Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 30
46 TILVERA MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 Elton John til spilaborgarinnar Las Vegas SKEMMTANIR: Enski skalla- popparinn Elton John hefur gert samning um að troða sjötíu og fimm sinnum upp á Caesar's Palace lúxushótelinu í spilavítisborginni LasVegas á næstu þremur árum. Reyndar mun Elton verða eins konar staðgengill hinnar kanadísku Céline Dion þegar hún tekur sér frí frá söngnum á sama hóteli. Elton fær litla fjóra milljarða íslenskra króna fyrir viðvikið og hann hefur þegartilkynnt að sýningin verði kölluð Rauða píanóið. „Þarna verða paljettur og tíð búningaskipti," lofar sprelli- gosinn og söngvarinn. Elton karlinn mun væntan- lega ekki drepa sig úr vinnu við þetta verkefni. Upplýst hefur verið að samningurinn geri ráð fýrir að hann spili fimm sinnum í viku í fimm vikur á hverju ári á meðan samningurinn er í gildi. Vildi endurtaka kossaatriðin meðHughG Leikonan Martine McCutcheon var svo ánægð með að fá að kyssa hjartaknúsar- ann Hugh Grant við upptökur á væntanlegri ást- armynd að hún bað margsinnis um að atriðið yrði tekið upp aftur. „Ég verð að segja að það var mikill heiður að fá að kyssa herra Grant. Ég varð oft að biðja um að atriðið yrði endurtekið þar sem mér fannst ég ekki hafa staðið mig nógu vel. Þetta var tungukoss. Þegar leikstjórinn biður um tungukoss verður maður að gera það sem hann segir," segir Martine og hefur gaman af. Myndin sem þau leika saman í heitir Love Actually og segir frá þjónustustúlku sem verður ást- fangin af forsætisráðherra Bret- lands. Og hann af henni. Martine leikur gengilbeinuna en Hugh for- sætisráðherrann. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi í nóvember. Eyrnagöt Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð Rakarstofan Klapparstíg Sími 551 3010 j UMri1lKI81 tltl Slt 2S2S lenivtlf: Stll? 150-153, «0V 281,2130(214 >&S2? vmmnsstölur Lausardaslnn - vw iwLuönumi 25. október »S) Jókertölur vlkunnar «11 0|1|2|5| LITTi ðlltat & tr.ittvíkudoaun: I Vinninfistölut raiövikudaBinn | 22. október flöaitoiut Bónustölur lokertöiur vikunnar ^l4l0|7|8|6| Nýjar hljómplötur: íslensk ástarljóð Fátt er unaðslegra en að vera ástfanginn - ástin er svo frísk- andi. A plötunni íslensk ástarljóð er að finna sextán klassísk og fal- leg ástarljóð eftir íslenska karl- menn í flutningi tíu landsþekktra söngvara. Flytjendur eru Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Regína Ósk, Eiríkur Hauksson, Hera Hjartar- dóttir, Friðrik Ómar, Páll Rósin- krans, Björn Jörundur og Sverrir Bergmann. I bæklingi sem fylgir diskinum segir að ljóðin eigi það sameigin- legt að fjalla um ástina og örlög karla og kvenna, ungra og ald- inna, á breiðum grunni og að hugmyndin að diskinum sé sót- t í ljóðabókina „íslensk ástarljóð" sem Snorri Hjartarson tók sam- an. Eins og í bók Snorra er víða leitað fanga og á diskinum er að finna ljóð eftir Megas, Bubba og Tómas Guðmundsson, íslenskt þjóðlag, ljóð eftir Laxness og Dav- íð Oddsson. Lögin á diskinum em hugljúf og falleg og eiga án efa eftir að hlýja mörgum um hjarta- rætumar þegar þeir hugsa um ástina sína. Sálin og Sinfó—Vatnið Sálin hans Jóns míns og Sin- fóníuhljómsveit Islands sendu nýlega frá sér plötu sem nefnist Vatnið. Tónlistin á diskinum er eftir Guðmund Jónsson, gítarleik- ara Sálarinnar, utan eitt, sem er samið af Jens Hanssyni saxafón- leikara, og stef úr verkinu Myndir á sýningu eftir Mússorgskíj. Text- ar em eftir Friðrik Sturluson. Auk fyrrnefndra skipa þeir Jóhann Hjörleifsson, trommu- og slag- verksleikari, og Stefán Hilmars- son söngvari Sálina hans Jóns míns. Hugmyndin að samstarfi Sálar- innar og Sinfóníuhljómsveitar- innar vakti strax athygli og mér fannst hún spennandi. Diskurinn er vandaður í alla staði en tónlist- in nokkuð JyrirsjánJeg og meira hefði mátt gera í að nota kraftinn í Sinfóníuhljómsveitinni. Egill Ólafsson - Brot... Mús- íkúrleikhúsinu Það er alltaf gaman að láta koma sér á óvart og það gerir Eg- ill Ólafsson svo sannarlega á plöt- unni Brot... Músík úr leikhúsinu. Diskurinn er einfaldlega það al- besta sem ég hef heyrt frá Agli til þessa. Þrátt fyrir að efnið á disk- inum spanni rúmlega tuttugu ára tímabil þykir mér hann renna skemmtilega saman og orkar á mig sem heild. Til hamingju. Flytjendur á diskinum em of margir til að hægt sé að nefna þá hér en tónlistin er samin fyrir leikhús á rúmlega tveggja áratuga tímabili. Elsta verkið er úr Gretti, sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp 1980, en það yngsta úr Önnu Kareninu sem flutt var í Þjóðleik- húsinu í fyrra. Eins og nafnið á diskinum gef- ur til kynna er aðeins á’honum brot af þeirri tónlist sem Egill hef- ur samið fyrir leikhús og er von- andi að við fáum að heyra meira í framtíðinni. kip&dv.is Kidmaner nýtt andlit Chanel Stórstjarnan Nicole Kidman hef- ur gert samning við Chanel um að vera andlit fyrirtækisins í auglýs- ingum á hinu fræga ilmvatni Chan- el No. 5. Baz Luhrman, leikstjórinn Ben á niðurleið sem leikstýrði henni í Rauðu myll- unni, mun leikstýra auglýsinga- myndbandi sem sett verður á markaðinn í desember. Þrátt fyrir alla athyglina sem Ben Affleck hefur fengið í gegnum sam- band sitt við Jennifer Lopez þá fer stjarna hans lækkandi í Hollywood og er þar að sjálfsögðu um að kenna lélegu gengi mynda hans. Eftir fjórar vikur áttu að hefjast tökur á gaman- myndinni Ghost of Girlfriends með Affleck í aðalhlutverki. Nú hefúr ver- ið hætt við gerð myndarinnar sökum kostnaðar að því er sagt er. Þá er alls óvíst að Affleck fái að leika Jack Ryan aftur, en hann lék njósnarann í Sum of All Fears. Þær sögur ganga fjöllun- um hærra í HolJywood að Paramount vilji annan leikara. Verður Hugh Jackman næsti Bond? Alltaf eru að komast á kreik nýjar sögur um hverjir koma til með að leika James Bond eftir að Pierce Brosnan tilkynnti að hann mundi aðeins leika í einni kvikmynd til viðbótar. Nefndir hafa verið Clive Owen, Jeremy Northam og Paul Bettany. Nú eru háværar raddir um að ástralski leikarinn Hugh Jack- man sé í náðinni hjá þeim sem ráða. Þykir hann góður kostur og er efstur á blaði segir innanbúðar- maður. Spumingin er hvort hann kæri sig nokkuð um það. Það gengur vel hjá honum eins og er og auk þess er von á fleiri X-Men myndum. Dustin vill vera á listanum Samtök bysssueigenda í Banda- ríkjunum hafa birt lista yfir fræga einstaklinga sem samtökin telja óvini sína og beijast gegn banda- rískum hefðum. A þessum lista eru meðal annars Julia Roberts, Ophrah Winfrey, Sarah Jessica Parker, Britney Spears, Michelle Pfeiffer og Jerry Seinfeld. Dustin Hoffman var svo svekktur yfir að vera ekki á listanum að hann hringdi í samtökin og bað þau endilega að láta sig á listann. Sam- tökin urðu við ósk hans. Bullock og Armstrong Sandra Bullock virðist hafa fund- ið sér nýjan mann eftir að hafa ver- ið karlmannslaus í langan tíma. Sá heitir Lance Armstrong og er fræg- asti hjólreiðakappi heims. Hann er nýskilinn við eiginkonu sína og segja vinir leikonunnar að hún sé yfir sig ástfangin. Það sást til þeirra á matsölustað á Manhattan og voru þau mjög upptekin hvort af öðru. 7. LÞ. í HÁTBGSSKÓLA í HEIMSÓKN Á DV: Birta Marlen Lamm, Hannah K.Trönnes, Hekla Helgadóttir, Heiður Anna Helgadóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Jón Bragi Gíslason, Eva María Finnjónsdóttir, Linda Ósk Valdimarsdóttir, Ólafur Hjaltason, Símon Glömmi.Torfi Birningur Birgisson, Viktoría Ýr Norðdahl, Þorbjörg Sigurvinsdóttir, Þórður Páll Jónínuson og Þórður Arnar Þórðarson. Kennarinn þeirra heitir Lilja Þorkelsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.