja. Þar er jafnframt lögð rík áhersla á alþjóðlegt sam- starf eins og sjá hefur mátt á uppfærslum hópsins. Sumarið 2002 tóku leikarar frá fjórum löndum þátt í Ragnarökum þar sem stuðst var við leiktúlkunaraðferð sem er kennd við Tadashi Suzuki og byggir á aldagamalli jap- anskri leikhúshefð. Fyrr í haust var bryddað upp á sýningu sem nefndist Aurora Borealis en í þeirri uppfærslu voru samleikararnir í Danmörku og veraldarvefurinn notaður við að brúa Atlantshafið. Síðasdiðið föstudags- kvöld var svo röðin komin að afar fjölmennri sýningu í Hafnarhúsinu sem var afrakstur tíu daga vinnu undir stjórn ítalskrar listakonu, Firenza Guidi. Guidi starfar í Wales og er sýningin hér lið- ur í verkefnaröð þar sem velt er vöngum yfir frelsi kvenna og karla. Yrkisefnið ku sótt í nornaveiðar í gegnum tíðina og útgangs- punkturinn í íslensku sýningunni er ástandsárin svokölluðu, enda kunnara en frá þurfi að segja hvers konar meðferð konur sem lentu í ástandinu þurftu að sæta. Vera - Við munum berjast með ástina að vopni er yfirskrift sýningarinnar og þar er stefnt saman leikurum, dönsurum, söngvur- um og hljóðfæraleikurum sem flestir eiga sammerkt að vera öðrum hvorum megin við tvítugsaldurinn. Innan um eru reyndari og þroskaðri listamenn, innlendir og erlendir, en eðli sýningarinnar samkvæmt hverfa þeir að mestu í fjöldann. Vinnuaðferð Guidi hefur verið líkt við „montage" því í leikverkum hennar blandast gjarnan saman ólík listform, s.s. kvikmyndir, popptónlist og ljóðaflutningur. Hér lætur hún duga að nota hefðbundin meðul leik- hússins, leik, dans og tónlist. Það má til sanns vegar færa að sýningin f Hafnarhúsinu minni á helgileiki miðalda því áhorfendur eru leiddir frá einum stað í annan eins og þá tíðkaðist og látnir upplifa röð at- burða eða atvika sem tengjast ekki innbyrðis nema að takmörkuðu leyti. Samskipti ís- lenskra kvenna og breskra og bandarískra hermanna eru í forgrunni sem og viðbrögð heimamanna, en eins og gefur að skilja tekst ekki að kafa undir yflrborð afþekktra staðal- ímynda í uppákomu sem þessari. Þótt rýmið í Hafnarhúsinu sé skemmtilegt spillti það fyr- ir í upphafl sýningarinnar sem fýrir vikið fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Ungu konuna sem kom gangandi yfir Sæbrautina sá ég aldrei né þá sem tóku þátt í næstu tveimur atriðum. Það var fyrst þegar út í port var komið að mér tókst að fylgjast almenni- lega með og voru atriðin sem leikin voru á svölunum undantekningalítið vel lukkuð sjónrænt séð og dyggilega studd litríkri lýs- ingu Egils Ingibergssonar. Lokaatriðin voru síðan leikin í portinu sjálfu, í þeim tóku allir þátt og einkenndust þau af miklum krafti og leikgleði. Stríðsárastemningin er sköpuð með bún- ingum og tónlist og þótt litlu sé bætt við þekkingu okkar á ástandsárunum er sýningin afrek út af fyrir sig. Á örfáum dögum hefur Guidi tekist að virkja sköpunarmátt fjölda fólks og útkoman er lifandi og þróttmikil sýn- ing. Eðlilega byggist sýning eins og þessi að stórum hluta á spuna og því hefði verið gam- an að fara aftur á laugardagskvöld og bera sýningarnar saman en aðrar skyldur komu því miður í veg fyrir slíkt. Lab Loki og ELAN Wales sýna í Listasafni íslands, Hafn- arhúsinu, í samvinnu við 1. árs nema í leiklistardeild Listaháskóla (slands, Leikfélag Menntaskólans við Hamrahllð, Vox Feminae, Danskompaní Ólafar og fjölda einstaklinga: Vera - Við munum berjast með ást- ina að vopni. Ljósahönnun og tæknistjóm: Egill Ingi- bergsson. Hugmynd og leikstjórn: Firenza Guidi. Sverrir Jakobsson. Svo vítt sem kristni er í hádeginu á morgun kl. 12.05 heldur Sverrir Jakobsson sagnfræðingur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags íslands, „Hvað er (um)heimur?“ Erindið nefnist „Svo vítt sem kristni er - íslendingar og hinn kaþólski heimur, 1100-1400“ og verður í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. „Upplifún manna og sýn á umhverfi sitt er jafnan staðbundin og afmörkuð af per- sónulegri reynslu þeirra," segir Sverrir, „en auðvitað vita menn af því að eitthvað sé til handan sjónsviðs og eigin reynslu. Til þess að ná utan um það er sköpuð óhlutbundin hugmynd um „heim", sem mætti nefna heimsmynd. í slíku ferli er jafnan fólgin einföldun og einhvers konar kerflsbind- ing, tilraun til að höndla veruleika hins óþekkta. í þessum fyrirlestri verður fjallað um heimsmynd íslendinga 1100-1400 og færð rök fyrir því að hana megi skilgreini sem „kaþólska"." Einnig ætlar Sverrir að líta á nokkra ein- staklinga sem tóku þátt í að smíða heims- mynd íslendinga eins og við þekkjum hana á grundvelli miðaldatexta. Sverrir Jakobsson er MA í miðaldafræði frá háskólanum í Leeds og stundakennari við Háskóla íslands. Hann vinnur nú að ritun doktorsritgerðar við Háskóla íslands. Einlæg frumraun o BÓKMENNTAGAGNRÝNI Katrín Jakobsdóttir Madonna: Ensku rósirnar Silja Aðalsteinsdóttir þýddi Mál og menning 2003 Ensku rósirnar eftir Madonnu hafa vakið verulega athygli hér á landi sem annars staðar, enda hefur það þótt tíðindum sæta að þessi fræga söngkona hafi nú snúið sér að ritun barnabóka. Og eitt er víst: Madonna hefur alltaf kunnað að markaðs- setja sig og það á jafnt við um tónlist og bamabækur. Madonna er nú öllu betri söngkona en barnabókahöfundur, en Ensku rósirnar em alveg prýðileg frumraun þó að þær rísi ekki jafnhátt og írafárið í kringum þær gefur til kynna. Hér segir frá ensku rósunum: fjór- um vinkonum sem heita Nicole, Charlotte, Grace og Amy. Þær leika sér alltaf saman og gera allt saman. Þær em líka allar sammála um að vera á móti henni Binnu, en það er vegna þess að ensku rósirnar em grænar af öfund yfir því hvað Binna er einstaklega fal- leg og góð. En hún er alltaf ein og þess vegna er hún sorgmædd. Ensku rósimar fá hins vegar óvænta heimsókn frá góðri álfkonu í draumi og þá rennur upp fyrir þeim að þær hafa aldrei skilið Binnu eða getað sett sig í hennar spor. Hér er því sígilt umfjöllunarefni á ferð, einelti í hópi ungra stúlkna og tilraun til að þroska lesendur með því að sýna hvernig hægt er að leysa úr slíkum vanda. Ensku rósirnar em ansi falleg og einlæg saga. Frásögnin er einföld og textinn lipur og læsilegur. Myndimar em mjög skemmtilegar, litríkar og færðar í stílinn; stelpurnar birtast f ýmsum fatasamsetning- um þannig að það jafnast á við hálfgerðan dúkkulísuleik að skoða bókina. Heildarútlit bókarinnar er skemmtilega „útlenskt" og þó að það sé nokkuð hlaðið er gaman að dunda sér lengi við að skoða myndir og Tíí*' Jbs (Sr«c« ENSKU RÓSIRNAR: Teikning Jeffrey Fulvimari af vin- konunum fjórum. smáatriði. Síðast en ekki síst er boðskapurinn sí- gildur og snýst um að setja sig í spor ann- arra, öðlast skilning og þroska og muna að öfund getur hindrað mann í að þroskast og þróast áfram. Því er hægt að lesa margt verra en Ensku rósirnar eftir Madonnu - hún er kannski ekki jafngóður höfundur og söngkona en hún er ábyggilega betri höf- undur en kvikmyndaleikkona! Stórbók Þrjú bindi íslands í aldanna rás í einu ísland í aldanna rás 1900-2000 - Saga lands og þjóðar ár frá ári - kom út í þremur stómm bindum á ámnum 2000-2002 sem hafa nú verið sameinuð í eina glæsilega bók. Hún. er 1306 litprentaðar blaðsíður með yflr 5000 myndum og ítarlegum mynda-, nafna- og atriðisorðaskrám og fleiri upplýsingasíð- um aftast. Bókin er þó ekki nema 3400 grömm og er því vel meðfærileg þrátt fyrir stærðina. Aðalhöfundur verksins er Illugi Jökulsson en margir höfundar aðrir komu að verkinu. Fátt hefur farið fram hjá textahöfundum af forvitnilegu efni og myndefnið er makalaust fjölbreytt og hnýsilegt þannig að bókin er í heild sinni frábær heimild um sögu lands og þjóðar. Auðveldara er líka að fá yfirsýn yfir öldina þegar hún er öll komin í eitt bindi. Aðalritstjóri íslands í aldanna rás var Sig- ríður Harðardóttir. Hún hélt um alla þræði og sá um að samræma og stjórna flókinni vinnslu verksins. Um hönnun bókarinnar, útlit og umbrot sá Jón Ásgeir. Kostnaður við þessa útgáfu nemur á annað hundrað millj- ónum króna. Engir styrkir hafa fengist en góðar móttökur Islendinga hafa gert JPV út- gáfu kleift að koma þessu viðamikla verki út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.