Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 3 Guði sé lof fyrir vinstriöfga Spurning dagsins Jólaplatan þín? Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltof mikið fylgi. Nú er ég ekki að tala út ifá þeim sem eru ósammála honum heldur einmitt og aðallega fyrir þá sem styðja flokkinn. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft ítök og fjöl- miðla, áróðursvél sem hefur fært þeim alltof mikið fylgi og þar af leið- andi alltof mörg þingsæti. Þeir eiga ekki innistæðu íyrir öllum þeim at- kvæðum sem þeir hljóta, og hér ein- skorða ég mig bara við innistæðuna sem felst í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Maður rekst hvað eftir annað á einhverja þingmenn flokks- ins sem maður hefur aldrei séð eða heyrt minnst á sem hafa samt setið á þingi allt sitt líf. Og þegar þingbækur eru skoðaðar hafa þeir aldrei tekið til máls nema til að fá að fara á klósett- ið. Og jú, kannski hafa þeir á góðum degi rætt stuttlega um að hækka há- markshraða og lögleiða hnefaleika. Framsóknarmenn eru þessu sama merki brenndir þótt þeir hafi reynd- ar ekki atkvæðamagnið og þing- mannafjöldann. Sem gerir þá reynd- ar enn dasaðri. Þetta lið er engir öfgamenn og við þá segi ég: „Ég veit ekkert hverjir þið eruð, þið eruð til- gangslausir, farið á sjó eða eitthvað!" Auðvitað er til hæfileikafólk í Sjálf- stæðisflokknum en greinilega ekki nóg til að manna þingbekkina. Þetta segi ég óháð skoðunum þeirra. Ég er ekki sammála Davíð um neitt síðan hann hætti í Útvarpi Matthildi, en Erpur Eyvindarson skrifar um vinstriöfga. Kjallari Davíð er vissulega hæfileikamaður. Eða var það allavega áður en hann snappaði. En eftir sem áður, því lengra til vinstri því meiri hugsjónir, æsingur og læti. Það er m.a. þess vegna sem ég gef guði lof fyrir vinstriöfga. Júró-centrúm-demókratísk- ur-vinstrimaður með Hugo Boss gleraugu Hvar værum við án vinstriöfga? Einhver markaðsvænn júró-cent- rúm-demókratískur-vinstrimaður með Hugo Boss gleraugu myndi kannski segja að vinstriöfgar skemmi fyrir vinstrivængnum. En það gerist bara ekkert án öfgamanna. Það er sama hvaða sjálfsögðu mannréttindi hann myndi tína til. Það þurfti alltaf vinstriöfga í upphafi til að berja þau í gegn. Martin Luther King barðist kröftuglega íyrir afnámi lögbundins kynþáttamisréttis í ákveðnum fylkj- um Bandaríkjanna. Kröfur hans voru ósköp eðlilegar; að svertingjar nytu meira en ódýru týpunnar af ríkis- borgararétti í landi frelsisins. En hin Fleiri tækifæri-farsælla mannlí f þaulskipulögðu hægriöfgasamtök FBI og CIA fylgdust grannt með þess- um „vinstriöfgamanni“ sem var út- hrópaður sem kommúnisti. Eftir því sem mun róttækari og „öfgasinn- aðri" hreyfíngu Malcolm X og Black Panther Party óx ásmegin varð ótti afturhalds við byltingu verulegri. Látið var undankröfum Martin Luther King og hann gerður að opin- berri hetju með sinn eigin lög- bundna frfdag. Öfga-loðnu-trukka-lopa-lesb- íur SkyndUega var Dr. King orðinn engill, en Malcolm hafði tekið stöðu hins eina sanna öfgamanns. Ótti valdsins við öfgamanninn verður tfl þess að látið er undan kröfum „skárri kostsins". Þá er eins gott að öfgamað- urinn sé nógu andskoti mUdU öfga- maður til að „skárri kosturinn" sé ennþá einhvers virði. Það sama átti við í kalda stríðinu þar sem óttinn við kommúníska byltingu varð þess vafdandi að ráðandi öfl létu undan kröfum minna „öfgasinnaðra" vinstrimanna, sósíaldemókrata og hvaða nöfnum sem þeir nú kusu sér. Þannig voru velferðarríkin byggð upp, að mfnu mati heUbrigðustu og mannúðlegustu samfélög sem jörðin hefur hýst. Það sama má segja um öfga-loðnu-trukka-lopa-lesbíurnar í Rauðsokkahreyfingunni sem hmndu af stað þeim breytingum sem hver einasta slæðufufsa í Sjálfstæðis- flokknum myndi aldrei vilja vera án. Hinn „rammsódómíski suddakyn- vUlingur" Páll Óskar er á sama hátt öfgaelementið en „heimilislegir kyn- viUingar" á borð við Felix Bergsson em síðan mennimir sem afturhaldið viðurkennir opinberlega. Ég gæti verið að einfalda örlítið málið hér, en það er jafn satt fyrir því, og það er skemmtilegra á þennan hátt lika. Við gætum haldið svona áfram endalaust að telja upp dæmi um réttindi sem verða að veruleika fyrir baráttu öfga- manna. Því öfgamenn til vinstri em nauðsynlegir og vinstriöfgar göfga. Hlljómar áritadir Núna er ég að leita að plötu með Álfta- gerðisbræðrum. Hljómaplötuna er ég búinn að eignast, áritaða afþessum goðum okkar Suðurnesjamanna. Kristján Pálsson, fv. alþingismaður Islensku dív- urnar, Eivöur, Margréti Eir, Védísi Hervöru og fleiri. Melló og skemmti- legar, rólegar og góðarí jólastressinu. Mig langar í Björgvin Hall- dórsson og nýju Stuðmanna- plötuna. Ég hef alltafhaldið upp á þessa listamenn, eins og líklega öll þjóðin gerir. Kristín Björnsdóttir, vinnur í Hagkaup Anna Samúelsdóttir, verslunarmaður Mig langar í blús.Annars þykist ég vita að ég fæ fjöld- ann allan af góðum plötum í jólagjöf. Eigum við ekki að segja Óskar Pétursson og Siggu Bein- teins. Eitthvað íslenskt, rólegt og gott. Birgir fsleifur Gunnarsson, starfsmaður Skífunnar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari Engin frásagnar- fötlun Davíð Ólafeson skrifar Mér finnst gaman að lesa glæpasögur Arnaldar Indriðasonar. Skáldagáfan gneistar af piltinum og sagnagleðin virðist honum töm. Ef hann væri haldinn stfllömum eða frásagnafötl- un væru bækur hans ekki svona skemmtilegar og seldust ekki eins og heitar lummur. Hann hefur líka sjálfur sagt að glæpir séu ekki fjar- lægir, sem er hárrétt. Með því tekst Arnafdi með ágætum að endur- spegla samfélag sitt, rétt eins og bækur föður hans, Indriða G. Þor- steinssonar, voru frábær aldarspeg- ill. Þar sagði frá stráknum sem flúði sveitina og gerðist leigubílstjóri í Reykjavík. í sjónvarpsviðtölum sér maður hvað þeim feðgum svipar saman. Arnaldur er líkur karli föður sínum í svip og útliti og málrómurinn er sá Lesendur sami. Þeir hlæja meira að segja eins; svo gleðiómurinn kemur djúpt úr barkanum. í raun má segja að Ind- riði sé ekki horfmn okkur - heldur hafi maður komið manns í stað. Sá er Arnaldur sem er ekki síðra skáld er pabbi. Arnaldur Indriðason Maður manns Istað. Hinsegin dagar í Reykjavík Skörin farin að færast full ofarlega i bekkinn. Framsókn fer vill vegar Bryndfe Jónsdóttir, skrifar: Fáir stjórnmálaflokkar hafa gert gildum fjölskyldunnar hærra undir höfði en einmitt Framsóknarflokkurinn. Sú stefna er þakkarverð, enda velkjast fæstir í vafa um að gagnkynhneigð og fjölskyldulíf er hinn eðlilegi lífsmáti og sá sem stuðlar að fjölgun og endurnýjun mannkyns. Mér finnst því skjóta skökku við þegar ungliðar flokksins sendi frá sér ályktun þar sem því er sérstaklega fagnað að laða eigi samkynhneigða ferðamenn til landsins. Við heyrum stundum af akfeit- um, sveittum og sköllóttum körlum sem fara austur til Tælands til að sinna kalli náttúru sinnar. I borgum nágrannafanda okkar, svo sem Kaupmannahöfn, sjást gleðikonur á götum úti og þykir ekki tiltökumál. Sumir karlmenn hafa farið til fjar- lægra landa til að leika við litla stráka. Hvað fordómaleysi varðar er skörin nú farin að færast full ofar- lega í bekkinn, eins og áðurnefnd ályktun sýnir. Er ekki fulllangt geng- ið með því að laða lesbi'ur og homma heimsins í Bjarmalands- ferðir til íslands? Á þjóðin ekki skárra skilið frá Framsóknarflokkn- um, sem um margt hefur verið brjóstvörn hinna þjóðlegu gilda? Svari hver fyrir sig. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnaþönkum án endurgjalds. Það verða margir harðir pakkarnir um jólin. &em/ /œlur-Aér- qýf'Aínum/ Tempur heilsukoddar Tempur inniskór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.