Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Side 23
DV Sport
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 23
íslenska landsliðið í körfuknattleik spilar tvo leiki gegn bandaríska háskólaliðinu Catawba College á
milli jóla og nýárs. Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, valdi í gær 20 manna landsliðshóp fyrir
leikina en hann ætlar að gera miklar kröfur til sinna manna, sérstaklega hvað varðar líkamlegt atgervi.
Fyrst viö getum ekki
stækkaö þá verOum
við aO styrkja okkur
Sigurður Ingimundarson, þjálf-
ari íslenska landsliðsins í
körfuknatdeik, valdi í gær sinn
fyrsta landsliðshóp fyrir tvo leiki
gegn bandaríska háskólaliðinu
Catawba College sem fara fram á
milli jóla og nýárs. Sigurður valdi
tuttugu manna hóp að þessu sinni
en hann mun skipta hópnum í tvö
tíu manna lið sem munu spila sinn
leikinn hvort.
í hópi Sigurðar eru sjö nýliðar en
allir leikmennirnir í hópnum spila
með liðum í Intersportdeildinni í
körfuknattleik. Nýliðarnir eru Lárus
Jónsson úr Hamri, Axel Kárason úr
Tindastóli, Egill Jónasson og Guð-
mundur Jónsson úr Njarðvík, Ómar
Sævarsson úr ÍR, Sævar Haraldsson
úr Haukum og Halldór Örn Hall-
dórsson úr Keflavík.
Vildi tvo menn til viðbótar
Sigurður sagði á blaðamanna-
fundi í gær þegar hann tilkynnti
hópinn að hann hefði gjarnan viljað
fá tvo menn til viðbótar við hópinn,
þá Helga Jónas Guðfinnsson úr
Grindavík og Sverri Þór Sverrisson
úr Keflavík, en þeir gátu ekki gefið
kost á sér af persónulegum ástæð-
um. Að auki eru nokkrir íslenskir
leikmenn að spila með erlendum
liðum og í bandarískum háskólum
og þeir gátu ekki verið með að þessu
sinni. Sigurður sagði að þessi tutt-
ugu manna hópur, auk leikmann-
anna sem spila erlendis, myndi, að
stærstum hluta skipa æfingahópinn
sem hann velur að loknu tímabili
næsta vor.
„Ég hef ekki lokað neinum dyrum
á menn. Það er fullt af leikmönnum
f deildinni sem hafa verið að spila
vel en eru ekki í þessum hópi og
gætu auðveldlega verið í hópnum
næsta vor. Að sama skapi eru nokkr-
ir leikmenn í þessum hópi sem eiga
ekki öruggt sæti í hópnum í vor. Ég
mun nota þessa leiki til að skoða
ákveðna leikmenn og sjá hvernig
þeir koma út,“ sagði Sigurður.
Ekki raðað eftir styrkleika
Aðspurður sagði Sigurður að það
hefði ekki verið raðað eftir styrkleika í
liðin tvö. „Ég ákvað að reyna að setja
saman ungt lið og raða nokkrum
reynsluboltum með þeim. Ég þurfti
að hafa ákveðið jafnvægi í liðunum
og það að einhverjir leikmenn séu í
liði tvö þýðir ekki að þeir séu ekki
meðal tíu bestu leikmanna liðsins.1'
Fyrsti landsliðshópur Sigurðar Sigurður tngimundarson, landsliðsþjálfari Ikörfuknattleik,
valdi sinn fyrsta landsliðshóp í gær.
Sigurður sagði að það væri lítið
svigrúm til að fá æfingaleiki eða
kalla liðið saman til æfinga á meðan
deildin væri í gangi.
„Það er ómögulegt fyrir okkur að
fá æfingaleiki og ég mun ekki kalla
nýjan hóp saman fyrr en mótið klár-
ast. Ég mun að vísu hafa samband
við þá leikmenn sem ég ætla að hafa
í hópnum og styrktar- og þolmæla
þá og láta þá síðan fá æfingaáætlun
til að vinna eftir.
Þegar hópurinn kemur saman
eftir mót hefjast stffar æfingar þar
sem verður vel tekið á því. Ég vil
spila hraðan körfubolta og til þess
„Ég mun að vísu hafa samband við þá
leikmenn sem ég ætla að hafa í hópn-
um og styrktar- og þolmæla þá og
láta þá síðan fá æfingaáætlun til að
vinna eftir. Ég vil spila hraðan körfu-
bolta og til þess að það sé hægt þá
verða menn að vera í góðu formi. Ég
segi alltafað efvið getum ekki stækk-
að þá veðrum við að styrkjast."
að það sé hægt þá verða menn að
vera í góðu formi. Ég segi alltaf að ef
við getum ekki stækkað, þá veðrum
við að styrkajst.
Flest liðanna í deildinni halda
ágætlega á spöðunum varðandi
þetta mál en það er alltaf hægt að
gera betur. Mér finnst mikilvægt að
æfa af krafti en við ætlum einnig að
reyna að fá nokkra æfingaleiki.
Það er ekki komið á hreint hverjir
þessir andstæðingar verða en það er
á hreinu að við þurfúm að fá ein-
hverja leiki áður en við spilum í Evr-
ópukeppninni í september," sagði
Sigurður. oskar@dv.ií
*