Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Kennari píndi
nemendur
Fjörutíu og fimm ára
kennari var í gær dæmdur
sekur um
að hafa
beitt íjóra
nemendur í
grunnskól-
anum á
Skaga-
strönd ofbeldi. Maðurinn
tók drengina föstu hálstaki,
sneri upp á eyrun á þeim
og límdi fyrir munn þriggja
þeirra með sterku lím-
bandi. Hann játaði brotin
skýlaust, missti vinnuna og
iðrast gjörða sinna. Hann
hefur ekki áður gerst brot-
legur við lög fyrir utan eitt
umferðarlagabrot. Hann
fékk 45 daga skilorðsbund-
inn fangelsisdóm í Héraðs-
dómi Norðurlands vestra.
Vífilfell láti
af hendi
málverk
Vífilfell hf. hefur verið
dæmt í Hæstarétti til að
uppfylla að fullu starfs-
lokasamning við fyrrum
starfsmann
sinn sem fór
frá kók-fram-
leiðandanum
til Ölgerðar
Egils Skalla-
grímssonar.
Vífilfell dró af
starfslokasamningnum
þau laun sem starfsmaður-
inn hlaut hjá Ölgerðinni.
Dómur héraðsdóms var
starfsmanninum í vil en
málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar í sumar.
Hæstiréttur dæmdi í
gær Vífilfell til að borga
dráttarvexti af launum
þeim sem kveðið var á um
í starfslokasamningnum og
afhenda málverkið „Sjálfs-
mynd" eftir Helga Frið-
jónsson gegn greiðslu upp
á 120 þúsund krónur, eins
og starfslokasamningur
kvað á um, auk 600 þús-
und króna í málskostnað.
Lögregla rannsakar skipulagt vændi á nokkrum hótelum í Reykjavík. Taliö er að
vændiskonur hafi verið fluttar inn og þær dvalið hér stuttan tíma í senn en unnið
mikið.
Stipagt vfflidi
á hótehn
'9*
Margar erlendar atvinnuhórur hafa verið til
sölu á íslenskum hótelum að undanförnu. Lög-
regla telur það fullvíst þótt málið sé ekki upplýst
enn. Bresk kona og íslenskur karlmaður sæta nú
rannsókn lögreglunnar í Reykjavík en grunur leik-
ur á að þau tengist alþjóðlegri vændisstarfsemi
sem stunduð hafi verið á að minnsta kosti
nokkrum hótelum í Reykjavík. Rannsókn lögreglu
á málinu er umfangsmikil og hefur staðið frá því
síðastliðirtn vetur. fslendingurinn var handtekinn
síðsumars.
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, verst allra frétta af rannsókninni. Iiann
viðurkennir þó að mál einnar stúlku sé til skoðun-
ar. „Já, og tengsl hennar við menn hér á landi. Við
handtókum mann og lögðum þá hald á ýmis
gögn. Þessi gögn eru enn til skoðunar hjá lögregl-
unni,“ segir Hörður.
Sem fyrr segir er talið að vændiskonurnar hafi
verið margar og af ýmsu þjóðerni. Flestar rnunu
hafa haft búsetu í Bretíandi og falboðið þjónustu
sína á Netinu. Þær hafi síðan komið hingað til
lands og dvalið á hótelum í borginni - þar sem
karlmenn, íslenskir og erlendir, hafi borgað fyrir
kynmök við þær.
DV sagði frá því í sumar að grunsemdir væru
uppi um að umboðsmenn stúlknanna hérlendis
væru nokkrir. Starfsemin væri skipulögð og um-
boðsmennirnir tækju jafnan um 40% af innkomu
vændiskvennanna. Þeir héldu konunum aukin-
heldur uppi og greiddu ferðakostnað þeirra til og
frá landinu.
Heimildir DV í sumar hermdu að háttsemi
stúlknanna hefði gefið vel í aðra hönd, þær hafi
haft um 300 þúsund krónur fyrir um fjögurra daga
vinnu. Talið er að stúlkurnar hafi komið hingað til
lands stuttan tíma í senn, sinnt störfum sínum og
síðan horfið af landi brott. Nokkrar stúlkur munu
hafa komið aftur til landsins í sama tilgangi.
Fregnir herrna að nokkrar þeirra hafi viðurkennt
fyrir lögreglu að hafa stundað vændi víðsvegar
um Evrópu.
Á þessu stigi vill Hörður ekki tjá sig um efn-
isatriði málsins - fyrir utan þá staðreynd að
fyrrnefnt par sæti rannsókn. Hann segir málið
enn á rannsóknarstigi. Grunur sé uppi um að
einn eða fleiri Islendingar hafi komið að skipu-
lagningu vændis á hótelum í Reykjavík. „Við
erum að reyna að komast að því hvert umfang
málsins var og hvort fleiri séu viðriðnir það.
Rannsóknin heldur áfram og henni miðar ágæt-
lega,“ segir Hörður Jóhannesson yfirlögreglu-
þjónn.
arndis@dv.is
Nýjasta tækni
og vísindi
„Samkeppni um viðbót-
arfjármuni þýðir að menn
þurfi að hafa raunhæfar
hugmyndir sem em líklegar
til árangurs," sagði Davíð
Oddsson um nýja stefnu
stjórnarinnar í vísindum og
tækni. í henni er lögð
áhersla á að háskólar keppi
um viðbótarstyrki til rann-
sókna. Með því fýrirkomu-
lagi á að efla háskóla sem
rannsóknarstofnanir og
treysta efnahagslegt og
menningarlegt sjálfstæði fs-
lands.
„Sú undirstaða sem ís-
lenskt þjóðfélag byggir á er
öflug áhersla á vísindi og
tækni," sagði Davíð. „Við
höfum nú þegar náð þeim
árangri sem Evrópusam-
bandið stefnir á 2010 og eig-
um ekki að sætta okkur við
neitt minna en fyrsta sæti.“
Davíð er andsetinn af Sverri
Nú er Svarthöfði ekkert endilega
neitt pólitískur í eðli sínu og skilur
illa pólitík. En undanfarnir mánuðir
hafa verið svo skemmtilegir. Það er
engu líkara en Sverrir Hermannsson
hafi tekið sér bólfestu í forsætisráð-
herra en sjaldan eða aldrei hefur
Davíð Oddsson verið jafn yfirlýs-
ingaglaður og á síðustu vikum. Mað-
urinn talar í heimsfréttafyrirsögn-
um. Nógu var hann kjaftfor áður en
nú er hann hreinlega æðislegur.
Minnir óneitanlega á Sverri
Hermansson en fáir aðrir en Davíð
hafa komist með tærnar þar sem sá
fyrirsagnasmiður hefur hælana.
Þess vegna er í rauninni eins og
Sverrir sé að stjórna Davíð. Sitji
heima hjá sér með Vúdú-dúkku og
láti hann brillera í hverjum einasta
fréttatíma, öllum blöðum og flest-
um útvarpsstöðvum. Það kemur
enginn að tómum kofunum þegar
Davíð er annars vegar. Hvort sem
ræða á bankamál, pólitík, fjölmiðla
eða Saddam nokkurn Hussein.
Alltaf vella upp úr honum fyrir-
sagnirnar.
Eina spurningin sem Svarthöfði
setur við þetta ógurlega samsæri er
auðvitað sú staðreynd að Sverrir er
að kynna ævisögu sína. Mætir með
bréf frá Davíð (sem að sjálfsögðu
breytast í fyrirsagnir) og æsir aUa upp
í að hafa áhuga á pólitík. Enda fjallar
bók hans að mestu um pólitík og því
hentar þessi umræða honum öll al-
veg ógurlega vel. Hvort sem það er
bankamálið eð,a önnur mál. En fólk á
kaffihúsum sem Svarthöfði sækir er
farið að tala um að best væri hrein-
lega að fá Sverri aftur f bankana.
Vegna þess að hann fór bara í lax ein-
staka sinnum og tók ekki hundruð
milljóna fyrir það þótt dýrt hafi verið.
Hann er mikill meistari, hann
Sverrir Hermannsson. Svarthöfði átti
ekki von á þessu frá honum en aug-
ljóst er að bókin á eftir að skjótast
upp alla metsölulista strax um helg-
ina.
Svaithöföi