Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 27
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 27
Aðventukvölil eldrl borgara í Austurbæ
Nokkur lyrirtæki buðu eldri borgurunum höfuðborgarsvæðisins til að-
ventuákemmtunar í Austurbæ í gærkvöldi þar sem boðið var upp á léttar
veitingar auk þess sem nokkrir landsþekktir listamenn tróðu upp. SBA-
Norðurleið keyði fólkið endurgjaldslaust frá helstu félags- og þjónustumið-
stöðvum til og frá Austurbæ og mæltist þetta mjög vel fyrir hjá eldri kynslóð-
inni. Fólk söng og skemmti sér að sögn hið besta þegar listamenn á borð við
Ómar Ragnarsson, Hljóma, KK og Magga Eiríks stigu fram á sviðið.
Um helgina
„Um helgina ætla ég að rnála gluggana heima. Þeir
hafa ekki verið málaðir í nokkur ár. Ég er búinn að
humma þetta af mér í mörg ár
þannig að það er korninn tími á
gluggamálun. Svo inná milli mun
ég leika pabba. Maður þarf stund-
um að hugsa um innlit ekki bara ,
útlit. Svo er að koma einhver hátíð
sem heitir jól. Hún kemur alltaf einu
sinni á ári um svipað leyti og það er
hætt við því að maður geri eitthvað jóla-
tengt. Til dæmis er ég að fara á ballett-
sýning hjá dóttur minni á laugardaginn svona
einskonar jólasýningu og svo eru það tónleikar á
föstudagskvöldið, Frostrósir í Grafarvogskirkju,
sem ég ætla
að fara á. Á
laugardags-
kvöldið verð ég kynnir á tónleikum í Smáralind-
inni til styrktar krabbameinssjúkum börnum og
fram koma meðal annars Kristján Jóhannsson,
Sigríður Beinteinsdóttir og einhverjir kórar.
En annars hafa helgarnar verið undirlagðar af
Dýrunum í Hálsaskógi og skemmtanaiðnaði á
kvöldin hjá mér, en nú er komið hálfgert jólafrí
og þá sjá aðrir um að skemmta mér. Á sunnu-
daginn ætla ég svo að fara með dætrum mínum
að kaupa jólatré, býst við að það verði í kring-
um tvo metrana þar sem þriggja metra tré er of
stórt af fyrri reynslu. Þriggja metra tré er orðið
svo latt eftir jólin að það nennir ekki að hjálpa
manni að bera sig út um dyrnar
þannig að ég læt mér duga aðeins
minna tré þetta árið.“
ömÁmason, leikarí
Guitar Islancio Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson
Ifóru mikinn ásamt kontrabassaleikaranum Jóni Rafnsyni
]þ egar þeir tróðu upp i Austurbæ i gærkvöldi. Þeir fluttiu
nokkur þjóðleg og þekkt lög á sinn sérstaka máta gamla
fólkinu tilómældrargleði.
jUngir í anda Hljómar frá Keflavik sýndu að
'þeir hafa engu gleymt þótt 40 ár séu liðin frá
stofnun sveitarinnar. Höfðu gestir á orði að það
veitti þeim ákveðinn innblástur að sjá gömlu
1mennina enn vera að harka uppi á sviði.
Þreytumerki Einhverjir voru farnir að sýna þreytumerki
wegar á leið skemmtunina eins og myndin ber með sér
\enda sögðust viðstaddir ekki vera vanir stikum hasar.
iFlestum likaði þó mjög vel við það sem á boðstólnum var
<og var mikið klappað þegar skemmtunin var á enda.
Sími 550 5000
askrift@dv.is
www.visir.is
Nytt DV sex morgna vikunnai
Ekkert kynningartilboð.
Engin frídreifing.
Mánaðaráskrift 1.995 krónur.