Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Síða 17
h MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 SKOÐUN 33 >■> Á BAKVIÐ LÁS OG SLÁ: Fangi nr. 114 gagnrýnir yfirstjórn fangelsismála harðlega; stefnan sé að umgangast fanga sem óforbetranlega óvini sem heimilt sé og rétt að niðurlægja og misvirða að geðþótta. Þannig skapi fangelsin varanlega óvini samfélagsins. Lkjallari Fangi núner114 skrifar Fyrir löngu starfaði ég eitt sum- ar við hafnargerð á Eskifirði. í vinnuhópnum var gamall mað- ur, fyrrverandi fangavörður á Litla-Hrauni. Hann aðhafðist lít- ið annað en að hafa eftirlit með okkur hinum, enda bróðir verk- stjórans. Sá var lítið við, var alltaf á keyrslu til að hala inn aukatekjur af kíló- metramælinum í jeppanum sínum. Bróðirinn hafði mismikið álit á okkur strákunum og hann sagði mér að hann hefði þroskað með sér mjög skarpan skilning á mannlegu eðli. Hann hefði þannig séð um leið hvort nýir fangar á Litla-Hrauni væru ólánsmenn eða óforbetran- legir glæpamenn. Undirgrun Þessi afstaða gamla mannsins hefur æ síðan verið mér víti tii varnaðar og ég minntist hans áðan. Tryggvi gangfélagi minn var að koma úr heimsókn. Hann hafði enn einu sinni verið strippaður. Yf- irmenn hér eru sannfærðir um að hann sé stórdreifandi fíkniefna í fangelsinu og hafa gert á honum líkamsleit eftir hverja einustu heimsókn sem hann fær. Gestir hans eiga líka von á sömu meðferð. Þá er konan hans hætt að heim- sækja hann vegna þess að hún varð að strippa áður en hún fékk að hitta hann. Þeir hafa aldrei fundið neitt en eru líklega sannfærðir um að hið sanna muni koma í ljós á endan- um. Tryggvi er umhyggjusamur maður og hann hefur mikið að- stoðað gamlan sjúkan mann sem er með okkur á deild. Eiginkona gamla mannsins til fimmtíu ára heimsækir hann reglulega og sá gamli var látinn strippa eftir heim- sókn þrjár helgar í röð. Eftir það neitaði hann að strippa meir nema þeir settu upp fyrir hann súlu svo hann gæti þá dansað fyrir fanga- verðina í leiðinni. Þó svo sá gamli hafi aldrei á ævinni séð ólögleg fíkniefni þá hafa fangaverðirnir lík- lega talið að hann hafi gerst burð- ardýr fyrir Tryggva sem endurgjald fyrir umhyggjuna. Hinir útskúfuðu Ég ber mikla virðingu fyrir Tryggva. Hann er einstaklega rétt- sýnn og ósérhlífmn maður, við- kvæmt hörkutól sem missir aldrei af „Nágrönnum" í sjónvarpinu. Hann er óumdeildur leiðtogi deild- arinnar en alls ekki yfirmaður. Fangelsisstjórnin notar hann til að gæta „hinna útskúfuðu". Dæmdir kynferðisafbrotamenn hafa löng- um verið ofsóttir á Litla-Hrauni og flestir eru hafðir á deild með Tryggva. Tryggvi líður nefnilega ekki einelti á félögum sínum. Tryggvi sagði mér um daginn að hann hefði sjálfur orðið fyrir einelti í æsku. Hann flutti sem barn til afa og ömmu á Árskógsströndinni og var ofsóttur af skólafélögunum fýr- ir að vera frá Reykjavík. Þegar hóp- urinn var síðan sendur í unglinga- skóla til Dalvíkur og var lagður í einelti þar fyrir að vera frá „Strönd- inni" þá leitaði hópurinn undir verndarvæng Tryggva. Hann kunni að bregðast við slfku og hinn for- herti kraftajötunn leið engum að ofsækja félaga sína. Einelti Stjóm fangelsisins hefur engin ráð til að vernda einn né neinn og tekur jafnvel virkan þátt í eineltinu. Einn „útskúfaður" á deildinni okk- ar lagðist í alvarlegt þunglyndi um daginn. Gangfélagi hans fór á fund fangeísisstjórnar og bar upp angist félagans. Honum var bent á að sá gæti látið flytja sig í einangmn ef honum liði illa. Einangmn er eina vörnin sem fangelsið getur boðið upp á - líklega erfiðara að hengja sig þar. Þá er lítilsvirðingin og eineltið ekki minnst frá stjórn fangelsis- mála. Með okkur á deild er gamall sjúklingur, dæmdur fyrir kynferðis- afbrot. Hann á ekkert erindi inn á almenna fangadeild og við félagar hans höfum ítrekað kvartað og sent yfirvöldum áskomn um að fundin verði einhver önnur lausn fyrir hann. Læknir í fangelsinu sagði honum forspurður að hann ætlaði að senda ráðuneytinu bréf og sækja um náðun fyrir hann. Sá gamli fór að gráta af gleði þegar hann kom úr viðtalinu og sagði okkur tíðindin. Daginn eftir var hann svo kallaður á fund hjúkmnarkonu sem sagði honum að hún skyldi sko sjá til þess að hann fengi aldrei náðun. Þarnæsta dag dró læknirinn allt til baka. Við félagarnir aðstoðuðum þá gamla manninn við að sækja um náðun af heilsufarsástæðum. Hann óskaði þess einnig bréflega til lækna fangelsisins að þeir sendu Náðunarnefnd skýrslu um heilsu- far sitt og lyfjaþörf. Við félagarnir vottuðum bréfið til læknisins til ör- yggis. Hann fékk svo synjun þar sem engin skýrsla hafði borist Náð- unarnefnd frá læknum fangelsis- ins. Nefndin taldi það ekki í sínum verkahring að ýta á eftir gögnum sem umsækjendur segðu að myndu berast með umsóknum. Svar nefndarinnar barst í óstíluðu umslagi þannig að fangaverðirnir þurftu að opna bréfíð og lesa inni- haldið til að vita hverjum það væri ædað. Það má í raun fullyrða að embættismenn geti í mörgum tilvikum tvö- faldað refsingar yfir dæmdum mönnum að eigin geðþótta. Mér virðist þeir nýta sér það miskunnarlaust. Annað einelti á „útskúfuðum" er í gangi þessa dagana. Einn á deild- inni sótti um að fá að ljúka afplán- un á Verndinni og fékk vilyrði fyrir því. Hann þurfti fyrst að verða sér úti um vinnu. Það var aðdáunarvert að heyra í honum í símanum dag eftir dag í atvinnuleitinni. Það var ekki hlaupið að því þar sem hann getur bara unnið dagvinnu og þarf að vera kominn á Verndina á til- settum tíma dag hvern. Honum tókst það þó að lokum og hann réð sér ekki íyrir kæti. Þá kom allt í einu í ljós að hann átti „óklárað mál í kerfinu". Vilyrðið var þar með dreg- ið til baka. f höfnuninni var vísað til samnings sem Fangelsisstofnun hafði gert við Vernd um skilyrði þess að fangar fengju að ljúka af- plánun þar. Þessi gangfélagi minn hafði fyrir tæpu ári verið ásakaður um að hafa falsað nafn undir náð- unarbeiðni og var yfirheyrður um málið í febrúar. Það var reyndar ekki enn búið að kæra í málinu þegar hann fékk höfnunina. Það var svo gert fyrir tveimur vikum, nánast daginn sem hann átti að sleppa út. Það er ekki enn búið að birta honum kæruna og fyrr en það verður gert getur hann ekki óskað eftir hraðferð í dómskerfinu. Dómsvald embættismanna Ég gæti nefnt dæmi um mismun- un og valdníðslu í fangelsiskerfinu nánast út í það óendanlega. Sumt er örugglega uppspuni en ég nefni bara það sem er að gerast fyrir framan nefið á mér núna. Tilfellið er að dómsvald embættismanna er ógnvænlegt. Menn eru dæmdir af dómskerfinu til ákveðinnar refsing- ar. Síðan eru það hefðir og vinnu- reglur embættismanna sem ákvarða afplánunina. Aðalreglan er sú að menn fá reynslulausn eftir helming afplánunar við fyrsta brot og eftir 2/3 afplánunar eftir annað brot. Frá þessu eru alls konar frávik og bersýnilegt að yfirvöld fangelsis- mála og lögreglu leika sér með regl- urnar til að koma fram því réttlæti sem einstaklingum innan kerfisins finnst dómsyfirvöldum hafa mis- tekist. Það má í raun fúllyrða að embættismenn geti í mörgum til- vikum tvöfaldað refsingar yfir dæmdum mönnum að eigin geð- þótta. Mér virðist þeir nýta sér það miskunnarlaust. Að búa til óvini Reyndar ætti ég ekki að vera að skrifa um svona mál opinberlega. Um daginn skrifaði ég kvörtunar- bréf fyrir tvo fanga sem fengu ekki vinnu. Þeim fannst þeir vera beittir misrétti og að geðþótti réði úthlut- un vinnu í fangelsinu. Ég samdi fyr- ir þá bréf með fyrirspurn tii fangels- isstjórnar um hvaða reglur giltu við úthlutun starfa og hvernig valið væri í hin eftirsóttari störf. Sá sem lagði fram fyrirspurnina fékk vinnu tveimur dögum síðar gegn því að hann drægi fýrirspurnina til baka. Það gerði hann auðvitað. Nokkrum dögum síðar var þeim sem hafa vinnu og þrífa auk þess ganga á sinni deild - og fá fyrir það 3500 kr. á viku - sagt upp þrifunum. Því var lekið út að ástæðan væri fyrir- spurnin sem sá atvinnulausi hafði lagt inn. Þetta vakti hörð viðbrögð A- meðal fanga og það átti sko að berja þann atvinnulausa í spað fyr- ir vikið! Þess má líka geta að lokum að ég skrifaði dagbókarbrot í DV fyrir rúmum mánuði. Ég afhenti bréfið í póst frammi í búri. Daginn eftir var ég kallaður á fund fulltrúa sýslu- manns til að ganga frá skilnaði við konuna mína fyrrverandi. Það hafði ég reyndar gert rúmu ári áður. Þegar fréttin birtist svo í DV þá kom fangavörður með staðfest- ingu á skilnaðinum og DV í sömu hendi og rétti mér. Mér hafði aldrei áður verið rétt DV af fangaverði. fslensk fangelsisstefna er að um- gangast fangana sem óforbetran- * lega óvini sem heimilt er og rétt að niðurlægja og misvirða að geð- þótta. Þannig skapa fangelsin var- anlega óvini samfélagsins. Því það er viðmót þitt sem ákvarðar þau viðbrögð sem þú færð, það vita flestir. Markmiðinu náð 1 E „Engu er líkara en að tauga- veiklun hafi gripið um sig meðal Sjálfstæðismanna í kjölfar þess að Ingibjörgu Sólrúnu tókst að fella Davíð Oddsson úr embætti forsætisráðherra, svo að hann má nú víkja fyrir Halldóri Ás- grímssyni innan skamms." GuðmundurAndri Thorsson i pistli í Fréttablaðinu. Það tókst! „Mikið rosalega var þetta þá snjallt piott með allt rifrildið milli Ingibjargar Sólrúnar og Fram- sóknarflokksins í Reykjavik þegar forsætisráðherraefnið var kynnt til sögunnar. Hvern hefði getað grunað að i raun ætlaði Samfylk- ingin að gera Halldór Ásgríms- son að forsætisráðherra, hvort sem hún næði með honum (rík- isstjórn eða ekki? Skyldu bresku bræðurnir hafa lýst yfir sigri þeg- ar John Major tók við embætti af Margaret Thatcher um árið, klappað hver öðrum á öxlina og hrópað: Okkur tókst það!" Steinþór Heiðarsson á Múrn- um.is, um grein Guðmundar Andra. Skattleggið mig „Þess utan er ég þeirrar hyggju að hugtakið um sníkjulíf á skattgreiðendum sé harla inn- taksrýrt. Ástæðan er m.a. sú að strangt tekið getum við ekki úti- lokað að allar tekjur og eigur séu illa fengnar." Stefán Snævarr prófessor I heimspeki, I grein á Kreml.is. Allt er nú til „Varastækkarinn er borinn á varirnar 3 sinnum á dag í 30 daga, og þá á að sjást greinilegur mun- ur. Notist siðan eftir þörfum." Auglýsing á Femin.is um vara- stækkara sem „eykur þykkt og form vara um allt að 40%“, að því er þarna kemur fram. Hvaða Bubbi? „Það er ósennilegt að til sé sá ís- lendingur sem kominn er til vits og ára og veit ekki hver Bubbi Morthens er." Inngangur að viðtali við ein- hvern Bubba I vikuritinu Birtu. Ekki Idol-efni „Ég hefði getað afgreitt hann mildar en ég gerði það ekki heldur sagði við hann að þetta væri það versta sem ég hefði heyrt. En að öllu jöfnu held ég að ég hafi verið sanngjarn." Þessi Bubbi i sama viötali. 9 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.