Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9
Helgar 9 blaðið Hún hafði aldrei drukkið áfengi og aldrei reykt, drakk hvorki gos né neitt óheilsusamlegt. Hennar drykkur var vatn, íslenskt kranavatn. Síðan eignaðist Margrét Erlingsdóttir stúlku í maí 1989. Litla stúlkan dó sólarhringsgömul. Við krufningu kom í ljós að hún var með alvarlegan hjartagalla, bláæðin til hjartans var ekki til staðar. A efdr fóru hún og maðurinn hennar, Þorsteinn Kristjánsson, að leita að ástæðum fyrir þessu. Langaði til að kyrkja einhvern Þau Margrét og Þorsteinn höfðu skömmu fyrir þungun flust til Keflavíkur og þar fæddist bamið. Nú hafa þau búið um hríð í Grindavík. „Læknirinn okkar sagði að hugs- anlega væri ástæðan eitthvað í um- hverfmu, geislun eða eitthvað," sagði Margrét. Þau leituðu þá til Heilbrigðiseftirlits Suðumesja og þar var þeim sagt að fundist hefði TCE (tríklóretylene) og PCE (per- klóretylene) í gmnnvatninu og að hugsanlega hefði verið betra að sjóða vatnið. Þeim var þó sagt að vatnið væri hættulaust og þau eignuðust aðra dóttur fyrir fjórtán mánuðum, á meðan þau bjuggu enn í Keflavík. Hún er heilbrigð. G. Pétur Matthíasson Þau hmkku síðan við þegar þau heyrðu um annað bam með alvar- legan hjartagalla og þegar þau heyrðu á sama tíma umræðuna um mengunina á og við Keflavíkur- flugvöll, sem fjallað var um í síð- asta Helgarblaði. „Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að ef ég væri kókisti hefði ég kannski dótturina hjá mér núna,“ sagði Margrét. Hún var mjög reið út í bandaríska herinn og taldi hann sökudólginn frá upphafi. Og hún er enn reið. Leitað orsaka Fyrst leitaði Margrét að orsök- um hjá sjálfri sér, hvort hún hefði gert eitthvað rangt, og síðan leitaði hún að sökudólgum annarsstaðar. Allt mjög eðlileg sorgarviðbrögð, sagði hún í viðtali við Helgarblað- ið. „Mig langaði til að kyrkja ein- hvem,“ sagði hún um fyrstu við- brögðin þegar hún uppgötvaði að hugsanlega hefði einhver utanað- komandi mengun gert baminu hennar þetta. Henni finnst skrítið að þegar jafn sjaidgæfs sjúkdóms verður vart og hjá litla baminu hennar, skuli málið ekki vera rann- sakað. Hún sagði að það skipti máli að vita ástæðuna fyrir því hvað hefði gerst, ef það væri hægt. Hún heldur núna að mengað vatn hafi verið ástæðan en hún vill að það verði rannsakað. „Því annars fylgir þetta manni alla tíð,“ sagði hún. Hún sagði að þau myndu fara í skaðabótamál ef sannaðist að mengun væri orsök hjartagallans. Hún sagði að það myndu þau ekki gera peninganna vegna. Peningana myndu þau gefa til fæðingarheim- ilis á Suðumesjum, þar sem ekki veitti af. „Þetta snýst ekki um að fá dóttur mína aftur, þetta snýst um kom- andi kynslóðir, bömin okkar og þeirra böm,“ sagði Margrét. Henni finnst það glæpsamlegt ef menn ætla að sitja hjá og loka augunum. Sama tí&ni hér Fyrir Alþingi liggur þingsálykt- unartillaga Sigríðar Jóhannesdóttur (G) um að ffam fari rannsókn á mengun á svæðinu, bæði í jarðvegi og grunnvatni. Þá hefúr verið bent á nauðsyn þess að gera faralds- fræðilega könnun. I slíkri könnun felst að athuguð er tíðni sjúkdóma líkt og hjartagalla og Potters- sjúk- dómsmyndar. Hjartasjúkdómar bama em sérgrein Hróðmars Helgasonar læknis. Hann hefúr gert rannsókn á hjartasjúkdómum bama á Islandi á fimm ára tímabili sem hófst 1985. Hann sagði að niðurstöðumar bentu til þess að tíðni hjartagalla á íslandi væri sú sama og annarsstaðar þar sem rannsóknir hafa farið fram. Það hversu lík tíðni mismunandi hjartagalla er í mismunandi lönd- um annars vegar og á Islandi hins vegar bendir til þess að ekki sé um umhverfismengun að ræða. Hins- vegar sagði Hróðmar að tölfræði- lega væm tölumar svo lágar fyrir svæði einsog Suðumes að ekki væri hægt að segja til um hvort mengun gæti verið völd að hjarta- göllum einsog í tilviki Margrétar. Til þess þarf stærri rannsókn, til dæmis með því að taka fýrir stærra tímabil. Það mætti kanna upplýs- ingar afíur i tímann. En til þess þarf peninga til rannsókna, sagði Hróðmar. Einsog fram kom í Helgarblað- inu hefur Potters-sjúkdómsmynd greinst í sjö tilvikum á tíu ámm á Suðumesjum. Um fæðingargalla er að ræða, bömin fæðast nýmalaus og deyja. I þessu tilviki væri eðli- Iegt að gera faraldsfræðilega könn- un þvi að miðað við þetta hlutfall á Suðumesjum ættu tugir bama að Ingunn Þorsteinsdóttir í fangi móiur sinnar, Margrétar Erlingsdóttur. Mynd: Kristinn. hafa fæðst annarsstaðar á landinu á þessu tíu ára tímabili með Potters- sjúkdómsmynd, hátt í hálft hundr- að bama. Hróðmar lagði áherslu á það að þótt niðurstöður sinnar rannsóknar bentu ekki til þess að Island væri frábmgðið öðmm löndum er kæmi að hjartagöllum væri nauðsynlegt að vera vakandi og fylgjast vel með. Eiturefnum fækkar ekki í umhverfinu og safnast frekar fyrir en hitt. Tucson, Arizona Einar Valur Ingimundarson um- hverfisverkfræðingur fjallar um tengsl hjartagalla og TCE- meng- unar í Tucson, Arizona í nýjasta hefti Dagfara sem kemur út 1. maí. Þar fjallar hann um rannsókn sem skrifað er um í bandaríska tímarit- ið Joumal of the American College of Cardiology, júlí 1990. í ljós kom að í suðvesturhluta Tucson- borgar fannst TCE í magninu 5 pg (fimm mikrógrömm) í hverjum vatnslítra, sem er svipað og fannst i vatninu í Keflavík fyrir þremur ámm. Gerð var faraldsfræðileg könnun og í ljós kom að líkumar fyrir því að böm fæddust með hjartagalla vom þrefalt hærri hjá þeim sem höfðu drukkið mengað vatn en hjá öðmm, skrifar Einar Valur í Dag- fara. Hróðmar hafði lesið þessa grein en sagðist í fljótu bragði ekki muna eftir því að hafa lesið um aðrar rannsóknir sem sýndu fram á hugsanleg tengsl mengunar og hjartagalla. Einar Valur hvetur til þess að gerð verði faraldsfræðileg könnun á Suðumesjum vegna þessa máls. Snorri Páll Snorrason jarðfræð- ingur hefur með þessi mál að gera hjá Heilbrigðiseftirliti Suðumesja. Hann sagði að í ljós hefði komið að vatnsból hersins væri mengað og því verið lokað strax. Hinsveg- ar hefði ekki mælst jafhmikil mengun í vatnsbólum Njarðvíkur og Keflavíkur. Tvö vatnsból em í Keflavík og í öðm þeirra mældist ekki mengun. Hann sagði að við- miðanir um hættumörk TCE og PCE í drykkjarvatni væm mismun- andi en yfirleitt á niðurleið. Sumir staðlar teldu í lagi að 30 pg af TCE fyndust í hveijum lítra og 10 pg af PCE. Hæst fannst 10 pg/1 af TCE og 8 pg/1 afPCE, sagði Snorri Páll. En þeir hjá Heilbrigð- iseflirlitinu miðuðu við að 5 pg/1 af TCE mættu finnast og ekkert af PCE. Samkvæmt því hefðu vatns- bólin í Njarðvík og Keflavik verið í lagi þennan tíma frá 1989 og þar til nýtt vatnsból var tekið í notkun í fyrrahaust. Einar Valur gagnrýnir að vatns- bólunum skuli ekki hafa verið lok- að strax en Snorri Páll sagði að nauðsynlegt hefði verið að gefa mönnum tækifæri til að byggja nýtt vatnsból, enda hefði það verið betri lausn en að fara að hreinsa vatnið. Bandariski herinn greiddi vatnsbólið og í samningi sem utan- ríkisráðuneytið gerði við herinn var afsalað skaðabótakröfurétti á hendur hemum. Töldu vatnsbólin í lagi Snorri Páll sagði Heilbrigðiseft- irlitið líta þessa mengun alvarleg- um augum og þess vegna hefðu menn ráðfært sig við Hollustu- vemd og Eiturefnanefnd. Niður- staðan hefði verið að menn töldu óhætt að nota vatnsbólið þar eð mengunin væri ekki yfir hættu- mörkum. Snorri Páll sagði að þrátt fyrir þetta hefðu menn óttast áframhaldandi mengun og því ráð- ist í byggingu nýs vatnsbóls fyrir utan hið mengaða gmnnvatns- svæði. „Þetta er mjög ábyrg af- staða af okkar hálfri,“ sagði Snorri Páll um viðbrögðin af hálfú emb- ættisins. Hann viðurkenndi þó að hugsanlega hefði mátt kynna þessa mengun betur fyrir íbúum á svæð- inu. Hann sagðist ekkert hafa á móti því að fram færi faraldsfræðileg könnun á Suðumesjum. En hann dró í efa að rekja mætti hin mörgu Potters-sjúkdómsmyndartilfelli til mengunai innar í grannvatninu. Hann benti á að eitt tilfelli hefði komið upp í Garðinum þar sem engin mengun mældist og þrjú til- felli af þeim sex sem eftir væm hefðu komið frá Keflavík en að í því vatnsbóli hefði ekki mælst TCE. Ekkert hefúr verið rannsakað svo vitað sé um tengsl mengunar og Potters-sjúkdómsmyndar. |ig urðu áb mg Þau mistök áttu sér stað, þegar skrifaður var texti við kort yfir mengunina á Suð- umesjum í síðasta tölublaði Helgarblaðsins,.að þar sem standa átti Ég/1 (míkró- grömm per lítra) stóð mg (milligrömm per lítra). Beð- ist er vel.virðingar á þessu. Fimmtudagurinn 30. aprfl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.