Alþýðublaðið - 18.04.1969, Side 14
14 AlþýðuMaðið 18. apríl 1969
Pauline Ase:
S.
RÖDDIN
Philip reyndi að vera þolinmóður, eftir að hann
•hafði lokið við allan matinn sinn, spurði hann: —
Gætir þú ekki sagt mér, hver kom hingað, meðan afi
minn var í heimsókn hjá mér?
Það varð smáþögn, en Frikki litli hafði aldrei get-
að þagað yfir leyndarmáli, og því sagði hann:
— Systir Brown bannaði mér að svara spurning-
um þínum. Það kom enginn í heimsókn í dag, nema
hann afi þinn, en það kom bingað ung kona, sem
vinnur á skrifstofunni. En svo verð ég að fara, ann-
ars byrja læti.
Hann stökk á brott, en hún hafði þegar sagt Phil-
ip nóg, það var víst rétt þetta, sem afi hans hafði
sagt honum um „eins konar einkennisbúning.".-
— Þá 'hefur mér skjátlazt, sagði Philip við sjálf-
an sig og varð fyrir miklum vonbrigðum. — Þetta
getur ekki verið sama konan og er með útvarpsþátt-
inn, sem ég hef svo mikla unun af að hlusta á.
6. KAFLI.
Eftír matinn var dauft sólskin í barnadeildinni, þeg-
ar Kamiila kom til að heimsækja dóttur sína Það
var mikið af blómum og leikföpgum inni á deildinni
• og því var hún mun skemmtilegri en ella.
- Öllum þótti vænt um Laurí litlu, enda hafði hún
svo einstaklega fallegt bros. Hún var með dökku
augun hans föður síns, en rauðbrúnt hár móður sinn-
ar. Allir á deildinni kölluðu hana „engilinn litla" og
Kamilla þakkaði guði fyrir, að hvorki andlit né hend-
ur litlu stúlkunnar hennar höfðu skaddazt. En hrvgg-
ur Laurí litlu hafði brotnað, og nú varð hún að liggja
á bakinu. Fætur hennar voru lamaðir.
— Sæl elskan, sagði Kamilla. — Ég má ekki
vera hjá þér nema andartak, en hérna eru blöðin,
sem þú baðst mig um að færa þér.
Laurí kinkaði kolli, og augu hennar döggvuðust um
stund. IVIamma hennar mátti aldrei vera of lengi hjá
henni í einu. Það endaði alltaf með gráti og þess
vegna lét Kamilia nú orðið alltaf eins og hún væri
svo önnum kafin.
Segðu mér sögu, mamma, sagði Laurí biðjandi.
Þetta var venjulega upphaf spurnirrgarínnar: —■
Fannstu hann? Laurí hugsaði mikið um föður sinn.
— Satt að segja gæti ég sagt þér fleiri sögur en
eina, laug Kamiila og gerði sér upp kátínu. — Vann-
ard er elskulegur maður. Hvernig kanntu við hann?
Laurí brosti til hennar, en spyrjandi, dökk augu
hennar litu ekki af andliti móður hennar Kamilla varð
að líta undan.
— Það verður orðið hlýrra, þegar þú kemst á fæt-
ur, Laurí. Ungfrú Smith segist kannski geta útvegað
okkur góða íbúð. Heldurðu, að það væri ekki gott?
Laurí hrukkaði ennið.
— Eigum við að búa þar tvær einar?
Kamilla brosti og kinkaði kolli.
— Þótti þér ekki vænt um hanrr, mamma? spurði
Laurí.
— Auðvitað þótti mér það, svaraði Kamilla.
Hvernig átti maður að gera barni það skiljanlegt,
aíf hjarta manns brast, ef eiginmaðurinn íofaði Öllu
fögru og sveik það sífellt? i
— Ef hann dæi nú án þess að við visstim það? |
spurði Laurí. — Eða var einhver svo góður að segja i
okkur það?
— Þú mátt ekki hugsa svona, stundi Kamilla.
— Hvers vegrra leitar hann okkur ekki uppi, ef E
hann er ekki dáinn? Heldurðu ekki, að honum þætti
leitt að frétta, hvernig mér líður núna?
— jú —. mjög leitt, svaraði Kamilla og nú vissi i
hún að hún var að segja sannleikann.
— Ef þú finnur hann, tekurðu hann þá ekki með |
heim tii okkar? spurði Laurí.
Nei! veinaði Kamilla hljóðlaust. Nei, aldrei! En
dóttur sinnar vegna svaraði hún ákveðim — fá, ef jö
ég gæti fært þér hann á silfurfati, myndi ég gera |
það! b
Laurí var eitthvað svo einkennileg á svipinn og i
Kamilla reyndi því að bæta við eins rólega og henni B
var frekast unnt: — Reyndu nú bara að láta þér g
batna, elskan mín litla.
En lokaorð hennar urðu hvísl eitt, og þegar húri ™
laut áfram til að kyssa Laurí á ennið fann hún, að i
hún varð að hraða sér á brott, áður en hún gæfist 1
alveg upp. Um leið og hún rétti úr sér, sá hún, að ®
Geoffrey Vannard stóð fyrir aftan hana.
___Ég ætlaði ekki að ónáða yður, sagði hann af- i
sakandi, en leit þó jafnframt skarpskyggnislega á
hana. ■
.— Ég var einmitt að fara, sagði hún og brosti til j|
Laurí og hljóp út. n
í næsta herbergi voru blómin geymd um nætur, E
og þangað hljóp Kamilla. Skömmu seinna kom Goeff- B
rey Vannard þangað og þá var hún hágrátandi..
— Ég bjóst við því, að ég fyndi yður hérna, sagði I
hann og tók utan um hana og faðmaði hana að sér. B
Hann strauk róandi yfir hárið á henni eins og hún ■
væri lítið barn, og um leið og táraflóðið hætti, sagði i
hann það, sem hann vissi, að hann varð að segja. i
— Kæra Kamilla, sagði hann, — ég held, að Laurí g
viti, hver sannleikurinn er. Aðeins eitt er nauðsyn-1
legt til að hún geti gengið aftur, og við megum ekki ■
reka á eftir henni. Svo er líka aðeins einn maður, ■
sem gæti gert uppskurðinn, og ég veit ekki, hvar 8
hann er finnanlegur núna.
.— Það verður líka alltof dýrt fyrir okkur, sagði 9
Kamilla.
— Þér ættuð ekki að hafa áhyggjur út af þeim ®
útgjöldum, sagði Geoffrey hvasst,
— Hvers vegna ekki? spurði hún, og nú var rödd 8
hennar þrjózkuleg — og þó — kannski aðeins ótta- ■
slegin.i
Yfirlæknirinn strauk blíðlega yfir hár hennar.
— Þér megið ekki líta á það sem neina góðgerða-
starfsemi! Það væri mikils virði fyrir mig sjálfan, ef i
einhver þessara frægu sérfræðinga kæmi hingað og ®
gerði aðgerð á einum sjúklingi mínum.
— Ef það væri nú bara rétt, hvíslaði Kamilla. — i
En hvað nú, ef uppskurðurinn misheppnast?
— Það nægir mér, ef sérfræðingurinn, sem ég hef
í huga, fæst til að reyna, sagði Geoffrey og brosti til I
hennar eins og hann vildi fyrir hvern mun reyna að |
telja hana á sitt mál.í
' h; < .-it i |j.
Á þessari mynd sýna tvær rússneskar stúlkur okkur hug-
kvæmnli Rússa í klæðaburði. Stúlkan til vinstri er klædd loð-
jakka og er með húfu úr eins efni. Buxurnar eru grænar ullari-
buxur, og til að fullkomna þennan fallega búnað eru stígvélini
úr sútuðu skinni.
Glæsilegur vorfatnaður (til hægri) rauðgul ullarföt, breitt
belti og fjólublár hattur. 1 1
. Keðjur hér og þar, keðjur alls
staðar, hefur verið eitt a£ iboðorð-
um tízkufrömuðanna upp á síð-
kastið. En nú er stefnt í áttina að
því að hafa stjórn á öllum þessutn
.lausu . keðjum eða síðu hálsfest-
um.
Og nú finnst varla flík án beltis,
svo að. tekið hefur verið upp á því
að „veiða“ hálskeðjuna í beltið,
svo að vorútlitið verði dálítið
skipulegra. |
London ’69.
XúÍHsÍa
nytt