Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson, ábm.
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Aðrar deildin 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifmg@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Kaka ársins
Landssamband bakara-
meistara hefur blásið til
samkeppni um Köku
ársins 2004. Þema
keppninnar að þessu
sinni er súkkulaðikaka.
Búa á til einfalda en
góða súkkulaðiköku úr
ódýru og aðgengilegu
hráefiii. Skil-
yrði er þó að
afkökunni sé
ríkulegt
súkkulaði-
bragð og
hana sé hægt
að baka í öll-
um venjuleg-
um bakarí-
um. Kökimni á að skila
undir didnefni í bakara-
deild Hótels-og mat-
vælaskólans í Kópavogi,
föstudaginn 9. janúar á
milli klukkan 16 og 17.
Typpi í fjörðinn
Forsvarsmaður Reður-
safnsins á Laugavegi
hefur sent erindi til bæj-
aryfirvalda í Hafnarfirði
og spurst fyrir um hvort
áhugi sér a að hýsa safn-
ið í Firðinum. Húsaleiga
mun vera dýr við Lauga-
veginn og með þessu viU
Sigurður Hjartarson,
framkvæmdastjóri
safnsins, leysa húsnæð-
ismál þess til frambúð-
ar. Ekki er farið fram á
að Hafnarfjarðarbær
komi að rekstri Reður-
safnsins á einn eða ann-
an hátt.
Fáir séð Klettinn
Gerð hefur verið könnun
meðal íbúa í Grafarvogi
um viðhorf þeirra til
listaverksins „Klettur-
inn“ sem setthefúrver-
ið upp við göngustíg í
Staðarhverfi. Afþeim
sem tóku afstöðu voru
31 prósent ánægðir með
staðsetningu verksins,
32 óánægðir en 55,5 pró-
sent aðspurðra höfðu
aldrei séð verkið!
Jólasirkus
Veitingahúsið Sirkus við
Klapparstíg opnar jóla-
markað í bakgarði hús-
næðis síns í dag. Kennir
þar margra grasa og
flest tilvalið til jólagjafa.
Ekki síst fyrir þá sem
vilja gefa tónlistargjöf
því nóg verður af henni
enda er framkvæmda-
stjóri jóla-
sirkussins í
bakgarðin-
um Raggi
bassaleik-
ari í Botn-
leðju.
Á varðbergi gegn barnaníðingum
Hrollvekjandi var viðtal sem sýnt var á
Skjá einum nýlega í þætti sem bandaríski
sjónvarpssálfræðingurinn Dr.Phil átti við
dæmdan barnaníðing og nánar er sagt frá aft-
ar í blaðinu í dag. Níðingurinn hafði verið
dæmdur í fjörutíu ára fangelsi eftir að játað
að hafa níðst á fjölmörgum börnum og var
þar þó greinilega ekki hálf sagan sögð. Hann
hafði játað sekt sína og viðurkenndi út af fyr-
ir sig að það sem hann hafði gert börnunum
væri rangt, fullkomlega rangt.
Eigi að síður fullyrti hann að ef hann yrði
látinn laus, þá myndi hann halda uppteknum
hætti. Hann myndi einfaldlega ekki ráða við
sig.
Engu breytti þótt maðurinn hefði í fang-
elsinu gengist undir einhvers konar geldingu
með efnameðferð; hann myndi samt halda
áfram að níðast á börnum. Enda er löngu
sannað mál að barnaníðingar láta ekki
stjórnast af kynhvöt. Glæpir þeirra eru
framdir af allt öðrum ástæðum. Þeir eru að
sækjast eftir valdi, yfirburðum yfir varnar-
laus bömin. Kynlíf kemur málinu ekki við -
og þaðan af síður einhvers konar „ást“ eins og
þeir halda þó gjarnan fram sjálfir.
Glæpir þeirra eru viðbjóðslegar aðferðir til
að lítillækka það varnarlausasta sem til er,
börnin okkar. Og upphefja sitt
eigið fátæklega sjálf á þeirra
kostnað. Annað býr ekki að
baki.
Þetta viðurkenndi barna-
níðingurinn í viðtalinu við
Dr.Phil nokkuð hreinskilnis-
iega, þótt framan af hefði
hann uppi nokkrar vífillengj-
ur.
En hvað sem leið hrein-
skilni hans, jafnvel einlægni,
og líka hvað sem leið gelding-
unni og margskonar meðferð
sem hann hefur sætt í fangels-
inu, þá vissi hann manna best
að ekkert myndi duga.
Ekki var síður erfitt að hlýða á manninn
lýsa því hvernig fólk ætti helst að þekkja
barnaníðinga. Því lýsingin hljómaði eins og
verið væri að lýsa óskadraumi hvers krakka -
fullorðinn maður sem sýnir börnum enda-
lausan áhuga og endalausa velvild, er sífellt
tilbúinn að passa og snattast út um allt með
krakkana, hlýlegur maður og hjálpfús.
Sem sé ekki endilega subbulegur dónakall
sem hefst við í dimmum skúmaskotum.
Raunar orðaði barnaníðingurinn það svo að
besta leiðin til að þekkja hans
Kka úr hópnum væri að leita
að „þeim sem virtist tilbúinn
að leggja sig endalaust fram“
fyrir börnin.
Þetta þurfum við að hafa í
huga þegar við neyðumst til að
leiða hugann að svona málum
- og því miður verðum að
sætta okkur við að gera það í
auknum mæli. Því hverju sem
um er að kenna virðast
skemmdar manneskjur leggj-
ast í auknum mæli á börnin
okkar. Þótt það sé sorgleg til-
hugsun fyrir þá fjölmörgu sem
hafa saklaust yndi og ánægju af því að starfa
með eða kringum börn, þá verður slíkt fólk að
sætta sig við að foreldrar hafi héðan í frá aug-
un opin fyrir því hvort eitthvað misjafnt kunni
að vera á seyði. í flestum tilfellum mun ekki
vera um neitt slíkt að ræða, en áhættu má
enga taka.
Þannig hafa barnaníðingar líka grafið
undan trausti fólks hverju á öðru. Það verður
því miður svo að vera meðan við reynum að
uppræta þennan viðbjóð.
Illugi Jökulsson
borist trett
o
■O
o
'O
í DV þann 18. nóvember síðast-
liðinn var birt grein um
„pýramídafyrirtæki" svokölluð sem
teygt hafa anga sína til íslands. Þar
var meðal annars minnst á fyrirtæk-
ið GoldQuest sem skaust fram í
dagsljósið hér á landi á sfðasta ári
með umfangsmikla sölu á gullpen-
ingum sem slegnir hafa verið til
minja um ýmis stórmenni og merka
viðburði. Þótt sum „pýramídafyrir-
tækjanna" séu talin helstil vafasöm
fyrirbæri og hafi jafnvel verið sökuð
um lögbrot, þá var engu slflcu haldið
fram um GoldQuest Aðeins var sagt
frá starfseminni og síðan vitnað til
Sigurðar Amar Leóssonar, for-
sprakka GoldQuest á íslandi, sem
taidi af og frá að fyrirtæki hans ætti
nokkuð skylt við „pýramídastarf-
semi“. Jafiíframt sagði í frásögn
blaðamanns DV að álitamál væri
hvort líta bæri á GoldQuest sem
„pýramídafyrirtæki" eða „fiölþrepa
sölufyrirtæki". Og loks að löglærðir
menn hafi gert úttekt á GoldQuest
bæði hér og erlendis án þess að
finna neitt athugavert
Eitthvaö hefur hún veríð ein-
kennileg, endursögnin á þessari
frétt sem barst til Hong Kong, þar
sem GoldQeust hefur aðalbæki-
stöðvar sínar. Fyrir skömmu barst
nefniiega á DV bréffrá fyrirtækinu
þar sem lýst er yfir „djúpri
sorg“ vegna þess að þessi
frétt hafí birst í „yðar
virðulega dagblaði". Þá
segir að nefnd grein sé
„röng, mjög misvísandi
ogþurfí leiðréttingar við“
Fyrirtækið vonar að DV
bregðist nú skjótt við og leiðrétti
„rangfærslurnar“ þar sem fyrirtæk-
ið hafí þegar „orðið fyrir tapi og
tjóni vegna fréttarinnar".
Þetta væri nú allt gott og blessað
ef tilefni beiðninnar um leiðrétting-
ar væri í einhverju samræmi við
hina upphaflegu frétt Svo er reynd-
ar alls ekki. En þeir kynxnngarfull-
trúar eða hvað þeir heita sjoppukall-
Þetta væri nú allt gott og blessað ef
tilefni beiðninnar um leiðréttingar
væri í einhverju samræmi við hina
upphaflegu frétt.
Fyrst og fremst
amir sem fara fram á þessa leiðrétt-
ingu fyrir GoldQuest vinna svo
sannarlega fyrir kaupinu
sínu, því ekki bara fara þeir
fram á leiðréttingu fyrir
rangfærslur sem öngvar
em, heldur em þeir líka
búnir að skrifa leiðrétting-
una sem þeir vilja að birtist í
DV!
Altso eins og blaðamaður á DV
- hefði skrifað þá leið -
réttmgu.
. • ' ^Íí,
“Leiðrétting-
in“ byrjar svona:
„Fyrir hönd DV,
lýsum vérþvíyfír að
vér iðrumst sárlega
hinnar röngu fréttar. Vér biðjum
innilega fyrirgefningar fyrirtækið
GoldQuest International Ltd, við-
skiptavini þess og alla starfsmenn
fyrir þau óþægindi sem vér höfum
valdið með þessu.
Þann 18. nóvember 2003 gerði
blaðið þau leiðu mistök að hafa birt
á bls. 14 og 15 grein þar sem vér
héldum því fram ranglega og affull-
komnu skeytingarleysi að
GoldQuest væri pýramídafyrírtæki.
Félagið, kallað GoldQuest, hafði
samband við blaðið ogfórfram á að
fá að skýra mál sitt. Síðan skýrði fé-
lagið frá sannleikanum um starf-
semi sína. Blaðið ræddi síðan við
herra W. Royce Lane sem
er yfírmaður lögfræði-
\ deildar GoldQuest og
hér á eftir fylgir yfír-
lýsing hans... “
Síðan fyigir, í all-
löngu máli, sú frásögn sem
GoldQuest lætur sem DV hafi haft
eftir herra Royce Lane. Við sjáum
ekki ástæðu tfi að birta hana orð-
rétta enda gengur hún út á að
GoldQuest stundi ekki ólöglega
starfsemi, en því var reyndar aldrei
haldið fram í DV, eins og fyrr grein-
ir. Jafnframt erum „við"
látin „hafa eftir" herra
Royce Lane að ef
starfsemi
GoldQuest væri
ekki í alla staði
lögleg og siðleg,
þá myndi maður
á borð við Jóhannes
Pál 2. páfa varla hafa tekið per-
sónulega á móti forsvarsmönnum
peningaútgáfu fyrirtækisins - en
einn minnisp eninganna sem félag-
ið hefur séð um sölu á er með
mynd páfans. Jafnframt er tekið
fram að ýmsir þjóðhöfðingjar, til
dæmis kóngurinn í Taflandi, hafi
tekið vel á móti forkólfum
GoldQuest og veitt þeim áheym í
höllum sínum og hirðum.
Því næst minnir herra Royce
Lane hinn ímyndaða blaðamann DV
á þijú atriði sem öll ganga út á
hversu fínt og gott félag GoldQuest
er, og síðan lýícur þessari „frétt DV“ á
þennan hátt:
““Ljóst skal vera að við kvörtum
ekki undan sanngjömum kvörtun-
um þeirra sem halda því fram að við
höfúm ekki staðið við þá sölusamn-
inga sem GoldQuest hefúr gert, en ef
einhveijar slflcar kvartanir hafa
borist, þá vil ég fá að frétta af þeim
fyrstur rnanna," sagði herra Lane..."
ísamtali við DV. Eða þannig.
Svona eiga sýslumenn að
vera! Við munum nú ihuga
vandlega að hætta sjálf frétta-
skrifum, leggjast í sukk og
svínarí og rétt halda nægjanlegri
meövitund yfir bládaginn tfi að taka
við „fréttum" frá kynningarfulltrú-
um, ímyndarsmiðum og öðrum
sjoppuköllum sem vfija taka að sér
að skrifa fréttir blaðsins!