Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Síða 19
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 7 9. DESEMBER 2003 79
Furðufréttirnar
seljast mest
Bókin 110 bestu furðufréttir eftir þá Sveppa og Simma í sjónvarpsþættin-
um 70 mínútur á Popptíví er mest selda bók landsins ef marka má söluna í
verslunum Hagkaupa síðustu vikuna. Bókin hefur til þessa verið inni á topp
tíu en að hún skuli hafa náð toppsætinu hlýtur að koma höfundunum og ef-
laust fleirum á óvart. Annars halda vinsældir ævisögu Davids Beckltam og
Bettýjar eftir Arnald Indriðason áfram. Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson
kemur í fyrsta skipti inn á listann og unglingaleiðarvísirinn Hvað er málið?
sömuleiðis.
hólm, og lagt til atlögu gegn því, þó
ávallt í öruggri ijarlægð bak við sinn
Sancho, sem reynir oft á tíðum að
halda aftur af honum þegar hann
kemst í sem mestan ham. í þessu til-
felli er það þó Sancho h'gúran, Davíð
Oddson, sem er við völd. Þeir hafa
farið með sigur af hólmi gangvart
vindmyllum sínum, bákninu, en þá
birtast hinir raunverulegu risar, og
líst þeim verr á blikuna.
Don Kíkóti með hvölum,
gegnreyk
Þorgrímur Þráinsson berst gegn
sígarettureyk hvar sem hann sér
hann, og virðist ekki á því að gefast
upp frekar en Ástþór, þó að tak-
rnarkið hafr ekki náðst árið 2000.
Hann minnir þó um margt fremur á
krossfara en riddara.
Helgi Hóseason er ef til vill sá
núlifandi Islendinga sem hefur fórn-
að sér hvað mest fyrir hugsjónir sín-
ar. Hann er nokkurs konar Hug-
sjónamaður íslands, og hvorki fálæti
samferðamanna né íslensk veðrátta
fær bitið á hann. Mögulega mun þó
eftirtíðin standa með honum, eins
og svo margir lesendur sögunnar
um riddarann frá La Mancha gera í
dag.
Hallur Hallson er maður sem
barist hefur fyrir rétti smælingjanna,
í þessu tilfelli einmana hvals sem
þráði, að minnsta kosti í ímyndun-
arafli bandarísku þjóðarinnar, ekk-
ert heitara en að snúa aftur á æsku-
slóðirnar við ísland. Hann fékk jafn-
vel heimsbyggðina á sveif með sér,
og bandaríski flugherinn flutti hval-
inn til Eyja. Ævintýrið fékk þó heldur
dapurlegan endi, þar sem hvalurinn
var jarðaður í norskri gröf, án þess
að hafa nokkurn tímann hitt fjöl-
skylduna aftúr.
Og Don Kíkóti íslands er...?
Einn maður á þó líklega meira
sameiginlegt með Kíkóta en nokkur
annar íslendingur, en það er sjálfur
Kúreki Norðursins, Hallbjöm Hjart-
arson. Hallbjörn hefur tileinkað sér
dyggðir kúasmala villta vestursins,
þrátt fyrir að sú stétt hafi séð sinn fíf-
il fegurri. Hann berst ótrauður fyrir
framgangi kúrekans á Skagaströnd,
hefur byggt kántrýbæ og heldur út
útvarpsstöð, þrátt fyrir að samtíma-
menn hans skilji oft lítið í uppátæk-
inu. Hann berst þó hvorki við
Indjána né vindmyllur, heldur hefur
hann staðið fyrir söfnun fyrir lítinn
frænda sinn sem þurfti að fara í að-
gerð. Hallbjörn fer sínar eigin leiðir,
sama hvað tautar og raular, og virð-
ist fátt geta stoppað hann.
Þó að Don Kíkótar virki oft bros-
legir í samtíma sfnum, verður ekki
annað sagt en að ef til vill væri þetta
betri heimur ef hugsjónarmennirnir
væru aðeins fleiri, og efasemdar-
mennirnir aðeins færri.
1.110 bestu furðufréttir - Sveppl og Simmi
2. Ósköpin öll - Flosi Ólafsson og Lilja Margeirsdóttir
3. David Beckham - engum líkur
4. Bettý - Arnaldur Indriðason
5. Útkall: Árás á Goðafoss - ’ ■' ■' Óttar Sveinsson
6. Einhvers konar ég - Þráinn Bertelsson
7. Stormur - Einar Kárason
8. Öxin og jörðin - Ólafur Gunnarsson
9. Hvað er málið?
10. Ambáttin - Mende Nazer
Listinn tekur mið af söluhæstu
bókunum í verslunum Hagkaupa
síðustu vikuna. Matreiðslubókum
sem fást einungis þar er sleppt.
Sveppi
Söluhæsti rithöf-
undurinn í versl-
unum Hagkaupa.
Lítil uppskera en góður árgangur
Árið 2002 var algert metár í út-
gáfu á íslensku hip-hoppi. Þá
komu út einar 15 plötur og rapp-
senan virtist aldrei ætla að hætta
að vaxa. í ár hefur íslenskt hip-hop
haldið áfram að blómstra, en
plötuútgáfa hefur snarminnkað,
enda menn líklega búnir að átta
sig á því að það er ekki nóg að taka
upp plötu í hvelli og selja hana í
BT-til þess að dæmið gangi upp.
Ef við sleppum heimabruggi og
neðanjarðarútgáfum þá eru ís-
lenskar rapp-plötur ársins 2003
ekki nema þrjár talsins. Og þær
eru allar nýkomnar út. Þetta eru:
Fyrsta plata Chosen Ground: Far;
fyrsta plata Reykjavíkur-sveitar-
innar Forgotten Lores: Týndi
hlekkurinn og fyrsta stóra platan
með Skyttunum frá Akureyri: 111-
gresið.
Chosen Grouríd er verkefni
Karls Kristjáns Davíðssonar úr
Subterranian sem einnig er þekkt-
ur sem Charley-D. Hann fær hér til
liðs við sig nokkra tónlistarmenn;
Smára Tarf sem spilar á gítar,
Andra Pétursson sem spilar á raf-
magns-píanó, Pétur sem spilar á
bongó-trommur, Söru sem syngur
og Sigurð Guðmundsson sem spil-
ar á ýmis hljóðfæri. Chosen
Ground er hip-hop plata, en þetta
er ekki rapp, heldur að mestu leyti
instrúmental takta-tónlist. Söng-
urinn á plötunni er fyrst og fremst
til þess að skapa stemmningu.
Röddin er notuð eins og enn eitt
hljóðfærið.
Tónlistin á Far er undir greini-
legum trip-hop hop og reggí áhrif-
um, en einnig má heyra áhrif frá
grúv-tónlist áttunda áratugarins.
Hér er blandað saman forritun,
sampli og lifandi hljóðfærum og
útkoman er oft frábær, enda hljóð-
færin vel valin; rafmagnspíanó,
hammond orgel og bongó tromm-
ur passa sérstaklega vel við hip-
hop taktana.
Þetta er ágætis plata og það er
ekki beint hægt að kvarta yfir
neinu á henni, nema stundum
fínnst mér að það vanti aðeins
meiri dýpt í hljóminn. í heildina er
þetta samt heilsteypt og flott plata.
Og umslagið er hrein fegurð.
Forgotten Lores hafa verið
starfandi í þrjú ár. Þeir eiga að baki
nokkra smelli sem komu út á safn-
plötum og voru vinsælir á útvarps-
stöðinni muzik.is á meðan hún var
og hét. Týndi hlekkurinn er þeirra
fyrsta plata og maður heyrir strax
við fyrstu hlustun að það er mikið
í hana lagt. Uppbygging laganna
er flott, sándið er betra en maður á
Chosen Ground Far
kkki
að venjast og Forgotten Lores
leggja greinilega meira í hljóðheim
laganna heldur en flestir aðrir ís-
lenskir rapptónlistarmenn. Þeir
Byrkir, ClassBje og Diddifel eru
líka sérstaklega færir rapparar,
textarnir þeirra eru fullir af
skemmtilegum pælingum og flæð-
ið er fyrsta flokks.
Tónlistin á Týnda hlekknum er
ekta hip-hop með hugmyndarík-
um og ferskum töktum, flottum
hljómi, skratsi og innihaldsríkum
og vel fluttum rímum. Það eru
nokkrir gestir á plötunni, þ.á.m.
Skytturnar sem koma sterkir inn í
laginu Loftbylgjur.
Skytturnar hafa verið starfandi
síðan 1998 og slógu í gegn svo um
munaði fyrir tveimur árum með
laginu Ég geri það sem ég vil, sem
var lengi mest spilaða lagið á
Forgotten ■
Lores
Týndi
Hlekkurinn
'kirk'k _
muzik.is. Ótrúlega einfalt en gríp-
andi lag með flottum texta sem
var löðrandi í unglingslegri sjálf-
stæðis-hvöt.
Skytturnar hafa verið þróast
meira og meira í hljómsveit með
hefðbundinni hljóðfæraskipan.
Lifandi hljóðfæraleikur setur mik-
inn svip á Illgresið, bæði gítarleik-
ur, orgel og píanóleikur. Það er
engin trygging fyrir góðri útkomu
að rappa yfir lifandi hljéðfæraleik
og það er ekkert merkilegra eða
betra á nokkurn hátt að nota gítar
heldur en sampler, en í tilfelli
Skyttanna þá gera þessi hefð-
bundnu rokkhljóðfæri samt mikið
fyrir útkomuna.
Tónlistin er sambland af rokki
og rappi, en við erum ekki að tala
um einhvern rokk-rapp hrylling,
heldur eru hin hefðbundnu hljóð-
Skytturnar U
lllgresið **lli*i i i r-f
kkk-ki —«|
færi notuð til þess að búa til og
skreyta grunninn sem Skytturnar
rappa yfir. Þetta heppnast mjög
vel og skilar plötu sem er í senn
flott rapp-plata, en líka full af
grípandi og poppuðum lögum. Á
meðal mjög flottra laga á plötunni
má nefna Logn á undan stormin-
um, Ég ætla aldrei, Á undan hest-
inum, Ævintýri og Guðlast. Text-
arnir'eru líka góðir, þeir Skyttu-
menn hafa sínar meiningar um
samfélagið sem þeir búa í og þeir
eru ófeimninr að láta þær flakka.
Bæði Týndi hlekkurinn og 111-
gresið eru á meðal bestu íslensku
hip-hop platnanna og á meðal
bestu íslensku platnanna á árinu
2003. Það er því óhætt að segja að
þrátt fyrir litla uppskeru sé árið
2003 gott ár í íslensku rappi.
Trausti Jútiusson