Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Qupperneq 14
14 FÖSTUDA6UR T9. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Þeir
töluðu
Þingfundir stóðu samtals í átta og hálfan sólarhring fram að jólafríi. Stjórnarand-
staðan notaði tvo þriðju hluta ræðutímans. Vinstri-grænir bera þar höfuð og herð-
ar yfir aðra stjórnarandstöðuflokka, en fjórir þingmenn vinstri-grænna töluðu
meira en allur þingflokkur sjálfstæðismanna.
mest
ms,
Steingrimur J. Sigfusson
12 klst. og 35 mín.
■
)
■ámm
Ögmundur Jónasson:
7 klst. og50 mín.
Skipting ræðutímans
Steingrímur J.
ræðukóngur á ný
Klukkustundir á mann
•í
Þingheimur er kominn í jólafrí til 28. janúar
næstkomandi. 32 ný lög hafa verið samþykkt.
Sum þeirra hafa verið ákaflega umdeild, en önnur
hafa ekki verið lögð fram, svo sem frumvarp um
skerðingu atvinnuleysisbúta. Sem fyrr var það
stjómarandstaðan sem notar mestan hluta ræðu-
tímans, eða tvo þriðju hluta hans fyrir jólahlé.
Þingið er enda stundum kallað vettvangur stjórn-
arandstöðunnar. Þar hefur Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna, verið ókrýndur
ræðukóngur undanfarin ár, og talað manna mest.
Við lok 129. löggjafarþings í vor brá svo við að
flokksbróðir hans, Ögmundur Jónasson, hirti af
honum titilinn og talaði örlítið meira en hann.
Steingrímur hefur greinilega ákveðið að spýta í
lófana, því það sem af er þessu 130. löggjafarþingi
hefur hann talað næstum helmingi meira en Ög-
mundur, og kom 130 sinnum upp í pontu. Þess
utan hefur Steingrímur verið sérstaklega langorð-
ur, því aðrir þingmenn sem hafa komið álíka oft
upp í pontu hafa ekki talað nærri eins lengi sam-
tds. Ef fram fer sem horflr mun Steingrímur end-
urheimta enn á ný titilinn ræðukóngur Alþingis.
Vinstri grænir eru raunar málgefnásti flokkurinn á
þingi. Þingflokkurinn talar þrefalt meira en Sam-
fylkingin, en þó eru þingmenn Samfylkingar tutt-
ugu talsins en þingmenn Vinstri grænna aðeins
fimm.
Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, talaði langminnst eða aðeins í þrjár
mínútur. Þó sat hann allt þingið fram að þing-
frestun og kom aldrei varamaður inn fyrir hann.
Raunar kom Guðjón aðeins tvisvar sinnum upp í
, pontu, einu sinni tii að gera grein fyrir atkvæði
sínu og einu sinni til að flytja ræðu. Ræðan fjallaði
um mikilvægi þess að draga úr þeim ferðakostn-
aði íþróttafélaga á landsbyggðinni. Þá töluðu ný-
liðarnir Katrín Júlíusdóttir og Dagný jónsdóttir
einnig lftið, eða 15 mínút-
ur hvor. Má velta því fyrir
sér hvort flokkamir þeirra
séu að gefa þeim færi á að
spreyta sig, en aðrir nýlið-
ar töluðu mun lengur.
Senr dæmi talaði Sigurður
Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins, í tæpar tvær klukku-
stundir.
Steingrímur J. Sigfús-
son talaði í hálfan
sólarhring
„Ég hef nokkrar
áhyggjur af því að Ög-
mundur muni tvíeflast
þegar það sér að hann er
að fara halloka, svo maður hefur varann á þegar
130. þing verður gert upp í heild sinni. Ég hélt ég
hefði nú talað meira en þetta, en reyndar var ég
hálfan mánuð í burtu. En að öllu gamni slepptu
þá held ég að það sé viðurkennt að við í Vinstri
hreyfingunni grænu framboði berum höfuð og
herðar yfir aðra þingflokka hvað varðar eljusemi.
Við leggjum mikla áherslu á að vera alltaf til
staðar og vera þátttakendur í öllum umræðum.
Við erum aðeins fimm manna þingflokkur sem
þýðir að hver og einn verður að leggja hart að
Guðjón Hjörleifsson talaði minnst
allra þingmanna
„Ég ákvað að byrja mín þingstörf af hóg-
værð. Ég hef verið í töluvert mikilli vinnu fyr-
ir kjördæmið en minna tekið þátt í umræðum
á Alþingi. Svo fara þingstöf að hausti mikið
að ræða mál sem lögð hafa verið framáður.
Þetta verður meira á beinu brautinni hjá mér
eftir áramót, en þá koma fram tvö frumvörp
sem ég hef verið að vinna í“.
Hægt að tala endalaust
Þingmenn þreytast lítið
tungunni og hafa lengstu
ræðurnar orðið margar
klukkustundir. „Sam-
kvæmt teorfunni er
örugglega hægt að tala
endalaust" segir Guðrún
Bjarnadóttir, talmeina-
fræðingur. „Eftir
ákveðinn tíma fara
menn örugglega að
þreytast en ég hef
ekki séð neinar
rannsóknir varð-
andi það,“ sagði
Guðrún og
bætti við að
ef menn
ætluðu sér
langar
ræður væri
betra ef
þeir væru
skemmti-
legir.
„Svo er
auðvitað
stóra
spurn-
ingin
hvort
ein-
hver nenni að hlusta," sagði Guðrún að lokum.
Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins talaði minnst allra, eða aðeins í þrjár
mínútur. Hann kom tvisvar í pontu, annarsvegar
tii að gera grein fyrir atkvæði sínu, og hinsvegar
kaus hann að leggja orð í belg þegar ræddur var
stuðningur við íþróttafélög á landsbyggðinni.
„Virðulegi forseti. Ég tek undir með hæstvirtum
flutningsmanni Hjálmari Árnasyni um tillögu til
þingsályktunar um ferðasjóð
íþróttafélaga og mikilvægi
þess að reynt verði að
draga úr þeim mikla
ferðakostnaði sem
mörg íþróttafélög á
landsbyggðinni búa
við í dag", sagði hann
meðal annars.
brynja@dv.is
ROBERT BANGSI
BARNAFATAVERSt-ON
Bæjarlind 1-3 Kópavogi Sími 555 6688
Hannes H.
Gissurarson
„Reyndar er allt í rólegheitunum
núna. En það liggur á að ganga frá
Hvað liggur á
húsinu mínu. Ég er að leggja parket
og mála. Svo liggur á að gera próf í
stjórnmálahagfræði
í Háskólanum, þá
man ég það. Svo
liggur á að lesa upp
úr bókinni um Lax-
ness. Ég er aðallega
að lesa upp í kven-
félögum, enda er
þetta ástarsaga."