Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 31
DV Siöast en ekki síst FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 31 Nýbúin aö skreyta Borin út 17. desember Um þessar mundir er ár liðið frá því að Erla Árnadóttir var borin út úr íbúð sinni við Rauðarárstíg í Reykja- vík. Erla var þá nýbúin að setja upp jólaskraut á heimili sínu og mála stofuna. Hún var á leið heim úr vinnu þegar henni varð ljóst að búið var að tæma íbúðina og hún heimil- islaus. Þetta var 17. desember; rétt fyrir jólin. Húsaleigan var í vanskil- um og sjálf hélt hún að frestur yrði veittur fram á nýt ár. Svo var ekki. „Ég fékk að taka jólaseríur sem ég hafði sett út í glugga en sería sem ég hafði sett á runna í garðinum er þar enn. Ég geng stundum fram hjá núna og horfi á hana. Þetta var skreytingin mín og ég reyni að njóta hennar þó hún lýsi nú öðrum,“ segir Erla sem fékk inni á Hjálpræðishernum eftir útburðinn í fyTra. Þar var hún fram yfir áramót og reyndi að gleyma sér í vinnu yfir hátíðarnar. „Ég vann á elli- heimilinu Sóltúni og reyndi að vera þar sem mest. Eftir að ég fór af Hern- um var ég hreinlega á götunni og fór oftar en einu sinni upp á Rauðarár- stíg til að horfa á það sem eftir var af jólaskreytingunum mínum. Mér fannst eins og ég stæði til hliðar við hátíð ljóssins. Jólagardínumar mínar vom enn í eldhúsglugganum og stof- an nýmáluð." Nú em breyttir tfmar hjá Erlu enda ár liðið frá atburðinum. Jólin að ganga í garð enn einu sinni og staðan öll betri. Þó eru sumar minn- ingar þess eðlis að seint fennir yfir og þvf leggur Erla enn leið sína upp á Rauðarárstíg til að skoða gömlu Erla Arnadóttir á Rauðarárstígnum jólaseríurnar sínar. Sumt gleymist Jólaseríurnarhennarlýsanúöðrum.Sumt aldrei. gleymistaldrei. Jólin eru lífshættuleg Læknar í Danmörku hafa sent frá sér viðvönm fyrir þessi jól þar sem m.a. kemur fram að aukin hætta sé á að hjarta- sjúkdómar taki sig upp hjá fólki yfir hátíðamar. Rann- sóknir hafa sýnt að venjulega látast mun fleiri af völdum hjartakvilla yfir jólahátfðamar en á öðrum tímum ársins. Þetta er rakið beint til mikils og óholls matarræðis, aukinn- ar áfengisdrykkju og lítillar hreyfingar yfir hátíðamar enda em jólin í augum margra tími afslöppunar og mataráts. Einnig er algengt að fólk sem alla jaftia er í aðhaldi leyfi sér aðeins „frjálslegra" matarræði og ýmsan annan munað á þessum árstíma og við því vara danskir læknar. Þeir benda fólki á að fara hægt í sakimar og ekki borða of mikið af mat- artegundum sem það er ekki vant að borða reglulega, s.s. kjöt og sælgæti. Þá spilar streyta stóran þátt í þessari auknu hættu um jólin en eins og flestir þekkja getur jólaamstrið reynt talsvert á taugamar. Fólk ætti því að gefa sér góðan tíma til að slappa af um jólin en ekki gleyma alveg að hreyfa sig í öllu matarátinu. Þetta á sérstaklega við um fólk sem er í svokölluðum áhættu- hópum fyrir hjartasjúkdóma að því er Lars F. Olsen, læknir hjá Hjerteforeningen í Dan- mörku, segir. Hann segir þó enga ástæðu fyrir fólk að ör- vænta þótt það sé hjartveikt eða í áættuhópum en brýnir fyrir fólki að hafa varann á og hreyfa sig, þótt ekki sé nema stuttur göngutúr í kring um húsið svona aðeins til að koma brennsunni af stað eftfr stöðugt át. tmhusgogn.is SíSumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintyri líkust Borðstofuborð Stóil I84.000kr, I [18.500kr.l Kírsuber Kirsuber Maxim 3ja sæta tauákl. 2ja sæta tauákl. I84.000kr, l I76.000kr. ’i' fi TM - HÚSGÖGN Falleg stofa sem endurspeglar þinn smekk omdu í verslun okkar í Síðumúlanum og upplifði frábært úrval af gæðahúsgögnum við allra hæfi. Luminer 3ja sæta leðursófi 83.000kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.